Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 42
 42 LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Vorí Vilnius „Það er margt sem bendir til þess að ekki vori einungis í skáldskap í Litháen. Þótt verið sé að byggja upp eftir langa kúgun og niðurlægingu og ekki allt kom- ið í eðlilegt horfer viðleitnin auðsœ. “ Vbrið er komið til Vilnius og byrjar á hátíðinni Vor skáld- skaparins en þá snýst allt um ljóðlist í þess- ari gömlu menningarborg og reyndar út um allt land. Erlend- um skáldum er boðið á hátíðina og setja á hana sterkan svip, en einnig litháísku skáldin sjálf því að þetta er fyrst og fremst þeirra hátíð. Það sem vakti ekki síst athygli mína var sá mikli áhugi á skáld- skap sem ég varð alls staðar vitni að, ekki síst á fomum og nýjum íslenskum skáldskap, en þar er í farar- VIÐHORF broddi Rasa ----- Ruseckiene, Eftir Jóhann kennari við Há- Hjálmarsson skólann í Vilni- us og forstöðu- maður íslensku deildarinnar þar, en hún er líka þýðandi íslenskra bókmennta. Islendingum er sérstaklega vel tekið í Litháen og njóta þeir stuðnings við sjálfstæði landsins, voru sem kunnugt er fyrstir er- lendra þjóða til að lýsa yfír stuðningi við frjálst Litháen. Þessu gleyma Litháar ekki og verða jafnvel hrærðir þegar þeir hitta Islendinga. Islendingurinn fer hjá sér. I mínum augum merkir þetta að jafnvel stjórn- málamenn geta gert gagn og eru ekki alltaf að skara eld að sinni köku og villa um fyrir fólki. Það er margt sem bendir til þess að ekki vori einungis í skáldskap í Litháen. Þótt verið sé að byggja upp eftir langa kúgun og niðurlægingu og ekki allt komið í eðilegt horf er við- leitnin auðsæ og til dæmis Vilni- us á góðri leið með að verða nú- tímaleg borg sem byggir á forn- um rótum. Borgin er fremur hreinleg, að minnsta kosti á yfir- borði. Trúarlíf er sterkt í Litháen og þjóðin er að yfirgnæfandi meiri- hluta kaþólsk. I Vilnius eru margar glæstar kirkjur og þær standa ekki tómar. Snemma á sunnudagsmorgni var dómkirkj- an troðfull af fólki, margir stóðu. Trúarþörf Vilniusbúa virtist samt alls ekki bundin við sunnu- dagsmorgna. Ein elsta kirkjan í Vilnius, frá sextándu öld, fór £ niðurníðslu á sovéttímanum, en nú er verið að endurreisa hana af kappi. Það er táknrænt. A göngu um borgina fer mað- ur ósjálfrátt að velta fyrir sér hvort hún minni á aðra borg eða borgir. Eitthvað er suðrænt við hana. Það er þó erfitt að finna ákveðna hliðstæðu. Götulíf er að vísu lifandi, markaðir og margir veitingastaðir, eins og í mörgum öðrum borgum. Gönguferð um gamla kirkju- garðinn minnir á að Pólverjar stjórnuðu hér lengi. A legstein- um eru mörg nöfn af pólskum uppruna. Þjóðskáld Pólverja, Adam Mickiewics, stundaði há- skólanám í Vilnius og það eru margar styttur af honum í land- inu. Þegar Mickiewics gekk í skóla í Vilnius var Litháen hluti Póllands. Ótrúlega margar þjóð- ir hafa farið með völd í Litháen. Það sem helst reynist ferða- manni erfitt er að fáir tala ensku þótt þeim fari fjölgandi, aftur á móti er nokkur þýskukunnátta og einhver frönskuþekking með- al menntamanna. A hóteli í mið- borginni sem Rithöfundasam- bandið útvegaði erlendum þátt- takendum ljóðahátíðarinnar voru þó engin tungumálavanda- mál að marki. Hótelið minnti nokkuð á sovéttímana hvað inn- réttingar varðaði, lyftan var til dæmis ekki meðfærileg. Það hlýnaði og hlýnaði í Vilni- us. I húsi Rithöfundasambands- ins varð æ hlýrra, fólkið sem maður hitti þar vinsamlegt og sumir slepptu fram af sér beisl- inu og dönsuðu ákaft í veitinga- staðnum í sama húsi sem kallast Samsærið. Enginn deildi í því húsi, þar ríkti „samsæri" bók- menntanna, menningarinnar gegn efnishyggjunni. Aðeins einn rithöfundur brosti ekki. Hann skrifar gamansögur og er alltaf jafn alvarlegur á svip. Sagt er að rithöfundarnir, tíð- ir gestir í Samsærinu, h'ti síðast dagsins Ijós og rökkur þar og Rithöfundasambandið taki oftast að sér útför þeirra. Einhverjir hafa verið iðnir við veigarnar, en ekki virtist slíkt koma að sök því að andrúmsloft hússins er þægi- legt. Snemma morguns sitja þrír erlendir rithöfundar saman við borð. Á borðinu eru jafnmörg há vatnsglös full af rauðvíni húss- ins. Þeir eru að fara í ferðalag út á land og ræða ferðina þegar varaformaður Rithöfundasam- bandsins og framkvæmdastjóri, skáldið Eugenijus Alisanka, kemur til að kynna ferðaáætlun dagsins. Það er m.a. hægt að komast í sauna undir lok ferðar- innar. Finnska skáldið, Lauiri Otonkoski, segir: „Það er ágætt, en ég kom ekki til Litháen til að fara í sauna.“ Skáldið írska Desmond O’Grady sem kom á Bókmennta- hátíð á íslandi og sagði að skáld væru brjálæðingar, annars væru þau ekki skáld, segir að Hem- ingway hafi ekki verið svo drykkfelldur, en aftur á móti Joyce. O’Grady hefur búið lengst í Suðurlöndum, einkum Grikklandi. Hann lýsir ástæð- unni: „Við Irar þurfum að kom- ast undan regnhlífinni. Ég lít jafnan í suðurátt en Seamus Heaney horfir norður.“ O’Grady veit allt um skáld- skap og hefur hitt alla. Hann biður fyrir kveðjur til vinar síns Thors Vilhjálmssonar sem hefur þýtt eftir hann ljóð og birt, aðal- lega í Lesbók, held ég. O’Grady hefur ekki séð þýðingarnar. Morguninn eftir að skáldkonan Ingeborg Bachmann dó í Róm ætluðu þeir O’Grady og Thor að hitta hana. Bachmann kom ekki, hafði sofnað út frá logandi sígar- ettu og það kviknaði í herberg- inu hennar og í henni. O’Grady sem nú er 63 ára segir að mikilvægt sé að pissa áður en lagt er af stað í ferðalag. Ég sé hann hraða sér niður langar tröppur Samsærisins. Þegar hann kemur aftur and- varpar hann: „Ég hafði ekki heppnina með mér. Ég verð að fara aftur.“ Eg ákæri líka HINN 1. maí sl. mátti lesa í Morgunblaðinu ein þau tilkomumestu skrif sem þar hafa sést nú um langa hríð. Und- ir fyrirsögninni „Ég ákæri“ flaumar slíkt stórfljót orða, að boða- fóll þess verða vart brúuð. Sá sem mundar pennann af sllkri snilld er enginn annar en fyrrverandi vinnufélagi minn Sverrir Her- mannsson. Fullur stolts, vil ég geta þess, að á milli okkar voru ekki nema nokkrar hæðir og einhver launa- þrep, þegar ég var starfsmaður Landsbankans hér í eina tíð. Sverrir hefur nú orðið svo fáheyrð- um umbreytingum að bráð, að nöðr- ur í hamskiptum blikna í nærveru hans. Og það er deginum ljósara að úlfar í sauðagærum geta á hverri stundu átt von á uppljóstrunum þeirrar frelsishetju sem nú prýðir hálsmál þau sem bankastjórinn stóð uppúr fyrir skemmstu. Óg það má með sanni segja, að fyrir tilstuðlan Jóhönnu Sigurðardóttur, sé Sverris tími nú loksins kominn. Þegar Sverrir nefnir það í byrjun greinar sinnar, að Finnur Ingólfsson hafi verið ráðgjafi Lindar hf. og af- reksmaður í því að rétta sinn hlut, flokks og félaga, fyrir kosningar (svo óbeint sé vitnað í greinina), þá er spurning hvort ekki hefði mátt tala um: ... samsekan glæpamann og slóttugan ráðgjafa fjárglæframanna Lindar- hf. Og þegar Sverrir talar um að téður Finnur hafi „... þótt best fallinn á Framsóknarvísu til að vera settur yfir viðskipta- og bankamál á íslandi. Þar hefir hann nú starfað í skjóli Sjálfstæðisflokksins við orðstír ... „ þá hefði mér þótt við hæfi að Sverrir hefði brúkaði beittari orð. Hann hefði getað talað um valda- klíku, einkavinavæðingu og spilling- arvernd, án þess að þau orð hefðu á nokkum hátt náð að rýra ágæti greinarinnar. Sverrir hefði getað orð- að það svo, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi á sínum tíma og sé enn þann dag í dag neyddur til að púkka uppá skítseiði eins og Finn Ingólfsson, til að eiga þess kost að vemda stóriax- ana sem svamla um í eldiskerjum Ihaldsins. Þegar Sverrir segir að tilgangurinn helgi meðalið hjá tíkarsonunum, þá er mér ekki ljóst hvert hann er að fara. Því ef menn verða kallaðir tíkarsynir fyrir að klína óþverra á útataða, fyrr- verandi þingmenn og ráðherra Sjálf- stæðisflokksins, þá era vandfundnir þeir sem ekki era af tíkum komnir. Þeir menn sem ata sig sjálfir auri, eru ekki þeir sem uppá skítahrúgunni eiga að standa og úthrópa fjöldann, fyrir það eitt að hafa ekki fylgst nóg- samlega með þegar drullubaðið fór úr böndunum. Nei, þarna eigum við vinnufélag- amir fyrrverandi, að hafa hugfóst varnaðarorð séra Hjálm- ars: „Sá ykkar sem synd- laus er, kasti fyrsta steininum." En þessi orð lét Hjálmar falla, til hjálpar siðspilltum vin- um sínum á Álþingi, þeg- ar nokkrir þingmenn vUdu fletta ofanaf bruðli og spillingu æðstu manna íslenskrar stjórn- sýsju. Á þeim stað er Sverrir ritar um að hann hafi rift lóðarsölusamningi, sem Finnur Ingólfsson hafi komið á til að hygla vini sínum íyrir stuðning £ kosningabaráttu, þá finnst mér að hann hefði nú getað getið þess að slik viðskipti hafi lengi tíðkast hjá islenskum stjómmála- mönnum. Lóðir hafa nefnilega, þó furðulegt megi virðast, lengi þótt ósýnilegir bitlingar. Þessu til stuðn- ings hefði Sverrir getað nefnt mý- mörg dæmi. Hann hefði með slíkum dæmum getað sýnt alþýðu Islands að það er engin tilviljun að bankaleynd þykir nauðsynlegt úrræði hjá þeim sem með völdin fara hér á landi. Og hann hefði getað opinberað þá stað- reynd, að það era eidd bara duttlung- ar fyrrverandi bankaráðsformanns og núverandi pólitisks andstæðings Sverris, að vilja fyrir alla muni hafa Með vísum sínum, hálf- kveðnum og heilsteypt- um, segir Kristján Hreinsson, hefur Sverri tekist að brjóta blað í sögu greinaritun- * ar á Islandi. það á hreinu, að almenningur fái ekki litið þann hroða sem doðrantar með skýrslum og bókhaldi stjómmála- flokkanna hafa að geyma. Með vísum sínum, hálfkveðnum og heilsteyptum, hefur Sverri tekist að brjóta blað í sögu greinaritunar á Is- landi. Því hann hefur nú flett ofanaf fjölmörgum, hingaðtil ósýnilegum sið- leysingjum og hann hefur fengið að brúka við þá iðju sýna, þann mesta fúkyrðaflaum sem sést hefur í ís- lensku ritmáli fram til þessa. Það verður vart annað sagt, en stíl- lega séð, verði grein Sverris að teljast hreinn og klár tímamótagjömingur. Sverrir veður á súðum og stráir hálf- kveðnum visum í allar áttir. Framrás orðafljótsins er með þeim hætti að ekki er það árennilegt, og það er hreint hættulegt þar sem hringiður myndast hjá þeim flúðum sem mannanöfnin skapa. Ekki er ógnin minni við iðuköstin sem svarra i námunda við bjargfastar ásakanir á hendur öllum sem mannanöfnin bera. Kristján Hreinsson Nýtt vinstri UMBREYTINGAR á flokkaskipan íslenskra stjómmála hafa verið til vaxandi umræðu undan- farin ár. Sú umræða hef- ur að mestu snúist um form og flokkadrætti vinstrimanna á þeirri öld sem nú er senn liðin. En stjómmál snúast hvorki um sagnfræði né form. Krafan um samein- ingu félagshyggjufólks er hvorid krafa um form- breytingu né leiðrétt- ingu sögulegra mistaka. Hún er krafa um nýtt afl er endurspegli stjórn- málaviðhorf nýrrar ald- ar. Sú krafa er ekki aðeins almenn á Islandi, heldur um allan heim, en hér verður breyting að verða á flokka- skipan svo krafan nái fram. Það stjórnmálaafl sem hvarvetna leiðir framsækin samfélög inní nýja öld er hið nýja vinstri. Nútímaleg stjómmála- hreyfing sem hafnað hefur kreddum gamla tímans, en tileinkað sér það besta sem 20. öldin ól af sér. Hið nýja vinstri er frjálslynt stjómmálaafl, víðsýnt og umburðarlynt. Þar rúmast ekki aðeins ólíkar skoðanir, heldur era þær og þar með hin lýðræðislega umræða forsenda fyrir vexti og viðgangi hennar. Hún er hreyfing almanna- hagsmuna er hafnar sérhagsmunum. Al- mannahagsmuni telur hún best tryggða með þvi að varðveita og efla það velferðarkerfi sem gamla öldin skóp, því öflugt heilbrigðis- og menntakerfi er forsenda þess að al- mannahagsmunir ríki. En á hinn Helgi Hjörvar Þrátt fyrir heiðursmannasam- komulag sem bannar netaveiðar í fljóti því sem Sverrir leiðir okkur að, er varla að finna þann blett sem ekki er girtur netum, þó er með möskva- stærðinni reynt að komast hjá smá- fiskadrápi. í stað þess að tefla á tæpasta vaðið, er lesandanum íyrir bestu, að rýna í dýpstu hylina, hylina sem hingaðtil hafa verið ætluð friðuðum stofni stór- laxa. Nú virðast það samantekin ráð þeirra er íyrir oddi Sverris hafa orð- ið, að hundsa árásimar og gera mála- tilbúnað hans að engu. Það era e.t.v. skiljanlegir varnarieikir, og það ber líklega vott um herkænsku, þegar lát- ið er í það skína að blóraböggullinn sé vitskertur. Svo er það kannski viðeig- andi hjá þeim sem hvað harðast era sakaðir um ærameiðingar, svívirði- legt ráðabragg, upplognar sakir, yfir- hylmingar og tilraunir til mannorðs- þjófnaðar, að láta slíkt sem vind um eyru þjóta. Allt er þetta ráðabragg þagnarinn- ar ágætt til sins brúks og eflaust hæf- ir þögnin vel þeim mönnum sem gasprað hafa linnulaust og logið án afláts um árabil. En varla getur sam- félag siðaðra manna þagað með þeim sem svo þungum sökum era bornir, jafnvel þó dómur verði ekki upp kveð- inn með greinaskrifum einum saman. Af þessum sökum hiýtur fólk að taka undir með Sverri þegar hann segist ætla að fylgja ásökunum sínum eftir af fullum þunga. Þær hálfkveðnu visur sem nú hafa fengið vængi, munu vafalítið verða botnaðar af þeirri snilli sem fyrripörtunum kom á flug. Það er fengur í slíkri himnasend- ingu sem Sverrir er, ekki síst á dög- um siðvæðingar og upprætingar óþverralýðsins. Og þegar skörangur- inn Sverrir Hermannsson er genginn í lið með lítilmagnanum og meðal- mennunum, sem ryðja vilja úr vegi þeim spfllingarmúram sem handhafar valdsins hafa reist um hagsmuni sína og sinna, þá geta menn séð að sagan um kraftaveridn er enginn uppspuni. Það að Sverrir segi sig úr sam- bandi fláráðra eiginhagsmunapotara, er ágæt búbót útaf íyrir sig. Og það má eflaust kalla það ávinning, að Sverrir skuli reyna að hvítþvo sál sína af ásökunum um rangindi, um leið og hann opinberar þaulskipulagða glæpastarfsemi, fyrrverandi með- bræðra. Eins hlýtur það að teljast Sverri til tekna, sem hin ágætasta innborgun í umræðuna, þegar hann skellir skuldinni á Finn Ingólfsson og segja hann eiga við óheilindi og aðra siðferðiskrankleika að stríða. En þeg- ar Sverrir reynir að setja sig á bekk með Jóni Hreggviðssyni og hyggst kveða Pontusrímur eldri með snæra- þjófi og fangelsaðri skáldsagnarper- sónu, þá er einum of langt gengið. Ekki ætla ég að efast um heilindi Sverris í þeim skrifum sem hann er nú orðinn frægur fyrir. Því til frekari undirstrikunar, skal það hér með op- inberað, að í huga þess sem þetta skrifar, verður 1. maí, héðanifrá bar- áttudagur Sverris Hermannssonar, þjóðlegur baráttudagur þeirra sem segja spillingu stríð á hendur. Höfundur er skáld. Hið nýja vinstri er frjálslynt stjórn- málaafl, segir Helgi Hjörvar, viðsýnt og umburðarlynt. bóginn treystir hún almannahags- muni með því að leggja áherslu á al- menn skilyrði fyrir alla borgara til að nýta framkvæði sitt í samfélagi val- frelsis og jafnra tækifæra. En um leið og velferðin og virkjun frum- kvæðis tryggja almannahag eru þau kröftugustu aflvélar hagvaxtar og skila því mestum árangri í sam- keppni þjóðanna. Hið nýja vinstri hefur þannig af- vopnað hagsmunaflokka forréttinda- stétta fyrri alda og eftirlætur þeim ekki annað hlutskipti en sérhags- munagæslu og afturhald. Það vekur skelfingu foringja þeirra og vanmátt- uga reiði yfir því að tilheyra senn lið- inni öld. Höfundur er borgarfulltrúi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.