Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR l I i I I I I \ i í i i > Franska freigátan Latouche-Treville í Reykjavíkurhöfn SON Oddvitaskipti í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna Beinskeytt andstaða á næsta kiörtímabili Morgunblaðið/Þorkell INGA Jóna Þórðardóttir og Árni Sigfússon heilsast í upphafi síðasta fundar borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna undir stjórn Árna. Útilokar ekki þingframboð AÐ loknum fundi borgarstjórnar- flokks Sjálfstæðismanna í Valhöll síðdegis í gær vék Arni Sigfússon úr sæti sem oddviti flokksins og Jóna Þórðardóttir, sem var í sæti á framboðslista flokksins arstjórnarkosningunum, tók við. Inga Jóna sagði í samtali við Morgunblaðið að stjórnarandstaðan í Reykjavík á næsta kjörtimabili yrði beinskeytt en þó málefnaleg og að málum yrði fylgt eftir með tillögu- flutningi. „Eg tek að mér þetta hlut- verk með gleði í huga og bjartsýni og trúi því að okkur muni takast að sigra í næstu kosningum. Stefnu Sjálfstæðisflokksins hefur ekki verið hafnað en við munum vinna að því að endurmeta aðferðir okkar til að ná til fólksins." Inga Jóna spáir þvi að R-listinn sé ekki kominn tíl að vera, og að hann muni ekki bjóða fram í næstu borg- arstjórnarkosningum. Uppörvun að fínna eindregna samstöðu Inga Jóna hrósaði Árna fyrir starf hans og sagði hann hafa byggt upp góðan anda í hópi Sjálfstæðismanna og unnið drengilega að sínum málum. Hún segist ekki hafa hugleitt það sérstaklega að sækjast eftir oddvita- starfínu eftir að Árni hefði lýst því yfir að hann myndi hætta ef ekki ynnist sigur í kosningunum. „Það lá þó fyrir að ég var tilbúin til slíks, enda sóttist ég eftir stöðunni í síð- asta prófkjöri." Inga Jóna segir Árna hafa leitað til sín strax í vikunni eftir kosningar. „Árni Iýsti því fljótlega yfir að hugur hans stæði tíl að láta af störfum sem leiðtogi fljótt svo eftirmaður hans fengi tækifæri til að skipuleggja starfið. Ég var sammála því mati en lagði áherslu á að það yrði ákvörðun sem yrði tekin í sátt við alla og ég vildi hafa bæði Áma og Vilhjálm sem góða bakhjarla. Það hefur verið upp- örvandi fyrir mig að finna eindrægna samstöðu flokksmanna." Blendin tilfinning að láta af forystustarfinu Árni Sigfússon segir að það hafi verið blendin tilfinning að láta af for- ystustarfinu í borgarstjórnarflokkn- um. „í því hlutverki eru mörg tæki- færi sem ég hef haft mikla ánægju af að glíma við. Um leið fylgir því ábyrgð sem þarf að axla og það er tilbreyting að vera ekki bundinn henni á sama hátt. Ég skynja mig sem sama mann fyrir og eftir. Þetta er fyrst og fremst mín ákvörðun, ég er að standa við orð mín og það er alltaf léttir að geta gert það, ákveðin tilfinning fyrir því að maður sé að gera rétt.“ Árni segist ekki vilja fullyrða um það hvort hann sé hættur í stjórn- málum um alla framtíð. „Ég er ekki að hætta vegna þess að ég hafi feng- ið yfir mig nóg af stjórnmálum held- ur er ég að taka þessa ákvörðun að yfirlögðu ráði, vegna þess að þetta er minn stíll. En ég hef ekki hug á stjórnmálastörfum tíl lengri tíma lit- ið en hins vegar er óráðlegt að menn ráði í framtíð sína 30-40 ár fram í tímann." VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi og annar maður á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í nýafstöðnum borgarstjómarkosn- ingum, segist aðspurður ekki úti- loka að hann bjóði sig fram til Al- þingis á næsta ári. Ami Sigfússon, fráfarandi oddviti borgarstjómar- flokksins, sagðist í viðtali sem birt- ist í Morgunblaðinu í gær hafa hvatt Vilhjálm til framboðs. Inga Jóna Þórðardóttir, sem tekið hefur við oddvitastöðunni, sagði í samtali við blaðið í gær að reynsla Vil- hjálms af sveitarstjómarmálum, bæði sem borgarfulltrúi og sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, myndi hafa mikla þýðingu á Alþingi nú. Vilhjálmur segist hafa tjáð Árna Sigfússyni að loknum kosningum að hann sæktist ékki eftir stöðu oddvita borgarstjómarflokksins. „Það vom ekki vangaveltur um þingmennsku sem réðu því, heldur það að ég gegni stöðu formans Sambands íslenskra sveitarfélaga. Það hefði að mínu viti ekki farið vel á því að gegna oddvitastarfi i hvoru tveggja." Þingmennska samrýmist vel formannsstarfinu „Ég útiloka ekki framboð til Al- þingis, en að lokum em það flokks- menn og kjósendur sem ákveða um það, en ég hef á þessu stigi ekki tekið neina ákvörðun. Akvörðun um val á framboðslista verður senni- lega tekin í byrjun næsta árs og þá verður að koma í Ijós hvar ég stað- set mig í þeim málum. Ég er mjög þakklátur íyrir það sem traust sem Ami og reyndar ýmsir fleiri hafa sýnt mér til framboðs til Alþingis." Aðspurður sagðist Vilhjálmur telja að þingmennska samrýmdist vel formennsku í Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga, enda væm mörg fordæmi fyrir því að formenn slíkra hagsmunasamtaka sætu á þingi. Hann bendir þó einnig á að hugleiðingar um þetta mál séu ekki fyllilega tímabærar því formanns- kosningar verði í Sambandinu í ágúst. „Hvað þetta varðar tel ég það einungis jákvætt að málefni sveit- arfélaga eigi sér fleiri málsvara á Alþingi. Sveitarstjórnarmál em mikið til umfjöllunar á Alþingi og ekki síður samskipti ríkis og sveit- arfélaga í fjölmörgum mikilvægum málum.“ Andlát JÓN JÚLÍUS- JÓN Júlíusson, fil. kand., lést á Reykjalundi aðfaranótt miðviku- dagsins 3. júní sl. Hann fæddist í Stykkishólmi 11. desember 1926. Foreldrar Jóns vom Júlíus Rósin- kransson og Sigríður Jónatans- dóttír. Jón varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1947 og lauk fil. kand. prófi í latínu og saman- bm’ðarmálfræði frá Uppsalahá- skóla árið 1952. Hann varð/Iöggilt- ur skjalaþýðandi og dómtúlkur úr og á sænsku 1952. Jón var kennari í latínu við Menntaskólann í Reykjavík frá 1952 til 1972, stundakennari í lat- ínu við Háskóla íslands 1966 til 1974 og prófdómari við stúdents- próf í latínu við Verzlunarskóla ís- lands frá 1973 til dauðadags. Hann var fréttamaður hjá Ríkisútvarp- inu sumrin 1948, 1949, 1953 og 1955. Jón var auglýsingafulltrúi hjá Loftleiðum frá 1955 og starfs- mannastjóri þar frá 1957. Þá var hann framkvæmdastjóri stjórnun- arsviðs Flugleiða 1974-1980. Hann vai’ deildarstjóri í viðskiptaráðu- neytinu frá 1981, skrifstofustjóri skrifstofu Norðurlandamála og staðgengill samstarfsráðherra Norðurlanda frá 1984 til 1996. Jón var formaður kvikmyndafé- lagsins Filmíu 1953-1966, fulltrúi í launamálaráði BHM 1967-1969, í nefnd um breytta kennsluskipan við MR 1969 og sat í ýmsum nefnd- um og ráðum á vegum hins opin- bera. Hann var varaformaður Landssamtaka hjartasjúklinga 1990-1995 og í stjóm SÍBS og vöruhappdrættis SÍBS frá 1992. Jón var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1992. Eftirlifandi eiginkona Jóns er Signý Sen lögfræðingur. Þau eign- uðust tvö böm, Erlend prófessor og Sigríði Hrafnhildi MA. Ungir og áhugasamir sjóliðar FRÖNSK freigáta, Latouche- Treville, lagði að landi við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn f gærmorgun. Skipherrann Louis de Contenson býður almenningi að koma um borð og skoða freigátuna milli klukkan 14 og 17 í dag og á morgun. Latouche-Treville var sjósett árið 1990. Um borð í freigátunni eru tvær þyrlur sem hafa það hlutverk að flytja vopn til kafbáta. Franski sjóherinn hefur bækistöðvar í Brest, vestast á Brittaniuskaganum, þaðan sigla freigátur um allt Atlantshafið. Latouche-TreviIIe siglir um Norður-Atlantshaf. Henni er siglt reglubundið um svo áhöfnin læri að bregðast við mismunandi sjó- og loftslagi. Á þessum ferðum er svo af og til siglt í höfn, bæði til að hvíla áhöfnina og gefa henni tækifæri á að kynnast þeim þjóðum sem eru í Atlants- hafsbandalaginu. Áhöfnin skoðar sig um í áhöfninni eru tvöhundruð og fjörutíu manns, þar af eru tuttugu og Ijórar konur. í franska sjóhemum em sex skip með blandaðri áhöfn og þar gilda þær reglur að tíu prósent áhafnarinnar séu konur. Meðalaldur sjóliðanna er ekki nema 26 ár og hafa þeir mikinn áhuga á að ferðast og kynnast ólíkum löndum. Farið verður með áhöfnina í skipulagðar skoðunarferðir m.a. að Gullfossi og Geysi. Henni er svo frjálst að skoða sig um upp á eigin spýtur og gerði skipherrann ráð fyrir því að sjóliðamir muni nýta sér tækifærið og skoða borgina og kynnast mannlífinu. SJÓLIÐAR um borð í freigátunni brostu breitt. Skipherrann kom sjálfur hingað til lands 1973 og ferðaðist þá dálítið um, hann segist mjög hrifinn af náttúrufegurð landsins. Hann hefur verið í sjóhernum í 28 ár og hefur lengst af verið flugmaður. Hermenn í franska sjóhernum geta valið milli þess að vera á kafbátum, á skipum eða flugmenn. Hann hefur svo verið skipherra á Latouche-Treville frá því í september 1997. Næsti áfangastaður freigátunnar er Tromsö í Noregi en gert er ráð fyrir því að hún komi þangað í lok mánaðarins. Lipponen kveður PAAVO Lipponen, forsætisráð- herra Finnlands, hélt af landi brott í gærmorgun ásamt föru- neyti sínu eftir opinbera heim- sókn. Á fimmtudagskvöld var haldin honum til heiðurs opinber veisla í Perlunni og söng Kristinn Sig- mundsson óperusöngvari þar nokkur lög auk þess sem Einar Már Guðmundsson rithöfundur hélt stutta tölu. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið að helst hefði þó vakið athygli veislugesta jarð- skjálftinn sem reið fyrir Suður- land og mun Lipponen hafa haft á orði að þar færi undarleg að- ferð gestgjafa til að hrista gesti sína saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.