Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni CHARLIE BR0Ll)N,I UJA5 60IN6 TO A5K IF I COULP PLAY ON yourteam, but i'p never UJANT TO PLAY ON THE 5AME TEAM U)ITH THI5 STUPID 6IRL! 0H,YEAH? I M THE M05T FAITHFUL PLAYER HE HA5Í "ic Kalli Bjarna, ég ætlaði að spyrja þig hvort ég gæti leikið með liðinu þínu, en ég myndi aldrei vilja leika með sama liði og þessi heimska stelpa! Ekki það? Ég er tryggasti leikmað- urinn hans! Tryggur hverj- Gríparanum! Ég þoli þetta um? ekki! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 LANDSBANKINN. Svo gerðu bræður frá Bakka Frá Guðmundi Bergssyni: PAÐ ER sjálfsagt að bera í bakka- fullan lækinn að minnast á Lands- bankamálið. Samt fannst mér það mjög skrítið að heyra bankamála- ráðherrann margstaglast á því í sjónvarpinu ekki alls fyrir löngu að málinu þyrfti að ljúka sem allra íyrst svo fólkið tapaði ekki trú á bankanum og að allt væri komið í ljós og að bankinn ætti að fá frið til að skoða sín mál. Ekki get ég gert að því að þetta tal minnti mig á sögu sem ég las sem barn af bræðrunum frá Bakka sem ætluðu að bera sól- skinið inn í bæinn í stað þess að opna og hleypa sólskininu inn. Ann- að sagði hann oftar en einu sinni, að bankaráðið bæri enga ábyrgð, því hann hefði skipað það um áramót (þó minnir mig að sumir sem í því eru hafi verið í gamla ráðinu) og að hann sjálfur bæri ekki ábyrgð á bankanum eða skýrslunni sem hann flutti Alþingi því hún hefði komið frá bankastjórunum og hann flutti hana í þeirri góðu trú að allt væri rétt í henni. Eitt er á hreinu, fólkið í landinu verður ekki sátt við hana eða bankann ef ekkert verður gert meira og ef lokað verður á meiri rannsókn. Fólkið vill fá allt fram í dagsljósið og að bankaráðið víki ekki síður en stjórarnir. Úr því það vissi ekki neitt hvað fram fór í bank- anum er það til einskis þar. Banka- ráðið er kosið af Alþingi sem full- trúar þjóðarinnar til að fylgjast með því sem þar fer fram, en þeir (full- trúar þjóðarinnar) hafa svo sannar- lega ekki gert það og þá hafa þeir setið til lítils gagns. Bankamálaráðherrann ætti að hafa það eins og bankastjórarnir og segja af sér, að minnsta kosti með- an málið er í rannsókn. í framhaldi af því má minna á eitt dæmi frá fyrri hluta aldarinnar þar sem ráð- herra sagði af sér þar til hann hafði verið hreinsaður af máli sem hann var talinn eitthvað flæktur í. Þjóðin vill að allt verði gert opinbert í bankamálinu, spilin lögð á borðið. Bankinn opnaður og sólskininu hleypt inn, ekkert pukur, þá verða allir sáttir hvernig sem allt kemur út, fyrr ekki. Nokkrar spumingar að lokum til ráðherrans. Hvernig stóð á því að ekki var auglýst eftir bankastjóra eins og eðlilegt hefði verið? Er ekki kominn tími til að vinna fyrir opn- um tjöldum? Gátu ekki einn eða tveir fulltrúar farið með mál bank- ans um stundarsakir? Hefðu það ekki verið eðlilegri vinnubrögð? Landsbankinn enn Eitt leyndarmálið enn hjá Lands- banka Islands og það ekki alveg nýtt, það kom upp á yfirborðið núna en áður fékkst það ekki rætt. Það er ekki að öllu leyti rétt sem Davíð sagði í sjónvarpi að flokkarnir bæru ábyrgð hver á sínum ráðherrum. Hann ber ábyrgð á allri stjórninni og þó að honum finnist gott að vinna með Framsóknarflokknum, þá breytir það engu. Honum ber að taka tillit til þjóðarinnar. Hvað með Sverri? Sverrir sagði af sér og hefur ósk- að eftir að mál bankans verði rædd fyrir opnum tjöldum, en bankaráð- ið, utan einn, situr sem fastast svo og ráðherra bankamála, en þeir eiga allir að víkja, að minnsta kosti meðan málin eru skoðuð og það af mönnum ótengdum bankanum. Hvað með fyrrverandi formann bankaráðs sem var formaður þegar það mál sem nú er komið upp, fékkst ekki rætt. Ber hann enga ábyrgð? Og sá sem er aðalmaðurinn núna, varð hann ekki að segja af sér einhverju embætti sem tengdist bankanum of mikið? Þjóðin Þjóðin á ennþá Landsbankann en það líður óðum að því að hann verði afhentur bröskurum fyrir ekki neitt. Þess vegna vill þjóðin að allt komi fram um hvernig málin standa. Númer eitt, tvö og þrjú er að bankamálaráðherrann víki og bankaráðið einnig og að menn alls ótengdir bankanum verði látnir gera úttekt á Landsbanka Islands. Það myndi sennilega hvergi geta gerst nema á íslandi að ráðherra sem lent hefði í svipuðu máli og bankamálaráðherrann sæti áfram eftir það sem gengið hefur á í Landsbankanum, nema ef vera kynni einhversstaðar í Suður-Amer- íku. Þegar bankastjórarnir urðu uppvísir að því að segja ekki allan sannleikann sögðu þeir af sér en bankamálaráðherrann situr sem fastast og hefur lúrt á skjölunum í tvö ár, með bros á vör. GUÐMUNDUR BERGSSON, Sogavegi 178,108 Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.