Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 22
22 LAUGAKDAGUR 6. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI 25-32% hlutabréfa í íslenskum aðalverktökum hf. boðin til sölu á haustmánuðum Efímlmgur skertur með útgreiðslu 800 milljóna Morgunblaðið/Halldór FYRSTI aðalfundur Islenskra aðalverktaka hf. var haldinn í gær. GERT er ráð fyrir því að ríkið og Landsbankinn selji 26-32% af hluta- fé í Islenskum aðalverktökum hf. í haust, eftir að félagið hefur verið skráð á Verðbréfaþingi íslands. Beinn og óbeinn eignarhlutur ríkis- ins verður eftir það innan við helm- ingur af heildarhlutafé félagsins. Að- ur en til sölu kemur verður efnahag- ur IAV hf. skertur með lækkun hlutafjái' og útgreiðslu 800 milljóna króna til hluthafa. Fyrsti aðalfundur íslenski-a aðal- verktaka hf. eftir að félaginu var breytt úr sameignarfélagi í hlutafé- Iag 1. júní sl. var haldinn í gær. Við stofnun félagsins var því lýst yfir að því yrði breytt í almenningshlutafé- lag og í þeim tilgangi var liðlega 32% eignarhlut Sameinaðra verktaka dreift til eigenda þess félags. Fram kom hjá Jóni Sveinssyni stjórnai-for- manni að dregist hefði að fá skrán- ingu á hlutabréfum félagsins á al- mennum hlutabréfamai’kaði vegna þess að félagið væri nýtt og uppfyllti ekki skilyrði þingsins um að leggja fram endurskoðaðan ársreikning fyrir heilt eitt ár. Félagið var aðeins með sjö mánaða rekstur á síðasta ári. Taldi formaður líklegast að skráning á vaxtarlista Verðbréfa- þings íslands færi fram þegar end- urskoðað uppgjör fyrir fyrstu sex mánuði þessa árs lægi fyrir. Hlutur ríkisins undir 50% Fram kom í ræðu Jóns Sveinsson- ar að gert væri ráð fyrir því að tiltek- inn hluti af eign ríkisins og Regins hf. (eignarhaldsfélags Landsbanka Is- lands) kæmi til sölu í fyrsta áfanga fljótlega eftir skráningu félagsins á Verðbréfaþingi, það er að segjá á haustmánuðum. Framhald sölunnar hlyti síðan að ráðast af almennum viðbrögðum við fyrsta áfanganum. Gert er ráð fýrir því að starfsmönnum gefist kostur á að kaupa tíltekinn hlut í fé- laginu og að fyrirfram ákveðinn hluti verði boðinn almenningi til kaups í dreifðri sölu og með tílboðsfyrirkomulagi. Skiptíng liggur ekki fyrir og unnið er að verðmatí hlutabréfanna. Er þetta svipað fyrirkomulag og var haft á sölu á hluta eignar ríkisins í íslenska jámblendifélag- inuhf. Ríkið og Landsbankinn eiga nú 71’/2% íslenskra aðalverktaka. Að þvi er stefnt að hlutur ríkisins, beinn og óbeinn í gegn um bankann, kom- ist niður fyrir 50% við þessa sölu. Hlutafé lækkað um 800 milljónir Fram kom í ræðu stjórnarfor- manns að sérfræðingar hefðu fjallað um það með stjóm félagsins hvemig auðvelda mætti að vfrkur markaður skapaðist með hluti í félaginu til framtíðar og að almennum hluthöf- um yrði gert sem auðveldast að kaupa og selja hluti sína. „Eftir um- fjöllun og umræður var af sérfræð- ingum talið skynsamlegt að skerða efnahag félagsins nokkuð með út- borgun til hluthafa áður en til skrán- ingar á Verðbréfamarkaði kæmi og sölu á hlutum I félaginu á almennum markaði í kjölfar skráningar," sagði Jón. Stjórn Islenskra aðalverktaka ákvað því í fyrradag að boða til sér- staks hluthafafundar síðar í þessum mánuði til að afgreiða tillögu um að hfutafé félagsins verði lækkað um 800 milljónir kr., úr 2.200 milljónum í 1.400 milljónir króna. Hefur stjórnin tryggt sér stuðning ríkisins og Reg- ins við þessi áform. Jón lagði á það áherslu að þrátt fyrir þessa lækkun hlutafjár upp- fyllti félagið áfram markmið stofn- enda um fjárhagslega sterkt og öfl- ugt verktakafyrfrtæki. „Því er ekki að neita að í umræðum um málið hafa komið fram ólík sjónarmið um lækkun hlutafjár og greiðslu til hlut- hafa. Sumir hafa viljað ganga lengra en tillaga stjórnar gerir ráð fyrir en aðrir mun skemmra. Tillaga stjóm- arinnar sem nú liggur fyrir fer von- andi bil beggja og leiðir málið til lykta með eðlilegum hætti jafníramt því sem það er síðasta óvissuatriðið sem eigendur þurfa að taka afstöðu til áður en félagið getur sótt um skráningu á Verðbréfaþingi ís- lands,“ sagði hann. Á aðalfundinum í gær var sam- þykkt tillaga um greiðslu 7% arðs til hluthafa, samtals 154 milljónir kr. sem líklega er í krónum talið stærsta íslenskir aðalverk- takarhf. Hluthafalisti 5. júní 1998 Hlutafé (mill[.kr.) % íslenska ríkið 1 .144,0 52,0% Reginn 430,4 19,6% íslenski hlutabréfasj. 16,9 0,8% Ingólfur Finnbogason 15,8 0,7% Jón Halldórsson 14,9 0,7% Garðar Halldórsson 14,9 0,7% Halldór Þ. Halldórsson 14,9 0,7% Thelma Grímsdóttir 11,6 0,5% Héðinn ehf. vélsmiðja 11,6 0,5% Unnur Þorkelsdóttir 11,3 0,5% Aðrir hluthafar (482) 513,8 23,4% Heildarhlutafé 2.200,0 100% arðgreiðsla íslensks hlutafélags. Verði tillagan um lækkun hlutafjár samþykkt mun félagið greiða hlut- höfum út 954 milljónir kr. Ríkið fær rúman helming í sinn hlut, eða 496 milljónir kr„ og Landsbankinn fær 186 milljónir í gegn um eignarhalds- félagið Regin hf. Aðrir hluthafar, sem nú eru 490 talsins eftir upp- skiptingu Sameinaðra verktaka fá samtals 270 milljónir kr., þeir stærstu úr þeÚTa hópi fá greiddar liðlega 7 milíjónfr. Skilyrði um dreifða eignaraðild Aðalstarfsaðstaða Islenskra aðal- verktaka hf. er á Keflavíkurflugvelli, meðal annars skrifstofur félagsins. Eftir að félaginu var breytt í hlutafé- lag hefur áhersla þess á verktaka- starfsemi utan varnai-svæðisins auk- ist og vinnur það nú að fjölmörgum stórverkum í nafni dótturfélaga, meðal annars við byggingu Norður- áls á Grundartanga, vöruskemmu Þyrpingar hf. í Sundahöfn, virkjanir og fleira. Fram kom hjá Jóni Sveins- syni að í ljósi breyttra aðstæðna, það er að segja aukinna útboða á Kefla- víkurflugvelli og aukinna umsvifa dótturfélaga utan vallar, hafi félagið tekið þátt í viðræðum við varnar- málaskrifstofu utanríkisráðuneytis- ins með hvaða hætti flytja mætti að- alstarfsaðstöðu félagsins, húsakost, vinnslustöðvar, tæki og tól, út fyrir varnargirðingu. Stjórn ÍAV liti svo á að slík breyting tryggi eðlilega sam- keppnisstöðu fyrirtækisins til fram- búðar. Meðal annars hafi komið til skoðunar breytingar á gii’ðinu, ýmist með eða án sérstakra breytinga á varnarsvæðinu. íslenskir aðalverktakar yfirtóku starfsleyfi samnefnds sameignarfé- lags til verktöku fyrir varnarliðið. Fram kom hjá stjórnarformanninum að utanríkisráðherra hefði lýst því yfir að félaginu yrði áfram veitt til- nefning til tiltekinna framkvæmda fyrir varnarliðið og að gert væri ráð fyrir að svo yrði til ársloka 2003, með þeim fyrirvara að verktaka á vegum bandaríska hersins yrði með svipuð- um hætti og verið hafi síðustu ár. „Allt hnígur í þá átt að til aukinna útboða komi hvað varðar verktöku innan varnarsvæða á nánast öllum sviðum. Fyrirtækið hefur sett sér að vera áfram til frambúðar sterkur þátttakandi í verktöku á þessu sviði, bæði áður og eftir að sérleyfi þess rennur út.“ Gert er ráð fyrir því að utanríkis- ráðherra tilgreini umræddan rétt fé- lagsins formlega áður en til sölu hlutabréfa kemur. Taldi Jón að bú- ast mætti við að það yrði skilyrt, á meðan félagið hefði sérréttindi til verktöku á Keflavíkurflugvelli. Nefndi hann í því sambandi þann ásetning stærstu eigenda að stuðla að dreifðri eignaraðild við sölu og torvelda að hlutabréfin safnist á fáar hendur. „Þannig kann tilnefning að verða skilyrt eignadreifingu, t.d. að einhver einn aðili (hluthafi) megi ekki eiga meira en nemur 7% af heildarhlutafé í félaginu á þessu tímabili og jafnframt því að eigin- fjárstaða félagsins verði ekki rýrð með útborgunum meðan það hefur [þennan rétt] og ber skyldur gagn- vart íslenska ríkinu. Að öðrum kosti geti rétturinn fallið niður,“ sagði Jón Sveinsson í ræðu sinni á aðalfundin- um í gær. 64% hlutur í Agöthu Christie Ltd seldur London. Reuters. BREZKA matvörulyrirtækið Booker Plc hefur selt 64% hlut sinn í Agatha Christie Ltd, ásamt nokkrum öðrum eign- um, fyrir 10 milljónir punda. Kaupandinn er Chorion Plc, sem á Enid Blyton-vörumerk- ið. Christie-fjölskyldan á 36% í fyrirtækinu, sem kennt er við hinn fræga reyfarahöfund. Salan er liður í endurskipu- lagningu hjá Booker, sem á að bæta afkomu hluthafa. Fyrir- tækið hefur birtingarrétt á bókum hins kunna reyfarahöf- undar og Agatha Christie Ltd hefur verið í eigu þess síðan fyrir 1970. Með sölunni á að draga úr lánum. Agatha Christie Ltd seldi bækur fyrir 2,1 milljón punda í fyrra og hagnaður fyrir skatta nam 1,5 milljónum punda. Chorion ætlar að hleypa nýju lífi í Christie-vörumerkið um heim allan og hyggur á ný átök á sviðum kvikmynda, sjónvarps og söluvarnings. Motorola fækkar störf- um um 15.000 Schaumburg, Illinois. Reuters. MOTOROLA fyrirtækið hefur ákveðið að fækka störfum um 15.000 á næstu tólf mánuðum og verða uppsagnirnar liður í endurskipulagningu, sem mun kosta fyrirtækið tvo milljarða dollara. Þar að auki kann að verða tap á rekstri fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi vegna minni eftirspurnar og verð- þrýstings í heiminum, aðallega í hálfleiðarageiranum. Aðalá- stæðan er efnahagsástandið í Asíu að sögn fyrirtækisins, sem stendur framarlega á sviðum hálfleiðara og fjar- skipta. Endurskipulagningin á að leiða til meira en 750 milljóna dollara sparnaðar á ári. Fram hefur farið mat á við- skiptafrumkvæði innan fyrir- tækisins og störfum hefur þegar verið fækkað í nokkrum deildum. Nú á að flýta þessari þróun vegna þess að spár fyrr á þessu ári um aukna arðsemi og sölu hafa ekki rætzt, segir fyrirtælið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.