Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1998 55 * 4 4 í 1 1 4 1 1 4 4 1 4 4 4 I 4 4 4 4 4 4 4 í 4 í 1 : Hjartasjúkdóma þekkti Sigurður af eigin raun og fáir þekktu betur en hann aðstæður hjartasjúklinga hér á landi og atvik öll tengd þeim. En Sigurður þekkti líka vel til SÍBS. Hann ólst upp á Vífilsstöðum og var sjö ára gamall þegar SÍBS var stofnað þar árið 1938. Hann vissi því meira en gengur og gerist um berklaveikina og kynntist vel vanda berklasjúklinganna. A seinni árum setti hann sig mjög vel inn í málefni þeirra sem stríða við langvinna lungnasjúkdóma. Meðlimir SÍBS sjá nú á bak góð- um félaga og sambandsstjórnar- manni. Þeir þakka Sigurði fyrir frjó- ar hugmyndir og ötult starf að mál- efnum sambandsins. SÍBS flytur innilegar samúðar- kveðjur eftirlifandi eiginkonu Sig- urðar, Gyðu Stefánsdóttur, sem og afkomendum þeirra öllum. Haukur Þórðarson. Sennilega eru liðnir rúmlega fjórir áratugir frá því að í kunningjahópi barst í tal ungur maður, sem vakið hafði athygli fyrir afburðagóðan námsárangur í menntaskóla og háskóla. Maðurinn var Sigurður Helgason frá Vífilsstöðum. Án efa hafa frásagnir um námshæfni og gáfur Sigurðar verið réttar, en ég átti eftir að kynnast því, hvern mann hann hafði að geyma. Kynni okkar urðu löng og öll á einn vegn: Hann var maður með afbrigðum hjálpfús, ráðhollur og trygglyndur. Glöggskyggn var hann, en stillti orðum sínum ætíð í hóf og talaði vel um fólk. Af fundi hans fór maður jafnan fróðari og bjartsýnni á lífið og tilveruna. - Ekki má það gleymast, að Sigurður var kvæntur mikilli ágætiskonu, Gyðu Stefánsdóttur, sem ávallt lagði gott til mála. Þau hjón áttu miklu bamaláni að fagna. Þótt Sigurður ætti við vanheilsu að striða hin síðari ár, hélt hann glaðværð sinni og góðu skaplyndi. En nú er æviskeið hans á enda. Og þá er aðeins eftir að þakka áratuga kynni, sem aldrei bar skugga á. Gyðu og fjölskyldu sendum við hjónin samúðarkveðjur. Grímur Jósafatsson. Það var mikið lán þegar Sigurður tók að sér formennsku í Landssam- tökum hartasjúklinga í mars 1990. Verkefnin sem hann veitti forystu vom bæði viðamikil og kröfðust þeimar hugkvæmni og lagni, sem hann hafði tileinkað sér á löngum starfs- og embættisferli. Samtökin breyttust frá því að vera eitt félag á höfuðborgarsvæðinu í heildarsamtök 10 félaga, sem náðu um allt land. Og jafnframt því sem félagsmönnum fjölgaði gífurlega, þá gerðust þau ein stoðin í hinum rót- grónu samtökum SÍBS, sem þannig urðu ein fjölmennustu sjúklingasam- tök landsins. Sigurður tók að sér að vera þar í stjórn og var þar einn skeleggasti talsmaður sjúklinga og lítilmagna gagnvart heilbrigðisyfir- völdum og stjórnvöldum. Þetta var í samræmi við eðli hans og dugnað hans og ósérhlífni, efa- laust á kostnað sjúkdóms þess sem leiddi til hins skyndilega fráfalls. Þrátt fyrir að hann muni ekki ávallt hafa gengið heill til skógar varð hon- um vel ágengt vegna þess hve hon- um reyndist auðvelt að vinna með öðrum og tala máli sínu við háa sem lága. Undir hans forystu tókst samtök- unum að tryggja tæki til að stemma stigu við einum útbreiddasta sjúk- dómi hér á landi og skipa landi okk- ar í forystu í viðureign við hjai-ta- sjúkdóma. Einnig að skapa aðstöðu fyrir aðstandendur utan af landi með íbúðaraðstöðu hér í borginni og stuðla að endurhæfingu sjúklinga. Og hann ól með sér hugsjónir um fyrirbyggjandi aðgerðir til að losa komandi kynslóðir undan oki sjúk- dóma. Það er því fjölmennur hópur sam- herja og vina, sem nú syrgir fráfall hans og skarð hans verður vandfyllt. En mestur hlýtur söknuðurinn að vera hjá eftirlifandi konu hans, börnum og öðrum venslamönnum og eru þeim sendar innilegustu samúð- arkveðjur. Haraldur Steinþórsson. Að nýloknum sveitarstjórnarkosn- ingum í Kópavogi, á þessu herrans vori 1998, hverfur af sviðinu einn af þeim mönnum, sem um árabil settu mark sitt á stjórnmálin hér í bæ og raunar einnig á landsvísu. Sigurður Helgason, fyrrum sýslumaður og bæjarfógeti á Seyðisfirði, er látinn. Það var árið 1962 er við stóðum fyrst andspænis hvor öðrum, hvor sínu megin við pólitísku víglínuna, hann hægra megin, ég til vinstri, svo not- uð séu gömul slagorð til að greina menn og flokka. Þessar kosningar voru tímamótakosningar og mikið pólitískt uppgjör í Kópavogi. Finn- bogi Rútur Valdimarsson, sem verið hafði ótvírætt foringi fátækra en harðduglegra íbúa Kópavogs frá því þessir harðbýlu hálsar urðu sjálf- stætt sveitarfélag, var að yfirgefa sviðið; óvissan um úrslit kosning- anna var alger. Sigurður Helgason var á fram- boðslista sigurvissra Sjálfstæðis- manna, svo sigurvissra að þeir höfðu fyrir kosningar tilnefnt bæjarstjór- ann, sem taka átti við af Huldu Jak- obsdóttur. Von þeirra um meirihluta í Kópavogi rættist ekki þá og hefur ekki ræst enn, hinsvegar náði Sig- urður kjöri og þar með hófst langur og litríkur ferill hans sem sveitar- stjórnarmaður í Kópavogi og þar með hófust kynni okkar og ég vil segja giftudrjúgt samstarf. Þó vorum við aldrei sömu megin markalínunn- ar í bæjarstjóm - þegar nafni minn var í minnihluta var ég í meirihluta - síðar öfugt. En stundum þróast mál- in á furðulegan hátt í pólitíkinni og það voru umbrotatímar í Kópavogi, ekki síst eftir kosningamar 1966. Ein sakleysisleg tillaga frá einum bæjar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sannaði að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Lagning Hafnarfjarðarvegar um Kópavog var að hefjast með tilheyr- andi gjáarsprengingu og brúarbygg- ingum, sakleysislega tillagan var sú að kjörin yrði byggingamefnd fyrir þessa framkvæmd. Svo einkennilega æxlaðist að í nefndina vom kjörnir fjórir fulltrú- ar, einn frá hverjum flokki sem full- trúa átti í bæjarstjórn. Þannig beitti meirihlutinn ekki afli sínu til að fá meirihluta í nefndinni, enda var aldrei ætlunin að þessi nefnd léti mikið að sér kveða, en margt fer öðm vísi en ætlað er. í nefndina vom kjörnir, auk mín sem þetta ritar, Björn Einarsson frá Framsóknai-flokki, Ásgeir Jóhann- esson frá Alþýðuflokki og Sigurður Helgason frá Sjálfstæðisflokki og efalaust vorum við nokkuð tor- tryggnir þegar við hófum samstarf- ið. En sú tortryggni hvarf fljótt því að sameiginleg niðurstaða okkar varð sú að við í Byggingarnefnd Hafnarfjarðarvegar fengjum fullt og óskorað vald yfir framkvæmdinni og því má segja að um þessa fram- kvæmd hafi myndast sérstakur meirihluti innan bæjarstjórnar, sem í raun varð að algjörri samstöðu allra bæjarfulltrúa. Menn létu sér a.m.k. lynda þá valdastöðu nefndar- innar sem varð staðreynd. Þar með var tekið til óspilltra málanna að byggja það mannvirki sem hvað harðastar og illvígastar deilur hefur vakið í Kópavogi, bygging Hafnar- fjarðarvegarins, og ekki er ólíklegt að ef framkvæmdin hefði verið lögð undir atkvæði bæjarbúa þá hefði hún verið felld með miklum meiri- hluta og hvernig væri ástandið þá, svari hver fyrir sig. Mótstöðumenn vegagerðarinnar áttu sér háværa og kraftmikla málsvara og þeirra rök voru einföld; það er engin þörf á þessum vegi, leggjum Reykjanesveg um Mjódd og lokum Hafnarfjarðar- veginum fyrir fullt og allt. Báðar þessar umferðaræðar eru nú full- settar á álagstímum svo að til vand- ræða horfir. En þarna hófust kynni mín af Sigurði Helgasyni, mínum háttvirta pólitíska andstæðingi en þrátt fyrir það hinum ágætasta sam- starfsmanni árum saman. Líklega má leiða að því rökum að hvorugur okkar hafi uppskorið jákvætt af því að fylgja sannfæringunni og standa þétt saman um framkvæmd sem við MINNINGAR töldum að væri nauðsynleg fyrir framtíð sveitarfélagsins. En þetta var ekki í síðasta sinn sem Sigurður Helgason lét sannfæringuna ráða ferðinni og skeytti lítt um jafnvel vísan pólitískan frama. Hann barðist ekki eingöngu á sviði sveitarstjórn- armála, heldur beit hann í skjaldar- rendur og fór í framboð til Alþingis á eigin vegum, flokki sínum til sárr- ar skapraunar. Ekki varð sú för til þess að Sigurður næði sæti á lög- gjafarsamkomunni, en hann hafði farið um allt Reykjaneskjördæmi og sett fram sínar skoðanir á þjóðmál- um á fjölmörgum fundum á skelegg- an hátt. Við Sigurður vorum vissu- lega pólitískir andstæðingar eins og hið opinbera mynstur flokkar menn og málefni. En eftir árin og barátt- una í Byggingarnefnd Hafnarfjarð- arvegar taldi ég Sigurð til vina minna og tel ég fullvíst að það hafi verið gagnkvæmt. Fundir okkar hafa verið strjálir hin síðari ár, síðast hittist þessi fjög- urra manna nefnd við banabeð Björns Einarssonar og við áttum saman síðustu kvöldmáltíðina. Ekki er ég þess umkominn að rekja ævi- feril Sigurðar Helgasonar, enda munu mér færari menn efalaust gera það. En það hefur vakið furðu mína hin síðari ár, eftir að ég varð þess vísari hvað Sigurður hafði verið heilsuveill allt frá ungra aldri, hversu miklu hann kom til leiðar. Baráttuandinn var ætíð til staðar, aldrei að gefast upp. Að leiðarlokum þökkum við Helga þeim Sigurði og Gyðu margar ánægjulegar samveru- stundir fyrr á árum. Við sendum Gyðu, börnum þeii-ra Sigurðar, öðr- um niðjum og venslafólki okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Sigurður Grétar Guðmundsson. Ég kynntist Sigurði Helgasyni og Gyðu konu hans fyrir 20 árum þegar ég var við æfingar í sundi. Sigurður var formaður Sundsambands Is- lands. Dóttir þeirra Margrét æfði einnig sund á sama tíma. Leiðir okk- ar lágu saman þegar Sigurður og Gyða buðu mér til útlanda til að hitta Möggu og æfa með henni. Þetta boð hafði djúpstæð áhrif á mig. Ég fékk að æfa við bestu skil- yrði ásamt Möggu og alltaf gerðu foreldrar hennar jafnt við okkur. Allan þann tíma sem ég dvaldi er- lendis með þeim var ég tekin sem ein af fjölskyldunni. Það merkilega við þetta allt saman var að við Magga vorum keppinautar í sundinu og elduðum þar oft grátt silfur, en utan keppni vorum við bestu vinir. Ég dvaldi oft heima hjá Sigurði eftir utanlandsferðina og kynntist þar ómetanlegri hlýju, metnaði, öryggi og mannkærleika. Það sem kom mér mest á óvart var hversu mikil flóra af fólki kom á þeirra heimili, bæði efnaðir og snauðir einstaklingar, all- ir voru jafnir fyrir Sigurði. Hann sagði ávallt að peningar væru ekki allt og fólk borgaði oft með öðru en peningum. Sigurður var málsvari lít- ilmagnans. Sama ár og ég fór með þeim í áðurnefnda utanlandsferð missti ég föður minn og reyndust Sigurður og Gyða mér ómetanlega vel það ár og allt fram á þennan dag. Ef ég var í vanda með eitthvað og þurfti aðstoð gat ég alltaf leitað til Sigurðar og fjölskyldu hans. í eftirfarandi bæn finnst mér lífs- skoðanir og sannfæring Sigurðar koma vel fram. Ég krýp við krossinn þinn ó, kom þú Jesú minn og blessa mig í dag. Mitt hjarta geri gott og gæsku beri vott svo allt mér gangi í hag. Égvilaðverkinmín vitniumásttilþín þúaldreigleymistmér. Ó haltu hendi minni hún aldrei sleppi þinni og þjóni aðeins þér. Ó láttu líf mitt allt þér launa þúsundfalt af allri gæsku þinni. Og til þín taktu mig til þess ég sjái þig er lýkur göngu minni. (Steindór ívai'sson 1991) Það er sárt að sjá á eftir svo góð- um vini og ég bið góðan Guð að styrkja Gyðu, börn og barnabörn í sorg þeirra. Við sem þekktum Sig- urð vitum að hann er á besta stað núna. Því ég trúi að maður uppskeri eins og maður sáir. Anna F. Gunnarsdóttir. Sjaldan ber svo við á lífsleiðinni að maður hittir persónu sem veru- lega breytir viðhorfum manns til hins betra. Svo var reyndar í mínu tilfelli er varðar tengdaföður minn, Sigurð Helgason. Reyndai’ hafði ég talið hann fyrir kynni okkar til mæt- ari manna vegna þess forystuhlut- verks er hann hafði gegnt í sínu bæjarfélagi og mátti af því ljóst vera að þar fór maður sem hafði hug- rekki til að hafa skoðanir og fylgja þeim eftir. Þetta hugrekki var æ síð- an sá eiginleiki sem mér fannst ein- kenna þennan mæta mann sem og sterk réttlætiskennd. Hann hafði ætíð vilja og hugrekki til að hafa skoðanir á þjóðmálum jafnvel þrátt fyrir að hann væri að ganga gegn ríkjandi stefnum í þjóðfélaginu á hverjum tíma og má þar nefna skrif hans um EES málið. Réttlætis- kennd hans var einnig ljós af þeim áhuga er hann sinnti málum fyrir skjólstæðinga sína sem oft voru þeir sem minnst mega sín í þjóðfélaginu. Það kom mér nokkuð spánskt fyrir sjónir í fyrstu, hve mikið þessi fram- úrskarandi málflutningsmaður sinnti málum þessa hóps en er fram liðu tímar fór ég að skilja þetta bet- ur. Sigurður var nefnilega mjög trú- aður maður og þegar það fer saman við tækifæri til að láta gott af sér leiða er ekki að sökum að spyrja. Guð getur gefið mönnum svo miklu miklu meira en þeir fá nokkru sinni uppskorið í veraldlegum gæðum og þetta vissi Sigurður. Það þarf sterk bein til að standa undir slíkri ákvörðun en hann bar þetta ekki einn. Fjölskylda Sigurðar er'sú kær- leiksríkasta er ég hef haft gæfu til að kynnast og lítið bítur fár hins daglega amsturs á þeirri samheldni. Vissulega voru veikindi Sigurðar fjölskyldu hans mikið áhyggjuefni en enginn bar þær byrðar betur en Gyða. Hún stóð eins og klettur með manni sínum gegnum allt þetta erf- iða ferli og slík gæfa hlotnast fáum mönnum að vera svo vel giftir. Heimurinn er fátækari eftir frá- hvarf Sigurðar en meiri er fögnuður á himnum fyrir sök þeirra verka^ sem af góðu lífi leiðir. Aldrei græt ég gengna stund, en gleðst af því sem líður. Ljóst ég veit að læknuð und lengur ekki sviður. Guðjón Viðar Valdimarsson. Ég skal ætíð, ætíð játa: A þig trúi’ eg, krossins gáta. Fullting veit, er fast að sverfur, fylgd mér ljá, er sýn mér hverfur, heim í lífsins björtu borg. (V.V. Snævarr.) ** Góður og gegn vinur er að velli lagðui’. Sá bjarmi, sem frá honum stafaði í jarðlífi, er nú ti-úarloginn, sem lifir frammi fyrir náðarstóli Guðs. Mæt eru kynmn góðu er hófust á öndverðum síðasta áratug. Þá gegndi hann starfi sýslumanns á Seyðisfirði. Um líkt leyti slitu hug- myndii’ og ráðagjörðir bamsskónum á meðal kirkjulegra aðila á Austur- landi um að reisa Kirkjumiðstöð við Eiðavatn. Kallaður var hann inn i raðir leikra og lærðra og með einlæg- um og eldlegum áhuga, jákvæðni, og baráttugleði varð hann mikilvægur drifkraftur og gegndi um skeið for- ystu í að gera þann draum að veru- leika. Lipurðin einstök og léttleiki ~ fyrirrúmi og vinnubrögð fumlaus. Sannarlega var þar réttur maður á réttum stað á réttum tíma og happ fyrir kirkjustarf eystra að fá að njóta krafta hans. Lán var og að fá að kynnast eigin- konu hans Gyðu og trúmennsku hennar í garð kirkjunnar. Bæði vom þau hjónin kirkjunni og mannlífi kærkominn fengur og lögðu fram sinn dijúga skerf af fúsleik og ósín- gimi. Með ríkt þakklæti í huga kveðjum,, -»■ við mikinn öðling og velgjörðarmann og vottum um leið eiginkonu og fjöl- skyldu innilegustu samúð. Guð blessi þau öll og styrki og helgi bjarta og heiðríka minningu um góðan dreng. Stjóm Kirkjumiðstöðvar Austurlands. t Elskuleg móðir okkar, AUÐBJÖRG INGIMARSDÓTTIR frá Laugarási, síðast til heimilis að Grensásvegi 56, Reykjavík, lést á Landakotsspítala þann 24. maí. Okkar bestu þakkir til starfsfólks fyrir frábæra umönnun. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sólveig Ingibergsdóttir, Arnór Ingibergsson, Geirlaug Ingibergsdóttir, tengdabörn og barnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, SIGURÐUR ÓLAFSSON Hringbraut 50, áður til heimilis á Nesvegi 57, Reykjavík, lést fimmtudaginn 4. júní. F.h. aðstandenda, Björg Þorkelsdóttir. t Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns, GUÐMUNDAR JÓNASSONAR húsasmíðameistara, Selbrekku 30, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sunnuhlíðar fyrir hlýju og alúð í veikindum hans. Maria Sófusdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.