Morgunblaðið - 19.04.1998, Page 20
20 SUNNUDAGUR 19. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Stórir hlutir eru að gerast í Kópavogi. Á Borgarholtinu hefur risið listasafn, tónlistarhús er í byggingu og gert
er ráð fyrir að byggingunni tengist framtíðarhúsnæði bókasafns og Náttúrufræðistofu Kópavogs. Anna G.
Olafsdóttir brá sér í Kópavoginn til að kynna sér hugmyndir um fyrirhugaða menningarmiðstöð þar og komst
m.a. að því að gert er ráð fyrir einum fullkomnasta tónleikasal á landinu í tónlistarhúsinu.
MENNINGARMIÐSTÖÐ Kópavogs verður reisulegt hús. Á þaki tónleikasalarins má sjá hvor hlutinn hýsir tónlistarstarfsemina.
• •
ORLÁT á birtu og yl baðar
sólin stræti og torg í mið-
bæ Kópavogs í vorbyrj-
un. Með hverjum
deginum verður gróðurinn sællegri
og framkvæmdimar við bygging-
una á Borgarholtinu taka á sig
greinilegri mynd reisulegs tónlist-
arhúss. Arkitektarnir Jakob E.
Líndal og Kristján Ásgeirsson hjá
Alark-arkitektum sf., Hamraborg
7, viðurkenna að varla líði sá dagur
að annar hvor eða báðir læðist ekki
út og virði fyrir sér sköpunarverk-
ið. ,Að fylgjast með byggingar-
framkvæmdunum á næsta homi er
eins og að sjá bamið sitt fæðast,“
segir Jakob og Kristján tekur undir
orð hans. Tvímenningamir hafa ýtt
öðrum verkefnum til hliðar til að
geta einbeitt sér að tónlistarhúsinu
um hríð.
Vinnuferlið hefur ekki verið
samfellt enda kviknaði hugmyndin
að menningarmiðstöð í Borgarholt-
inu árið 1993. „Hugmyndin kom
fljótlega upp á okkar borð því að
arldtektastofunni var falið að gera
rýmisáætlun fyrir tónlistarhús,
bókasafn, náttúmfræðistofu,
myndlistarskóla og skiptistöð al-
menningsvagna árið 1993. Fyrsta
hugmyndin gekk einmitt út á að
aðkoman að menningarmiðstöðinni
væri í gegnum gleryfírbyggða
skiptistöðina. Nú er ekki lengur
víst að skiptistöðin verði hluti af
menningarmiðstöðinni enda hafa
almenningsvagnar enn ekki tekið
endanlega ákvörðun um hvar
heppilegast sé að staðsetja skipti-
stöðina í framtíðinni," segir Jakob.
Endirinn varð sá að ákveðið var
að skipta framkvæmdunum niður í
tvo áfanga. Fyrri áfanginn felur í
sér byggingu tónlistarhúss undir
tónlistarskóla og tónleikahald.
„Eftir að komist hafði verið að nið-
urstöðu um hvemig bæri að skipta
verkefninu niður í áfanga var farið
að vinna að þarfagreiningu. Þarfa-
greiningin fólst í því að aflað var
upplýsinga um núverandi aðstæður
og óskir um aðstæður fyrir starf-
semina í nýju húsi. Eftir að þarfa-
greiningin hafði farið fram hófst
sjálf hugmyndavinnan. Við studd-
um okkur við nokkur meginmark-
mið við vinnuna. Hið fyrsta var að
gera Borgarholtsreitinn að þunga-
miðju lista og menningarlífs í
Kópavogi. Annað var að gefa
Morgunblaöið/Þorkell
ARKITEKTARNIR Jakob E. Líndal og Kristján Ásgeirsson. Á milli þeirra sést tónlistarhúsið rísa upp úr grunninum.
MENNIRNIR sýnast litlir á sviði tónleikasalarins.
möguleika á samvinnu og blöndun
listgreina. Hið þriðja var að
samnýta rými og síðast en ekki síst
var ákveðið að reyna að stuðla að
því að nýtanlegt rými yrði sem
mest í byggingunni. Niðurstaðan
varð sú að við 20% stækkun heild-
arrýmisins náðist 45% stækkun
kennslurýmis í tónlistarskólanum,"
segir Kristján. Nú fer kennslan í
tónlistarskólanum að hans sögn
fram í 606 m2 húsnæði og 180 m2
sal. Með byggingu tónlistarhússins
fer kennsla fram í 975 m2 kennslu-
rými og tónleikar í 292 m2 tónleika-
sal. Ótalið er 260 m2 anddyri og 230
m2 fylgirými.
Áhersla á íslenskan efnivið
Nokkur breyting hefur orðið á
tónleikasalnum í hjarta tónlistar-
hússins frá byrjun. „Fyrst var gert
ráð fyrir að í miðri byggingunni
væri fjölnota salur með flötu gólfi
og lausum stólum. Áætlaður
grannflötur var 178 m2 og lofthæð
um 6 m. Smám saman þróaðist sú
hugmynd út í alvöru tónleikasal af
minni gerðinni. Hugmyndin er
komin frá Jónasi Ingimundarsyni
píanóleikara og tónlistarráðunaut
Kópavogsbæjar. Hann sá fyrir sér
að með fullkomnum 300 manna
tónleikasal væri hægt að hýsa yfir
90% flytjenda, þ.e. frá sólistum upp
í 5 til 6 hópa, og tónleikagesta á
höfuðborgarsvæðinu. Við eram því
alls ekki að byggja tónlistarhúsið
fyrir tónleika sinfóníuhljómsveitar-
innar heldur fyrir tónleika minni
hljómsveita og sólista auk tónleika
tónlistarskólans," segir Jakob og
Tónlistar notið
við bestu skilyrði
„GRÓSKAN í íslensku
tönlistarlífi er öllum
Ijós. Alls staðar er ver-
ið að flytja tónlist. Við
eigum tónlistarfólk í
öllum greinum í
fremstu röð,“ sagði
Jónas Ingimundarson
píanóleikari. „Nú er
verið að byggja hús í
Kópavogi sem í er tón-
listarskóli og tónlistar-
salur, þar sem hægt
verður að njóta tónlist-
ar við bestu skilyrði,
þökk sé glæsilegu
framtaki bæjarsljórnar
Kópavogs,“ „Á und-
anförnum árum hafa
risið fjölmörg hús af
ýmsu tagi þar sem tónleikar eru
haldnir, menningarmiðstöðvar,
listasöfn og kirkjur. Má þar nefna
t.d. Gerðarsafn í Kópavogi, Gerðu-
berg, Norræna húsið, Kjarvalsstaðir
o.fl. en hvergi er lögð sérstök
áhersla á þá þætti sem gera það
mögulegt að tónlist fái notið sín til
fúlls, heldur aðeins keypt hljóðfæri
og vonast til að þar hljórni sæmilega
en æskilegur ómtími, ljósabúnaður,
svið o.þ.h. látið sitja á hakanum.
Tækifærin hafa verið en þau ekki
notuð. Það er umhugsunarvert
hvers vegna þessu hefur ekki verið
gaumur geflnn miklu fyrr miðað við
þá grósku sem alls staðar blasir við
í tónlistarlífinu," segir hann.
Hann segir að ekki sé hægt að
flylja hvaða tónlist sem
er við hvaða aðstæður
sem er. „Það gengur
t.d. ekki að flylja
drykkjuvísur eða
nautabanasöngva við
altari í kirkju. Það vita
allir að til að njóta
myndiistar þarf að
hengja listaverkin upp
og þau þurfa lýsingu.
Til þess að tónlist fái
notið sín þarf æskileg-
an ómtíma, sem getur
verið breytilegur eftir
eðli tónlistarinnar, t.d.
er Skálholtskirkja dá-
samlegt sönghús en
það væri óhugsandi að
fará með píanó þangað
inn svo vel færi. Svo eru ýmis atriði
mikilvæg t.d. svið, lýsing, en meira
að segja þetta sjálfsagða mál hefúr
skort í litlu sölumun.
í nýja húsinu í Kópavogi er tekið
á öllum þessum þáttum með sér-
stökum glæsibrag. Þar verður
hallandi gólf, svið og ljósabúuaður
og fúllkominn hljómburður breyti-
legur eftir þörfum. Það er því ekk-
ert smámái á ferðinni fyrir tónlist-
arlífíð, ekki bara í Kópavogi þó hús-
ið sé þar staðsett og verði eitt af
djásnum bæjarins, heldur hefur það
miklu víðtækari áhrif til heilla fyrir
tónlistarlffið í landinu, þar sem sam-
an fer gleði og fögnuður hlustenda
og flytjenda," sagði Jónas Ingi-
mundarson að Iokum.
Jónas
Ingimundarson
Eins
.