Morgunblaðið - 19.04.1998, Side 64

Morgunblaðið - 19.04.1998, Side 64
S3.Lausnir Nýherja fyrir Lotus Notes ^ Premium Partner www.nyherfi.is N Express Worldwide . 580 1010 íslandspóstur hf Hraðflutningar MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3IM0, NETFANG: MTSTJ@MBL.IS, AKUREYM: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 19. APRIL 1998 VERÐ I LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK m m f*®:. Morgunblaðið/Björn Blöndal Ný Boeing þota í flugprófunum í Keflavík Keflavík, Morgunblaðið. NY B777-300 þota frá Boeing verksmiðjunum var við flugprófanir á Keflavíkurflugvelli í gær en þessi gerð er önnur í röðinni í 777 fjölskyldunni og kemur á markað á næstu mánuðum. B777-200 kom á markað fyrir tveimur árum. Tilgangur Boeing verksmiðjanna með ferðinni hingað er að prófa þotuna í roki, sérstaklega hliðarvindi, hvernig htín hagar sé í flugtaki og lendingu og sjáifstýringu þotunnar við þær að- stæður. Var Keflavík valin þar sem spáð var roki um helgina en vélin kom hingað í gærmorgun frá Seattle í Bandaríkjunum. Með í för eru 43 tæknimenn og flugmenn og sagði John Glenn J. Piersall, sem hefur umsjón með þessu verkefni, að prófanirnar hér væru lokaáfanginn áður en vélin færi í almennt far- þegaflug. Hann sagði hana geta tekið allt uppí 550 farþega en með venjulegri sætaskipan væri farþegaíjöldinn um 375. Flugfélag í Hong Kong var fyrst til að kaupa þotu af þessari nýju gerð og verður hún aflient innan fárra mánaða. Samstarf bflgreina og menntamálaráðuneytis um Fræðslumiðstöð bflgreina 80 milljónir frá atvinnu- lífínu á tveimur árum Hrygningarstoppinu lauk á miðnætti Sjómenn vongóðir um afla- brögð HRYGNINGARSTOPPI sem staðið hefur frá mánaðamótum lauk á mið- nætti í nótt og voru sjómenn í óða- önn að gera báta sína klára til veiða í gær, en frá þeim tíma verða neta- lagnir á hrygningarslóðum heimilar. Afli báta sunnan- og vestanlands hefur verið heldur tregur undan- fama sólarhringa, en bjartsýni ríkir ■' aflabrögðin á næstunni þar sem netarall Hafrannsóknastofnunar hefur leitt í ljós að mikill fiskur er á ferðinni á grunnslóð. Fyrir hrygn- ingarstoppið var landburður af fiski á suðvesturhorninu en þorskaflinn komst þá t.d. upp í 60 tonn á dag í Grindavík og fékkst aflinn helst með landinu frá Reykjanesi austur fyrir Krísuvíkurberg. Sigfús Schopka fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, sagði að þessa dagana væri verið að vinna að i^jssta stofnmati sem liggur fyrir í maí, en samkvæmt matinu frá í íyrra íyrir þetta ár er hrygningar- stofninn talinn 450 þúsund tonn og hefur hann ekki verið stærri síðan á árunum upp úr 1980. „Pað er því ekkert óeðlilegt þótt það veiðist enda hafa takmarkanirn- ar verið talsverðar undanfarin ár, og friðunin er ástæðan fyrir því að hrygningarstofninn hefur náð að byggjast upp,“ sagði Sigfús. Þokkalegur afli í stoppinu Nokkrir stórh- bátar lönduðu í Grindavík í fyrrinótt og í gærmorg- un, en minni bátamir hafa ekkert verið að róa upp á síðkastið. Sam- k,væmt upplýsingum frá vigtar- ~ manni hjá Grindavíkurhöfn hafa bátarnir aðallega verið við veiðar á bugtinni og hefur aflinn ekkert verið sérstakur undanfama daga. Er helst að eitthvað hafi veiðst í snur- voð úti á Boða. Hjá Vestmannaeyja- höfn fengust þær upplýsingar að það hefðu helst verið trollbátar sem verið hefðu við veiðar upp á síðkast- ið og aflinn að mestu farið úr landi. Fiskurinn hefði verið vænn og afla- brögðin bærileg. í Ólafsvík hefur verið rólegt yfir veiðunum upp á síðkastið en nokkrir bátar hafa þó farið út fyrir línu og fengið ágæt- isafla. “Vorferð út á Sundin FRAMUNDAN eru hefðbundnar vorferðir 11 ára nemenda grunn- skólanna í Reykjavík með Iang- skipinu íslendingi út á Engeyjar- sund. I þessum ferðum kynna bornin sér umhverfisþætti, taka sýni af sviflífverum og botndýr- um, veiða físk, horfa á eftir fugl- um, selum og smáhvölum, auk þess sem J>au róa og stýra lang- skipinu. I gær fóru kennarar og fjölskyldur þeirra út á Sundin til >- að undirbúa ferðir með grunn- ^pkólanemendur, en þær hefjast eftir helgina. SAMSTARF menntamálaráðuneyt- isins og Bílgreinasambandsins um rekstur Fræðslumiðstöðvar bíl- greina og staða menntamála í bfl- greinum kom til umræðu á aðal- fundi Bflgreinasambandsins í gær. Bogi Pálsson, formaður BGS, sagði atvinnulífið hafa lagt um 80 milljón- ir króna til Fræðslumiðstöðvarinn- ar þau tvö ár sem hún hefði starfað. Bjöm Bjamason menntamálráð- herra flutti á fundinum erindi um Fræðslumiðstöð bflgreina og stöðu menntamála í bflgreininni. Hann lýsti áhuga sínum á að tilraunastarf ráðuneytisins og bílgreinanna um rekstur Fræðslumiðstöðvarinnar héldi áfram, það hefði verið lær- dómsríkt. Ráðherrann sagði það ekki nýmæli hérlendis að erfitt gæti verið að samhæfa kröfur skóla og atvinnulífs. Þar mættust tveir ólíkir heimar. Vitnaði hann til bréfa frá Bfliðnafélaginu og Bflgreinasam- bandinu til ráðuneytisins varðandi álit á tilraunastarfinu til þessa og sagði hann þar settar fram athyglis- verðar hugmyndir. Kj arasamningar kennara þröskuldur Sagði hann þar einnig bent á kerfisfræðileg vandamál sem við væri að etja og að einn helsti þrösk- uldurinn í vegi samstarfs skóla og atvinnulífs væra kjarasamningar kennara sem rígbyndu skólastarfið um of. „Þetta er að sjálfsögðu mjög viðkvæmt mál og þarna er komið við kvikuna á hagsmunabaráttu kennara sem menn verða að viður- kenna að þeir verða að umgangast af mikilli varúð. Það verður að finna leiðir út úr þessu án þess að fara í átök eða hörku heldur leiða menn saman til þess að beina þessu inn á þær brautir að allir séu sáttir að lokum. Samningar þyrftu að vera mun sveigjanlegri og skólarnir þyrftu að hafa meira svigrúm til að laga þá að aðstæðum á hverjum stað,“ sagði ráðherra að bréfritarar hefðu bent á. „Ef ekki er unnt að laga kjarasamninga kennara hjá ríkisreknum skólum að þörfum at- vinnulífsins er ljóst að fleiri at- vinnugreinar ákveða að fara þá leið að stofna einkaskóla." Bogi Pálsson sagði samstaifið hafa skilað dýrmætri reynslu til ákvarðana um framhald þessa brautryðjendastarfs. Hann sagði samninginn um Fræðslumiðstöðina hafa lagt þá skyldu á herðar at- vinnulífsins að leggja til hennar kennslugögn að verðmæti 20 millj- ónir króna fyrsta árið en síðan fimm milljónir króna í tvö ár eða 30 millj- ónir króna alls. „Raunveralegt framlag atvinnulífsins er komið í 80 milljónir króna. Sýnir þetta nauð- syn á nátengdu starfsnámi við at- vinnulífið. Nám í bflgreinum er tækninám þar sem hraði framfara og breyt- inga er svo mikill að ógerlegt er að halda taktinum án símenntunar allra starfsmanna í greininni með kennara greinarinnar í farar- broddi," sagði Bogi. Æsti sig í Leifsstöð IRI sem kom til Islands frá Bandaríkjunum í gærmorgun æsti sig í Leifsstöð þegar hann hugðist fara út og kom að lukt- um dyrum. Urðu tollgæslu- menn að láta handtaka mann- inn. Var ráðgert að hann yrði í vörslu lögreglu þar til hann færi til Glasgow árdegis í dag. Manninum var meinuð land- vist í Bandaríkjunum er hann kom þangað með flugvél Flug- leiða á föstudagskvöld. Vildi hann komast út úr flugstöðinni er hann kom til íslands og brást reiður við þegar toll- gæslumenn vildu skoða skilríki. Vegabréfið hafði verið tekið af honum vestra og falið áhöfninni til varðveislu. Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.