Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1998 27 ERLENT Stjórn Shevardnadzes Georgiuforseta verður fyrir álitshnekki Aðskilnaðarsinnar vinna áfansasiöfur Reuters. ^ NÝIR bardagar milli skæruliða að- skilnaðarsinna í Abkhasíu við stjórnarher Georgíu hafa, að mati fréttaskýrenda, veikt stöðu ríkis- stjómar Eduards Shevardnadzes, sem annars hafði gert sér vonir um að geta sameinað landsmenn og styrkt stöðu sína á því að koma í gang útflutningi á olíu frá Kaspía- hafssvæðinu. Stjórnarhollir Georgíumenn í fjallahéruðum við útjaðar þess svæðis, sem aðskilnaðarsinnaðir Abkhasar hafa haft á valdi sínu, FYRRVERANDI forseti Irans skoraði í fyrradag á Bandaríkja- stjórn að sýna andstöðu sína við hryðjuverk í verki með því að snú- ast gegn skæruliðasamtökunum Mujahideen Khalq en bandamenn þeirra eru með skrifstofur í Wash- ington. Bandaríkjastjórn fordæmdi sl. miðvikudag írönsku skæruliðasam- tökin, sem hafa bækistöðvar í Irak, en á þriðjudag stóðu þau að sprengjutilræði í Teheran, höfuð- borg írans. Beið einn maður bana en sex særðust. „Ef Bandaríkjastjórn vill í raun berjast gegn hryðjuverkum ætti biðu í síðustu viku ósigur fyrir skæruliðum og þurftu að minnsta kosti 20.000 Georgíumenn að flýja þaðan yfir á svæði sem er í örugg- um höndum stjómarhersins. Þessar skærur, þar sem léttvopn- aðir hópar Georgíumanna áttu í höggi við skæruliða Abkhasa, voru þær verstu frá því endi var bundinn á borgarastríðið sem geisaði í land- inu 1992-1993. Um 10.000 manns létu lífið í þeim átökum, en stríðinu lyktaði með því að aðskilnaðarsinn- ar héldu yfirráðum jdir allstóru hún að snúast gegn bandamönnum Mujahideen Khalq í Bandaríkjun- um,“ sagði Akbar Hashemi Rafsanj- ani, fyrrv. forseti írans. Sagði hann, að íranir gætu haldið hryðjuverka- mönnum í skefjum í sínu landi en Bandaríkin og sum Evrópuríki, sem styddu hryðjuverkahópa, ættu að taka til hendinni heima hjá sér. Þjóðlega andófsráðið, sem er tengt Mujahideen, er auk Washingtons með skrifstofur í nokkrum evrópsk- um höfuðborgum. Rafsanjani, sem er nú formaður valdamikillar ráðgjafarnefndar, er taiinn einn af þremur valdamestu mönnum í íran. landssvæði, en þessi sjálfsstjórn Abkhasa hefur ekki hlotið alþjóð- lega viðurkenningu. Svæðið þaðan sem Georgíumenn- irnir flúðu nú undan Abkhösum var eina héraðið í hinni eiginlegu Abk- hasíu þar sem Georgíumenn voru enn fjölmennir meðal íbúanna, og hafði stjórnarherinn gert sér vonir um að með því að halda yfirráðum yfir þessu svæði væri auðveldara að endurheimta yfirráð yfir allri Abk- hasíu. Neitaði að senda herlið til aðstoðar Shevardnadze neitaði að senda herlið til aðstoðar vopnuðum íbúun- um, en 1.500 manna rússneskt frið- argæzlulið var á svæðinu. Sagði for- setinn að sendi hann herinn á vett- vang leiddi það til nýs allsherjar- stríðs. En að stjóm hans hafi sýnt sig ófæra um að verja byggðir Ge- orgíumanna á þessu meinta hlut- lausa svæði veikir ótvírætt stöðu hennar. „Shevardnadze hefur beðið mik- inn álitshnekki við þessa atburði,“ sagði Alexander Rondeli, prófessor í alþjóðastjórnmálum við Tbilisi-há- skóla. „Þeir varpa ljósi á það hvem- ig hann hefur eftir sem áður engin ráð til að ráða við aðskilnaðarsinn- ana og ná aftur jrfimáðum yfir öllu landinu, en hann hefur sett mann- orð sitt að veði íyrir því,“ sagði Rondeli í samtali við fréttastofu Reuters. Rafsanjani brýnir Bandaríkjamenn eran. Reuters. Reiðilestur um stjórn Jeltsíns Moskvu. Reuters. ALEXANDER Solzhenítsyn, sem er ólatur við að segja löndum sín- um, Rússum, til syndanna, hefur nú gefið út bók, sem er einn sam- felldur reiðilestur um stjórn Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, og aðra svokallaða mátt- arstólpa samfélagsins. í bókinni, „Rússlandi í dauðateygjuni“, fjall- ar nóbelsskáldið Solzhenítsyn, sem vantar aðeins ár í átt- rætt, um niargt af því, sem miður fer í land- inu, og af sama krafti og tilfinningahita og þegar hann opnaði augu umheimsins fyrir hryllingnum í þræla- búðum kommúnista. „Hinir óðu leiðtogar þessa lands eru að drepa það. Við skrimt- um í einhveiju tóma- rúmi á milli glataðrar fortíðar og framtíðar, sem spáir okkur illu,“ segir rithöfundurinn. Líkir hann rússnesku lýðræði við „vofu“ og segir, að ekki sé ljóst hveijir haldi um stjórnvölinn, rík- isstjórnin, þingið, bankamennirnir eða einhver óttaleg samsuða þeirra allra. „Það er þó alveg víst, að þessum leiguþýjum stendur á sama hvort fólkið í landinu lifir eða deyr.“ „Dagur í lífi Ivans Denísovítsj", sem byggð er á reynslu Solzhenitsyns af átta ára langri vinnubúðavist, kom út í Sovétríkj- unum 1962 en margar siðari bóka hans voru bannaðar þótt þær bær- ust manna á milli í ólöglegum út- gáfum. „Gúlag-eyjaklasinn“, stór- verk Solzhenítsyns um þrælabúða- kerfið, kom út á rússnesku 1973 en var þá gefið út af forlagi rúss- neskra útlaga í París. Var bókin síðar þýdd á 50 tungur og seldist í stórum upplögum. „Rússland í dauða- teygjum" kom út á fimmtudag og fæst aðeins í einni bókabúð í Moskvu. Var hún ekki prentuð nema í 5.000 eintökum vegna þess, að útgefandinn vissi ekki hveijar við- tökurnar yrðu. Solzhenítsyn hefur ekki sömu áhrif í Rússlandi og hann hafði áður og sumt gamalt fólk kennir honum um að hafa eyðilagt gamla kerfið. Aðrir segja, að hann hafi snúið of seint til baka en hann kom heim frá Bandarfkj- unum 1994. Sumir nefna líka, að orð hans og umvandanir drukkni einfaldlega í öllu upplýsingaflóð- inu nú á dögum auk þess, sem hann sé ekki auðveldur aflestrar. „Fólkið styður hann samt,“ sagði verkfræðingurinn Níkolaj Kúksov þegar hann kom út úr búð- inni með bókina undir hendinni. „Eg ætla að lesa hana og lána ná- grönnum minum til að þeir geti séð hvar við erum stödd _ í algerri blindgötu." Alexander Solzhenítsyn SLATTUVHJIMARKAÐURIIWI Sláttuvélar - Hekkklippur - Garðtætarar - Sláttuorf - Keðjusagir - Jarðborar Flymo E330 Létt lottpúðavél. Hentug fyrir litlar lóðir. Léttog meðfærileg með safnkassa fyrir grasið. 1400W rafmótor. i Verð kr. 26.995 / Husqvarna vélorf Fyrir atvinnumanninn. Bensínknúin vélorf sem henta vel til þess að slá kanta, 9* grasbrúska og illgresi. 44,5 cc mótor. Sláttuhaus og diskur fylgja. Verð kr. 59.024 Hekkklippur með snúningshandfangi Einu klippurnar á markaðnum með snúningshandfangi. ' 65 og 75 sm sverð. _ 5,3 og 5,5 kg. ■ Verð kr. 59.665 liaHIIU.IILIJL11 Flymo E400 Létt loftpúðavél. Hentug fyrir litlar lóðir Létt og meðfærileg. 1500W rafmótor. Verð kr. 23.904 Husqvarna Rider 970 BioClip Hagkvæm aksturssláttuvél með sjálfvirkri kúplingu. Fimm gírar áfram og einn aftur. Vélinni má snúa við á 20 sm bletti. Sláttubreidd 103 sm með þriggja blaða BioClip sláttudekk. Sláttuhæð 4 - 9 sm. 15.5 hp mótor. Verð kr. 469.749 ÆfpflgB Flymo GT500 Létt loftpúðavél. Notuð af atvinnumönnum. Hentug fytir brekkur, stórar lóðir og erfiðar aðstæður. 5 hp tvígengismótor. Breidd 50.5 sm. Verð kr. 69.745 Flymo 460 Pro vélorf Bensínknúið vélorf fyrir sumarbústaði og heimagarða. 32.5 cc mótor. 6,1 kg. Sláttuhaus og diskur fylgja. Verð kr. 28.683 BigFoot áburðar- og saltdreifari Verð kr. 60.572 MTD Greinakurlari Kurlar 2” stofna, greinar og lauf. 5.5 hp Tecumseh mótor. Verð kr. 73.064 Faxafeni 14. Sími 568 5580. Opið mán. - fös. 9 -18. Lau. 10 -14 ttðHusqvarna ©Husqvarna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.