Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ 20 vitni yfírheyrð vegna rannsóknarinnar á dauða Díönu Afengi og ofsaakstur ennþá talin ástæðan París. Reuters. FRANSKI dómarinn, sem stýi-ir rannsókninni á dauða Díönu prinsessu, kallaði í gær til yfir- heyrslu meira en 20 vitni í réttarsal í París. Fór yfirheyrslan fram fyrir luktum dyrum en fyrir dómaranum vakti að reyna að samræma og fá einhvem botn í ólíkan framburð um slysið. Meðal þeirra, sem dómarinn ræddi við, voru móðir Díönu, Frances Shand Kydd, systir henn- ar, lafði Sarah McCorquodale, og Mohamed al Fayed, faðir Dodis, elskhuga Díönu, en hann beið QFj SEIUIXIHEISER L33 BBC ► ) HN 198! einnig bana í slysinu ásamt öku- manninum, Henri Paul. A1 Fayed heldur því fram, að dauða Díönu og Dodis megi rekja til samsæris um að stía þeim í sundur. Al-Fayed fór í gær hörðum orðum um ljósmyndarana, sem eltu bfl Díönu og Dodis. „Eg myndi hengja þá ef ég væri ekki í réttarsal,“ sagði hann. Þá sagði hann að móðir Díönu, Frances Shand Kydd, væri snobbuð. „Svoleiðis fólk býr á annarri plánetu og getur ekki talað við venjulegt fólk eins og mig.“ Skjögraði út af bamum CBS-sjónvarpsstöðin sagði í gær, að barþjónn á Ritz-hótelinu í París, þaðan sem þau Díana og Dodi lögðu upp í sína síðustu ferð, hafi borið, að Henri Paul hafi skjögrað er hann yfirgaf hótelið. „Henri Paul virtist vera drukk- inn. Hann var voteygur og þegar hann fór út af barnum rakst hann á barþjón og skjögraði síðan burt,“ sagði barþjónninn Alain Willaumez í viðtali við CBS. Willaumez hefur áður skýrt frá því, að Frank Klein, stjórnarformaður Ritz, hafi beðið sig að hlífa bresku konungsfjöl- skyldunni með því segja, að Paul hefði aðeins drukkið ávaxtasafa á barnum áður en hann ók þeim Díönu og Dodi. Laurie Mayer, talsmaður AI Fa- yeds, sagði um viðtalið við Willaumez, að enginn gæti borið vitni um ferðir Henri Pauls síðustu tvær klukkustundimar fyrir öku- ferðina. „Það vissi enginn hvar hann var,“ sagði hann. A1 Fayed telur einnig, að Paul hafi verið á snærum frönsku leyniþjónustunn- ar eins og haldið var fram í um- deildum sjónvarpsþætti um dauða Díönu en hann var sýndur í Bret- landi fyrr í vikunni. Frönsku rann- sóknarlögreglumennirnir hafa hins vegar ekki fundið neinar vísbend- ingar um samsæri eða annað slíkt. Rannsókninni líklega að ljúka í Frakklandi er algengt að leiða saman vitni, sem ekki ber saman um einhvern atburð. Hlýða þau hvert á annars framburð og gefst þá tækifæri til að endurskoða eða verja sína frásögn. Þykir yfir- heyrslan í gær benda til, að rann- sókninni sé að ljúka en margir mánuðir geta þó Uðið áður en nið- urstaðan verður birt. Meðal vitn- anna í gær voru ljósmyndaramir níu, sem komu fyrstir á vettvang, en hugsanlegt er, að þeir verði ákærðir lyrir manndráp af gáleysi og að hafa ekki brugðist nógu fljótt við til hjálpar. Reuters MOHAMED al Fayed, faðir Dodis, elskhuga Díönu, gengur út úr rétt- arsalnum í París ásamt lögfræðingi sínum, Georges Kiejman. Vorum að fá 1. flokks „Dolby Pro Logic Surround“ heimabíó fyrir heymartól. Tilvaliðfyrir „Sjónvarp-Video - DVD Playstation-Tölvuleiki“. Fullkominn umhverfis- hljómur, án þess að trufla hina á hei u. Hreint ótrúleg upplifun! Verð: Heimabíó kr. 12.900.- Heimabíó m. heymar- tólum kr. 19.800.- PFA F ‘Heimilistœkjaverslun Grensásvegur 13 -108 Reykjavík - Sími 533 2222 Varað við að Indónesía gæti orðið „ný Júgóslavía“ Bjartsýni dvínar á ný Jakarta. Reuters. SÚ BJARTSÝNI sem ríkti í kjöl- far þess að Indónesíu tókst í fyrradag að semja um greiðslu skulda einkafyrirtækja í landinu gufaði upp í gær þegar ekki var að sjá neina uppsveiflu á mörkuð- um í Asíu. Gengi rúpíunnar hækk- aði ekki þrátt fyrir tíðindin um samning Indónesíu við lánar- drottna og gengi indónesískra hlutabréfa lækkaði á ný á mörk- uðum eftir að hafa tekið nokkurn kipp í fyrradag er fyrstu fréttir bárust af samningnum. Fjármála- sérfræðingar vöruðu í gær við því að endurreisn efnahags í Indónesíu væri rétt hafin og að framundan væru mörg erfið verk- efni. Amien Rais, einn helsti leiðtogi stjómarandstöðunnar í Indónesíu, varaði við því í gær að efnahag- sógöngur og óvissa í stjórnmálum landsins gætu haft þau áhrif að Indónesía gæti orðið „ný Júgóslav- ía“, en Indónesíu byggja mörg þjóðarbrot og sagðist Rais óttast að til innbyrðis átaka geti komið við núverandi aðstæður. Hann sagðist hins vegar telja að Jusuf Habibie, sem tók við forsetaemb- ætti í landinu fyrir stuttu, ætti að fá að stýra landinu framyfir mitt næsta ár en þá hefur Habibie lofað forsetakosningum. Hann vonast þó til að hægt verði að fá fram kosn- ingar enn fyrr. Stjómvöld í Indónesíu léttu í gær höftum á samtökum blaða- manna og um leið var einkareknum útvarpsstöðvum gefið meira frelsi í fréttaflutningi. Breytingarnar em hluti úrbóta sem Habibie forseti lofaði er hann kom til valda í síð- asta mánuði. Félagsskapur landa sem aðild eiga að sameiginlegum gjaldmiðli Brown gert að yfir- gefa stofnfundinn LUxemborg. The Daily Telegraph. GORDON Brown, fjármálaráð- herra Bretlands, þurfti í fyrra- kvöld að yfirgefa stofnfund nýs fé- lagsskaps þeima landa sem hyggj- ast taka upp Evruna, sameiginleg- an gjaldmiðil Evrópulanda. Brown var viðstaddur inngangsorð fund- arins sem haldinn var í Lúxem- borg en gekk síðan á dyr eftir klukkustund, enda hafði ekki verið gert ráð fyrir að hann yrði við- staddur megindagskrá fundarins þar sem Bretar hyggjast ekki taka þátt í myntbandalagi Evrópu til að byrja með. Brown hefur viljað taka virkan þátt í umræðunni um efnahagsmál Evrópulandanna en menn óttast nú að atburðir fyrrakvöldsins bendi til að sameiginleg Evrópu- mynt eigi eftir að skipta Evrópu í tvær fylkingar, landa sem era „inni“ frá byi-jun, en áætlað er að taka Evrana í notkun í janúar; og hins vegar íylkingu fjögurra landa sem ekki taka þátt frá upphafi og tilheyri því „annarri“ deild Evr- ópusamvinnunnar. Rudolf Erlinger, fjármálaráð- herra Austuiríkis, stýrði fundinum í fyrrakvöld og talaði fyrstur en Brown fylgdi síðan í kjölfarið og flutti stutta ræðu áður en hann hvarf á braut. í ræðu sinni rakti hann undirbúning Breta fyrir þátttöku í myntbandalagi Evrópu eftir næstu kosningar í Bretlandi. Bretar eru í forsæti Evrópusam- bandsins fram til 30. júní næst- komandi og höfðu þeir vonast til að fundur þessi færi ekki fram fyrr en eftir þann tíma. Frakkar lögðu hins vegar áherslu á að Bretum yrði ekki leyft að tefja framför Evrunnar og hélt Domin- ique Strauss-Kahn, fjármálaráð- herra Frakklands, því fram að fundurinn væri „afar mikilvæg samkoma“, sem markaði tímamót fyrir efnahag í Evrópu. Fáklædda stúlkan hverfur London. The Daily Telegraph. MYND af fáklæddri stúlku á blað- síðu þijú hefur verið eitt helsta einkenni breska götublaðsins The Sun síðan það kom fyrst út í nú- verandi mynd fyrir hartnær 30 árum, en nú er búist við því að þessum myndbirtingum verði hætt með tilkomu nýs ritstjóra, Davids Yellands. The Sun er mest selda dagblað á Bretlandi, en á undanförnum tveim árum hefur salan dregist saman úr rúmlega ijórum milljón- um eintaka á dag í 3,7 milljónir. Búist er við að blaðið muni reyna að vinna aftur Iesendur með því að fara hægar í sakimar í flutn- ingi frétta og annarra upplýsinga. Einn helsti keppinauturinn, The Mirror, hefur undanfarið tekið þann pól í hæðina með ágætum árangri. The Sun er í eigu Ruperts Mur- dochs og hefur löngum verið talið það blaða hans sem skilaði mest- um hagnaði. Nú er ætlunin að blaðið fái „alvarlegra" yfírbragð og höfði meira til kvenna. Bæði Murdoch og Les Hinton, stjómar- formaður útgáfufyrirtækisins News Intemational, em þeirrar skoðunar að fáklædda stúlkan á siðu þijú skuli víkja. Fráfarandi ritstjóri, Stuart Higgins, sem tók við blaðinu fyrir fjómm ámm, var ósammála. Hann sagði að ef stúlkan hyrfi myndu margir dyggir Iesendur fara með henni. Hann hélt því einnig fram, en án árangurs, að tilgangurinn með The Sun væri einmitt hversu ágengt það væri og ef breyting yrði á myndi blaðið verða harla litlaust. Þegar Yelland mætir til vinnu á mánudaginn verður það væntan- lega hans fyrsta verk að ákveða hvenær hætt verður að birta um- ræddar myndir á síðu þrjú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.