Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Hvers virði er góð hönnun? Tölvustudd hönnun - Tækninám við Tækniskóla Islands Guðmundur Jens Hjálmarsson Arnljótsson Magnús Paul Matthíasson Jóhannsson í TILEFNI af Tæknidögum 1998 efna Verkfræðingafélag Is- lands og Tæknifræð- ingafélag íslands til sýningar á tölvustuddri hönnun í Perlunni laugardag og sunnudag 6. og 7. júní. Sýningin er opin frá kl. 12-19 báða dagana og er að- gangur ókeypis. A sýn- ingunni getur að líta mikið af þeirri nýjustu tækni sem hönnuðir nota við vinnu sína í dag og er sýningin því einstakt tækifæri til að skyggnast inn í þá undraveröld sem tölvurnar hafa skapað. Þótt sýningin fjalli fyrst og fremst um „nýjustu tækni og vís- indi“ þykir við hæfí að riíja hér upp með lesendum nokkur af þeim grundvallarsjónarmiðum sem hönnun mannvirkja byggist á. Hvað er hönnun? I daglegu tali nota menn orðið hönnun um allan mótunarferil nýs mannvirkis frá því að hugmynd kviknar þar til mannvirkið er full- mótað og skilgreint. Þessu ferli er gjarnan skipt í nokkra áfanga svo sem: • þarfagreiningu • frumáætlun • forhönnun • fullnaðarhönnun • útboð og samningsgerð Hverjum áfanga lýkur jafnan með kostnaðaráætlun, sem í upp- hafí er að sjálfsögðu mikilli óvissu háð, en verður smám saman traustari eftir því sem mannvirkið í tilefni af Tæknidög- um 1988 efna Verk- fræðingafélagið og Tæknifræðingafélag- ið, að því er segir í grein Péturs Stef- ánssonar, til sýning- ar á tölvustuddri hönnun í Perlunni í dag og á morgun. verður betur skilgreint. Jafnvel vönduðustu áætlanir verða þó ávallt einhverri óvissu háðar, t.d. 5-10%. Fyrsta þrepið í hönnuninni, þarfagreiningin, er afar mikilvægt, en á því stigi reyna menn að kryfja til mergjar hvaða þörfum mann- virkið þurfí að fullnægja og hvaða kröfur þurfi að gera til þess í hví- vetna. Þessum áfanga lýkur með forsögn sem öll hönnunin byggist síðan á. Næsta stigið, frumáætlun- in, er einnig í senn mikilvægt og af- drifaríkt. A þessu stigi setja hönn- uðir fram hugmyndir sínar að lausnum á viðfangsefninu, ásamt vísbendingu um kostnað. Gjarnan eru settar fram fleiri en ein hug- mynd og oft margar fyrir verk- kaupann að vega og meta. Þessu stigi lýkur jafnan með því að ákveðin tillaga er valin til úrlausnar. Þegar hér er komið sögu hafa flestar afdrifaríkustu ákvarðanir varðandi væntanlegt mannvirki verið teknar. Þessi tvö fyrstu stig hönnunar- innar verða því seint ofmetin, en þau reyna fyrst og fremst á reynslu og yfirsýn hönnuðanna og sam- vinnu þeirra við vænt- anlega notendur. Hjálpartæki á borð við tölvur eru þó ómetanleg við ýmsa þætti, svo sem að kynna hugmynd- ir í þrívídd eins og menn munu sjá á sýningunni í Perlunni. A forhönnunarstiginu er hin út- valda tillaga nánar mótuð og loks fullunnin með vinnuteikningum og verklýsingum á síðasta stigi. Hönn- unarferlinu lýkur gjarnan með út- boðsgögnum og kostnaðaráætlun hönnuða. Almennt má segja að tölvurnar verði því veigameiri hjálpartæki því lengra sem líður á hönnunar- ferlið. Margháttaður hugbúnaður léttir gjarnan af mönnum flóknum útreikningum og flestar teikningar eru í dag unnar á tölvu og sendar manna í millum á netinu, jafnvel heimshoma á milli. Markmið verkkaupa Markmið þeirra sem ráðast í hús- byggingar og aðrar framkvæmdir eru vissulega mismunandi. Mörg hugtök koma þó íýrir aftur og aftur, svo sem hagkvæmt fyrirkomulag, lágur stofnkostnaður, lágur eignar- haldskostnaður, öryggi, sveigjan- leiki, fagurfræði o.fl. o.fl. Hér gildir það sama og í stjómmálunum að það er oft erfítt að ná öllum mark- miðunum í einu heldur verða menn að velja og hafna. Ræður þá gjam- an miklu fjárhagslegt bolmagn byggjandans en einnig og oft ekki síður til hve langs tíma hann horfír þegar hann undirbýr fjárfestingar sínar. Freistandi er að drepa hér örstutt á algengustu markmiðin. Hagkvæmt fyrirkomulag Þegar ársreikningar stofnana og fyrirtækja em skoðaðir kemur gjaman í ljós að vinnulaun eru af- gerandi kostnaðarliður í rekstri. Það er því að vonum að verkkaupar geri kröfu um að fyrirkomulag {ný- byggingum sínum sé hagkvæmt fyrir þá starfsemi sem þar á að fara fram og að starfsfólki líði vel. Sú krafa er gerð í vaxandi mæli að húsnæði sé einnig sveigjanlegt með tilliti til innréttinga þannig að auð- velt sé að laga það að breyttum að- stæðum. Oft má ná þessu markmiði án þess að kosta miklu til, enda fyrst og fremst spurning um vand- aða forsögn og alúð við skipulagn- ingu mannvirkisins á frumstigi. Lágur stofnkostnaður Lágur stofnkostnaður er vænt- anlega algengasta markmiðið sem verkkaupar setja sér. Kemur þar bæði gjaman til takmörkuð fjár- hagsgeta en stundum einnig skammæir hagsmunir sem menn þá kjósa að leggja til grundvallar. Það er í raun vandalítið að hanna °g byggja ódýrt með því að nota ódýr efni og einfaldar lausnir. Vandinn er hins vegar sá að láta ekki önnur dýrmæt markmið líða, svo sem fyrirkomulag og hag- kvæmni í rekstri. Lágur eignarhaldskostnaður Þeir verkkaupar sem leggja langtímasjónarmið til grandvallar leggja gjarnan mikla áherslu á lág- an eignarhaldskostnað, þ.e. að samanlagður árlegur fjármagns- og rekstrarkostnaður verði í lág- marki. Þetta markmið kallar gjarn- an á vandaðri byggingarefni, eink- um varðandi ytra borð húsanna til að draga úr viðhaldsþörf og efnis- legri rýrnun. Vönduð efni kalla jafnan á hærri stofnkostnað sem skilar sér aftur í lægri árlegum kostnaði og oft jákvæðari ímynd gagnvart umhverfinu. Gleðin yfír lágmai’ks stofnkostnaði hefur oft reynst skammvinn eins og þeir þekkja sem búa í viðhaldsfrekum eða gölluðum húsum. Kaup á hönnunarþjónustu Langt fram á síðasta áratug var það meginregla að verkkaupar leit- uðu til ráðgjafa sem þeir þekktu og treystu til að undirbúa fram- kvæmdir sínar. A síðari ái-um hefur það færst í vöxt að hönnun er boðin út í beinni verðsamkeppni, ekki síst fyrir áhrif af innkaupareglum Efnahagsbandalagsins. Þessarar þróunar gætir vítt um lönd með nokkram áberandi undantekning- um þó. Hönnuðir era eðli máls sam- kvæmt hugsi yfír þessari þróun og hið sama gildir um fjölmarga verk- kaupa. Þannig hefur Alþjóðabank- inn um langt skeið barist hatram- lega gegn verðsamkeppni í undir- búningi framkvæmda og Banda- ríkjastjórn setti 1974 lög er bönn- uðu óhefta verðsamkeppni við und- irbúning opinberra framkvæmda. Þýskaland setur slíkri verðsam- keppni á þessu stigi einnig skorður. Ástæður þessa era vissulega marg- ar en einkum þó sú að hönnunar- vinna er að stóram hluta huglæg þjónusta þar sem engum mæli- kvarða á gæði verður við komið. Menn óttast því að óheft verðsam- keppni í hönnun muni draga úr gæðum í undirbúningi fram- kvæmda og skila sér í vanhugsuð- um og óvönduðum mannvirkjum. Hvers virði er góð hönnun Það er mat flestra sem reynsl- una hafa að gæfa hvers mannvirkis ráðist á undrbúningsstigi, ekki síst í upphafí þess meðan mannvirkið er í fyrstu mótun. Því miður er þetta þó það stig sem sennilega oft- ast er vanrækt og lagt upp í hönn- un án þess að nákvæm þarfagrein- ing og forsögn liggi fyrir. Þetta getur leitt til sífelldra breytinga þegar út í hönnunarvinnuna er komið og óþarfa kostnaðar. Það heyrist oft að hönnun sé dýr og skal ekki lítið úr því gert. Hönnun er hins vegar tiltölulega lítill hluti af heildarkostnaði við mannvirkja- gerð, e.t.v. á bilinu 8-15% eftir eðli framkvæmdanna. Sé litið til mikil- vægis góðrar hönnunar fyrir alla mannvirkjagerð og það umhverfí sem hver kynslóð vill skilja eftir sig hlýtur því sú spuming að vakna hvað sé dýrt og ekki dýrt. Það er væntanlega eins og annars staðar ekki eingöngu spuming um fjár- hæðir, heldur hvað menn telja sig fá í aðra hönd. Höfundur er formaður Vcrkfræð- ingafélags íslands. NÚNA um helgina eru tæknidagar í Perlunni sem bera heitið Tölvustudd hönnun. Fjölmargir aðilar eru þar að sýna tölvur, tölvubúnað, hugbúnað til hönnunar o.fl. Þar fer einnig fram kynning á tækni- námi við Tækniskóla fslands. Á þessari kynningu er lögð áhersla á að kynna lokaverkefni nemenda þar sem verkefnin eru unnin í ýmsum tölvu- forritum, þar á meðal AutoCad, Genius, Desktop og C++. Tæknifræði er hag- nýtt 7 anna nám þar sem áhersla er lögð á þarfir atvinnulífsins og þjóðfélagsins fyrir tæknimenntað starfs- fólk. Við skólann starfa fjórar tækni- fræðideildir, bygg- ingadeild, iðnaðar- tæknideild, rafmagns- deild og véladeild. Einnig er í bígerð að koma af stað upplýs- ingatæknifræði. í þessum deildum er boðið upp á tvær námsbrautir, iðnfræði og tæknifræði. Iðn- fræðinámið er 5 anna nám að loknu iðnnámi. Krafíst er stúdentsprófs og viðeigandi starfs- reynslu til þess að geta hafið nám í tæknifræði. Námið í byggingatæknifræði skiptist í þrjú sérsvið, húsbygginga- svið en þar er lögð áhersla á heildar- hönnun bygginga, umhverfís- og Tæknifræði er hagnýtt s.i'ö anna nám, segja Guðmundur Hjálmars- son, Jens Arnljótsson, Magnús Matthíasson og Paul Jóhannsson, þar sem áhersla er lögð á þarfír atvinnulífs og j+jóðfélags fyrir tækni- menntað starfsfólk. lagnasviði og megináhersla er á um- hverfisfræði, umhverfísmat og fram- kvæmdasvið en þar er lögð aðalá- hersla á þá þætti sem snerta stjórn- un og áaætlanir við mannvirkjagerð. Þeir nemendur sem ljúka námi í byggingaiðnfræði hafa möguleika á því að hefja nám í byggingafræði við ýmsa byggingafræðiskóla í Dan- mörku. Iðnaðartæknifræði var sett á lagg- irnar í kjölfar óska atvinnurekenda sem bentu á að þörf væri fyrir þver- faglega tæknimenntun, þ.e.a.s. nám sem samsett væri af tækni-, tölvu- og rekstrarnámi. Innan iðnaðar- tæknifræði er hægt að velja um þrjú svið, þróunar- og sjálfvii'knisvið þar sem nemendur sérhæfa sig í raf- magns-, reglunai'- og stýi'itækni, matvælatæknisvið þar sem lögð er áhersla á sérhæfða þekkingu á mat- vælum, vöruþróun og vinnslu mat- væla og iðnvörumarkaðssvið með megináherslu á markaðsfærslu iðn- vara og víðtæka kunnáttu í markaðs- rannsóknum og afurðaþróun. Raf- magnstæknifræðin skiptist í þrjú að- alsvið: sterkstraums-, veikstraums- og tölvutæknifræði. Á sterkstraums- sviði er lögð áhersla á raforkufram- leiðslu og sjálfvirkni. Á veikstraums- sviði er megináhersla á hönnun veik- straumsrása og viðhald og uppsetn- ing á rafeindatækjum og á tölvu- tæknisviði er megináherslan á hönn- un og viðhald á vélbúnaði, hugbúnaði og jaðartækjum tölvukerfa. Nem- endur í rafmagnstæknifræði taka fyrsta námsárið við Tækniskólann og geta síðan farið utan til að ljúka námi. I vél- og orkutæknifræði er um að ræða tvær brautir: véltæknifræði og orkutæknifræði. Áhersla er lögð á fjölþætt nám sem hentar íslensku atvinnulífí og nýtir íslenskar auð- lindir. Sviðsskiptingin er: orkumál, einkum varma- og eldsneytisnotkun, ræktun og eldi, fisk- og matvælaiðn- aður, vélar og búnaður fiskiskipa, vélar og mannvh'ki, skipasmíðar ef til vill síðar. Auk þess er lögð mikil áhersla á umhverfísmál einkum fyr- ir íslenskar kringumstæður og for- ritanotkun í sambandi við verkefna- vinnu. Fyrstu orkutæknifræðing- arnir útskrifuðust frá skólanum í janúar 1998. Nemendur í tæknifræði hafa möguleika á því að taka eina önn er- lendis á meðan á námi stendur. Skólinn hefur gert samninga við ákveðna háskóla í Evrópu og hefur jafnframt tekið á móti erlendum nemendum frá þessum sömu háskól- um. Rétt er að geta aðeins um mögu- leika til framhaldsnáms að loknu námi í tæknifræðideildum. Þeir nem- endur sem útskrifast sem tækni- fræðingar fá B.Sc.-gráðu og geta því farið í meistaranám erlendis. Það tekur tæknifræðinga að jafnaði tvö ár að ljúka meistaragráðu og flestir þeir sem hafa farið í framhaldsnám frá Tækniskóla Islands hafa farið til Danmerkur. Markmið með tæknifræðinámi við Tækniskóla Islands er að nemendur geti að loknu námi leyst af hendi verkefni á sviði hönnunar, starfað að stjórnun framkvæmda, haft með höndum eftii'lit og úttektir og um- gengist umhverfí sitt og náttúruna á ábyrgan hátt. Á sýningunni er sýnis- horn af mismunandi verkefnum nemenda sem hafa hannað raunveru- leg mannvirki og notað til þess þau tölvuforrit sem eru á markaðnum. Viljum við hvetja sem flesta sem hafa áhuga á að fylgjast með nýjung- um í tækni og hönnun að koma í Perluna núna um helgina því að sjón er sögu ríkari. Sýningin verður opin á laugardag og sunnudag frá kl. 12-19. Höfundar eru dcildarstjórar við Tækniskóia Islands. Brúðhjón Allur borðbiinaður Glæsileg gjafavara Biúödihjóna lislai , VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Pétur Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.