Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1998 51 I I I I j j I I í 4 4 4 I 4 4 4 4 d 4 4 4 4 4 H ara hugleiðinga minna hollvin minn, en raunar var hann meira, hann var líklega sá maður mér óskyldur sem mest og best reyndist mér á lífsleiðinni þegar mér reið mest á. Um mig léku andsnúnir stormar uppgjafar og vonleysis, þetta hugsa ég að Kristinn hafi skynjað þó hann hefði ekki orð á. Fyrir þá hjálp sem hann veitti mér fyrir tuttugu árum, get ég aldrei að fullu þakkað, sú hjálp breytti lífí mínu og gaf því tilgang og öryggi með nýjum viðhorfum og gildis- mati. Margir minnast hans nú og sakna á skilnaðarstund, en eins og sólaruppkoman lýsir upp og litar heiðríkan austurhimininn, þá mun minningin um góðan mann og heil- steyptan, varpa birtu í hugskot okkar sem eftir stöndum. Kæra Brynhildur, sárust er þó sorg þín og tregi, svo stór er þinn missir. Megi algóður Guð sem alla vegi varðar, gefa þér, börnunum þínum, tengdabörnum, barnabörn- um, ættingjum og vinum huggun og styrk í ykkar miklu sorg. Drottinn blessi minningu Kristins Júlíusson- ar. Árni Valdimarsson. Mínar sælustu æskuminningar tengjast afa og ömmu, jólaboðun- um hjá þeim og ófáum sunnudags- heimsóknum, sem alltaf fylltu mann mikilli tilhlökkun. Við systk- inin fórum til þeirra á sumrin þeg- ar við vorum börn og dvöldum hjá þeim í góðu yfirlæti, fáeina daga í senn. Afí var rólyndismaður og til baka en einnig gamansamur og stundum átti hann það til að syngja nokkur lög við matarborðið, en það bannaði amma honum, því henni fannst það ekki nógu góðir mannasiðir. Afí og amma eru það fólk sem ég hef alltaf litið hvað mest upp til, sökum gáfna þeirra og gæsku, með þeim leið manni alltaf vel og eru þau örugg- lega það örlátasta fólk sem ég hef nokkru sinni kynnst. Afi var ákaf- lega greindur maður og mikill ætt- fræðingur og um leið og hann frétti af því að ég væri búin að eignast nýja vini eða vinkonur, spurði hann hvaðan þau væru ættuð og hvað þau hétu og vissi þá óðara einhver deili á þeim. Þau hjónin sýndu því sem ég tók mér fyrir hendur áhuga og afí spurði um það hvernig gengi í skólanum eða í vinnunni og gladd- ist þegar vel gekk. Þeim fannst það spennandi fyrir mína hönd þegar ég dreif mig til Parísar í hálft ár sem aupair-stúlka og í málaskóla. Voru þau ánægð með það hvað ég var dugleg að skoða mig um þar í borg. Þangað skrifaði afi mér nokkur falleg bréf. Áður en ég hélt út var ég að líta yf- ir frönsku, óreglulegu sagnirnar í ýmsum tíðum, það var ekki að því að spyrja að afí þuldi þær allar upp, en hann mundi þær síðan hann var ungur maður í menntaskóla. Afí var hress fram eftir öllu og keyrði Vol- vo-inn sinn til Reykjavíkur þegar þau áttu erindi í bæinn. Eitt það sem fær mig alltaf til að hugsa um afa er ilmandi píputó- bakslykt, því pípu reykti hann í mörg ár en lét síðan af þeim ósið. En lyktin minnir mig alltaf á hann. Hann var ætíð snyrtilegur til fara og minnist ég þess ekki að hafa séð hann öðruvísi en í jakkafötum með hárið greitt aftur og með góðlátlegt bros á vör. Guð gefi þér styrk, elsku amma mín. Blessuð sé minning afa. Kristín Konráðsdóttir. Með þessum orðum vil ég minn- ast afa míns og nafna sem lést síð- astliðinn laugardag. Við afí áttum eitt sameiginlegt áhugamál sem var skákin, en afí var alla tíð mjög sterkur skákmaður. Þó að mikill munur væri á getu okkar í þeirri ágætu íþrótt þá höfðum við alltaf mjög gaman af því að taka skák þegar við hittumst. Fyrsta skák okkar er bæði mér og öðrum í fjöl- skyldunni minnisstæð. Var þetta fyrir um tuttugu árum og ég nýbú- inn að læra mannganginn. Þrátt fyrir litla reynslu þóttist ég fær í flestan sjó og hugðist máta afa. Það þarf ekki að orðlengja það að skák- in varð hvorki löng né spennandi. Reiður mjög og sár rauk ég frá borðinu og lokaði að mér inni í næsta herbergi. Mamma fór á eftir mér og reyndi að koma mér í skiln- ing um, að ekki væri nein skömm að því að tapa. Fyrst um sinn róað- ist ég lítið, enda þoldi ég þá, og í raun enn í dag, mjög illa að tapa. Nokkru síðar tókst mömmu þó að róa mig og fá mig til að sættast við afa og lýsti ég því þá yfir, að það væri ekki nema von að ég hefði tap- að fyrir afa, því hann væri heims- meistari! Þegar ég komst til vits og ára voru átök okkar við skákborðið ekki eins tilþrifamikil eins og að framan var lýst, en þó lögðu við okkur ávallt alla fram. Það er gam- an til þess að hugsa að nánast allar heimsóknir mínar síðustu árin til afa og ömmu gengu eins fyrir sig. Ég og Valla komum með rútunni á Selfoss fyrir hádegið og fengum dýrindis mat í hádeginu hjá ömmu.' Upp úr hálftvö fórum við nafnamir að tvístíga og gerðum svo þar til annar stakk upp á því að taka skák. Settumst við þá niður við borð- stofuborðið og hugsaði ég alltaf með mér, að það væri réttast að taka því rólega í fyrstu skákinni, þar sem ekki væri neitt gaman að fara illa með gamla manninn. Þegar ég skömmu síðar virti fyrir mér rjúkandi rústir stöðu minnar hugs- aði ég með mér að það væri greini- lega enn óhætt að taka örlítið á afa. Eftir tap í fyrstu tveimur skákun- um var ég kominn með nokkur ein- kenni unga drengsins sem forðum tapaði fyrir heimsmeistaranum og eftir það var barist af fullri hörku þó að langoftast yrðu úrslitin á sömu lund og í fyrstu skákunum tveimur. Annað áttum við afí sameiginlegt undir það síðasta og það var lög- fræðimenntunin. Á meðan ég var í lagadeildinni fylgdist afí vel með framvindu mála og ég gaf honum alltaf skýrslu um leið og niðurstaða prófa lá fyrir. Hann gaf mér á námstímanum bækur tengdar lög- fræði og Úlfljót og Tímarit lög- fræðinga skorti mig aldrei. Þrátt fyrir þessa athygli afa fann ég aldrei fyrir neinni pressu frá hon- um. Ef miður gekk stappaði hann í mig stálinu á sinn hógværa hátt, en ef vel gekk fékk ég hrós á sama hátt. Þegar ég útskrifaðist á síðasta ári fékk ég að gjöf frá honum og ömmu forláta eintak af Jónsbók hinni fomu, prentað 1858 og áritað af honum sjálfum. Þessarar bókar mun ég hér eftir gæta eins og sjá- aldurs auga míns. Elsku afí. Þar sem andlát þitt bar svo brátt að náðum við ekki að kveðjast á þann hátt sem ég hefði viljað. Ég verð því að sinni að láta við það sitja, að þakka þér á þennan hátt fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman og um leið biðja góðan guð að gefa ömmu styrk í sorg sinni. Kristinn. Að loknum sumarsíldveiðum 1963 átti ég erindi í útibú Lands- bankans á Eskifírði. Ég hafði þetta ár verið háseti á Gunnari SU 139 frá Reyðarfirði og þénað vel. Með- an ég stóð þarna við bað Kristinn Júlíusson útibússtjóri mig um að tala við sig áður en ég færi. Mér datt helst í hug að nú hefði ég eitt- hvað misstigið mig við tékkaútgáfu, annað kom ekki upp í hugann með hvaða erindi Kristinn Júlíusson ætti við mig. Fram að þessu hafði það verið ég sem hafði falast eftir viðtali við Kinstin. Þau voru mörg viðtölin sem ég átti við hann árið 1962 þegar ég hafði á hendi upp- gjör og útborgun launa hjá fyrir- tæki sem var með marga tugi manna í vinnu og oft vandkvæðum bundið að fjármagna útborganir o.fl. á tilsettum tíma. Það var því ekkert sjálfsagður hlutur að Krist- inn fyrir hönd Landsbankans myndi fallast á að veita lán útá greiðsluáætlanir mínar en ég man ekki betur en það hafi hann alltaf gert. Þetta hef ég alltaf metið mik- ils. Mér er enn í fersku minni þegar Kristinn kom þar í viðtali okkar að kanna hug minn til þess að gerast opinber starfsmaður! Jú, Ki-istinn var að bjóða mér vinnu í Lands- bankanum á Eskifirði frá og með næstu áramótum. Það verður að segjast eins og er að þetta erindi hans kom mér ekki lítið á óvart og er til efs að mér hafi í annan tíma fundist mér sýnt viðlíka traust og heiður. Það er skemmst frá því að segja að þótt laun mín myndu fyrir- sjáanlega lækka um helming þá sló ég til og hóf störf í útibúi Lands- bankans á Eskifirði hinn 2. janúar 1964. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfúr ið sama. En orðstír deyr aldrei hveim er sér góðan getur. (Hávamál.) Þessar hendingar úr Hávamál- um komu mér fyrst í hug þegar mér barst andlátsfregn vinar míns og velgerðarmanns, Kristins Júlí- ussonar. Tel það mikið lán að hafa kynnst honum og haft sem yfir- mann í rúm 6 ár. Þessi tími í útibúi Landsbankans á Eskifirði var í alla staði ánægjulegur. Þar voru fyrir á þessum tíma 6 starfsmenn, einvala lið, allt karlmenn. St- arfsandi og samskipti voru eins og best verður á kosið og bar þar aldrei á nokkurn skugga. Tel ég að þar hafí ráðið mestu einstakir hæfileikar Kristins við að umgang- ast fólk, vera hvortveggja í senn, yfirmaður og félagi. Þetta átti einnig við um samskipti við yfír- menn hans í Landsbankanum sem og viðskiptavini útibúsins. Á þeim árum sem ég vann með Kristni skiptust á skin og skúrir í atvinnumálum Austfírðinga. Fyrstu árin var mikill uppgangur sem tengdist sívaxandi síldveiðum og vinnslu. Verksmiðjur voru reistar, síldarplön spruttu upp nánast eins og gorkúlur sem og ýmis þjónustufyrirtæki. Af þessu leiddi að margir áttu erindi við útibússtjóra Landsbankans á Eskifirði enda spannaði viðskipta- svæði útibúsins frá Vopnafirði til Hornafjarðar. Þessi uppgangur fékk hinsvegar snöggan endi þeg- ar síldin hvarf. Tel ég að það hafi verið mikið afrek, sem ekki hefur verið haft hátt um, hversu vel Landsbankinn komst frá þessu áfalli sem hrun síldarstofnsins í raun var. Það voru ekki banka- stjórar eða sérfræðingar Lands- bankans sem báru hitann og þung- ann af þeim málum. Það getur Landsbankinn fyrst og fremst þakkað Kristni Júlíussyni sem hafði til að bera einstaka hæfi- leika, dómgreind, reynslu og inn- sæi til að halda farsællega á mál- um. Um þetta tel ég mig geta vitn- að því auk þess að starfa með Kristni á þessum tíma þá var ég í meira en ártug skrifstofustjóri úti- búsins á Eskifirði eftir að Kristinn lét þar af störfum og tók við starfi útibússtjóra Landsbankans á Sel- fossi. Fyrir fáum árum áttum við Kristinn tal saman og komu þar atvinnumál á Austurlandi, menn og málefni mjög við sögu. Spurði ég hann hvort hann vildi ekki gefa út ævisögu sína, frá svo mörgu og merkilegu hefði hann að segja. Hann kímdi góðlátlega en vildi lít- ið með það gera. Þar er miður fyr- ir íslandssöguna og þá sérstaklega sögu Austurlands að saga Kristins komi ekki fyrir almenningssjónir. Lífssaga góð er á enda gengin. Að leiðarlokum minnist ég góðs vinar, góðs og gefandi samstarfs og vinfengi í áratugi þakka ég af heilum hug um leið og eiginkon- unni, Brynhildi Stefánsdóttur, og þeirra fólki öllu, eru sendar ein- lægar samúðarkveðjur. Heiðbjört eins og austfirskur vorhiminn er minningin um Kristin Júlíusson. Blessuð sé minning hans. Hilmar F. Thorarensen. Kristinn B. Júlíusson, fyrrver- andi útibússtjóri Landsbanka Is- lands á Eskifirði og síðar á Sel- fossi, er látinn. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast hans í fáum orðum. Árið 1971 fluttust þau Kristinn og Brynhildur á Selfoss en það ár tók hann við starfi sem útibússtjóri Landsbankans á Sel- fossi. Kristinn var hæglátur, traustur og mjög þægilegur sam- starfsmaður. Hann vann fljótt trúnað samstarfsmanna sinna og hafði gott lag á að stjórna, leið- beina og virkja það besta í hverj- um starfsmanni. Kristinn hafði mikinn áhuga á mönnum og mál- efnum og vissi fljótt meira um ætt- ir og uppruna Sunnlendinga en flestir hér um slóðir. Þessi áhugi hans hjálpaði honum í daglegu starfi við lausn ýmissa viðskipta- mála. Alltaf var gaman að ræða við Kristin, ekki síst á rólegum stund- um, enda var hann mjög fróður og vel að sér um nánast hvað sem er. Kristinn var lögfræðingur að mennt og nýtti sér þá þekkingu vel í störfum sínum og er ég viss um að hann hefur verið betur að sér í þeim fræðum en margur annar. Kristinn var hæfur bankamaður og vann sín störf af natni og kunn- áttu, næmur á þarfir viðskiptavina sinna og fann hvað þeim var fyrir bestu, var í senn leiðbeinandi og hvetjandi þegar honum þótti svo við horfa. Margir viðskiptavinir bankans hafa haft á orði hve gott var að leita til hans með sín mál og hve vel og farsællega hann leysti úr þeim. Kristinn var þekktur og snjall skákmaður og gerði töluvert af því að tefla á árum áður og lagði þá iðju ekki alveg á hilluna eftir hann kom á Selfoss. Stundum var teflt á bankaloftinum og einnig tefldi hann fyrir hönd bankans. Þar naut sín einnig vel skarpskyggni og rökhugsun sem Kristinn átti í rík- um mæli. Kristinn og Brynhildur voru samrýnd og vel samstiga og það leyndist engum hversu mikils þau mátu hvort annað. Þau tóku ávallt þátt í félagsstarfi með starfsfólki bankans og frá þeim stundum eig- um við góðar minningar. Þegar horft er til baka finn ég að margt á ég Kristni að þakka og það sem ég lærði af honum er geymt. Ég mun ávallt minnast Kristins sem góðs yfirmanns og fé- laga og er ég þakklátur fyrir þessi ár sem við höfum starfað saman. Ég og fjölskylda mín sendum Brynhildi og fjölskyldu hennar samúðarkveðjur. Ég kveð Kristin með þakklæti í huga. Blessuð veri minning hans. Gunnar Einarsson. Frá því að ég fæddist og fram á unglingsár dvaldi ég góðan tíma á hverju ári hjá ömmu Brynhildi og afa Kristni. Þegar ég man fyrst bjuggu þau á Esikfirði og það krafðist þess að ég legði land undir fót til að komast til þeirra. Þessar ferðir voru mér eins konar ævin- týri, ég var yfirleitt ein hjá þeim og hafði þau oftast út af fyrir mig. Eg man það að ég var nú svolítið montin af því að eiga ömmu og afa svona alveg ein, því hinum ömmum mínum og öfum deildi ég með hálf- systrum mínum. Þau voru mér líka alveg óskaplega góð og vildu allt • fyrir mig gera, það fann ég og þótti dálítið mikið til mín koma fyrir vikið. Við afi náðum vel sam- an og oft sat ég og beið við dyrnar eftir því að hann kæmi heim úr vinnu. Við tvö fórum oft saman í göngutúra á kvöldin og ef eitthvað bjátaði á fannst mér ósköp gott að lauma hendinni í hönd hans og finna traust hans og hlýju streyma til mín. Afi fann upp á ýmsu mér til dundurs, hann kenndi mér að leggja kapal og á heiðurinn af því að ég kann nokkurn veginn mann- ganginn, en hann var mjög góður skákmaður. Stöku sinnum fékk ég að fara með afa í bankann á kvöld- in ef hann þurfti að fara þangað og það var mér mikil upphefð. Ein- hvern tímann fékk ég að pikka á einhverja gamla vél í bankanum og hafði ég óskaplega gaman af því. Hann tók eftir því og var fljótur að fórna skrifstofunni sinni heima fyrir mig. Þau amma settu upp bæði ritvél og reiknivél og svo fékk ég gamla miða úr bankanum til að skrifa á og var mjög stolt og önn- um kafin bankamær um tíma. Afi var afskaplega hlýr og góður maður, hánn hafði rólegt yfirbragð — en var samt gamansamur og hafði alveg einstakt, hlýtt kímnisblik í augum. Lífsgleði hans og athafna- semi var mikil, hann átti sér mörg áhugamál og var sístarfandi. Samband ömmu og afa var sér- staklega gott. Kærleikurinn milli þeirra duldist engum sem sá þau, þau studdu hvort annað og voru hvort öðru allt. Saman hafa þau tekist á við erfiðleikana sem þeim hafa mætt og hafa þau sýnt ein- stakt æðruleysi í þeim efnum. Elsku amma mín, þinn missir er mestur, megi góður Guð styðja þig og styrkja. Blessuð sé minning Kristins afa míns. Ása. HAFLIÐI MAGNÚSSON + Hafliði Magnús- son kjötiðnaðar- meistari fæddist í Reykjavík 6. júlí 1917. Hann lést á Droplaugarstöðum 2. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Frfkirkj- unni í Reykjavfk 5. júní. Fyrsta frétt sem mér barst þegar ég kom úr ferðalagi núna á dögunum, var að mágur minn, Hafliði Magnússon, hefði látist þá um morguninn. Fyrsta hugsun mín var: Þá er langri og erfiðri baráttu til margra ára við erfiðan sjúkdóm loks lokið. Þessu mótlæti tók Hafliði með einstöku jafnaðargeði. Það var eins og hann gæti alltaf látið tímann líða með alls konai- grúski, bundinn við hjólastól- inn. Þegar komið var í heimsókn til hans kom hann gjarnan með gamlar myndir sem voru af ættingjum bræðranna og var hann vel heima í þeim fræðum. Hafliði var nú ekki einn á ferð í þessum erfiðleikum sínum, þar var Guðrún kona hans alveg einstök, það var ekki hægt að gera betur. Ég dáðist oft að henni hvað hún gaf mikið af sér öll þessu erfiðu ár. Mig langar að þakka ykkur hjónum fyrir al- veg einstaklega gott sambýli þau 15 ár sem við bjuggum í sama v húsi í Sporðagrunni. Þá vorum við hjónin með dætur okkar þrjár ungar. Guðrún og Hafliði sýndu þeim sérstaka hlýju og áhuga sem hefur aldrei horfið öll þessi ár. Það var gott að vera samvistum við manneskjur eins og Hafliða og Guðrúnu sem gerðu ekki stórmál þó eitthvað bját- aði á í lífinu. Guðrún er ein af þeim manneskjum sem tekur hlutum ná- kvæmlega eins og þeir koma fyrir , _ og gerir gott úr öllu. Hún miklar ekki hlutina fyrir sér sama á hverju gengur, en það er eiginleiki sem ekki er öllum gefinn. Guðrún mín og Margrét og fjöl- skylda, ég votta ykkur mína innileg- ustu samúð við fráfall eiginmanns og föður. Margrét Sigurðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.