Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Morgunblaðið/Arnaldur Rætt við 100 Hollendinga VERSLUNARRÁÐ íslands efndi til morjjunverðarfundar um við- skipti Islendinga og Hollendinga á Hótel Loftleiðum í gær. Um 100 fulltrúar úr hollensku viðskipta- lífi mættu til fundarins og hlýddu á kynningu á íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Einnig mættu fulltrúar íslensks atvinnulífs. Að fundinum loknum lidfust fyrir- tækjastefnumót, þar sem fulltrú- um fslenskra fyrirtækja gafst kostur á að hitta fulltrúa hol- lenskra fyrirtækja, sem áhuga höfðu á að stofna til samstarfs við aðila hér á landi. Meðfylgj- andi mynd er tekin við það tæki- færi. VW hreppir Rolls eft- ir harðvítuga baráttu Dndon. Reuters. HLUTHAFAR Vickers fyrirtækis- ins í Bretlandi hafa samþykkt með yfírgnæfandi meirihluta 430 milljóna punda tilboð Volkswagen AG í Rolls- Royce Motor Cars þrátt fyrir tilraun lítilla fjárfesta til að koma í veg fyrir að útlendingar taki við rekstrinum. Tæplega átta mánaða óvissu lauk þegar mikill meirihluti hluthafa felldi 340 milljóna punda tilboð keppinautarins BMW og þar með er ljóst að forstjórabíllinn og alþýðu- bíllinn verða framleiddir í sömu verksmiðjum. „Þessi samningur er sigur fyrir hluthafa okkar, sigur fyrir Vickers og sigur fyrir Rolls-Royce Motor Cars og starfsmenn fyrirtækisins," sagði stjórnarformaður Vickers, Sir Colin Chandler, í yfirlýsingu. VW fagnaði ákvörðuninni, en vildi ekkert segja að öðru leyti, þar sem fyrirtækið telur hugsanlegt að ekki muni takast að ganga frá kaupunum fyrr en í júlílok. BMW kvaðst mundu segja upp samningi við Rolls um útvegun bíl- hluta og sagði að eignarhald á Rolls „Upphaf Rollswagens" Litlir fjárfestar áttu erfítt með að sætta sig við að Bretar misstu Rolls- Royce úr landi og börðust við tárin. „Þetta eru endalok Rolls-Royce og upphaf Rollswagens,“ sagði einn þeirra. Aðdáendur Rolls, sem kallast Crewe Motors, trufluðu hluthafa- fundinn rétt áður atkvæðagreiðsla átti að fara fram um tilboð VW. Chandler neyddist til að ákveða kaffihlé til að ræða tilboð Crewe Motors við fulltrúa banka og stjórn Vickers. Tilboð Crewe Motors var 460 milljóna punda virði að sögn for- mannsins, Michaels Shrimptons. Chandler hafnaði að lokum „kaffi- tímatilboði" aðdáenda Rolls á þeirri forsendu að það væri ekki nógu áreiðanlegt og þá gat ekkert komið í veg fyrir sigur VW. Stofnanafjárfestar, sem eiga 95% hlutabréfa í Vickers, veittu VW öfl- ugan stuðning. væri ekki lengur ágreiningsefni. Verð hlutabréfa í BMW hækkuðu i 1.985 mörk þegar fréttist um ósigur fyrirtækisins og er það í samræmi við það álit nokkurra sérfræðinga að verðið fyrir Rolls sé of hátt. Samskip Inc. í Norfolk í viðræðum við bandaríska aðila Flytja 50 þúsund tonn af kjúkling- um til Rússlands SAMSKIP Inc., dótturfyrirtæki Samskips í Norfolk, á í viðræðum við tvo stærstu kjúklingaframleiðendur í Bandaríkjunum um að fyrirtækið annist árlega flutninga á 50 þúsund tonnum af frosnum kjúklingum til Rússlands. Reynir Gíslason, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki væri tíma- bært að upplýsa um hvaða aðila væri að ræða en það væri ljóst að hér væri hugsanlega stór samningur á ferðinni því félagið tæki að sér þriðj- ung af þeim 150 þúsund tonnum sem flutt er af kjúklingum frá Norfolk til Rússlands á hverju ári. Reynir sagði engan vafa leika á því að kaup Samskips á þýska flutn- ingafyrirtækinu Bischoff Group og því dreifikerfí sem félagið hefði yfir að ráða styrkti markaðsstöðu fyrir- tækisins til muna og væri m.a. grundvöllur þeitra viðræðna sem væru í gangi við kjúklingaframleið- endurna vestra. Hagræðing í Hull Talsverðar hagræðingaraðgerðir eru á döfinni hjá Samskipum, eftir að gengið var frá kaupunum á þýska félaginu. Umboðsskrifstofur Bischoff í Riga, Moskvu og St. Pét- ursborg, munu halda nafni Bischoff, vegna sterkrar stöðu fyrii-tækisins á svæðinu en verða jafnframt umboðs- aðilar Samskipa. Skrifstofurnar sem fyrirtækin gerðu bæði út í Hull verða hins vegar sameinaðar í eina undir nafni Samskips Ltd., frá og með 15 júní nk. Kristján Pálsson, sem tekið hefur við stöðu framkvæmdastjóra í Hull, sagði að eftir sameininguna væri markaðsstaða félaganna í Evrópu sterkari en áður, þar sem nú væri t.a.m. boðið upp á tvær brottfarir í viku á siglingaleiðinni á milli Bret- lands og Noregs, með viðkomu í Hollandi og Svíþjóð, í stað einnar eins og var hjá hvoru félagi fyrir sig fyrir kaupin. Sterkari króna lækkar erlendar skuldir en ýmsir aðrir þættir vega á móti Erfitt að meta þjóðhagsleg áhrif ERLENDAR skuldir þjóðarinnar í krónum talið hafa lækkað töluvert með styrkingu íslensku krónunnar, en eins og kom fram í blaðinu á fimmtudag hefur gengisvísitala krón- unnar lækkað um u.þ.b. 1,78% frá áramótum. Lágt gildi vísitölunnar þýðir sterkari króna. Að sögn Jakobs Gunnarssonar deildarstjóra tölfræðisviðs Seðla- banka íslands er hrein skuldastaða þjóðarinnar nærri 240 milljörðum, og ef gert sé ráð fyrir að þær séu í sömu erlendu myntum og miðað er við í gengisvísitölunni hafi þær lækkað um rúmlega fjóra milljarða króna. Vægi Bandaríkjadollars sé hinsvegar meira í samsetningu erlendra skulda en hinni svokölluðu gengiskörfu sem vísitalan er miðuð við. Bandaríkja- dollar hefur veikst meira miðað við krónuna frá áramótum en gengiskarf- an, eða um u.þ.b. 2,5%, og því má gróflega áætla að erlendar skuldir hafi rýrnað um meira en 4 milljarða. Jakob segir að heildaráhrifin á þjóðarbúið séu þó væntanlega ekki svo mikil. Útflutningstekjur nemi u.þ.b. 200 milljörðum og þær lækki væntanlega um svipaða prósentutölu og erlendu lánin. Sú tekjurýmum vegi á móti lækkun skulda. Fyrrverandi fjármálastjóri Kælismiðjunnar Frosts fær meginhluta launa á uppsagnarfresti Ekki fallist á skaða- bótakröfu vegna mis- taka við bókhald KÆLISMIÐJUNNI Frosti hf. ber samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í lok febrúar sl. að greiða fyrrverandi fjármálastjóra sínum 1,5 milljón kr. vegna launa og orlofs sem kveðið er á um í starfs- lokasamningi sem gerður var á ár- inu lo97. Kælismiðjan hafði neitað að greiða laun fjármálastjórans og talið sig eiga rétt á skaðabótum vegna tjóns sem hún hafi orðið fyrir vegna mistaka hans við færslu bók- halds. Dómurinn tók tillit til eins at- riðis í gagnkröfum Kælismiðjunnar Frosts hf. og lækkaði launakröfu fjármálastjórans en hafnaði þeim að öðru leyti. Eftir að fjármálastjóranum var sagt upp störfum hjá Kælismiðjunni Frosti hf. í byrjun júlí á síðasta ári var gerður við hann starfslokasamn- ingur þar sem kveðið var á um laun út október, ógreitt orlof og fleira. Þegar hann fékk ekki greitt höfðaði hann mál á hendur íyrirtækinu og gerði meðal annars kröfu um að fá liðlega 1,8 milljónir vegna launa og orlofs samkvæmt samningunum. Kælismiðjan Frost lýsti aftur á móti margvíslegu tjóni sem fyrir- tækið hefði orðið fyrir vegna mistaka fjármálastjórans fyrrverandi við færslu á bókhaldi fyrirtækisins, sem í ljós hefðu komið eftir að gerður var við hann starfslokasamningur. Þar var um að ræða ranga færslu, upp- haflega að fjárhæð liðlega 21 milljón kr. Jafnframt hélt fyrirtækið því fram að ýmsar færslur sem fjár- málastjórinn stóð að hafi verið gerð- ar í blekkingarskyni til að hylma yfir mistökin. Byggði fyrirtækið sýknu- kröfu sína á því að það ætti skaða- bótakröfu á hendur fjármálastjóran- um til skuldajafnaðar við kröfu hans. Galli í bókhaldskerfi Héraðsdómur féllst á launakröfur fjármálastjórans fyrrverandi vegna launa og orlofs en hafnaði kröfu um afkomutengdan kaupauka sem einnig var kveðið á um í starfsloka- samningi. En jafnframt þótti dómin- um rétt að heimila skuldajöfnuð, ef gagnkröfur fyrirtækisins ættu rétt á sér, þar sem kröfur málsaðila væru sprottnar af sama vinnuréttarsam- bandinu. í umfjöllun Héraðsdómsins um gagnkröfur Kælismiðjunnar kemur fram að frumorsök mistakanna í bókhaldinu er galli í bókhaldskerfi fyrirtækisins. Það gerðist þannig að færslur tiltekinna vörukaupa milli reikninga í bókhaldinu færðust milli ára sem olli skekkju í birgðabók- haldi. Þegar fjármálastjórinn sá nei- kvæða tölu á birgðum við uppgjör bókhaldsins fyrir árið 1996 „núll- stilltí" hann birgðabókhaldið án þess að átta sig á áhrifum þess á fjár- hagsbókhaldið en færslan leiddi til þess að afkoma félagsins sýndist mun betri en hún raunverulega var. Afleiðingarnar urðu síðan þær að ársreikningar félagsins gáfu alranga mynd af afkomu félagsins og arð- greiðslur til hluthafa urðu hæn-i en annars hefði orðið. Dómurinn telur ekki að sú aðgerð fjármálastjórans, að „núllstilla" birgðabókhaldið, án þess að kanna ástæður fyrir neikvæðri stöðu þess, feli í sér slíkt gáleysi að saknæmt geti talist. Hann telur hins vegar að síðari bókhaldsaðgerðir fjármála- stjórans, þegar hann uppgötvaði misræmið, séu ámælisverðar og sak- næmar, þegar tekið er tillit til reynslu hans og þekkingar. Honum hafi þá hlotið að vera það ljóst, að veruleg skekkja væri í bókhaldi fé- lagsins, sem sérstök ástæða væri til að kanna til hlítar. Hann hafi þó enga tilraun gert til að leyna þess- um aðgerðum í bókhaldinu og ekki haft af því neinn fjárhagslegan ávinning. Kælismiðjan mat tjón sitt liðlega 6,8 milljónir kr. en dómurinn taldi að hafna bæri stærstum hluta skaðabótakrafnanna, meðal annars vegna arðs að fjárhæð tæpar 5 millj- ónir kr. sem greiddur var hluthöfum á grundvelli rangra reiknisskila og vegna 500 þúsund króna fjár- magnstekjuskatts sem láðist að draga af arðinum. Einnig útlagðan sérfræðikostnað við opinbera rann- sókn og sérstakan hluthafafund vegna bókhaldsmistakanna, samtals tæp ein milljón kr. Hins vegar taldi dómurinn hugs- anlegt að koma hefði mátt í veg fyrir eða takmarka kostnað Kælismiðj- unnar Frosts hf. við undirbúning sameiningar við Samey hf. sem ekk- ert varð af, ef fjármálastjórinn hefði sýnt eðlilega aðgát við undirbúning þriggja mánaða uppgjörs 1997, sem hann hefði haft með höndum og bor- ið ábyrgð á. Kælismiðjan hafði gert kröfu um liðlega 400 þúsund kr. skaðabætur vegna þess og lýsti dómurinn því yfir að tekið yrði tillit til þess máls við heildarniðurstöðu. Niðurstaða héraðsdómarans, Skúla J. Pálmasonar, og meðdóm- enda hans, Sigurðar Halls Stefáns- sonar héraðsdómara og Lárusar Finnbogasonar löggilts endurskoð- anda, varð síðan sú að Kælismiðj- unni Frosti hf. var gert að greiða fjármálastjóranum fyrrverandi 1,5 milljónir kr., ásamt dráttarvöxtum, auk 300 þúsund króna í málskostn- að.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.