Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ X Kristín Finn- I bogadóttir fæddist í Krossadal í Tálknafírði 14. okt. 1909. Hún lést á Sjúkrahúsi Patreks- fjarðar 31. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Vigdís Helga Guðmunds- dóttir, f. 4.1. 1887, d. 14.8. 1983, og Helgi Finnbogi Guð- mundsson, f. 21.6. m 1879, d. 3.5 1923. Börn þeirra voru auk Kristínar, Olaf- ur, f. 31.10. 1910; Andrés Þor- björn, f. 19.12. 1911; Sigurður, f. 19.9. 1913; Guðmundur, f. 16.12. 1914; Steinunn, f. 19.7. 1916; Guðmunda, f. 19.6. 1918; og Bjami Hermann, f. 27.7. 1920. Tvö hálfsystkini, börn Finnboga, voru María Petrína, f. 28.11. 1898, og Finnbogi, f. 5.11. 1897. Á lífi eru Andrés Þorbjörn og Bjarni Hermann, sem báðir búa í Reykjavík. Kristín giftist Magnúsi Jóns- syni bónda á Hlaðseyri við Pat- reksfjörö hinn 18. maí 1929. Þau * eignuðust fimm syni. Fyrir átti Kristín Leif Jónsson, f. 5.7.1928. Kona hans er Ingibjörg Krist- jánsdóttir þau áttu þijú börn, eitt er látið, fyrir átti Ingibjörg þrjú börn. Synir Kristínar og Elsku Stína mín, þá er komið að kveðjustund, það er erfitt til þess að hugsa að þú sért farin. Við sem vor- um vanar að hittast daglega eða hafa samband þegar við Oli voi’um á Rifi á vetuma. Alltaf var rætt um aflabrögð - og fiskveiðai- því það var stór hluti lífs þíns þar sem allir synir þínir voru skipstjórar eða sjómenn og margir sonarsynir líka. Síðast fyrh' um þrem- ur vikum fórum við niður á höfn í bíltúr til þess að skoða bátana. Þú hafðir nú útbúið marga sjómenn með nesti á sjóinn í gegnum árin, bæði þína nánustu og aðra. Sjómannadags- ráð á Patreksfirði hafði ákveðið að heiðra þig á sjómannadaginn, mikið hefði ég viljað að þú hefðir fengið að lifa lengur, við vorum búnar að ákveða hvaða kjól þú ætlaðir að vera í við athöfnina. Svo var fyrirhugað ætt- armót þessa helgi líka og þú hlakkað- ir svo mikið til að hitta alla. Þú hafðir svo gaman af því að hitta fólk og ég tala nú ekki um bamabömin þín og * langömmuböm, jafnvel annama Magnúsar eru: 1) Jón, f. 3.3. 1930. Kona hans er Lilja Jónsdóttir og eiga þau sex börn og tvö fósturbörn. 2) Finn- bogi Helgi, f. 28.5. 1931, d. 2.5. 1984. Kona hans Dómhild- ur Eiríksdóttir, þau eiga sjö börn. 3) Rík- harð, f. 23.4. 1933, kona hans er Bjarný S. Sigtryggsdóttir. Þau eiga fiinni börn, fyrir átti Ríkharð eitt barn. 4) Pálmi, f. 22.12. 1936, d. 13.12. 1975. Kona hans er Sigurþóra Magnúsdótt- ir. Þau eiga fjögur börn. 5) Olaf- ur, f. 31.5. 1939. Sambýliskona hans er Bára Pálsdóttir. Olafur átti sjö börn, en eitt er látið. Bára á tvo syni. Afkomendur Kristínar eru 100 f dag. Kristín ólst upp í Tálknafirði. Hún bjó með eiginmanni sínum á Hlaðseyri við Patreksfjörð til ársins 1947. Eftir það bjó hún á Patreksfirði. Kristín vann marg- vísleg störf, þ.á m. í mötuneyti Hraðfrystihúss Tálknafjarðar. Lengst af starfaði hún við Sjúkrahús Patreksfjarðar eða fram til áttræðisaldurs. títför Kristínar fer fram frá Pafreksfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. manna böm kölluðu þig Stínu ömmu því þú varst svo góð við öll börn. Alltaf tókst þú á móti þeim sem komu til þín með dekkuðu borði. Bara fyrir nokkrum dögum kom ég til þín, þá var Pálmi litli í heimsókn með tvo vini sína að drekka hjá ömmu. Þeir höfðu verið úti að leika og voru svangir og vissu hvar þeir fengju pönnukökur og fleira þvi að alltaf áttir þú svo gott með kaffmu. Kári og Gunni sögðu alltaf, að þetta væm bestu pönnukök- ur heims enda kláraðu þeir fljótt af diskinum og ég man einu sinni að þeir rifust og lá við slagsmálum um hvor hefði fengið fleiri. Eg var að skoða myndimar sem við tókum úr ferðinni sem við fórum í saman til fimm landa, ég, þú og Oli, þegar þú varðst 80 ára. Þú naust þin svo vel, þú þorðir að fara í parísai-- hjólið og rússíbana úti í París, en ég þorði ekki og var niðri og tók myndir enda þótt ég væri helmingi yngri en þú. Þú hafðir gaman af að sitja frammi í hjá Dísu sonardóttur þinni á MINNINGAR fleygiferð um hraðbrautir Þýskalands og ég í keng í aftursætinu af hræðslu, þama sannaðist hvað þú varst ung í anda, enda hef ég aldrei kynnst nokk- urri manneskju sem hafði betra minni en þú. Þó að þú ættir 100 afkomendur þá mundh- þú alla afmælisdaga og hvað hver var gamall. Þó að ég hafi þekkt þig alla mína ævi þá kynntist ég þér mun betur eftir að ég fór að búa með Ola syni þínum og ég verð ævinlega þakklát fyrir þau kynni og vinskap sem með okkur tókst, þú reyndist mér afskaplega vel og son- um mínum, þeim Davíð og Gunnari. Oli sonur þinn hefur misst mikið því það var svo kært ykkar á milli, enda sagði hann: „Patreksfjörður verður ekíd eins eftir að mamma er farin, hún vai’ máttarstólpinn okkar.“ Eg vil þakka starfsfólki Sjúkrahúss Pat- reksfjarðar fyrir góða umönnun í gegnum árin. Hvíl þú í friði. Þín tengdadóttir, Bára. Elsku amma, mig langar til að minnast þín í örfáum orðum, þó að örfá orð dugi ekki til að minnast svo stórbrotinnar konu sem þú varst. Fyrsta skýra minning mín um þig er þegar ég fór með þér þá aðeins fimm ára gömul að Koti í Önundarfirði. Þar hafðir þú ráðið þig sem ráðs- konu um sumarið hjá tveimur feðg- um og fékkst að taka mig með. Mér er minnisstæð ferðin frá Bíldudal til Flateyrar á báti sem langafi minn Guðmundur frá Otradal var á og einnig dvölin að Koti, enda var alltaf kátína og fjör í kringum þig. Það sem gerði þig svo sérstaka var að kynslóðabil vai' ekki til hjá þér, þú varst elskuð og dáð af öllum sem þér kynntust og eignaðist marga vini hvar sem þú dvalir, enda tryggur vinur og sérstaklega gestrisin kona. Það var sama hvenær þú varst sótt heim eða hvernig stóð á, þá var alltaf hlaðið borð af kræsingum hjá þér. Ég kynntist nýrri hlið á þér um það leyti sem ég er að byrja að búa þvi þá áttum við um tíma heima í sama húsi. Þá skapaðist á milli okkar vinskapur og ég gat rætt við þig sem bestu vin- konu. Þú varst mér ekki bara amma heldur líka vinkona. Eftir að við Bjössi fluttum frá Patró höfum við alltaf verið í símasambandi og hist þegar við höfum haft tækifæri til. Okkur þótti mjög vænt um þegar þú gistir hjá okkur í Garðabænum. Ég hitti þig síðast nú í byrjun maí. Þá varstu orðin mjög veik en ekki varstu að kvarta frekar en fyn-i daginn. Þú hefur alltaf staðið þig eins og hetja í gegnum öll þín veikindi, og þó þú hafir þurft að leggjast inn á spítala til lengri eða skemmri tíma í gegnum árin, þá fórstu í gegnum það af æðruleysi og þolinmæði og sagðir að allt tæki sinn tíma og þú kæmist aftur heim. Enda varstu heima þar til þrjá síðustu dag- ana sem þú lifðir, en þá baðst þú um að vera flutt á sjúkrahúsið. Þú hringdir í mig fjóram dögum fyrir andlátið til að óska mér tíl ham- ingju með afmælið því aldrei skyldh' þú gleyma afmæli þó að afkomend- umir hefðu verið orðnir 100 talsins. Ég sagðist ætla að hringja í þig eftír sjómannadaginn, en þó vissum við báðai- að við væram ef til vill að kveðjast í hinsta sinn í þessu lífi. Með þér er farin ein duglegasta og stórbrotnasta kona sem ég hef kynnst, og ég sakna þín, en ég veit að nú líður þér vel og ert laus við allar þjáningar og synir þínir tveir sem látnir era fyrh' nokki-um árum hafa tekið á móti þér. Með þessum fáu orð- um kveð ég þig með söknuði og virð- ingu og þetta er einnig kveðja frá fjöl- skyldu minni. Sendum við öllum öðr- um ættingjum og vinum innilegustu samúð okkai'. Guð geymi þig, elsku amma mín, og takk fyrir allt. Þín nafna, Kristín Finnbogadóttir. Elsku Stína amma, nú ert þú farin úr þessu lífi í annað. Mér finnst skrýt- ið til þess að hugsa að eiga þig ekki lengur á Patreksfh'ði. Ég þakka Guði fyrir að hafa fengið að kveðja þig deg- inum áður en þú fórst, elsku langamma, þú sem hugsaðir svo vel um okkur öll þótt við væram orðin svo mörg. Þegar ég kvaddi þig vissi ég að þetta yrði í síðasta sinn sem ég sæi þig og það var erfitt að finna réttu orðin. En, elsku langamma, þú munt alltaf eiga stórt hólf í minu hjarta. Jesús, bróðir vor og frelsari. Þú þekkir dánarheiminn. Fylgdu ömmu okkar þegar vér getum ekki fylgst með henni lengur. Miskunnsami fað- ir, tak á móti henni. Eygló Kristjánsdóttir. Elsku besta Stína langamma mín. Nú ertu farin frá okkur, en nú líður þér vel. Þegar ég frétti að þú værir orðin veik og komin á spítala gi'unaði mig ekki að þú færir strax frá okkur því þú vh'tist alltaf svo hraust og sterk. Ég hlakkaði svo til að sjá þig á ættarmótinu á sjómannadaginn, ég var búin að bíða eftir þvi lengi því það var orðinn langur tími frá því ég sá þigsíðast. Ó, elsku Stína amma, ég vildi að ég hefði hitt þig oftar, en minningin um þig skipar stóran sess í hjarta minu. Sérstaklega man ég eftir því þegar ég, pabbi, mamma, Aron Leví og Alexandra komum að heimsækja þig á Patró fyrir nokkrum árum. Þá átt> um við góða og yndislega stund sam- an. Þá gisti ég hjá þér, en pabbi, mamma og krakkarnir hjá Ola og Bára. Þá svaf ég á beddanum í litla KRISTÍN FINNBOGADÓTTIR sæta eldhúsinu þínu í fínu íbúðinni þinni í Aðalstrætinu. Þú hafðir svo miklar áhyggjur af því að það færi illa um mig, en mér leið svo vel hjá þér, elsku amma. Þú passaðir líka upp á það að ég borðaði vel. Þú varst sú eina sem kallaðir mig Stínu og það var notalegt þegar þú sagðir alltaf Stína mín. Ég mun varðveita þessai' minning- ar vel. Þú varst yndisleg, góð, og skemmtileg kona. Alltaf svo hress og alltaf varstu dugleg að halda sam- bandi. Ég var svo stolt af því að eiga þig fyrir langömmu. Elsku Stína amma mín, nú kveð ég þig í síðasta sinn, ég mun aldrei gleyma þér, minningin um þig lifir. Ég, foreldrar mính' og systkini minn- umst öll ömmu með miklum söknuði. Takk fyrir allt. Þin Ingibjörg Kristín, Rifi. Hún amma Stína er farin í ferðina löngu og langar okkur að minnast hennar með nokkrum orðum. Þegar við voram lítil var það mikið tilhlökk- unarefni að fá ömmu í heimsókn og fundum við að það var sannarlega gagnkvæmt. Ekki voru heimsóknir okkar til hennar síðri hvort sem við stoppuð- um lengur eða skemur, við vorum borin á höndum og vel passað upp á að allir fengju nægu sína af mat og vel það. Einstakt var hvað hún mundi alla afmælisdaga hjá öllum sínum mörgu afkomendum og hringdi gjaman til að færa þeim sín- ai' bestu kveðjur. Mikið þóttí okkur til um þá um- hyggju sem hún sýndi okkur með því að koma í fermingar barna okkar, oft um langan veg. Þó að heilsan byði ekki upp á löng ferðalög eða langar setur var viljinn og hugurinn það mik- ill að ekkert stoppaði hana í að mæta. Til hinstu hvílu verður amma borin á laugardag fyrir sjómannadag, móðh' sex sona sem allir hafa varið starfsævi sinni meira og minna til sjós, enda fylgdist hún alla tíð vel með aflabrögð- um og gengi allra sinna sjóara, hvort sem þeir gerðu út á trilluhorni, vertíð- arbátum eða toguram. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu’ og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (H. Andrésd.) Við kveðjum þig, amma, með þeim orðum sem þú kvaddir okkur alltaf með: „Guð veri með þér.“ Bjarney, Jenný, Bylgja, Magnús , Ríkarður og Díana Ríkarðsbörn. BALDVIN MAGNÚSSON + Baldvin Magn- ússon fæddist í Sandaseli í Meðal- landi í Vestur- Skaftafellssýslu 20. febrúar 1923, sonur hjónanna Kristínar Pálsdóttur hús- freyju, f. 1893, d. 1979, og Magnúsar Oddssonar bónda þar, f. 1882, d. 1927. Hann lést á Vífils- staðaspítala 24. maí síðastliðinn. Baldvin var yngstur fimm barna þeirra hjóna en systur hans eru: Pálína Katrín, f. 1915, Helga, f. 1916, Ingveldur, f. 1918, og Hrefna, f. 1921, og er Helga ein á lífi af þeim systrum. Hálfbróðir Bald- vins er Tryggvi Gunnarsson, f. . 1931. Heimilisfaðirinn féll frá er Baldvin var fjögurra ára gamall og var hann eftir það hjá móður sinni að Ásum f Skaftártungum eða fram undir tvítugt, er hann hleypti heim- draganum til Reykjavíkur. Nú er hann elsku afl okkar kom- fk inn til Guðs og nú líður honum vel. Hann stundaði nám í Reykjaskóla í Hrútafirði veturinn 1944-1945. Baldvin var lengst af til sjós, bæði á togur- um og fragtskipum. Upp úr 1970 kom hann í land og lióf störf hjá Skeljungi, þar sem hann vann þar til hann lét af störfum sökum ald- urs. Baldvin kvæntist Önnu Hjálmars- dóttur hinn 5. okt. 1974, og hann gekk Jóni Erni, tíu ára gömlum syni hennar í föðurstað. Anna var ekkja og átti að auki þrjú uppkomin börn, Kristínu, f. 1944, Einar, f. 1950, og Sigurgeir, f. 1956. Baldvin og Anna bjuggu allan sinn búskap í Árbæjarhverf- inu, þar sem þau störfuðu bæði. títför Baldvins fór fram frá Lágafellskirkju 2. júní í kyrr- þey að hans eigin ósk. Hann var alltaf svo góður við okkur og lék oft við okkur eins og í feluleik eða fela hlut. Hann sótti okkur í skólann og passaði okkur á meðan mamma og pabbi voru í vinnunni. Við fengum líka að ferðast með hon- um og ömmu og sofa í tjaldvagnin- um. Það var svo gaman. Hann hlust- aði á mig lesa í Lesbókunum og dag- blöðunum og svo helltí ég upp á könnuna handa honum því honum þótti svo gott kaffi. Hann var alltaf að gefa okkur eitt- hvert dót og svoleiðis. En það besta var hvað hann gaf okkur mikla ást og hlýju og okkur þykir svo vænt um hann. Við grétum svo mikið þegar hann dó en við vitum núna að Guð passar hann og þá líður okkur betur. Við biðjum góðan Guð að vernda elsku ömmu, og við ætlum að vera duglegar að gista hjá henni svo hún verði ekki einmana. Litlu afastelpurnar Guðný Rut og Árný. Hann kom inn í líf okkar er við vorum í skugga sorgar; hann kom með birtu og yl, öryggi og von og sneri skuggsælum hliðum að sólu. Hann hét Baldvin Magnússon og var rúmlega fimmtugur er hann kom; hann vann hug okkar allra og bar hag okkar fyrir brjósti. Hann sem alla tíð hafði verið einhleypur, hafði í einu vetfangi eignast allstóra fjölskyldu er hann kvæntist Önnu Hjálmarsdóttur. „Gleðin og góðviljinn era aflgjafar lífsins og tengja hjarta við hjarta og sál við sál.“ (Oðurinn til lífsins, G.G.) Þessi spakmæli gætu átt við Baldvin og viðhorf hans til lífsins og sam- ferðafólksins. „Láttu nú athuga olíuna og fram- rúðuvökvann áður en þú heldur heim aftur, annai-s gætir þú lent í vand- ræðum á langri leið,“ sagði hann við mig, fársjúkur á Vífilsstaðaspítala fjórum dögum fyrir andlátið, og hann hélt áfram: „Og ef þú sérð einhvem eldri mann á bensínstöðinni, fáðu hann þá til að mæla olíuna á sjálf- skiptingunni, þeir era öraggari," mælti hann, af reynslu, og brosti sínu kankvislega brosi, er ég kvaddi hann hinsta sinni. Jafnvel þá hafði hann velferð okkar í fjölskyldunni í huga, og reyndar alveg til hinstu stundar. Baldvin vann öll sín störf af alúð og samviskusemi, hvort heldur á sjónum, á bensínstöðinni eða á lóð- unum við fjölbýlishúsin, sem hann hafði umsjón með. Hann hændi að sér börnin smá, bæði afabörnin, sem þótti svo undurvænt um hann og var það gagnkvæmt, og önnur börn og unglinga, m.a. þau sem unnu fyrir hann á lóðunum og gerðu honum flest til þægðar. Það eitt að Baldvin var afi aðkomubarnanna gerði þau gjaldgeng í hópinn! Hann hélt ætíð mikilli tryggð við æskustöðvarnar í Vestur-Skaftafells- sýslu og þangað fóra þau hjónin á hverju sumri og stundum tvisvar, en þau nutu þess að ferðast um landið, oft með tjaldvagninn sinn aftan í bflnum, frjáls sem fuglinn. Þau gerðu sér far um að kynnast landinu sem best og dvöldu oft lengi á sama stað og komu gjarnan þangað aftur. Þau heimsóttu ættingja og vini sem búa á landsbyggðinni og treystu vina- og ættarböndin. Bregðumst aldrei bróðurheiti, bresti aldrei kærleiksþel. Sérhver öðrum aðstoð veiti, öll vor störf þá lánast vel. Þegar góðvild geði stjómar, göfgar jafevel minnsta verk. Þegarviljinn þjónar, fórnar, þá er sveit vor heil og sterk. (P.S.) Já, hann brást aldrei, hvorki ást- vinum né öðram, góðvild hans var einlæg og hennar nutum við öll. Þjónustulund hafði hann í ríkum mæli, bæði í starfi og einkalífi; hann vildi öllum vel og setti hagsmuni annarra ofar sínum. Hann kom til okkar með ljós sem lýsti öll árin og nú dimmir aftur við burtkall hans, en dýrmætui' minning- arsjóður mun veita okkur bhdu og yl á kveðjustund og um ókomna tíð. Vertu sæll, og Guð minn gæti þín, vaki yfir vegferð þinni, vemdi þig með návist sinni. Vertu sæll, og Guð minn gæti þín. (Þýð. P.S.) Megi Guð allrai' huggunar styi'kja og blessa elskulega móður mína og ástvini alla. Við, börnin, kveðjum kæran stjúpföður og afa með hjart- ans þökk fyrir umhyggju hans og kærleika og megi hann hvfla í eilífri náðinni. Kristín Árnadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.