Morgunblaðið - 19.04.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.04.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 1998 35 anda“. Hann gengur miklu lengra og harðara í að fordæma bók Fueg- is, ekki af því að hann láti tilfínn- ingarnar tæla sig, heidur af harð- hausalegri þverúð gamalkomma sem er ekki enn búinn að læra hina frægu afsökun „maður vissi ekki betur þá!“ sem þó myndi henta vel andspænis nýrri mynd Brechts. Fyrst vísar PÞ til „tveggja af virt- ustu Brechtfræðingum heims, Bretans John Willetts og Banda- ríkjamannsins James K. Lyon.“ Þessir tveir menn eru vissulega virtir Brecht- fræðingar, en báðir að mestu einskorðaðir við rann- sóknir á ljóðum hans og væru ekki í stakk búnir að rita fullkomna ævi- sögu Brechts eins og Fuegi. ÞÞ segir að þessir tveir menn for- dæmi Fuegi fyrir að leyfa sér að koma fram með það að Brecht hefði ekki samið leikritin, heldur annað fólk sem hann lét vinna fyrir sig og hirti sjálfur heiðurinn af því. En svo undarlega vill til að báðir þessir menn, sem Fuegi átti mikið samstarf við, urðu hvor í sínu lagi fyrstir til að benda honum á, að kannski væri Brecht ekki höfundur ljóðanna. Willett komst allt í einu að því í handritarannsókn að tveir af frægustu söngvunum - Benares- söngurinn og Alabama-söngurinn væri „ef til vill“ ekki eftir Brecht, og við nánari rannsókn fann hann standa skýrum stöfum á elsta hand- riti af Alabama-söngnum að hann væri eftir Elisabetu Hauptmann. Honum brá mjög í brún og viðraði þetta hvíslandi við Fuegi. Seinna sló Willett því föstu með handritarann- sóknum að „Elisabet orti sjálfan Mahagonny-sönginn sem fram til þessa hefur verið talinn eitt af fremstu ljóðum Brechts.“ Sama var að segja um Ameríku- manninn James Lyon sem komst sér til mikillar furðu, og óháð Wil- lett hinum megin við hafíð, að því að hinar afbökuðu þýðingar á Ijóðum Kiplings í Túskildingsóperunni voru raunar eftir Elisabetu Hauptmann. Honum brá mjög í brún, leitaði á fund hennar í Austur-Þýskalandi og fékk hana til að viðurkenna trega og hrædda (því að Ulbricht ofsótti og fangelsaði hvern þann sem dirfðist að „sverta „ Brecht), að hún hefði raunar sjálf þýtt og umsamið marga fleiri söngtexta sem væru eignaðir Brecht. John Fuegi segir óvíst að hann hefði farið að róta í þessum alvar- legu málum og rita ævisögu Brechts, nema vegna hvatninga þessara tveggja vina. Því virðist það koma spánskt fyrir sjónir að þeir birta langa lista af leiðréttingum og nýjum ábendingum. En Fuegi kipp- ir sér ekki upp við það. Dóttirin Barbara Brecht-Schall, sem bregst svo hart við ævisögunni að hún hót- ar að fara í meiðyrðamál, stendur á bak við þessa niðrun, með því að heimila hinum tveimur aðgang að nokkrum skjölum sem Fuegi einmitt vantaði (og síðan á það að sýna óvönduð vinnubrögð að hann hafði þau ekki með!!). En það hefur engin áhrif á Fuegi. Hann þakkar bara fyrir upplýsingarnar og stend- ur jafn keikur eftir. Enska útgáfan var tilraunaútgáfa til að fá fram við- brögð og særa fram nýjar upplýs- ingar úr öllum áttum, sem hann bætir nú inn í þýsku útgáfuna þremur árum síðar. Þar sem hún er með allar ívitnanir orðrétt á frum- málinu þýsku, verður hún grunnút- gáfa, og strax orðin langtum lengri en enska útgáfan eða 1000 bls. með margfalt fleiri tilvitnunum. Ætlun Fuegis er svo að eftir því sem að- gengi að fleiri heimildasöfnum Brechts opnast, verði nýjum upp- lýsingum bætt við og er sjaldgæf þvílík þrautseigja, vandvirkni og óbilandi grandvarleiki eins sagn- fræðings. Fuegi kastar þessu verki ekki frá sér, þó hann hafí komið fyrstu útgáfu frá sér. Verkið mun lifa áfram og dafna í óslitnu ævi- starfi Fuegis. Vikið skal að einni ásökun Þor- steins Þorsteinssonar í garð Fuegis, að hann sleppi lýsingu Bandaríkja- mannsins Erics Bentleys að Brecht hafí verið „sá mest heillandi maður sem hann hefði kynnst.“ Það er rétt að Fuegi tók ekki með í ensku út- SKOÐUN gáfuna einmitt þessi ummæli, því að úr svo mörgu var að moða, en á þeirri stundu þegar Þorsteinn ber sig svo aumlega yfir þessu, veit hann auðvitað ekki að Fuegi hefur þegar tekið setninguna upp í þýsku útgáfuna. (Hitt er tómt rugl að Fu- egi vilji eitthvað draga úr því hve vinmargur Brecht var. Tengslin við hundruð vina og samstarfsmanna ganga sem rauður þráður í gegnum alla ævisöguna. Það er ljóst að hann var mjög vinsæll og mikið kvenna- gull, þótt hann væri ófríður og lítill fyrir mann að sjá). Þorsteinn veit heldur ekki, að sami Eric Bentley lýsir því þegar Brecht kom til Ameríku til að setja á svið á Broadway leikritið „The Private Life of the Master Race“ en rústaði því með ómögulegri leik- stjóm. Undruðust Ameríkanar mjög að þetta væri sá heimsfrægi leikstjóri, sem minnti í æðisköstum á sjálfan Hitler. Brecht vantaði víst gamla vini eins Orge og Prestel til að gefa sér hugmyndir við uppsetn- inguna. Þá viðurkenndi Brecht fyrir Bentley og James Shevill „að hann væri bara ljóðskáld en enginn leik- ritahöfundur. Hann fengi stundum góðar hugmyndir að leikriti og hamaðist um stund, en hefði ekkert úthald til að ljúka neinu.“ Þorsteinn ætti að taka tillit til þessa vitnis- burðar Bentleys, úr því að hann vitnaði í hann sem góðan heimildar- mann. Fyrir jólin kom út hér á landi hin frábæra ævisaga Einars Benedikts- sonar eftir Guðjón Friðriksson. Um hana ritaði Guðmundur Andri Thorsson „Kvak“ í Dag, þar sem hann reyndi að skilgreina hvað væri svo heillandi við hana: „Mestu varð- ar að höfundur er laus við alla hneigð. Hann dregur ekkert undan um það sem orka kann tvímælis í hátterni sögupersóna, án þess að velta sér upp úr því - loksins fær maður að lesa ævisögur sem eiga bara að vera ævisögur, en ekki bautasteinar." Þetta tel ég vera kjarna málsins. Bók Fuegis er svo sjálfstæð, opin- ská og einlæg. - Frábær því að maður finnur að hann hefur ekki „hneigð“ til að sverta Brecht, held- ur hneigð til að segja sannleikann. Þar sem Guðmundur Andri vék í sömu andrá nokkrum orðum að Aldamótasögu minni og viður- kenndi sömu hneigð hjá mér til sannleiksleitar, vil.ég rétta honum á móti „kvakandi þakkir" og bjóða honum að skreppa til mín í kjallar- ann í Njörvasundi og fá hjá mér ævisögu Fuegis um Bert Brecht og vita hvort hann getur ekki h'ka fall- ist á það í þessum sama réttsýn- isanda að þetta er bæði frábært og heillandi sagnfræðirit og feikilega vel unnið. Mér fínnst að það sé kominn tími til að Þorsteinarnir tveir brytu odd af oflæti sínu, útveguðu sér þessa bók og færu í fyrsta skipti að lesa hana. Ég tel að það þurfi ekki að breyta áliti okkar eða aðdáun á þessum leikverkum, þótt við vitum sannleikann á bak við tilurð þeirra. Þvert á móti vildi ég alvarlega vara þá félaga við því, að ef þeir ekki við- urkenna raunveruleikann í þessu efni, þá er hætt við því að þeir muni aldrei geta notið leikritanna framar. Sú tilfinning mun jafnan hanga yfir þeim eins og vofa að þeir horfi á falska imynd'og þeir verða innst í huganum sjálfum sér falsvitni og svikarar. Og prófessor Þorsteinn ætti að reyna í frægu ljóðnæmi sínu að þýða Flagarakvæðið Nr. 1004 upp á nýtt í réttum anda fyrir orða- stað Casanovas. Við kunnum líka að meta verk Wagners, þótt hann háfi verið siðblindur. Þó ég sé kaldhæðinn (í sannköll- uðum Brecht-anda) vil ég aðeins að réttsýn skynsemi fái að ráða og mun því ekki að sinni nugga salti í sárin með því að fara langt út í hin- ar alvarlegu misgerðir Brechts, hvemig hann eignaði sér verk ann- arra og umfram allt í fjármálunum hvernig hann hrifsaði til sín höf- undalaun (líka frá Kurt Weill) og sankaði að sér ofboðslegum dollara- sjóðum á bankareikning í Sviss, meðan austur-þýsku kommúnist- amir Ulbricht og Grotewohl tryggðu honum fullt skattfrelsi af öllum þessum miklu fjármunum, gegn því að hann héldi uppi menn- ingarlegri reisn Austur-Þýskalands með Berliner Ensemble-leikhúsinu. Ekkert af þessu þarf að breyta að- dáun okkar á verkunum, hver sem samdi þau. Reynum heldur öll að sameinast í hinu fræga aflátsbréfi hins pápíska Kiljans: „Maður vissi ekki betur þá!“ A síðari hluta ævi Brechts var þetta orðinn stórkostlegur bissness. John Fuegi veit að allt „við- skipta“bréfasafn Brechts er enn varðveitt í Berliner Ensemble en al- veg lokað. Og það er ekkert smá- ræði, um 100 þúsund bréfarkir í um 300 möppum. Var nokkur furða þó hann hefði litla getu til að sinna list- inni. Fuegi væri fagnaðarefni ef dóttir Brechts og erfingi vildi nú stefna honum fyrir meiðyrði, því að þá gæti hann krafist þess fyrir dómi að viðskiptabréfasafnið væri opnað. En hann óttast að fjölskyldan sem mestra hagsmuna hefur að gæta með dollaramilljónirnar í Zúrich við hliðina á nasistagullinu, eyði öllum þessum gögnum. - Hví líka að vera að geyma þetta drasl - allar þessar innheimtunótur og bankareikn- inga?!! En hvað er ég að skipta mér af þessu. Það er nú saga að segja frá því: - Þegar ég frétti að bókin um Brecht væri að koma út í London, hafði ég strax í aðdáun minni sam- band við útgáfu Harper-Collins, vini mína (líka umboðsmenn Tolki- ens) og fékk hjá þeim prófarkir af bókinni, heillaðist af þessari frá- bæru sagnfræði og fékk skilyrtan útgáfurétt (option) á íslensku ef ég gæti kríað mér út einhverja fjár- hagsaðstoð, því að öðru vísi er ekki hægt að koma út 700 bls. bók hér, eins og bókaútgáfa á íslandi og þar á meðal forlag mitt hefur verið leikið af íslenskum menningaryfir- völdum. Mér datt í hug að sækja um styrk úr þýðingarsjóði, þótti svo sjálfsagt að litið yrði með náð til slíks grundvallarrits í bók- menntum. Þá væri bókin nú komin út, svo að þessir þremenningar gætu allt í einu orðið læsir á ís- lensku eins og börnin. „Því miður reyndist eigi unnt að verða við beiðninni!" var sama gamla svarið sem ég fékk. Nú veit ég ekki hvort menningarvitarnir sem stjórna þýðingarsjóði voru fremur að halda sparlega á opinber- um fjármunum eða varðveita heilaga minningu Bertolts Brecht. En undarlegast af öllu þykir mér, hvernig öll sú mikla umræða sem fram hefur farið erlendis um bók Fuegis í fjögur ár, hefur algjörlega farið framhjá íslenskum menningar- miðlum. Er páfavaldið að ritskoða - hvaða skoðanir Galileo gamli megi hafa? Er jörðin ennþá flöt sem pönnukaka? Höfundur er rithöfundur og hóknút- gefandi. FRETTIR Virkir bænd- ur af báðum kynjum FRÆÐSLUSAMBANDIÐ Sí- mennt sem vinnur á vegum Bænda- samtaka Islands, Kvenfélagasam- bands Islands og Ungmennafélags Islands hefur hrundið af stað nám- skeiðum undir heitinu Virkir bænd- ur af báðum kynjum. Markmið þeirra námskeiða er að auka færni þátttakenda í fundar- störfum og framsæknu félagsstarfi heima í héraði sem og virkni og þátttöku kvenna í félagskerfi land- búnaðarins. Námskeiðinu er einnig ætlað að efla þá umræðu sem fyrir er og vekja upp umræðu þar sem hún hefur ekki verið fjTÍr hendi. Fyrsta námskeiðið af þessu tagi var haldið á Kirkjubæjarklaustri hinn 6. apríl sl. Fyiirlesarar og leiðbeinendur voi-u þau Álfhildur Ólafsdóttir frá Bændasamtökum Islands og Sigurður Þorsteinsson frá Félagsmálaskóla UMFÍ. 18 manns sóttu námskeiðið sem var vel heppnað og þar var samþykkt eftirfarandi áætlun. Áætlað er að halda námskeið af þessu tagi um land allt. Fundur Virkra bænda af báðum kynjum haldinn á Hótel Kirkjubæj-^ arklaustri 6. apríl 1998 samþykkti eftirfarandi ályktun: „Fundurinn skorar á stjórn Bændasamtaka ís- lands að taka saman ítarlegar upp- lýsingar um möguleika bænda til þess að reka bú sín undir einni kennitölu og einu virðisaukaskatts- númeri. Leitað verði að leiðum að rekstrarformi sem hentar og trygg- ir að réttur allra sem að búinu standa verði jafn. Jafnframt verði þess gætt að þau réttindi sem bú hafa í dag glatist ekki. Síðan kynni,. stjórn Bændasamtaka íslands fyrir bændum kosti og galla þeirra rekstrarforma sem til greina gætu komið. www.mbl.is ARSFUNDUR RANNSÓKARRÁÐS ÍSLANDS og veggspjaldakynning á verkum ungra vísinda- og tæknimanna______________________ í ráðstefnusai Hótels Loftleiða miðvikudaginn 22. apríl kl. 12.00 - 15.30 Fundarstjóri: Prófessor Anna Soffía Hauksdóttir 13.00 -13.15 Afhending fundargagna og dagskrár 13.15-13.20 Setning ársfundar Próf. Þorsteinn Ingi Sigfússon 13.20- 13.40 Ræða menntamálaráðherra Björn Bjarnason 13.40-14.00 RANNÍS 21 - Aldahvörf í rannsóknum Próf. Þorsteinn lngi Sigfússon, form. Rannsóknarráðs Islands 14.00-14.20 Rannsóknir á íslandi - Staða og horfur Vilhjálmur Lúðvíksson,framkvœmdastjóri RANNÍS 14.20- 14.50 Mannauður - Vísindi, tækni og samfélag Frú Vigdís Finnbogadóttir, fv. Forseti Islands ogformaður ráðgjafanefndar UNESCO um siðfrœði vísinda og tœkni 14.50-15.15 Hvatningarverðlaun Rannsóknarráðs 1998 Afhent afForseta Islands, hr. Ólafi Ragnari Grímssyni 15.15-16.00 KafTiveitingar RAIUNÍS Rannsóknarréö islands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavik • Sími 562 1320 • Bréfsími 552 9814 • Heimasíöa: http://www.rannis.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.