Morgunblaðið - 19.04.1998, Síða 14

Morgunblaðið - 19.04.1998, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 19. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Coventry City lætur til sín taka Blásið til sóknar MARGIR fræknir framherjar hafa heiðrað áhorfendur á Highfield Road með nærveru sinni. Fæstir hafa þeir þó leikið með heimaliðinu, Coventry City. Svo sem ekki að undra þar sem höf- uðmarkmið þessa litla félags hefur löngum verið að verjast - verjast sóknum andstæðinganna, verjast falli. Hefur það líka gengið vonum framar, því einungis þrjú félög sem nú leika í efstu deild í Englandi, Arsenal (frá 1919), Everton (frá 1954) og Liverpool (frá 1962), hafa verið þar lengur samfellt en Coventry, sem vann sér sæti í gömlu 1. deildinni vorið 1967. Félagið hefur reyndar margan lífróðurinn róið á þessum tíma og þegar það forðaði sér frá falli á lokadegi deildarkeppninnar í fyrra fór kunnugleg tilfinning um stuðningsmenn þess - blanda af gleði, létti og „deja-vu“. Orri Páll Ormarsson sknfar En nú eru breyttir tímar á Highfí- eld Road. Coventry hefur komið sér makindalega fyrir um miðja deild og var aðeins hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í und- anúrslitum bikarkeppni enska knattspymusam- bandsins, einu keppninni sem félagið hefur orðið hlutskarpast í, árið 1987, eftir sögulega viðureign við Totten- ham Hotspur. Og það sem meira er - það verður ekki þverfótað fyrir íyrsta flokks framherjum í herbúðum fé- lagsins. „Sókn er sæla,“ hugsa aðdá- endur Coventry, þegar þeir fylgjast með Dion Dublin, Darren Huckerby, og nú síðast Viorel Moldovan hafa varnarmenn andstæðinganna að háði og spotti. Eini gallinn er sá að það er ekki rými fyrir alla þessa menn í framlínunni í einu! A þeim vanda hef- ur knattspymustjór- inn, Gordon Strach- an, reyndar fundið lausn, um stundar sakir að minnsta kosti; hann hefur lát- ið markakóng vetrar- ins og markahæsta leikmann Coventry í efstu deild frá upp- hafí, Dion Dublin, að mestu leika í vörn- inni undanfarið. „Ha,“ hváir víst margur. Já, í vörn- inni! Og það sem meira er - kappinn hefur lítið haldið aftur af sér við markaskorun. Dublin drottnar Dublin er reyndar frægur fyrir fjölhæfni sína og hefur oft áður brugðið sér í vörnina til að skakka leikinn. Glenn Hoddle íhugaði meira að segja að velja hann í enska lands- liðshópinn sem vamarmann í fyrra. Kallið frá Hoddle kom svo á dögun- um en þá var Dublin falið að leika í fremstu víglínu gegn Chile. Þar er hann líka bestur! Og senni- lega er engu logið þegar fullyrt er að þessi tæplega 29 ára gamli fyrrver- andi leikmaður Cambridge og Manchester United hafí aldrei leikið betur en í vetur. Hann var valinn leikmaður mánaðarins í úrvalsdeild- inni í janúar, fyrstur Coventry- manna, og hefur aldrei verið jafn ið- inn við kolann - búinn að gera 20 mörk á leiktíðinni fyrir leikinn gegn Liverpool, sem sýndur verður í beinni útsendingu á Sýn í dag. Menn stukku líka hæð sína af fógnuði í Coventry þegar ljóstrað var upp um það hverjir vora tilnefndir í kjöri á leikmanni keppnistimabilsins nýver- ið; Dublin var í þeim hópi og sagði Gordon Strachan, knattspymustjóri liðsins, að enginn myndi eftir því hjá félaginu hvenær leikmaður Coventry hefði síðast verið tilnefndur til ein- hverra verðlauna! En þrátt fyrir velgengnina hefur Dublin dregið sína löngu fætur í samningaviðræðum við Coventry - hefur ekki viljað framlengja samning sinn við félagið. Minnstu munaði meira að segja að hann gengi til liðs við Middlesbrough í janúar en hætt var við á elleftu stundu. Þá hefur Blaekburn Rovers verið að bera í „Hjá Coventry dugar ekkert dramb. Standi maður sig ekki verður manni ein- faldlega kippt út úr liðinu“ hann viurnar. Margt bendir því til þess að miðherjinn yfirgefí Highfield Road í sumar, enda hefur Strachan sagt að hann muni ekki leggja stein í götu hans vilji hann fara. Fylgis- menn Coventry hafa þó ekki enn gef- ið upp alla von. Huckerby fer hamförum Við hlið Dublins í framlínu Coventry í vetur hefur lengst af verið hinn 21 árs gamli Darren Huckerby - einn fótfráasti leikmaðurinn í Englandi nú um stundir. Hann kom frá Neweastle á liðinni leiktíð og vakti fljótt athygli fyrir vasklega fram- göngu, kvikur og kraftmikill. A góð- um degi getur hann leikið bestu vam- ir sundur og saman og þótt Strachan sé í lófa lagið að spara við piltinn lofið, til að halda honum á jörðinni, stóðst ^mmmmmmmmm stjórinn ekki mátið eftir leik gegn Sout- hampton nýverið: „Ég hef ekki sagt þetta áður en í dag var frammistaða Darrens Huckerbys á heimsmælikvarða.“ „Heimsmæli- kvarði" var einmitt orðið sem manni flaug í hug þegar Huckerby tætti vöm Manchester United í sundur, áður en hann gerði sigurmarkið gegn meisturunum á Highfield Road um jólin. „Heppni!“ sögðu sumir. „Glópa- lán!“ sögðu aðrir. Eftir að pilturinn endurtók leikinn gegn Liverpool nokkram dögum síðar, heyrðist aftur á móti minna í sömu mönnum - bara búkhljóðin þegar þeir átu orð sín. Engu að síður á Huckerby margt ólært eins og sást í b-landsleik Eng- lendinga og Chilebúa fyrr í vetur. „Hann var eins og höfuðlaus hæna,“ voru orðin sem knattspyrnuþulur Radio Five valdi til að lýsa frammi- stöðu stráksins. Kannski fullsterkt að orði kveðið en ljóst má vera að Reuters DARREN Huckerby, til vinstri, og Dion Dublin, hárlaus, fagna marki ásamt féiögum sínum í byrjun árs, þegar liðið sigraði Liverpool, 3:1, í bikarkeppninni á Anfield. Strachan sterkur stióri KN ATTSPYRNU ST J ÓRI Coventry City er Skotinn Gordon Strachan, sem um langt árabil var einn litríkasti knattspymumaður Bretlandseyja. Hann tók við liðinu af læriföður sínum, Ron Atkinson, í nóvember 1996 og hefur að margra mati náð undraverðum ár- angri. Strachan byrjaði strax vel og var valinn knattspyrnustjóri mán- aðarins í úrvalsdeildinni í desem- ber 1996 en í kjölfarið kom strembin tíð. Coventry barðist íyrir lífi sínu fram á síðustu sek- úndur tímabilsins - og slapp við fall. Það var vendipunkturinn, því liðið hefur eflst jafnt og þétt í vet- ur. Setti meðal annars félagsmet fyrr á leiktíðinni þegar það vann sjö leiki í röð. Það kom því fáum á óvart þeg- ar Strachan var útnefndur knatt- spyrnustjóri febrúar í úrvals- deildinni. „Ákvörðunin var formsatriði. Að slá félagsmet með því að vinna sjö leiki í röð ber vitni um hæfileika Gordons til að blása leikmönnum sínum baráttu- þrek í brjóst, hvetja þá til sig- urs,“ sagði meðal annars í um- sögn nefndarinnar sem annast valið. „Knattspyrnustjóri sem ann knattspyrnunni meira en Gordon Strachan er vandfund- inn.“ Strachan fæddist í Edinborg árið 1957. Knattspymuferilinn hóf hann hjá Dundee í Skotlandi en vakti fyrst veralega athygli hjá Aberdeen, þar sem hann var í sjö ár. Manchester United festi kaup Gordon Strachan á kappanum 1984 og þar lék hann við góðan orðstír til 1989 er hann færði sig um set til Leeds United. Voru þá margir búnir að afskrifa hann. Annað kom á daginn. Strachan átti, að margra mati, sín bestu ár hjá Leeds og var meðal annars burðarás í meistaraliði félagsins árið 1992 og vann sig á ný inn í skoska landsliðið. Alls lék hann 50 landsleiki. 37 ára gamall gekk Strachan í raðir Coventry og er enn í leikmannahópi félagsins - lék 9 leiki á síðasta tímabili. En nú bendir flest til þess að hann hafi afhent syni sínum, hinum 19 ára gamla Gavin, keflið en pilturinn lék sinn fyrsta leik fyrr í vetur - fyrir Coventry City.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.