Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1998 53 MINNINGAR GÍSLISKARPHÉÐINN SIGURÐSSON + Gísli Skarphéð- inn Sigurðsson fæddist á Höfn í Hornafirði 10. febr- úar 1970. Hann lést af slysförum 27. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarkirkju 5. júní. Það er fæddur lítill drengur. Þessi frétt flaug um allt þegar Gísli Skarphéðinn fæddist. Þetta var reyndar ekM svo óvanalegt hjá Völu og Sigga á Stapa, þar sem Gísli vai- sjötta barn þeirra hjóna. En eitthvað var það samt sem var alveg sérstakt við þetta. Gísli var nefnilega alveg sérstakur drengur. Hann var alveg einstaklega vænn drengur. Sumir halda því fram að innrætinu slái út með aldrinum og tel ég þá lýsingu eiga alveg sérstak- lega vel við Gísla, því fyrir utan að vera óskaplega fallegt bam varð hann bara fallegri og fallegi-i með aldrinum. Gísli byrjaði snemma að ganga í útiverkin með föður sínum og vann yfíi’leitt eins og fullorðinn maður þótt aldurinn væri ekki sérlega hár. Eg minnist þess hversu öt- ullega hann gekk til verka um tíu ára aldur og ekkert kvartað yfír að vinnutíminn væri langur. Einnig vílaði hann ekki fyrir sér að hjóla út á Höfn í slag- viðri, aðeins ll ára gamall, þegar systur hans og vinnustúlku langaði svo óskaplega mikið í franskar kartöfl- ur seint um kvöld. Seint um síðir kom hann aftur með kartöflurnar allar heldur slappar, en enn- þá bragðbetri en ella. Eg minnist þess líka svo vel eitt sinn sem oftar, þegar hann kom inn með föður sínum, eftir langt dags- verk, vindbarinn eftir „góðan“ þurrk í norðanáttinni. Inni í eldhúsinu beið mamma hans með heitan mat handa honum og öllum öðrum sem bai’ að gai'ði og fyrr en varði var húsið orðið fullt af bömum, bamabömum og sumarbömum fyrir utan gesti eins og okkur og alltaf var til nóg handa öllum. Vala tók stolt utan um Gísla og sýndi okkur hvað hann hefði stækkað frá því síðast. Tírninn leið, alltaf stækkaði Gísli í faðmi foreldranna. Ekki svo að skilja að hann hafi ekki verið sjálfstæður maður, heldur var gagnkvæm ást þeirra mikil. GísU var mikill húmoristi og þegar Eldjám sonur minn dvaldi um tíma í „sveitinni minni“ fylgdi hann honum hvert fót- mál og hann gleymir ekki ýmsum uppátækjum þeirra. En gamninu fylgdi líka oft dálítil alvara, eins og þegar þeir tóku sig til og helltu áfenginu úr vodkaflösku Halla, þegar hann kom heim af sjónum með þrek- miklum vinum sínum, og settu vatn í staðinn til að forða þeim frá ósóman- um. Enn leið tíminn og allt í einu var komin ung stúlka heim á hlað og áður en varði fæddist lítill Haukm’ Smári. Gísla sá ég síðast þegar hann kom á Þorláksmessu tU mín með jólagæsina frá Stapa. Hann var svo ánægður með lífið, nýfluttur í bæinn með Utlu fjölskylduna. Gísli minn, með trega kveð ég þig hér allt of snemma og ég á að skila kveðju frá Þórami og sonum okkar fimm. Minni kæru Stapafjölskyldu sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Unnur Ólafsdóttir. Mágur minn, GísU Skarphéðinn Sig- urðsson, er látinn langt um aldur fram. Hann var ekki hár í loftinu þegar ég kom fyrst austur á Stapa þá nýbúinn að ræna írá honum elstu systurinni. Hann lagði fyrir mig þraut, eins og böm gera oft við gesti. + Anna Brynjólfs- dóttir fæddist á Reyðarfírði 19. júlí 1939. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykja- víkur 28. maí síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 5. júní. Með örfáum orðum vil ég minnast mág- konu minnar og skóla- systur, Önnu Brynj- ólfsdóttur, sem eftir langa og stríða baráttu við óvæginn sjúkdóm hefur nú kvatt þennan heim aðeins 58 ára að aldri. Fyrstu minningai’ mínar um Önnu eru frá námsáram okkar í Kvennaskólanum í Reykjavík. Anna var nemandi skólans þegar ég hóf nám þar 13 ára gömul enda eldri en ég. Mér fannst afskaplega mikið til um mér eldri nemendur og leit upp til þeirra nýfermdra. Miklar kröfur voru gerðar til nemenda skólans, jafnt til munns og handa, eins og þá var sagt. Við skyldum nema meira á fjórum árum en nemendur sambæri- legra skóla. Var þá sama hvort um bók- nám eða verklegt nám var að ræða og sjö voru handavinnutímar vik- unnar. Bóklegu tím- arnir voru yfirleitt þurrar yfirheyrslur kennara skólans sem flestir voru konur. Þær voru þéraðar og ávarp- aðar frú eða fröken eft- ir því sem við átti. Gott var því að geta andað aðeins léttar í sjö handavinnutímum vikunnar og ekki voru afköst allra neitt til að minnast. Fjóram kennslustundum á viku var varið til fatasaums og þá var sniðið og mát- að, klippt og lykkjuþrætt, saumað og rakið upp. Oft voru hendur þval- ar og rakar og nálar stirðar og þráður fiæktist í handsnúnu sauma- vélunum. Þá var gott að geta hlegið og flissað í góðum félagsskap sam- nemenda. Svipaður bragur var á út- saumstímunum og árangurinn eftir því. Þó voru til þeir nemendur sem gátu stoltir lagt gripi sína fram til sýningar að vori og meðal þeirra úr- valsnemenda var Anna Brynjólfs- dóttir og enn eru mér minnisstæðar þessar vorsýningar, þar sem við gengum með mæðram okkar og virtum fyrir okkur sýningargripi. Þá vora dómar mæðranna óvægnir og lögð voru á minnið nöfn þeirra nemenda er fram úr sköruðu og svipast um eftir öðrum verkum þeirra. Þetta voru nöfn sem ekki gleymdust og þeirra var leitað á hannyrðasýningu næsta vors. Síðar tengdumst við Anna fjöl- skylduböndum og ég veit því ofur vel að allt sem Anna snerti var til fyrirmyndar. Hún reyndist góð dóttir, aðstoðaði aldraða móður sína af mikilli umhyggjusemi og helgaði líf sitt eiginmanni sínum og börnum af mikilli ást og umhyggju. Þar var ekkert til sparað. Anna bjó við mikið lán og ham- ingju í einkalífi sínu, hún átti góðan og ástríkan eiginmann sem var henni samstiga jafnt í leik sem starfi og barnalán þeirra var mikið og nú hafa barnabörn og tengda- börn bæst í hópinn. Enn á ný getur Anna Brynjólfs- dóttir lagt fram verk sín að vori. Nú er það lífsstarfíð allt og enn á ný er þar allt til fyrirmyndar. Hennar er í dag sárt saknað af öllum. Dóra Skúladóttir. ANNA BRYNJÓLFSDÓTTIR HALLDÓR RAGNAR HELGASON + Halldór Ragnar Helgason prent- ari fæddist í Reykjavík 8. desem- ber 1927. Hann varð bráðkvaddur 29. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaða- kirkju 5. júní. Elsku Halldór afi. Þú sem varst mér svo kær og góður ert nú farinn. Ég mun ávallt muna þig, þú varst alltaf góður vinur minn þótt þú hafir verið svona stríð- inn, en ég hafði bara gaman af því. Þú varst alltaf brosandi og glaður. Ef ég var eitthvað fúll gast þú alltaf komið mér í gott skap vegna þess hversu fyndinn og skemmtilegur þú varst. Þótt líf þitt síðari ár hafi bara snúist um hesta þá höfðum við alltaf okkar sameiginlega áhugamál, skíði. Það er þér að þakka að ég hef náð góðum árangri á skíðum vegna þess hversu vel þú studdir mig og dáðir enda varst þú skíðahetja á þínum yngri áram. Núna síðustu tvö ár höfum við ekki mikið verið saman vegna þess að þú varst alltaf að stússast í kringum hesta og ég á miklum æfingum. En það breytir ekki því að þeg- ar við voram saman var það frábær tími sem ég vildi að hefði verið mun lengri. En þetta era örlögin, þú áttir greinilega ekki að lifa lengur. En ég mun alltaf elska þig og sakna sem vinar, afa og skíðamanns. Þinn vinur og barnabarn, Stefán Örn. Skilafrestur minning- argreina EIGI minningargrein að birtast á útfai-ardegi (eða í sunnudags- blaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf gi’ein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laug- ardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir bh’tingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er út- runninn eða eftir að útför hefur fai-ið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Ég leysti þrautina og sagði að svarið stæði skrifað á enni hans. Hann leit gestinn homauga og hló að þessu svari með sínum létta hlátri sem var svo einkennandi fyrir hann alla tíð, en lét gestinn ekki í friði fyrr en bakkað var með sögunna um svarið á enninu. Gísli var léttur í lund þótt hann léti stundum blása í stuttan tíma. Hann gat verið ákveðinn og gaf sig ekki auðveldlega fyrr en viðun- andi lausn vai’ fundin. Gísli fæddist í sveit, sem var sveit í þeim skilningi sem við viljum halda að enn sé tíl. Sveit þar sem sveita- bærinn er homstólpinn, þar sem kynslóðirnar lifa undir einu þaki frá manni tO manns, þar sem menn lifa á því sem landið gefur, þar sem menn deyja í rúminu sínu og þar sem til undantekninga heyrir að menn fari í launavinnu á mölina. Hann var einn þeirra sveitastráka sem ólst upp við hinar miklu breyt- ingar sem hafa orðið í sveitum lands- ins síðustu áratugi. Hugur hans steftidi til sveitastarfa á sama tíma og störfum í sveitum fækkaði og þegar kröfur fólks til lífsþæginda verða ekki uppfylltar af því sem búin skila. Það kom ekki á óvart þegar Gísli fór að vinna að heiman að það var við ýmiss konar vélavinnu; ýtur, gröfur og malalarbíla og nú síðast flutninga- bíl. Gísli var mjög laginn við hvers konar vélar og tæki. Það var unun að sjá hvemig hann gat látið vélamar vinna fyrir sig og með sér. Eklri ætla ég að draga úr mikilvægi búfræði við sveitastörf en ekki er mikið gert nú i örficfryÁJzjur VEISLUSALURINN SÓLTÚNI 3 É AKOGESHÚSIÐ síml 562-4822 | Brynjar Eymundsson matreiðslumelstari É Guðbjörg Elsa Guðmundsdóttir smurbrauðsjómfrú i 1 VEIStAN A I mmm VElTlNGAELDHtíS Frábærar veitingar Sími: 561 2031 Fyrirmyndar þjónusta til dags til sveita þar sem vélar standa kyrrar. Þrátt fyrir létta lund og galsa tók Gísli starf sitt hátíðlega og honum var ekki sama hvemig að hlutunum var staðið. Gísli á soninn Hauk Smára með Sædísi Guðnýju Hilmarsdóttur og bjuggu þau í Reykjavík síðastliðinn vetur. Ég sá því meira til Gísla en áður. Helgina fyrir slysið hjálpaði hann mér að koma gamla vollanum í gang, það tók hann fímm mínútur að fá þann gamla á dekkin og rúlla af stað austur með þá feðga til að bera á tún. Það var ljóst að bíllinn var að fara sína síðustu för, en ekki grunaði mig að þetta væri í síðasta sinn sem ég sæi Gísla. Gísli var vinamargur. Kannski vora þeir Svínafellsbræður, Haukur og Leifur, þar fremstir * meðal jafningja, sérstaklega Hauk- ur, nafni Hauks Smára. Þeir Gísli og Haukur höfðu leikið sér saman frá unga aldri og þegar ég sá Hauk fyrst fyrir áratug vora þeir enn í bílaleik þó bílamir væru vissulega í stærra lagi. Þá var Gísli sem stóri bróðir fyrir Völu frænku sína sem dvaldi öll sumur á Stapa. Ekki veit ég hvemig er að aka á guðs vegum en göngugatan er að sögn grýtt og þröng. Ég treysti Gísla best til að aka þann veg. Eftir situm við og veltum fyrir okkur hvemig hið hörmulega slys bar að höndum. I það mál fæst sennilega aldrei botn. Ég þakka fyrir þann tíma sem ég átti með Gísla Skarphéðni. Hans verður*" sárt saknað af fjölskyldu og vinum. Hjöt’leifur Einarsson. Sérfræöingar í blómaskreyíin«um við öll tækifæri I THfc blómaverkstæði 8 | Binna I Skúlavöröustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090 Upplýsingar í símum 562 7575 & 5050 925 HÓTEL LOFTLEIÐIR KAFFIHLAÐBORÐ FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA + Elskuleg móöir mín, dóttir okkar og systir, HRAFNHILDUR BRYNJA FLOSADÓTTIR, verður jarðsungin frá Háteigskirkju þriðjudaginn 9. júní kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Foreldrafélag misþroska barna. Axet Óli Alfreðsson, Rannveig Höskuldsdóttir, Flosi Jónsson, Aðalsteinn Flosason, Guðlaug Flosadóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vinsemd og samúð við andlát og útför KRISTRÚNAR STEINDÓRSDÓTTUR. Kjartan Guðmundsson, Solveig Guðmundsdóttir, Guðjón Axelsson, dótturdætur og fjölskyldur. r:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.