Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Álitsgerð tvegg;ja lögmanna unnin að beiðni Fiims Ingólfssonar Viðskiptaráðherra fór ekki með ósannindi SAMKVÆMT álitsgerð tveggja hæstaréttarlög- manna, Andra Árnasonar og Gunnars Jónssonar, sem unnin var að beiðni Finns Ingólfs- sonar, viðskiptaráðherra, og fjallar um þau atriði er tengjast málefnum eignarleigufyrirtækisins Lindar hf. og afskiptum ráðherra af þeim mál- um, fór viðskiptaráðherra ekki með ósannindi þegar hann svaraði óund- irbúinni fyrirspurn Ástu R. Jó- hannesdóttur, alþingismanns, hinn 3. júní 1996, að honum hafí verið óheimilt að upplýsa Alþingi um til- vist skýrslu Ríkisendurskoðunar á þeim tíma sem fyrirspurnin var borin upp og að viðskiptaráðherra hafí gert rétt að eftirláta bankaráði Landsbanka Islands ákvörðun um aðgerðir vegna málefna Lindar hf. Álitsgerðin fer hér á eftir í heild sinni: „Til okkar hefur leitað Finnur Ingólfsson, viðskiptaráðherra, og farið þess á leit, að við látum í ljós álit okkar á tilteknum atriðum er tengjast málefnum eignarleigufyi’- irtækisins Lindar hf. og afskiptum hans af því máli. Til grundvallar álitinu liggja eftir- farandi gögn: 1. Alþingistíðindi, endurrit af 158. fundi Alþingis 1996, óundirbú- in fyrirspurn til viðskiptaráðherra um málefni Lindar hf. 2. Skýrsla Ríkisendurskoðunar til formanns bankaráðs Lands- bankans um málefni Lindar hf., dags. 29. mars 1996. 3. Bréf formanns bankaráðs Landsbanka íslands til viðskipta- ráðherra, dags. 19. apríl 1996. 4. Svar viðskiptaráðherra við bréfí formanns bankaráðs frá 19. apríl 1996, dags. 14. júní 1996. 5. Greinargerð bankaeftirlits Seðlabanka Islands „Hlutverk við- skiptaráðherra við yfirstjóm ríkis- viðskiptabanka," dags. 25. maí 1998. , 6. Álitsgerð lagastofnunar Há- skóla íslands „um tiltekin efni varðandi starfsemi Ríkisendur- skoðunar", dags. 31.10.1989. Af athugun ofangreindra gagna teljum við álitaefnin koma fram í þeim þremur spurningum, sem settar eru fram hér að neðan: Veitti viðskiptaráðherra Alþingi rangar upplýsingar? Bar viðskipta- ráðhema skylda til þess að upplýsa Alþingi um skýrslu Ríkisendur- skoðunar um málefni Lindar hf. frá 29. mars 1996? Bar viðskiptaráð- herra að hlutast til um rannsókn á málefnum Lindar hf., eftir að hafa fengið bréf bankaráðs Landsbanka íslands 19. apríl 1996? I Veitti viðskiptaráðherra Alþingi rangar upplýsingar? Samkvæmt 49. gr. þingskapalaga nr. 55/1991, gefst þingmönnum færi á að bera upp tvenns konar fyrir- spumir við ráðherra. Annars vegar er um að ræða svonefndar almenn- ar fyrirspumir sem eru prentaðar og dreift um þingheim. Ráðherra er veittur minnst átta til tíu daga frestur til að svara slíkum fyrir- spurnum. Hins vegar er um að ræða svokallaðar óundirbúnar fyr- irspurnir, sem bornar eru fram munnlega. Á fundi Alþingis hinn 3. júní 1996 var beint til viðskiptaráðherra fyr- irspurn um málefni Lindar hf. Oumdeilt er að fyrirspurnin byggð- ist á 7. mgr. 49. gr. þingskapalaga (óundirbúin fyrirspurn/svar). Þegar svo stendur á gefst viðkomandi ráð- herra ekki tóm til þess að undirbúa svar sitt, sbr. yfirlýsingar forsætis- nefndar Alþingis þar að lútandi. Sá þáttur fyrirspurnarinnar, sem máli skiptir varðandi úrlausnarefn- ið, hljóðaði þannig: „Er það rétt að tap Landsbankans vegna Lindar hafí verið á milli 600 og 700 millj. kr.?“ Svar ráðherra við framangreindu var eftirfarandi: „... upplýsingar... um tap Lands- bankans á einstökum eignarfyrir- tækjum bankans eða einstökum við- skiptamönnum bankans þekki ég ekki. Það hefur hins vegar oft kom- ið fram á Alþingi hvert tap Lands- bankans hefur verið í heild sinni á undangengnum árum. Þær upplýs- ingar liggja allar fyrir í þingskjölum og eru hverjum og einum þing- manni opinberar, sem og öðrum. Nú veit ég, hv. þm., að bankaráð Landsbankans er að fjalla um út- lánatöp bankans á undanförnum ár- um. Ég býst fastlega við að málefni Lindar sem og töp annarra aðila sem Landsbankanum tengjast verði skoðuð í því samhengi." Fyrirspyrjandi ítrekaði fyrir- sjíurn sína og sagði þá meðal ann- ars: „Það er mjög merkilegt að heyra það hér af vörum hæstv. bankamálaráðherra að hann þekki ekki tap vegna Lindar, sem er eitt stærsta tap Landsbankans frá upp- hafí vegna eins fyi’irtækis. Það er krafa almennings að fá svör við þeim spurningum sem ég lagði fram...“ I svari ráðherra kom m.a. þetta ft’am: „... Það hefur ekki verið sund- urgreint nákvæmlega hverju bank- inn hefur tapað,... Enda hygg ég að það séu trúnaðarmál milli viðkom- andi bankastofnana hvort sem það eru hlutafélagabankar eða ríkisvið- skiptabankar sem þar er um að ræða. Þessar heildarapplýsingai’ liggja fyrii' og ég ítreka að ég þekki þær ekki nákvæmlega. Eg hef reyndar heyrt eins og hv. þm. í fjöl- miðlum að tap bankans hafi verið mikið vegna tiltekins fyrirtækis en ég treysti mér ekki til að fullyrða að þær upplýsingar séu réttar. Banka- ráð bankans ber auðvitað ábyrgð á rekstri bankans og bankastjórarnir síðan ábyrgð á rekstri bankans gagnvart bankaráðinu." Fyrir liggur að á þeim tíma sem fyrirspurnin kom fram, höfðu ráð- herra borist bæði skýrsla Ríkisend- urskoðunar frá 29. mars 1996 og bréf formanns bankaráðs Lands- banka Islands frá 19. apríl sama ár, en ekkert liggur fyrir um að ráð- herra hafi haft aðrar upplýsingar um tap Landsbankans vegna Lind- ar hf., er fyrirspurninni var svarað. I skýrslu Ríkisendurskoðunar er m.a. fjallað um ábyrgðarveitingar Landsbankans til handa Lind hf. Þar kemur fram að ábyrgðaryfir- lýsingar Landsbankans vegna Lindar hf. hafí numið 400 milljón- um ki’óna þegar endurskoðað árs- hlutauppgjör 1994 lá fyrir. Af hálfu Ríkisendurskoðunar var gerð at- hugasemd við veitingu ábyrgðanna og frágang þeirra. Þeim upplýsing- um verður hins vegar ekki jafnað til þess að Ríkisendurskoðun hafi staðfest með afdráttarlausum hætti tap Landsbankans vegna Lindar hf., en að því laut fyrirspurn þing- mannsins. Með vísan til þessa verð- ur ekki séð að viðskiptaráðherra hafí í svari sínu gefíð Alþingi rang- ar upplýsingar úr skýrslu Ríkis- endurskoðunar um tap Landsbank- ans. I fyrrnefndu bréfi formanns bankaráðs Landsbankans frá 19. apríl 1996, er fjallað um ýmis mál- efni tengd_ Lind hf. Þar segir meðal annars: „I september 1994 ákvað bankaráð Landsbankans að hætta starfsemi eignarleigufyrirtækisins Lindar hf. sem bankinn hafði smám saman eignast að fullu en eignaðist fyrst hlut í með kaiipum á Sam- vinnubankanum hf. Akveðið var að sameina Lind hf. Landsbanka Is- lands. Ástæða þess var sú að rekstrargrundvöllur fyrirtækisins var brostinn, eigið fé þess uppurið og ljóst að Landsbankinn þyrfti að taka á sig a.m.k. 400 milljóna króna tap vegna afskrif'ta á útistandandi kröfum Lindar hf. Nú hefur komið í ljós að um enn hærri fjárhæðir er að ræða..." Bréf formanns bankaráðs laut í reynd að öðrum atriðum en ná- kvæmum tölulegum upplýsingum um tap Landsbankans af Lind hf., þó svo að í inngangi bréfsins komi fram að tapið væri a.m.k. 400 millj- ónir króna og „komið [hefði] í ljós að um enn hærri fjárhæðir er að ræða“. Bréfíð verður hvorki skilið svo, að um sé að ræða skýrslu bankaráðs um endanlegt tap Landsbankans af Lind hf. né að öðru leyti staðfesting á endanlegu tapi bankans af félaginu. Fyiirspurnin tók til þess hvort „tap Landsbankans vegna Lindar hafi verið á milli 600 og 700 millj. kr.?“. Með vísan til þess að upplýs- ingar fomanns bankaráðs Lands- bankans til ráðheira voru ekki ná- kvæmari en að framan greinir og þar sem ætla verður að á þessum tíma hafí raunverulegt tap bankans ekki legið fyrir, getur svar ráðherr- ans við fyrirspurninni ekki talist rangt. Hér ber að ítreka að um var að ræða óundirbúið svar ráðherra um tap banka af rekstri tiltekins fyrir- tækis. Telja verður óábyrgt að fjall- að sé um slík málefni opinberlega meðan ekki liggja fyrir nákvæmari upplýsingar en að framan greinir. Þó má benda á að í svari ráðherra kom fram, að honum var kunnugt um fjölmiðlaumræðu um meint tap Landsbankans vegna Lindar hf., en hann treysti sér ekki til þess að full- yrða að upplýsingar sem þar komu fram væru réttar. Með vísan til framanritaðs teljum við að svar ráð- herra við fyrirspurn um tap Lands- bankans vegna Lindar hf. hafi ekki verið rangt. II Bar viðskiptaráðherra skylda til þess að upplýsa Alþingi um skýrslu Ríkisendurskoðunar um málefni Lindar hf. frá 29. mars 1996? Fyrir liggur að nefnd skýrsla Ríkisendurskoðunar var unnin fyrh' bankaráð Landsbankans. Svo sem fram kemur í upphafi skýrslunnar felur hún í sér „athugun Ríkisend- urskoðunar á málefnum Lindar hf. og Landsbankans". Ljóst er af skýrslunni, að hún er ekki endanleg niðurstaða Ríkisendurskoðunar um málið, enda er lagt til í niðurlagi hennar að bankaráð Landsbankans láti rannsaka nánar tiltekna þætti sem vikið er að í skýrslunni. I skýi-slunni er m.a. fjallað um hugsanlega ábyrgð stjórnar og framkvæmdastjóra Lindar hf. I nið- urlagi kaflans um ábyrgð stjórnar félagsins segir: „verður að telja lík- ur til þess að eftirlit stjórnar með störfum framkvæmdastjóra hafí ekki verið sem skyldi, þótt hér sé ekki tekin afstaða til þess hvort stjómarmenn hafi bakað sér bóta- eða refsiábyrgð með athafnaleysi sínu“. Um þátt framkvæmdastjór- ans segir m.a.: „Þegar litið er ann- ars vegar til fjölmargi’a skýrslna endurskoðanda og bankaeftirlits um málið og hins vegar til hins mikla taps ... verður að telja fyllstu ástæðu fyrir bankaráð Landsbank- ans að láta með einum eða öðrum hætti kanna starfshætti fymim framkvæmdastjóra Lindar hf. og grípa síðan til viðeigandi ráðstaf- ana...“ I ljósi þess sem að framan gi'einir liggur fyrir að skýrsla ríkisendur- skoðanda fól í sér hugleiðingai’ um mögulega ábyrgð ýmissa einstak- linga vegna stjórnunar Lindar hf., en hins vegar var ekki tekin afstaða til þess hvernig með máli skyldi far- ið. Skýrslan var liður í rannsókn bankaráðsins á því hvort höfða skyldi mál á hendur tilgreindum einstaklingum eða krefjast opin- berrar rannsóknar á málefnum Lindar hf., eins og m.a. kemur frara í bréfi bankaráðsins til ráðhen’a frá 19. apríl 1996. Þar sem um var að ræða ábendingar um hugsanleg refsiverð brot tiltekinna einstak- linga verður að telja að ráðherra hafi verið óheimilt að fjalla um skýrsluna á Alþingi, áður en ákvörðun um framhald málsins hafði verið tekin af þar til bærum aðilum. Til hliðsjónar má benda á, að ætla verður að skýrsla Ríkisendurskoð- unar teldist undanþegin upplýs- ingarétti skv. 2. tl. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Með vísan til framangi-einds er það niðurstaða okkar að ráðherra hafi ekki verið heimilt að upplýsa Alþingi um tilvist skýrslu Ríkisend- urskoðunar þegar hann svaraði fyr- irspurninni 3. júní 1996. III Bar viðskiptaráðherra að hlutast til um rannsókn á málefnum Lindar hf., eftir að hafa fengið bréf banka- ráðs Landsbanka Islands 19. apríl 1996? Með bréfí sínu til viðskiptaráð- herra 19. apríl 1996 gerði bankaráð- ið viðskiptaráðherra grein fy'ir málefnum Lindar hf. og sendi hon- um jafnframt skýrslu Ríkisendur- skoðunar frá 29. mars 1996. í niður- lagi bi’éfsins segir: „I niðurstöðum skýrslunnar bendir Ríkisendur- skoðun á að rétt kunni að vera að rannsaka enn nánar ýmsa þætti sem minnst er á í skýrslu hennar m.a. til þess að unnt sé að leggja mat á hvort rétt sé að halda áfram frekari aðgerðum í málefni Lindar hf. Bankaráðið hefur enga ákvörðun tekið að svo komnu máli um frekarí aðgerðir í málinu en vill að höfðu samráði við bankastjórn senda gi’einai'gerð Ríkisendurskoðunar til yðar hr. viðskiptaráðherra og óska eftir samráði við yður um framhald málsins samanber ákvæði banka- laga um yfirstjórn málefna í-íkisvið- skiptabanka.“ Svar viðskiptaráðhen-a til banka- ráðsins er dagsett 14. júní 1996. Þar sagði meðal annars: „Samkvæmt 39. gr. laga nr. 43/1993 um við- skiptabanka og sparisjóði hefur bankaráð yfiramsjón með starfsemi viðskiptabanka, eftirlit með rekstri þein-a og tekur ákvarðanir um veigamikil atriði í stjórn og rekstri stofnunarinnar. Það er því hlutverk bankaráðs að taka ákvörðun um að- gerðir í tilvitnuðu máli. Telji banka- ráð ástæðu til sérstakra aðgerða í málinu, er því rétt að leita til þeirra aðila sem fara með opinbert vald í hverju tilviki." Hlutverk viðskiptaráðhen’a í yfir- stjórn ríkisviðskiptabanka er fyrst og fremst almenn stjórnarfarsleg ábyrgð, sem þó takmarkast af því að þingkjörið bankaráð fer með yf- irumsjón ríkisviðskiptabanka. Sam- kvæmt því var viðskiptaráðherra rétt að eftirláta bankaráði Lands- bankans ákvörðun um aðgerðir vegna málefna Lindar hf. Því verð- ur ekki séð, að ráðherra hafí borið skylda til þess að taka framkvæðið af bankaráðinu, eða hlutast sjálfui’ til um opinbera rannsókn. Reykjavík 4. júní 1998, Andri Arnason, hrl. Gunnar Jónsson, hrl. Asta R. Jóhannesdóttir alþingismaður Segir lögfræðiálit um ráðherra ótrúverðugt ÁSTA R. Jóhannesdóttir, þing- maður þingflokks jafnaðarmanna, sagði í umræðum á Alþingi í gær að sér fyndist álitsgerð lögmann- anna tveggja, þeirra Andra Árna- sonar og Gunnars Jónssonar, um afskipti Finns Ingólfssonar við- skiptaráðherra af málefnum eign- arleigufyrirtækisins Lindar hf., ótrúverðug. í álitsgerðinni komast lög- mennimir m.a. að þeirri niður- stöðu að viðskiptaráðherra hafí ekki veitt Alþingi rangar upplýs- ingar þegar hann svaraði fyrir- spurn Ástu R. Jóhannesdóttur um málefni Lindar hf. í óundirbúnum fyrirspurnum fyrir rúmum tveim- ur árum. Ásta benti á í umræðum á Al- þingi í gær að lögmennirnir hefðu í álitsgerð sinni aðeins fjallað um fyrri spurningu sína til ráðherra fyrir tveimur árum, þ.e. um þá spurningu hvort rétt væri að tap Landsbanka Islands vegna Lindar hf. væri á milli 600 og 700 milljónir króna. Þeir hefðu á hinn bóginn ekki minnst á aðra spurningu sína sem var um það hvort ráðherra teldi ástæðu til að láta óháða aðila rannsaka málefni Lindar hf. þar sem um svo stórar upphæðir væri að ræða. Ásta benti á að viðskiptaráð- herra hefði ekki séð ástæðu til að svara síðastnefndu spurningunni á sínum tíma. Þar með hefði hann leynt Alþingi upplýsingum þar sem að á sama tíma hefði hann haft á borði sínu skýrslu Ríkisend- urskoðunar um málefni Lindar hf. Ásta sagði því að af þessum sök- um væri álitsgerð lögmannanna ótrúverðug og kallaði hana jafnvel „syndakvittun ráðherra“. Nokkrir aðrir þingmenn stjórnarandstöðu töldu einnig að um ótrúverðuga álitsgerð væri að ræða, að því er fram kom í umræðum á Alþingi í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.