Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ „Það verður hver og einn að hafa sinn hátt á veiðimennskunni og ég virði þessi sjónarmið. En hvað mig snertir tekur þetta allan sjarma af veiðinni. Hluti af minni veiðigleði er að koma með bráðina heim. Fyrir mér er hitt bara leikaraskapur. Mér iínnst það vera eins og að skjóta púðurskoti á fugl. Eg mundi aldrei ganga til rjúpna með púðurskot í byssunni. Nei, mér fínnst þetta ekki skemmtilegur veiðiskapur, en eins og ég sagði þá verður hver og einn að hafa sinn háttinn á í þessum efn- um.“ Toontje Tand - Hér á árum áður, þegar umsvif þín voru hvað mest í laxveiðiám landsins, heyrði ég þá gagnrýni í þinn garð að þú værir ekki alltaf vandur að meðlum við að fanga físk- inn. Menn sögðu til dæmis að þú veiddir bara á ákveðnum svæðum í ánniþar sem þú sæir fískinn ...? „Já, og menn sögðu líka að ég „húkkaði" fískinn, sem ekki þykir merkileg veiðimennska. En þetta, og eins það að ég sjónrenni bara, er út- breiddur misskilningur. Það er auð- vitað meira gaman að veiða þar sem maður sér fískinn, en aðstæður eru oft þannig að slíkt er ekki hægt og það segir sig sjálft að það, að ætla sér að stunda slíkan veiðiskap ein- göngu, getur aldrei gengið hér á landi. Eg nenni ekki að elta ólar við dylgjur um „húkk“ eða „óheiðar- leika“ í veiðiskap enda held ég að slík orð hafi nú kannski fallið í hita leiksins og einhverjum pirringi yfir aflasæld minni. - Þú veist líklega að þú gengur undir ákveðnu viðurnefni og ert orð- in eins konar þjóðsagnarpersóna undir því nafni. Angrar þaðþig? „Nei, nema síður væri. Ég fékk þetta viðurnefni snemma á mínum tannlæknaferli og leit á það sem eins konar viðurkenningu: Að ég væri orðinn gjaldgengur í hópi tannlækna, sem margh- bera áþekk viðurnefni, svo sem Bjössi tönn, Biggi tanni og svo framvegis. Raun- ar varð ég ákaflega upp með mér þegar ég heyrði að farið var að kalla mig þessu nafni, „Tóti tönn“. En þetta viðurnefni hefur borist út fyr- ir landsteinana, afbakað að vísu, og ég á blaðaúrklippu úr belgísku blaði þar sem sagðar eru um mig slíkar „fískisögur" að Munchhausen hefði verið fullsæmdur af. Ein sagan seg- ir að laxabóndi einn, sem átti í erfið- leikum með að selja veiðileyfi í á sína vegna aflaleysis, hafí fengið þennan voðalega galdramann, „Toontje Tand“, til að koma — dag einn eftir vinnu og Toontje þessi Tand hafi síðan landað einum fimmtán löxum á tveimur tímum. Eftir það var bóndinn ekki í neinum vandræðum með að selja leyfin sín.“ Af lífí og sál “Þetta er glæsilegt", segir Þór- arinn með velþóknun eftir að hafa bragðað á rauðvíninu. Til viðbótar þessu sem stendur í vínlistanum, að það sé „talsvert þungt, mjög vandað vín, talsvert 1— kröftugt, frekar þurrt og passi vel með lambi, villibráð og nautakjöti", má bæta við að það hefur mikið eft- irbragð með keim af „tannini“, sem fer vel með rjúpunni. „Ég blanda yfirleitt aldrei saman villibráð í einni og sömu máltíðinni og hef aldrei skilið þegar menn fara á svokallað villibráðarhlaðborð að hrúga saman mörgum tegundum á diskinn í einu. Öðru máli gildir um blönduðu sjávarréttina sem við fengum áðan,“ segir Þórarinn og við erum sammála um að rjúpan njóti sín vel svona ein og sér. „En það er auðvitað allt önnur matargerðarlist á þessari rjúpu en hefðbundinni að- fangadagsrjúpu,“ bætir hann við og fer að segja mér hvernig hann með- höndli sína aðfangadagsrjúpu, sem er vitaskuld eftir kúnstarinnar regl- um svo sem við var að búast. Við víkjum talinu að bridsspila- mennsku, en Þórarinn var á árum LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1998 33 ÞAÐ fer vel um mann í limósín- unni, með kampavín, sjónvarp og allar græjur. DISKURINN með blönduðu sjávarréttunum var svo fallegur að sérstök ástæða þótti til að mynda hann sér, ásamt eðalvín- inu Chablis Premier Cru. Blandaðir sjávarréttir Smokkfiskur á bleksósu, hörpuskel á sítrónusósu, rækjur á anaissósu, humar á humarvinaigrettesósu krækhngur á rauðvínssósu. Hvítvínið Chablis Premier Cru „Monts de Milieu" árgerð 1995, Pierre André/Appellation Chablis premier Cru Contrólée. „Dásamlegt vín. Fullkomið með öllum skelfiski." áður ástríðufullur bridsspilai’i og landsliðsmaður í þeirri grein. Ég spyr hann út í spilamennskuna og af hverju hann hafi hætt keppni á há- tindi ferils síns? „Ég var stigahæstur íslenskra bridsspilara þegar ég hætti keppni fyrir allmörgum árum. Það má segja að það sama hafi gilt um spila- mennskuna og laxveiðamar. Ég sökkti mér niður í þetta af lífi og sál og það tók auðvitað stóran hiuta af mínum frítíma. A þessum árum var ég einhleypur og gat leyft mér svona lífsmáta, en eftir að ég stofnaði fjölskyldu ákvað ég að hætta. Ég vissi að annaðhvort spila- mennskan eða fjölskyldulífið myndi sitja á hakanum og ákvað að sinna frekar fjölskyld- unni. Það má heldur ekki gleyma þvi að tannlæknastarfið tekur sinn tíma og hefur auðvitað for- gang. Það er höfuðatriði að menn stundi starf sitt af lífi og sál og þannig hef ég reynt að stunda mitt lífsstarf. Auk þess lít ég á tannlækningar sem mjög skapandi starf, þótt sumir eigi ef til vill erfitt með að meðtaka það og sjái bara fyrir sér mann borandi í tennur. En það gildir það sama með starfið og áhugamálin, mér finnst ég ekki fá neina ánægju út úr hlutunum nema að ég fái að sökkva mér niður í þá.“ Sá stærsti? Diskurinn með Fantasíu-dessert- inum er ekki síður „augnakonfekt" en forréttadiskurinn með blönduðu sjávarréttunum. Þessi eftirréttur er afar gómsætur og Fonseca-dess- ertvínið rennur saman við hann eins og silki. Ég spyr laxveiðimanninn út í þann stærsta? „Hann var 27 pund og ég veiddi hann í Þverá í Borgarfirði. Eg man ekki nákvæmlega hvaða ár það var enda var þetta ekki eftirminnilegur lax í sjálfu sér. Þann eftirminnileg- asta veiddi ég í Kjarrá, ásamt Sig- mari Björnssyni. Við vorum að veiða á Gilsbakkaeyrum, í hyl sem heitir Ólafía. Vopnið var létt, níu feta stöng og rauð Francis númer átta. Þá sett- um við í stórlax og skiptumst á að þreyta hann og eftir fjögurra tíma viðureign tókst okkur loks að landa honum. Ég óð út í ána, sporðtók lax- inn og kom honum upp á bakkann, en jafnvel þar ætluðum við aldrei að hemja hann. Þetta var sá sterkasti fiskur sem ég hef komist í kynni við, 21 punda hrygna. Flugan hafði krækst ófan í tungubakið, og tungan var nánast rifin af eftir viðureignina og flugan hékk á tægjum. Það mun- aði sem sagt ekki nema millimetra að við misstum þessa kraftmiklu skepnu." - Og svo byrjar slagurinn aftur 10. júní. Hvert ferðu þá? „Ég byrja yfirleitt alltaf í Laxá í Kjós á opnunardeginum 10. júní. Nema í fyrra, þá var ég á Kolaskaga í Rússlandi og varð ekki mjög hrif- inn af aðstæðum þar og engu saman að jafna við það sem við þekkjum hér á landi. Arnar eru lygnar og skítugar og þarna gildir sú regla að veiða og sleppa. Ég setti í 40 punda lax í einni af þverám fljótsins Úmba, sem heitir Krivertz, en ég tel þann lax ekki með. Enda nefndi ég hann ekki einu sinni þegar þú spurðir áð- an um stærsta laxinn sem ég hef veitt.“ Það er liðið á kvöld og við erum sammála um að veitingahúsið Jónat- an Livingston Mávur hafi staðið und- ir öllum okkar væntingum enda hef- ur staðurinn fengið viðurkenningu sem einn af tíu bestu veitingastöðum í Evrópu með áherslu á fiskrétti og villibráð. Og ekki kvörtum við Þórar- inn yfir „trakteringunum" þetta kvöld. AUt hjálpaðist að til að gera þessa máltíð hina ánægjulegustu: Lipur þjónusta, framreiðsla réttanna með miklum ágætum og gott hráefni ásamt ljúffengum eðalvínum. Það er ekki hægt að biðja um meira. Og úti bíður limósínan til að aka okkur heim... Pop Secret örbylgjupoppleikurmn! Þaö er rosalega auövelt aö vera meö. Þú klippir flipa með strikamerkinu af einum Pop Seeret pakka, fyllir út þátttökuseöilinn hér fyrir neðan, og sendir inn fyrir 17. júní- stundvíslega. Þú mátt senda inn eins mörg svör og þú átt til af strikamerkjum af Pop Secret pökkum. Þannig eykur þú möguleika þína á aö hreppa stóra „Top Secret" vinninginn. Dregið veröur úr réttum lausnum 22. júní. Hvaö heitir nýjasta örbylgjupoppið á íslandi? Pop Secret Cop Secret Hop Secret Hvaö er í verðlaun? VW Polo vw skóió VW Hjóló Nafn: .................................................. Heimi,i:..................................-............. Póstfang: .............................................. Sími: .................................................. Utanáskrift: Pop Secret örbylgjupoppleikurinn, Pósthólf 4240, 124 Reykjavik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.