Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Jarðskjálftar vekja óhug íbúa Hveragerðisbæjar Hveragerði. Morgunblaðið. HRINA jarðskjálfta, sem staðið hefur nú í þrjá daga, náði hámarki á tíunda tímanum á fimmtudags- kvöldið þegar jarðskjálfti er mæld- ist 5,3 á Richter reið yfir. Jarð- skjálftarnir undanfarið hafa sem fyrr átt upptök sín á Hellisheiði, nálægt Litla-Skarðsmýrarfjalli og það eru íbúar í Hveragerði sem mest verða varir við skjálftana. Almennt voru íbúar slegnir óhug við stóra skjálftann og marg- ir höfðu á orði að nú væri nóg komið, þessi látlausi titringur væri orðinn þreytandi og tæki á taug- arnar. Margir minni skjálftar höfðu komið fyrr á fimmtudaginn og meðal annars einn sem mældist 4,6 á Richter um klukkan 19. Flestum fannst nóg um þann kipp og því kom stóri skjálftinn meir á óvart en ella. Síðar um kvöldið mældust fjölmargir skjálftar og margir vel finnanlegir. Rafmagn fór tvisvar af Hveragerðisbæ um kvöldið í kjölfar tveggja stærstu skjálftanna, en fljótlega kom það þó aftur. Nokkuð var um að lausir munir, styttur, myndir og annað þvíumlíkt dyttu niður og brotnuðu og víða voru glerbrot á gólfum. Sjónvarpstækið þeyttist út á gólf Bömum þeirra Sveins Skúlason- ar og Helgu Hjartardóttur brá heldur betur í brún þegar sjón- varpið, sem þau voru að horfa á þegar skjálftinn reið yfir, hentist útaf borðinu sem það stóð á og á hvolf niður á gólf. „Það er greini- legt að aflið hefur verið óvenju mikið því þetta er í fyrsta sinn sem eitthvað hreyfist úr stað hér,“ sagði Sveinn. Tilfinnanlegt tjón í gróðrarstöð í gróðrarstöðinni Álfafelli varð þónokkurt tjón þegar mörg stór ljós sem notuð eru til að lýsa rósir duttu niður. Hvert ljós vegur um það bil 10 kíló þannig að það má telja mildi að enginn var í húsinu þegar skjálftinn reið yfir. Enn er ekki ljóst hve mikið tjónið er en það er tilfinnaplegt. Ekkert gler virðist hafa brotnað í gróðurhús- um í bænumog hús og aðrar bygg- ingar hafa ekki skemmst. Mikilvægt að fólk kunni rétt viðbrögð Almannavamanefnd Hvera- gerðisbæjar var strax kölluð sam- Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir MIKINN kraft þarf til að sjónvarp detti niður á gólf. Sveinn Skúlason skoðar hér verksummerkin ásamt Jóhönnu dóttur sinni. HJÁ Helgu Björnsdóttur í Hveragerði hrundu munir úr hillum og brotnuðu. an og vann hún samkvæmt fyrir- fram ákveðnu skipulagi ásamt því að vera í stöðugu sambandi við Veðurstofu íslands. Einar Mathiesen, bæjarstjóri, sagði mik- ilvægt að íbúar kynntu sér vel leið- beiningamar um viðbrögð við jarð- skjálftum sem er að finna í síma- skránni en einnig í bæklingi sem árlega er dreift í öll hús bæjarins. Almannavarnánefhd kallaði út starfsmenn í áhaldahúsi bæjarins til að huga að veitukerfum og einnig var. Hjálparsveit skáta í við- bragðsstöðu. Það er greinilegt á atburðum síðustu daga að skjálftahrinunni sem hófst vorið 1994 er síður en svo lokið. íbúar Hveragerðis taka þessum páttúruhamförum með ró þó að víða heyrist nú þær raddir að nú sé þetta að verða gott og fólk myndi gjaman vilja fá frið fyrir látunum. Morgunblaðið/Ásdís 200 þúsund króna tjón í gróðrarstöð SIGURÐUR G. Jónsson rekur gróðrarstöð á Álfafelli skammt fyrir ofan Hveragerði og skemmdust bæði blóm hjá honum og búnaður þegar stærsti jarð- skjálftinn gekk yfir á fímmtu- dagskvöld. Þegar blaðamann og ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði um miðjan dag í gær var hann í óða önn að ganga frá eftir jarðhræringarnar í fyrrakvöld. Fjöldi ljósa hmndi niður í einu gróðurhúsinu og nemur ijón Sig- urðar um 200.000 króna. Athygli vakti að aðeins hmndi ein röð ljósa líkt og að höggbylgjan hefði skorið gróðurhúsið endilangt fram að miðju. Sigurður hefur rekið gróðrarstöðina í þijú ár. Hér heldur hann á einu ljósanna, sem hrundu niður, en hvert þeirra vegur rúmlega 10 kg. Áttu ekki von á svo stórum skjálfta Morgunblaðið/Ásdís „VIÐ bjuggumst ekki við svo sterkum skjálfta," sagði Guðmundur Baldursson, bæjartæknifræðingur og varaformaður almannavarna, sem bendir hér á upptök stóra skjálftans á fimmtudagskvöldið. Þeir höfðu í nógu að snúast hjá Almannavömum ríkisins í Hveragerði á fimmtudags- kvöldið og aðfaranótt föstu- dags á meðan á mestu skjálftahrinunni stóð. Ekki var hins vegar búist við svo sterkum eftirskjálfta sem kom um hálftíuleytið um kvöldið. „Við töldum ekki ástæðu tO að fara í sérstaka við- bragðsstöðu eftir íyrri skjálftann sem varð upp úr klukkan 7 um kvöldið,“ sagði Guðmundur Baldursson, bæjartæknifræðingur og varaformaður Almanna- varnanefndar Hveragerðis, í gær. „Rafmagnið hélst inni og ekki bárust neinar upp- lýsingar um skemmdir í bænum. Síð- an kemur þessi skjálfti klukkan 21.37. Hann var virkilega ónotaleg- ur. Ég var þá staddur heima hjá mér og það hrundu glös úr hillum og styttur féllu í gólfið og brotnuðu." Guðmundur sagði að þegar hefði verið haft samband við Almanna- varnir ríkisins og síðan hefði staðar- nefndin á svæðinu hist og hjálpar- sveitin verið kölluð út. „Einnig voru kallaðir út starfs- menn áhaldahúss og könnuðu þeir veitukerfi staðarins sem reyndist vera í lagi,“ sagði hann. „Sam- kvæmt okkar heimildum hefur að- eins orðið óverulegt tjón og þá kannski mest í garðyrkjustöðvum hér ofar í bænum. Ég vil taka fram að skipulag almannavarna í Hvera- gerði gekk upp við þessar aðstæð- ur.“ Skjálftavirknin á Hellisheiði fer mjög minnkandi eftir að hafa staðið yfír frá miðvikudegi Hrimiimi ekki endilega lokið JARÐSKJÁLFTAVIRKNIN sem verið hef- ur á Hellisheiði frá því á miðvikudag hefur farið heldur minnkandi og í gær og fyrrinótt voru engir skjálftar yfir þremur stigum á Richter-kvarða. Steinunn Jakobsdóttir, jarð- eðlisfræðingur á jarðeðlissviði Veðurstofu ís- lands, taldi þó óvarlegt að slá því föstu að hrinan væri að fullu gengin yfir en það væri engu að síður líklegt. Snemma í gærmorgun urðu nokkrir skjálft- ar, t.d. kl. 5.40 þegar mældist 3,6 stiga skjálfti við vesturbakka Olfusár og kl. 6.31 varð 3,1 stiga skjálfti á Hellisheiði. Sagði Steinunn Jakobsdóttir aðra skjálfta mun minni en ein- staka skjálftar hefðu verið allt að þrir að styrkleika. Hún sagði virknina ná allt frá Hengli og suður að Ölfusárósum. Hún sagði titring hafa verið nokkuð samfelldan ef litið væri til minnstu hreyfinganna en allt hefði verið orðið rólegra í gærdag en var um nótt- ina. „Það er samt of snemmt að fara að slá þessa hrinu af því að enn eru að koma hrinur með meiri virkni og svo er ekki vitað hvað gerist í framhaldinu, hvort eitthvað gæti farið að skjálfa til dæmis vestar. Þegar spenna losnar á einum stað getur hún hæglega aukist á öðrum og hugsanlega komið fram síðar,“ sagði hún. Steinunn sagði ástæðu skjálftanna þá að spenna hefði hlaðist upp í jarðlögum á um 5 km dýpi og losnaði um hana með þessum skjálftum. Hún sagði hrinuna hafa í raun staðið allt frá árinu 1994 og væri hún að ýmsu leyti svipuð þeirri sem stóð árin 1953 til 1955. Fannst það sniðugt í sumarbúðum skáta við Ulfljótsvatn dvelja um þessar mundir 30 böm og segir Helgi Jónsson forstöðumaður að jarðskjálftinn hafi farið vel í þau. „Þeim fannst þetta bara snið- ugt og er allt í besta lagi hjá okkur,“ sagði hann. Börnin undu sér við leiki og föndur þeg- ar skjálftinn reið yfir og sagði hann alla hafa fundið hann vel. „Við skýrðum út fyrir þeim hvað um var að vera, þetta væru jarðhræring- ar og jörðin ætti það til að láta þannig vita af sér stundum. Við vorum síðan í sambandi við Veðurstofuna og fóram yfir skipulag og við- brögð við því að koma öllum á rétta staði," sagði Helgi ennfremur. Helgi sagði húsin að Úlfljótsvatni vel byggð, traust og góð timburhús á steyptum kjöllurum og sagði hann minni skjálftana ekki hafa fundist, t.d. þann sem kom um kl. 23 á fimmtudagskvöld og ekki hefði orðið vart skjálftanna í gærmorgun. Hann sagði nokkuð um að foreldrar hefðu hringt í fyrrakvöld og þeir verið sannfærðir um að allt væri í lagi á staðnum og börnin hin rólegustu. Var á útleið Páll Lýðsson, bóndi á Litlu-Sandvík, skammt frá Selfossi, sagði tveggja hæða íbúð- arhúsið, sem er úr steini, hafa ruggað dálítið, myndir ruggað á veggjum en bækur ekki hreyfst enda þeim vel troðið í hillur. „Ég var eiginlega kominn á útleið þegar kippurinn fjaraði út og það gerir maður nú ekki venju- lega og svo gætti ég þess að hafa allar hurðir opnar í nótt og vaknaði við heilmikið rugg um sexleytið,“ sagði Páll í samtali við Morgun- blaðið í gær. Hann kvaðst ekki hafa frétt af neinum skemmdum í sinni sveit og skjálftinn hefði ekki haft áhrif á skepnur. Hjá lögreglu á Selfossi fengust þær upplýs- ingar að þar og í Þorlákshöfn hefði verið fremur rólegt, ekki væri vitað um skemmdir en smáhlutir hefðu þó eitthvað hreyfst til á veggjum og blómavasar oltið um koll. Steinunn Jakobsdóttir sagði að viðbrögð fólks við jarðskjálftum ættu m.a. að vera þau að gæta þess að þungir hlutir gætu ekki oltið um og á fólk, hafa ekkert þungt á veggjum nálægt rúmum og gæta að frágangi eiturefna eða annars slíks sem menn hefðu e.t.v. undir höndum, Hún sagði að væru hús byggð eftir stöðlum ætti ekki að vera fyrir hendi nein hætta en betra væri að vera nálægt burðar- veggjum en hlöðnum veggjum. A jarðeðlissviði Veðurstofu íslands starfa 10 jarðfræðingar og jarðeðlisfræðingar. Þeir eru alla jafna ekki á bakvöktum nema þegar skjálftahrinur ríða yfir eins og verið hefur síð- ustu daga. Hún segir Hengilssvæðið vel þakið með jarðskjálftamælum, þar og á Reykjanesi sé mælanetið einna þéttast. , { I | 1 , I I í \ I i l t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.