Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 63
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Ljóska
Smáfólk
Þetta er ekki mikil rigning.
Mundu að það „rignir jafnt á rétt- .. . og á alla sem leika á hægri vall-
láta sem rangláta" ... arhelmingi...
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Siðfræði og
samviska
Frá Guðbirni Jónssyni:
LAUGARDAGINN 21. mars sl.
sótti ég málþingið Siðfræði og sam-
viska, sem Sam-Frímúrarareglan
Le Droit Humain stóð fyrir á Hótel
Loftleiðum. Þarna voru flutt fjögur
mjög góð erindi um siðfræði, sið-
ferði og samvisku mannsins. Þor-
steinn Gylfason prófessor talaði um
siðfræði og samvisku; Guðrún Agn-
arsdóttir læknir talaði um siðfræði
þjóðfélagsins; dr. Gunnar Krist-
jánsson prófastur talaði um sið-
fræði kristinna manna og okkar
hjartkæra Vigdís Finnbogadóttir,
forseti Alþjóðaráðs UNESCO, um
siðferði í vísindum og tækni, talaði
um siðvitund samhliða aukinni
þekkingu.
Eins og áður sagði voru öll erind-
in mjög góð. Svo var einnig um pall-
borðsumræðurnar sem á eftir
komu. Mikilvægt er að líta á þetta
málþing sem upphaf alvarlegrar
umræðu í þjóðfélaginu um hugtökin
siðfræði, siðvitund, siðferði og sam-
visku, því um nokkurt skeið hefur
verið undirliggjandi kun- í þjóðinni
vegna þess sem kallað hefur verið
siðblinda ráðandi afla í þjóðfélaginu.
Ekki verður farið út í skilgreiningu
á þeim atriðum en mig langar að
vekja athygli á fáeinum atriðum
sem fram komu á málþinginu. Þor-
steinn varpaði fram spurningu sem
var á þessa leið: Hvaða rök eru fyrir
því að myrða ekki eða stela ef þú
veist að þú kemst upp með það?
Hér er sett fram afar sterkt heim-
spekilegt spursmál sem hlýtur að
knýja hvern mann til nokkurs ein-
tals við undirvitund sína, sem einnig
er kölluð samviska. Hér þarf að
horfast í augu við tvö sterkustu öfl
mannsins, þ.e. sjálfshyggjuna og
kærleiksvitundina. Maður sem lok-
ar fyrir kærleiksvitundina og setur
meginhluta orku sinnar í sjálfs-
hyggjuna, finnur kannski fá sterk
rök gegn spurningu Þorsteins. Hins
vegar mun maður sem hefur sterk-
ar tengingar við kærleiksvitund
sína geta fundið fjölda raka gegn
spurningunni og vægast sagt fínn-
ast óþægilegt að hugsa til þess að
gera á hlut annars manns, hvað þá
að framkvæma það. Þegar maður
leiðir hugann að því mikla afli sem
býr í kærleiksvitund mannsins,
fínnst manni einhvern veginn að
málþing eins og það sem þarna var
haldið, hafí einungis verið upphafíð,
því ekkert var rætt um afl kær-
leiksvitundarinnar til að efla sið-
ferði og styrkja samviskuna. Þegar
grannt er skoðað, munum við sjá að
það er fyrst og fremst skortur á
kærleiksvitund sem er orsök flestra
okkar vandamála. Með því að efla
hana meðal þjóðarinnar mundu
hverfa flest þau vandamál sem við
erum að fást við í dag, því flest
þeirra eiga rót í skorti kærleiksorku
en of mikilli sjálfs- eða sérhyggju.
Hvernig förum við með vald?
Þetta var ein af þeim spurningum
sem teknar voru fyrir í pall-
borðsumræðum. Þrennt vakti at-
hygli mína í umræðunum um þessa
spurningu. Fyrst var að flestir
brugðust við með hliðstæðu við af-
sökun, s.s. með að svo stutt væri
milli manna í litlu samfélagi að
erfítt væri að gagnrýna. Annað var
að enginn nefndi tilfelli þar sem far-
ið væri vel með vald. Þetta fannst
mér halla óþægilega stoðunum und-
ir því sem hann hafði verið að segja
í erindi sínu. Raunveruleikinn er að
valdi fylgir engin spilling. Spillingin
fylgir þeim persónum sem með
valdið fara. Ef þær persónur eru •'
með lágt siðferðismat og meginorka
þeirra er í sjálfs- og sérhyggju,
standast þær ekki kröfurnar sem
valdið gerir til þeirra og falla fyrir
ásókn þeirra afla sem sterkust eru í
lífsorku þeirra. Sé hins vegar sú
persóna sem valdið hefur, þroskuð
sál með meginlífsorku sína í kær-
leiksvitundinni, getur spilling ekki
þrifist í valdssviði hennar, því sjálfs-
og sérhyggja geta ekki þrifíst þar
sem kærleiksvitund er ríkjandi.
Kærleiksvitundin er svo mikið
sterkara afl. Ég harma að heim-
spekin skuli enn vera svona langt
frá grundvallarhugtökum lífs-
orkunnar.
Nokkuð var rætt um vald hinna
ýmsu stjórnsýsluhátta. Var þar t.d.
komið inn á vald ráðherra, þing-
manna, embættismanna og síðast
en ekki síst einstaklinganna sjálfra.
Athygli var vakin á að hugtakið
„embætti“ væri komið af hugtakinu
„ambátt", sem þýddi að sá sem
þann titil bæri væri í raun og veru
þjónn. Hann ætti því ekki að koma
fram með valdrembing gagnvart
þeim sem hann ætti að vera að
þjóna. Sérstök athygli var þó vakin
á því valdi sem væri falið hverjum
einstaklingi í þjóðfélaginu. Á fjög- c
uira ára fresti beittu einstakling-
arnir þessu valdi sínu til að velja
stjórnendui- þjóðfélagsins. Einstak-
lingarnir gætu sett sér þann metn-
að að láta ekki skrökva að sér og
refsa þeim einstaklingum eða
stjórnmálasamtökum sem slíkt gera
með því að kjósa þá ekki aftur, hafí
þeir brugðist trausti þein’a. Ein-
staklingarnir hefðu líka vald til að
láta sterkt til sín heyra þegar reynt
væri að gera eitthvað sem þeim
væri mikið á móti skapi. Slíkt væri
alltaf sterk skilaboð til þeirra sem
þáðu vald sitt frá einstaklingunum.
Þetta er áreiðanlega eitt af þeim at-
riðum sem brugðist hafa í okkar ,
samfélagi og mun ég víkja nánar að ^
því síðar.
Nú kveð ég hins vegar og þakka
Sam-Frímúrarareglunni Le Droit
Humain íyrir framtakið að koma
þessu málþingi á. Framsögufólkinu
öllu þakka ég, sem og Kristínu
Jónsdóttur, framhaldsskólakennara
fyrir lipra, ákveðna og sköruglega
stjórnun hennar. Ég átti þarna ynd-
islegan dag í notalegu umhverfí og
naut þess að hlýða á uppbyggileg
erindi og umræður, sem tvímæla-
laust geta skilað okkur fram á veg-
inn, verði ekki látið staðar numið
hér, heldur bætt í þá orku sem ;
þarna var kveiktur neisti að.
GUÐBJÖRN JÓNSSON, J
Hjarðarhaga 26, Reykjavík. ;
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. t