Morgunblaðið - 19.04.1998, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 19. APRÍL 1998 3íl
+ John Wilfred
Gott fæddist í
Cadishead í Lanca-
shire á Englandi 28.
apríl 1916. Hann
lést í heimabæ sín-
um Grimsby 7. apríl
síðastliðinn og fer
útför hans fram frá
St. Georges Church
í Bradley á morgun,
mánudag.
Mikill Islandsvinur,
John Wilfred Gott, er
látinn. Hann gekk í
breska sjóherinn í
byrjun síðustu heimsstyrjaldar og
var valinn, m.a. vegna kunnáttu
sinnar í norsku og þýsku, til starfa
fyrir flotann hér á landi stuttu eftir
hernámið og starfaði hér sem sjó-
liðsforingi í njósnadeild flotans til
loka styrjaldarinnar.
Á þessum árum kynntist John
eftirlifandi konu sinni, Valgerði
Helgu Bjarnadóttur. Þau giftu sig
árið 1945 í Háskólakapellunni, en
Helga starfaði þá hjá Happdrætti
Háskólans. Skömmu eftir brúð-
kaupið fluttust þau út til Bretlands
og hafa búið í Grimsby alla tíð síð-
an. Þau hjónin eignuðust eina dótt-
ur, Yvonne, sem er kennari í
Grimsby. Hennar maður er Glenn
Wishart, sem starfar sem fjármála-
stjóri hjá Coldwater Seafood (UK)
Ltd., dótturfyrirtæki Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna í Grims-
by. Yvonne og Glen eiga tvö börn,
þau Söru og Róbert.
Lengst af rak John W. Gott um-
boðssölu í Grimsby, aðallega á fóð-
urvörum, eins og fískmjöli frá Is-
landi, kjöt- og beinamjöli frá Dan-
mörku og um tíma á ýmsum fískaf-
urðum frá Noregi. Þessar vörur
seldi hann aðallega í Bretlandi, en
einnig nokkuð í Frakklandi.
John lagði mikla rækt við starf
sitt og var mjög áhugasamur að
vinna afurðunum brautargengi og
kom með margvíslegar hugmyndir
til að bæta framleiðsluna svo að
mæta mætti síauknum
kröfum markaðarins.
Hann fylgdist mjög
vel með öllu er varðaði
markaðsmálin og var
óþreytandi að benda
framleiðendum á það
markverðasta með
bréfaskrifum og send-
ingum á úrklippum úr
blöðum og tímaritum.
Þegar honum fannst
mikið liggja við hikaði
hann ekki við að upp-
lýsa ráðherra hér á
landi eða vísindamenn
á Rannsóknastofnun
fiskiðnaðarins um málefnin. Nú ný-
lega skrifaði John langt og harðort
bréf til formanns nefndar hjá Evr-
ópusambandinu (ESB) í Brussel,
sem fer með mál er varða fóðurvör-
ur, vegna hugmynda þeirra um að
útiloka fískmjöl úr fóðri jórturdýra
þar sem fiskmjöl er flokkað hjá
ESB sem dýraprótein, í sama flokk
og kjöt- og beinamjöl.
Að tilstuðlan Einars Benedikts-
sonar, sendiherra í London, var ár-
ið 1983 stofnaður óformlegur hóp-
ur íslenskumælandi forstöðumanna
íslenskra sölufyrirtækja í Bret-
landi. Þessi hópur kom saman
nokkrum sinnum á ári til að bera
saman bækur sínar í sambandi við
viðskiptin og einnig til að stuðla að
uppfærslu ýmissa íslenskra menn-
ingarviðburða í Bretlandi. John var
eini Bretinn í hópnum og var með-
limur hans frá upphafi og sýndi
starfi hans mikinn áhuga. Hann
var manna duglegastur að mæta á
fundum, þrátt fyrir að hann ætti
lengst að fara, en fundirnir voru
haldnir í London, þar sem flestir
hinna félaganna bjuggu. Þessi hóp-
ur er enn starfandi og stuðlaði
ásamt öðrum að stofnun Bresk-ís-
lenska verslunarráðsins sl. haust.
John W. Gott var mikill íslands-
vinur og kunni vel að meta íslenska
menningu og sögu, reyndar allt
sem íslenskt var, hvort sem um ís-
lenskan mat var að ræða eða ís-
lenskt hugvit. Hann fylgdist mjög
vel með öllu hér á landi, enda
hlustaði hann reglulega á fréttir
útvarpsins á stuttbylgju og var alla
tíð áskrifandi að Morgunblaðinu.
Hann skildi íslensku ágætlega og
talaði hana óaðfínnanlega.
Þrátt fyrir búsetu í Grimsby
komu þau Helga og John a.m.k.
einu sinni á ári til íslands og undu
sér vel í lítilli íbúð, sem þau áttu á
Þórsgötu 19 í Reykjavík. Heimili
þeirra hjóna í Grimsby hefur alla
tíð verið opið íslendingum og hafa
þau hjónin greitt götu ótaldra Is-
lendinga, sem til Bretlands hafa
komið í gegnum árin.
Fýrir störf sín í þágu lands og
þjóðar var John W. Gott sæmdur
íslensku fálkaorðunni í hófi, sem
Helgi Ágústsson, sendiherra ís-
lands í London, hélt John til heið-
urs hinn 24. apríl 1990. Viðstaddir
voru margir íslenskir fiskmjöls-
framleiðendur og seljendur, sem
þar voru staddir vegna ráðstefnu,
sem þeir sóttu á þessum tíma.
Voru menn sammála um að John
væri vel að þessum heiðri kominn.
John W. Gott átti því láni að
fagna að vera heilsuhraustur alla
sína ævi og var starfandi til síðasta
dags. Síðustu árin hafði hann að
vísu dregið nokkuð úr starfsem-
inni, en hann virtist í fullu fjöri
með skýra hugsun þrátt fyrir háan
aldur, en hann hefði orðið 82 ára í
þessum mánuði, hefði hann lifað.
John lést eftir stutta sjúkra-
hússvist, en hann hafði fengið
heilablóðfall á heimili sínu að
morgni 25. mars sl.
John var trúaður maður og vann
ásamt Helgu konu sinni ötullega
að því að safna fé til viðhalds og
uppbyggingar litlu kirkjunnar í
Bradley, St. Georges Church, en
frá henni fer útfór hans fram á
morgun.
Við Guðrún viljum þakka góð
kynni og vináttu sem aldrei bar
skugga á og fyrir hönd SR-mjöls
hf. og forvera þess fyrirtækis, Sfld-
arverksmiðja ríkisins, vil ég þakka
áratuga langt samstarf. Við færum
Helgu, Yvonne og fjölskyldu henn-
ar okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Jón Reynir Magnússon.
JOHN WILFRED
GOTT
+ Guðgeir Guð-
jónsson fæddist í
Skuggahlíð í Norð-
firði 21. janúar 1931.
Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Neskaupstað 3. apríl
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Norðfjarðarkirkju
11. april.
Drottinn er minn hirðir, mig
mun ekkertbresta.
A grænum grundum lætur
hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum, þar
sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns
síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
(Ur Davíðssálmum.)
Ég var dálítinn tíma að ná áttum
þegar Alla frá Skuggahlíð tilkynnti
mér að frændi hennar Guðgeir
Guðjónsson væri látinn. Það er ekki
vandalaust að skrifa minningarorð
um Guðgeir en mér finnst að ég
þurfi að þakka fyrir vináttu undan-
farinna ára. Þau voru mörg árin
sem við sátum saman og ræddum
um lífíð og tilveruna og ekki má
gleyma fjallgöngunum sem við fór-
um saman í. Ég fór með honum í
gönguferðir í sumarleyfum fyrir
austan og þá var náttúrulega geng-
ið um þennan undurfagra fjalla-
hring sem umvefur sveitina og bæ-
inn heima á Norðfirði. Það voru
greinilega Skuggahlíð-
arbjörgin og umhverfi
æskuheimilisins hans
sem honum þótti
vænst um, þar var
hann búinn að byggja
sér sumarbústað og
hún leyndi sér ekki
væntumþykjan á þess-
um unaðsreit, vöxtur-
inn á trjánum var
mældur frá ári til árs
en mestur var vöxtur-
inn á sl. sumri.
Kannski var það tákn-
rænt fyrir það sem nú
hefur skeð um leit á
æðra tilverustig. Við ræddum um
hina æðri tilveru sl. sumar og vinur
minn sagði þá: „Eitthvað er það
sem tekur við, það væri lítill til-
gangur með þessu lífi ef ekki eitt-
hvað væri handan við líkamsdauð-
ann, það þýddi lítið fyrir menn að
þræta fyrir slíka hluti.“ Já, hann
var sannarlega trúmaður hann
Guðgeir.
Mér finnst ótrúlegt að vinur
minn skuli vera fallinn frá, en hver
ræður för í þessum heimi, við skul-
um vona að það sé kraftur boðskap-
ar meistarans frá Nasaret og sið-
fræði sem þessi heimur virðist ekki
of móttækilegur fyrir. Guðgeir var
trésmíðameistari að atvinnu og það
veit ég að þar sem hann vann, var
unnið af trúmennsku og virðingu
fyi'ir verkefninu. Það má segja um
Guðgeir eins og stendur í hinni
helgu bók: Gott mannorð er dýr-
mætara en mikill auður, vinsæld er
betri en silfur og gull.
Guðgeir var heilsuveill síðustu
árin en samt var unnið eins og
kraftar leyfðu. Hann varð fyi’ir
slysi á unglingsárum þegar brun-
inn í Skuggahlíð átti sér stað, svo
að sá á líkama hans og ég þarf ekki
að rifja þann atburð upp fyrir
Norðfirðingum, svo minnisstæður
er sá dagur þeim sem þá lifðu, en
hann bar það áfall með mikilli
karlmennsku og rósemi og heyrði
ég hann aldrei minnast á þann at-
burð.
En hvar skyldi dalur þinn vera
núna og grænu grundirnar og
lygnu heiðarvötnin?
Hver fær að stíga uppá fjall drottins?
Hver fær að dveljast á hans helga stað?
Sá er hefur óflekkaðar hendur og hreint
hjarta.
Haustlaufin falla hér við fætur mína
fólgræn og visnuð hverfulleikann sýna
með golunni berast þau um garða’ og stéttir
grotna að iokum niðr’í svörð.
Þannig er mannlíf vort i megin dráttum
merkilegt hversu stutt við sumar áttum.
Dagamir líða eins og lauf sem falla
með ljúfsárum trega hér á jörð.
En sólbjartir gleðidagar gleymast eigi,
þó gulnuð laufin falli af og deyi.
Haustið oss gefúr vonum vor að nýju
und’ vetrarhjúpi lifi brumin hörð.
Vonimar lifiia þegar vorið kallar.
Vermandi geislar fylla sveitir allar.
Þannig er mannlíf vort í megin dráttum
og munaður lífsins hér á jörð.
(Jóhann Jónsson.)
Og yfir moldum þínum verður
sungið: Blessuð sértu, sveitin mín.
Og blessuð sé hún sveitin okkar,
Guðgeir minn. Ég votta systrum
hans og fjölskyldum þeirra mína
dýpstu samúð.
Guð hefur tekið góðan dreng í
sinn kærleiksríka faðm.
Vilhjálmur N. Þorleifsson.
GUÐGEIR
GUÐJÓNSSON
+ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÓLAFUR HARALDSSON húsasmíðameistari, Miðvangi 69, Hafnarfirði, sem lést sunnudaginn 12. apríl, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju, Hafnarfirði, miðvikudaginn 22. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þ hans, er bent á Vinafélag Sjúkrahúss Reykjavíkur Guðrún Tyrfingsdótt Eyrún Ólafsdóttir, Kristján M. Ólafsson, Lydía Ós Haraldur Garðar Ólafsson Ólöf og Ingi, Lydía Hrönn og Iðunn eim, sem vilja minnast ir, k Óskarsdóttir, Rún.
+ I Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓNAS EGILSSON, sem lést á heimili sínu, Árholti, Húsavík, mánudaginn 13. apríl sl., verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju miðvikudaginn 22. april kl. 14.00. Hulda Þórhallsdóttir, börn, tengdabörn og afabör n.
Útför eiginmanns míns og föður okkar, VALDIMARS PÁLSSONAR, KjT^jjWl verður gerð frá Selfosskirkju miðvikudaginn HR. ^ Blóm vinsamlegast afbeðin, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Ragnheiður Pálsdóttir, Þorfinnur Valdimarsson, Bjarni Valdimarsson, Kristfn Valdimarsdóttir, Valdimar Valdimarsson, Ragnhildur Valdimarsdóttir, Páll Valdimarsson. ;
+ Útför systur okkar og mágkonu, RÖGNU VALGERÐAR SIGFÚSDÓTTUR, sem lést föstudaginn 10. apríl, fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 21. apríl kl. 13.30. Nikulás Sigfússon, Guðrún Sigurður Sigfússon, Anna M: Eggert Sigfússon, Guðrún Þórarinsdóttir, irfa Þórisdóttir, Kristjánsdóttir.
+ Útför eiginmanns míns og föður okkar, HAUKS HELGASONAR hagfræðings, Kleifarvegi 3, Reykjavík, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 21. apríl kl. 13.30. Guðrún Bjarnadóttir, María, Helga, Sólveig og Unnur Hauksdætur.
+ Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐRÚNAR M. TULINIUS, er lést fimmtudaginn 26. mars sl. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á hjúkrunarheimilinu Eir, 2. h. s. Magnús J. Tulinius, Agla Tulinius, Ása Tulinius, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. 1 [