Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Golli NÝSTÚDENTAR Pjölbrautaskólans í Garðabæ. Brautskráning frá Fj ölbr autaskólanum í Garðabæ BRAUTSKRÁNING nemenda frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ fór fram 30. maí. Brautskráðir voru 46 nemendur frá Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ, 41 stúdent og fimm nemendur með próf af styttri brautum. Athöfnin fór fram f Vídalínskirkju. Jóhanna Guðrún Guðmunds- dóttir var dúx skólans. Hún náði frábærum árangri á stúdents- prófi með ágætiseinkunn í 57 námsáfóngum. Þórey Edda Elís- dóttir lauk flestum námseining- um, alls 199. Báðar hlutu þær ásamt mörgum öðrum nemend- um viðurkenningar fyrir góðan árangur í ýmsum greinum. Þorsteinn Þorsteinsson skóla- meistari flutti ávarp við athöfn- ina. Hann ræddi um skólastarfið og framtíðarhlutverk skólans. Hann þakkaði velvilja sveitar- stjórna Garðabæjar og Bessa- staðahrepps og menntamálaráðu- neytis í orði og á borði. Fjöl- brautaskólinn flutti í nýtt hús- næði við Skólabraut í haust. Bún- aður skólans er mjög vandaður, t.a.m. er tölvubúnaðurinn ein- hver sá besti sem völ er á. Skóla- meistari sagði þetta styrkja skól- ann í þeim ásetningi sínum að verða virkt afl í menningarlífi sveitarfélaganna. Bæjarstjóri Garðabæjar, Ingi- mundur Sigurpálsson, flutti ávarp við athöfnina og Þórður Ingason, formaður skólanefndar, flutti nemendum hvatningu. Marta María Skúladóttir talaði fyrir hönd 10 ára stúdenta og Sigrún Kapítóla Guðrúnardóttir hélt ræðu fyrir hönd nýstúdenta. Skóli fyrir atvinnulausa á Sauðárkróki Stefnir í að flestir þátttak- endur fái vinnu SKÓLA Menningar- og fræðslu- sambands alþýðu fyrir atvinnu- lausa á Sauðárkróki var slitið fimmtudaginn 4. júní. Þrettán nemendur sóttu skólann sem starfaði í 11 vikur. Þrír þátttak- endur hafa þegar hafið störf í at- vinnulífinu og nokkrir til viðbótar eru komnir með vilyrði fyrir vinnu. Að sögn Önnu Dóru Ant- onsdóttur, sem hefur haft umsjón með þessari önn MFA-skólans eins og hann er kallaður, stefnir í að flestir þátttakendur fái at- vinnu. „Þetta starf er gífurlega mikilvægt,“ segir Anna Dóra. Hún segir gildi skólans ekki síst felast í því að opna augu fólks fyr- ir því hve menntun er mikilvæg og fólk sé yfirleitt hissa á því þeg- ar til kastanna kemur hve auðvelt og skemmtilegt það er að setjast aftur á skólabekk. Við skólaslitin fengu þátttak- endur meðmælabréf en í skólan- um eru ekki próf með hefðbundnu sniði. Starfið er byggt upp í lot- um þar sem farið er yfir ákveðið svið. Skólastarfið hófst á sjálf- styrkingu. Þar næst var farið í námstækni og framsögn. Þá komu kjamagreinar á borð við ís- lensku, ensku og stærðfræði og að því loknu var tölvukennsla. Skólanum lauk svo á samfélags- fræði og hagnýtri leiðsögn um vinnumarkaðinn. Þar á meðal var farið í gerð atvinnuumsókna. Kvennaráðgjöfin Ókeypis lösfræöi- og félagsráögjöf fyrir konur á þriöjudagskvöldum kl. 20.00-22.00 og á fimmtudögum kl. 14.00-16.00. Meðlag er framfærslueyrir en ekki afnotagjald. Leitið upplýsingar hjá Kvennaráðgjöfinni Hlaövarpinn, Vesturgata 3, sími 552 1500. ____________________________________________________J FRÉTTIR 68 nemendur brautskráð- ir úr Kvennaskólanum Morgunblaðið/Porkell NÝSTÚDENTAR Kvennaskólans setja upp stúdentshúfuna. KVENNASKÓLANUM í Reykja- vík var slitið í 124. sinn við hátíð- lega athöfn í Fríkirkjunni 29. maí síðastliðinn. Brautskráðir vom 68 stúdentar af þremur brautum, 25 af félagsfræðibraut, 26 af náttúm- fræðibraut og 17 af nýmálabraut. Bestum árangri á stúdentsprófi náði Bergrún Anna Óladóttir en hún útskrifaðist með 8,85 í lokaein- kunn af náttúrufræðibraut. Næst- hæst varð Kristín Jóhannsdóttir með 8,82 af náttúmfræðibraut. Bestum árangri á félagsfræði- braut, 8,32, náði Matthildur Jóns- dóttir en efst á nýmálabraut var Þórdís Edda Guðjónsdóttir með 8,29. Margar viðurkenningar vora veittar fyrir góðan námsárangur í einstökum greinum. Þar á meðal var Stúdentspenninn svokallaði, en þau verðlaun eru veitt úr Verð- launasjóði dr. Guðrúnar P. Helga- dóttur, fyrrverandi skólastjóra, fyrir bestu stúdentsprófsritgerð- ina. Þetta er ein metnaðarfyllsta námsgrein skólans þar sem gerðar eru skýlausar kröfur um vinnu- brögð á háskólastigi. Dröfn Ósk Snorradóttir hlaut sérstaka viður- kenningu fyrir góða úrvinnslu á fmmlegu efni í stúdentsprófsrit- gerð sinni. I skólaslitaræðu gerði skóla- meistari einkum að umtalsefni ný- mæli í fyrirkomulagi vélritunar og tölvukennslu, áhrif nýiTar löggjaf- ar og námsskrár á innra skipulag skóla, skólanámsskrá, sjálfsmat og þróunarstörf. Skólinn hefur nýver- ið fengið styrk til samvinnuverk- efna með Fjölbrautaskólanum í Ar- múla og Menntaskólanum við Sund. Gert er ráð fyrir samvinnu um margmiðlun og málfræði- kennslu á vefnum, kennaraskipti og nokkur smærri rannsóknar- verkefni, t.d. um brottfall nem- enda. Auk skólameistara komu fram fulltrúar afmælisárganga og fluttu skólanum kveðjur, árnaðaróskir og gjafir. Magnús Magnússon flutti ávarp fyrir hönd nýstúdenta, Þór- unn Reykdal fyrir hönd 30 ára út- skriftarárgangs og Aslaug Frið- riksdóttir fyrir hönd 60 ára út- skriftarárgangs. Morgunblaðið/Jón Svavarsson NÝÚTSKRIFAÐIR verslunarfræðingar settu upp bláan borða í stað húfu. F.v.: Þórunn Kristín Snorradóttir, en hún átti heiðurinn að gerð borðanna, Stefán Aðalsteinsson, Ingibjörg Bjarnadóttir og Emil Hreiðar Björnsson. Skólaslit Borgarholtsskóla Brautryðjandastarf unnið á mörgum námsbrautum skólans BORGARHOLTSSKÓLA var slitið í annað sinn laugardaginn 30. maí síðastliðinn. Athöfnin fór fram í bfiasal og lék skóla- hljómsveit Mosfellsbæjar þegar gestir gengu inn í salinn og á milli atriða. Útskriftarnemendur voru 74 talsins; 4 af fjölmenntabraut, 3 blikksmiðir, 8 bifreiðasmiðir, 23 bifvélavirkjar, 4 félagsliðar, 6 pípulagningamenn, 2 í rafsuðu, 2 rennismiðir, 1 stálvirkjasmið- ur, 4 verslunarfræðingar og 17 vélsmiðir. I máli aðstoðarskóla- meistara, Lárusar H. Bjarnason- ar, kom fram að um 480 nem- endur voru í skólanum síðastlið- inn vetur auk 90 kvöldskóla- nema. Hann fjallaði um það brautryðjandastarf sem unnið er á mörgum námsbrautum skól- ans. Annars vegar er um að ræða nám sem ekki hefur verið í boði áður, t.d. félagsþjónustu- braut sem útskrifar í fyrsta sinn félagsliða og verslunarbraut sem útskrifar nú verslunarfræð- inga. Hins vegar eru í þróun ný- ir kennsluhættir í námi sem unn- ið hefur sér sess innan fram- haldsskólans, t.d. lotufyrirkomu- lag í bfliðngreinum. Áhyggjuefni hve margir nem- endur hverfa frá námi Aðstoðarskólameistari rakti einnig helstu viðburði skólaárs- ins og nefndi m.a. að það væri áhyggjuefni hve margir nem- endur heltust úr lestinni. I því sambandi benti hann á að hvert verk sem vinna ætti vel, hvort sem væri í námi eða vinnu, krefðist sjálfsaga og virðingar fyrir viðfangsefninu. I ávarpi sínu hvatti skóla- meistari, Eygló Eyjólfsdóttir, nýútskrifaða nemendur til að leita svara við spurningum í verkum Halldórs Laxness. Hún benti bæði á persónur í bókum hans sem vinna sigra í glímunni við að vera manneskja og aðrar sem fyrirlíta sjálfa sig og aðra. Hún minnti á að Borgarholts- skóli hefði hugtakið siðmennt í einkunnarorðum sinum og leit- aðist við að vinna að mannrækt og siðvæðingu. Að loknu stuttu ávarpi nýút- skrifaðs nemenda, Dómalds Leós Burknasonar, kvaddi skólameistari starfsfólk og gesti og sleit Borgarholtsskóla í ann- að sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.