Morgunblaðið - 19.04.1998, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 19.04.1998, Qupperneq 26
26 SUNNUDAGUR 19. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ BÓKASÖFNIN í LANDINU Morgunblaðið/Ásdís Snælduóð o g geislavirk - EN GAMALDAGS INNI VIÐ BEINIÐ SNIÐUG þessi bókasöfn. Þangað er hægt að skreppa, velja sér þykka bók, fá hana lánaða og skoða heima í heilan mánuð. Urvalið er mikið og aðgangseyrir nemur aðeins einni bíóferð. Nema, að á bókasafnið má koma aftur og aftur og aftur ... Dýrt að lesa hratt Flestir hafa einhvern tíma heim- sótt bókasafnið í sínu héraði eða hverfi til að leita upplýsinga eða af- þreyingar. Kannski er safnið svona: Ungur drengur tekur þrjár bækur um Jóa og félaga og skilar fjórum lesnum í leiðinni. Menntaskólastúlka leitar að mannkynssögubókum um síðari heimsstyrjöldina. Eldri maður fær að láni nýjustu ævisögumar úr jólabókaflóðinu og dóttir hans fylgir barni sínu í teiknimyndasöguhilluna. Viðutan lánþegi stendur við borðið og borgar dálitla sekt. Þetta er hin hefðbundna mynd af traustu bókasafni þar sem allir finna eitthvað við hæfi. Hver gestur á sitt spjald sem kostar 600-1000 krónur og gildir í eitt ár. Til skamms tíma entust spjöldin eftir því hvað lánþeginn var iðinn við að taka bækur að láni - þeir dugleg- ustu kláruðu spjöldin fljótt og þurftu því stöðugt að kaupa ný, en með tilkomu tölvuskráninga sitja allir við sama borð. Sektarupphæðir hafa lítið breyst. Algengt er að söfn rukki 5 krónur fyrir hvem dag sem h'ður fram yfir skiladag hverrar bókar en lánstími er að jafnaði einn mánuður. Hægt er að panta bækur sem era í útláni og hringja þá safn- verðir í þann sem bíður um leið og bókin kemur inn. í desember og janúar er algengt að langir biðlistar myndist um vinsælar jólabækur en nýjar bækur eru oft aðeins veittar að láni í eina til tvær vikur. Bókasöfn em vænn kostur fyrir þá sem hafa meiri áhuga á að lesa bækur en eignast þær. Sumir sjá í safnanotkun gífurlegan spamað og hafa ætíð á takteinum samanlagt verðmæti þeirra bóka sem þeir hafa fengið að láni fyrir slikk. Slíkir reiknimeistarar passa vel upp á að skila í tíma til að láta ekki hanka sig á sektum. Popp og kvikmyndir Þróun upplýsingatækni veldur því að hefðbundin ásýnd íslenskra bóka- safna er ört að breytast. í kjölfarið breytist hegðunarmynstur safn- gesta; gamalgrónum gestum bjóðast fleiri valkostir og í hópinn bætast ný- ir einstaklingar með nýjar þarfir. Bókasafn Kópavogs er eitt þeirra safna sem lánar út geislaplötur og myndbandsspólur og vekur sú þjón- usta áhuga margra. Grúskari getur fengið fræðslumyndband í eina viku fyrir 200 krónur á meðan annar gestur kýs Chaplin-mynd sem lánuð er í tvo daga. Geisladiska má hafa í hálfan mánuð gegn 150 krónu gjaldi. Að sögn Lilju Ólafsdóttur, bókasafnsfræðings hjá Bókasafni Kópavogs, er æskulýðurinn dugleg- astur að leigja geisladiskana. „Barnaefni er langvinsælast hjá okkur, þar á eftir er popptónlist að hætti unglinga og svo er kvik- myndatónlist nokkuð eftirsótt." Lilja segir gesti safnsins taka ágætlega við sér þegar nýir mögu- leikar í útlánum bjóðast. „Þó þykj- ast sumir ekki vita annað en við sé- um eingöngu með skáldsögur. Við bendum á að fræðsluefni fer sífellt vaxandi í hillum safnsins, til dæmis erum við um þessar mundir að panta fjölda fræðslurita um handa- vinnu og myndlist." Lilja segir konur og böm að 16 ára aldri vera helstu gestina en allir séu vissulega velkomnir að kynna sér úrval safnsins. Náungafróðleikur Amtsbókasafnið á Akureyri á kirkjubækur og manntöl af öllu landinu, allt frá 18. öld, sem hægt er að skoða á örfílmum eða prenti. Þannig má rekja ættir fólks og upp- runa, finna fæðingar- og dánardæg- ur, auk þess sem kirkjubækur em skemmtilegar heimildir um nafn- giftir í tímans rás. Amtsbókasafnið hefur heimild til útgáfu fæðingar- vottorða úr kirkjubókum safnsins og er sú þjónusta ókeypis. Bæjar- og héraðsbókasafnið á ísafirði býð- ur einnig aðgang að manntölum og öðram ættfræðigögnum sem varð- veitt era í skjalasafni. Eins og gefur að skilja eru kirkju- bækur ekki lánaðar út af söfnum og það sama á við um sitthvað annað úr kosti almenningsbókasafna. Orða- bækur, ýmsar handbækur og tímarit era að jafnaði einungis tO láns á lestrarsal þar sem fólk getur flett að vild og ljósritað ef vill. Margmiðlun- ardiskar, CD-ROM diskar, era flest- ir aðeins til afnota í tölvum safnanna en þar má komast í svalandi upplýs- ingalindir. Cinemania er til dæmis gagnabanki um bíómyndir í tölvu Bókasafns Kópavogs og alfræðiorða- bækur era víða til á geisladiskum. Hinn nafntogaði veraldarvefur er opinn á mörgum bókasöfnum. Þar er að finna allt milli himins og jarð- ar, meðal annars ættfræðibanka, bókabúðir, háskóla og heimasíður stjórnmálamanna. Víðast hvar þarf að panta aðgang að þeim tölvum bókasafnanna sem tengdar era net- inu og má þá geysast um vefinn í allt að klukkutíma í senn. Óskasögur sjúklinga Bókasöfn nýtast ekki aðeins þeim sem lesa ritað mál. Útgáfa hljóð- bóka fer sívaxandi hérlendis og mörg almenningsbókasöfn lána þær út. Slík þjónusta var í upphafi hugs- uð fyrir blinda og sjónskerta, aldr- aða og fólk með lestrarörðugleika, en nú eru mun fleiri farnir að nýta sér kosti hljóðbókanna. Bæjar- og héraðsbókasafnið á Akranesi á dá- lítinn lager af snældum en býður að auki upp á úrval hljóðbóka frá Blindrabókasafni íslands. Gestir biðja um allt frá íslendingasögum til nýrra skáldsagna og ævisögur eru einnig vinsælar. Venjuleg skáld- saga tekur 4-6 klukkustundir í flutningi en mikil ritverk geta enst hlustendum svo dögum skiptir. Safnið á Akranesi er í hópi safna sem bjóða börnum til samveru- stunda með upplestri og kynna þeim þannig heim bókarinnar. Heimsendingarþjónusta tíðkast víða ef lestrarhestar eiga ekki heim- angengt á safnið sitt vegna veikinda eða fötlunar. í Reykjavík era einnig á ferð bókabflar sem stoppa á 40 stöðum nálægt skólum og stofnun- um eða þar sem langt er í næsta úti- bú Borgarbókasafns. Bókasafn Suð- ur-Þingeyjarsýslu á Húsavík veitir sveitaheimilum svonefnda farþjón- ustu, og era þá bókapakkar sendir á bæi með reglulegu millibili. Af svip- uðum meiði eru útlán til skipa en fyrir þá þjónustu bókasafnsins á Húsavík greiðir útgerðin 15 þúsund króna árgjald fyrir hvert skip. Heimshornabókmenntir „Það eru áreiðanlega fáir sem lesa eins góðar bækur og sjómenn," Alhliða upplýsinga- miðstöðvar Almenningsbókasöfn á ís- landi eru hátt í tvö hund- ruð talsins. Hlutverk þein-a er að veita börnum og fullorðnum greiðan aðgang að fjölbreyttum bókakosti en þar með er ekki öll sagan sögð. Bókasöfn verða í framtíðinni alhliða upplýs- ingamiðstöðvar. Þau eiga að tryggja aðgang að upplýsingum á tölvutæku formi og veita viðskipta- vinum leiðsögn í nýjustu tækni við leit og notkun upplýsinga. Þessi markmið birtast í „Framtíðarsýn rfldsstjórnar Islands um upplýs- ingasamfélagið" sem kom út fyrir tveimur árum. í stefnunni felast hugmyndir um hvernig efla skuli ísland sem upplýsingasamfélag. Hversu mikilvæg telur þú almenningsbókasöfn vera? Mjög 0,3%, alls ekki mikilvæg Notar þú bókasöfn reglulega? Hlutfall Reykvíkinga (12-75 ára) sem hafa nýtt sér þjónustu Borgarbókasafns á síðustu 12 mánuðum Notendur Borgar- bókasafns eftir aldri | 27,8% 67-75 ára 51-66 ára 36-50 ára 28-35 ára 21-27 ára 16-20 ára 12-15 ára 30,0% 146,9% 51,0% I tc € 160,9% | 168,7 168,2 Um tvöhundruð manns, sem tengj- ast flestum gi-einum þjóðfélagsins, mótuðu stefnuna. I lögum um al- menningsbókasöfn frá 1997 er henni fylgt eftir. Þar er lögð áhersla á fleiri miðlunargögn en bækur, t.d. tölvubúnað og upplýs- ingar á tölvutæku formi. Eins og stendur eru fá bókasöfn tölvuvædd. Tölvupóstur er einung- is hjá tuttugu og þremur söfnum, heimasíða og veffang hjá sjö og safnkostur er tölvuskráður hjá þrjátíu og einu safni. Þessar tölur eru frá 1996 þar sem síðasta árs- skýrsla liggur ekki fyrir. Þótt ein- hverjar breytingar hafi orðið á síð- asta ári má sjá að enn er mjög langt í land. í lögum um almenn- ingsbókasöfn er bráðabirgðaá- kvæði sem ætlað er að flýta fyrir tölvuvæðingu safna. Þar segir að næstu fjögur ár skuli úthlutað að minnsta kosti fjórum milljónum ár hvert í styrki til almenningsbóka- safna. Þeim verði varið til að segir Elín Magnfreðsdóttir, bóka- vörður á Isafirði, en Bæjar- og hér- aðsbókasafnið þar býður einnig upp á skipaþjónustu. „Þeir lesa ævisög- ur, ættfræði og vandaðar skáldsög- ur - „ekkert rusl“ eins og þeir orða það sjálfir. Hins vegar eru þeir minna fyrir ástarsögurnar." Elín hefur starfað á safninu í 25 ár og kveður ganga vel að halda í við nýjungar í upplýsingatækni. Skráningar eru komnar á tölvutækt form en gömlu spjaldskrárnar era þó enn til. Á safninu bjóðast gestum tölvu- leikir til notkunar á staðnum, og sjálfir eru bókaverðimir í tölvusam- bandi við önnur söfn innan lands og utan. „Við sjáum um millisafnalán sunnan úr Reykjavík og víðar að. Frá bókasafninu í Silkeborg í Dan- mörku höfum við til að mynda feng- ið bækur á pólsku, serbó-króatísku og fleiri tungumálum sem að gagni koma fyrir hina mörgu íbúa ísa- fjarðar sem eru af erlendum upp- runa.“ Elín segir viðskiptavini safnsins upp til hópa þakkláta fyrir þjónust- una en nefnir sérstaklega hinn dygga lesendahóp á dvalarheimilinu Hlíf. „Það vill svo til að ég sé sjálf um að færa eldri borgurunum bæk- urnar sínar og þeir taka mér alltaf jafnljúflega. Þetta er gott fólk sem gaman er að þjóna,“ segir Elín. Safnkostur bókasafnsins á Isa- firði er stór, enda var það til skamms tíma prentskilasafn. í því hugtaki felst að safn er skyldað til að eiga eintak af öllum ritum sem gefin eru út á almennum markaði á Islandi. í dag starfa Landsbókasafn íslands, Háskólabókasafn og Amts- bókasafnið á Akureyri eftir lögum um skylduskil safna. Hvort sem menn þurfa að leita heimilda vegna starfa, náms eða til afþreyingar eru almenningsbóka- söfn góður kostur. Þau bjóða upp- lýsingaþjónustu um símalínur og yf- ir afgreiðsluborð og vísa jöfnum höndum í prent, hljóð og myndir á nútímavísu. Til þess að rata um frumskóg bókasafna er þjóðráð að snúa sér til safnvarða sem beita nýj- ustu leitartækni og eigin langtíma- minni eftir atvikum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.