Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1998 29 NEYTENDUR Verðkönnun ASI, BSRB og Neytendasamtakanna á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum Kjarval, Samkaup og Hraðkaup lægst Á SUÐURLANDI er verð lægst í Kjarvali á Selfossi, á Vesturlandi er hagstæðasta verðið í Hraðkaupi og á Vestfjörðum i Samkaupum. Þetta kemur fram í verðkönnun sem starfsfólk samstarfsverkefnis ASI, BSRB og Neytendasamtakanna gerði á 83 algengum vörum í 22 matvöruverslunum á Suðurlandi, sunnanverðu Vesturlandi, Vest- fjörðum auk fimm verslana á höfuð- borgarsvæðinu sem teknar voru til samanburðar. Alls voru því 27 verslanir í könnuninni, en tvær verslanir á Aki-anesi neituðu að vera með. KÁ 2% dýrari en Kjarval Að sögn Birgis Guðmundssonar verkefnisstjóra hjá samstarfsverk- efni ASÍ, BSRB og NS er verðið á Suðurlandi lægst í Kjarvali á Sel- fossi sem er í eigu KÁ, en næst á eftir kemur KÁ Selfossi sem er 2% dýrari en Kjarval. „Verðlag í KÁ Selfossi var borið saman við aðra könnun sem gerð var viku áður eða 20. maí og var ekki hægt að merkja verðbreyting- ar að undanskildum tómötum sem kostuðu 698 kr. viku áður en kost- uðu í þessari könnun 398 kr. kílóið.“ „Hraðkaup í Borgarnesi var með lægsta verðið á sunnanverðu Vest- urlandi miðað við þær verslanir sem voru í könnuninni. Þó viljum við vekja athygli á því að verslun Ein- ars Ólafssonar og verslunin Traðar- bakki sem eru báðar á Akranesi neituðu að vera með í könnuninni. Á Vestfjörðum er verð lægst. í Samkaupum á Isafírði. Lægra verð í Hraðkaupi en Nýkaupi Birgir bendir á að ef litið er til stórmarkaða, keðjuverslana og þeirra sem eiga í innkaupasamstarfí er verð hagstæðast í Fjarðarkaup- um og svo í Samkaupum en þessar verslanir voru teknar til saman- burðar. Þær voru einnig lægstar í verðkönnun á höfuðborgarsvæðinu viku áður. „Næst á eftir koma Kjarval á Sel- fossi og Hraðkaup í Borgarnesi en athygli vekur að verð á flestum vör- um er örlítið lægra í Hraðkaupi en Hagkaupi í Grafarvogi sem nú heit- ir Nýkaup, en Hagkaup rekur Hraðkaup. I þessum flokki verslana eru einnig verslanir sem eru í keðjunni Þinni verslun en mikill verðmunur er milli þessara verslana eða sem nemur 10%. Kaupgarður í Mjódd er ódýrust af verslunum í Þinni versl- un en hún var tekin til samanburðar ásamt Breiðholtskjöri. Kaupgarður í Mjódd er reyndar mjög stór versl- un en athygli vekur að næst á eftir henni eru Hverakaup í Hveragerði sem er mjög lítil verslun. Þá var Kaupfélag Steingi-íms- fjarðar á Hólmavík einnig flokkað með verslunum sem eiga í inn- kaupasamstarfi þar sem það kaupir inn með öðrum kaupfélögum. Vöruval með lægsta verðið Alls voru sjö verslanir sem teljast litlar sjálfstæðai' verslanir og þar af voru fimm á Vestfjörðum. Verslan- iraar utan Vestfjarða standa sig bet- ur, en Vöruval í Vestmannaeyjum er með hagstæðasta verðið af þessum verslunum. Næst á eftir kemur Grundaval á Akranesi. Yfir 10% munur er á þessum verslunum og þeim sem eru á Vestfjörðum. Af litl- um verslunum á Vestfjörðum er Metta á Tálknafirði með lægsta verð. Munur á matvöruverði milli keðju- verslana, stórmarkaða og verslana sem eiga í innkaupasamstarfi á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum verslanaíioo _________Verslun___________ Fjarðarkaup, Hafnarfirði Samkaup, Miðvangi, Hafnarf. Kjarval, Selfossi Hraðkaup, Borgarnesi Hagkaup, Grafarv., Reykjavík Samkaup, ísafirði KÁ, Selfossi Hlutfallslegur verðmunur KÁ, Vík. KÁ, Goðahr., Vestm.eyjum KÁ, Hellu. 94,5 94.7 94.7 Kaupf. Borgfirðinga, Borganesi KÁ,Tanganum, Vestm.eyjum Kaupgarður, Mjódd, Reykjavík Hverakaup, Hveragerði Eló, Skeiði, ísafirði 95,0 95,1 95.6 96.6 100,1 Skagaver, Akranesi Hornið, Selfossi Breiðholtskjör, Reykjavík Vöruval, Bolungarvík Kaupf. Steingr. fj., Hólmavík 100,6 101,2 102.7 104.8 110,2 Litlar sjálfstæðar verslanir Vðruval, Vestmannaeyjum Grundarval, Akranesi Metta, Tálknafirði 102,3 102,8 113,1 Sandafell, Þingeyri Gunnar Sigurðsson, Þingeyri Verslun Bjarna Eiríkssonar Búðin okkar, Suðureyri Nýtt Morgunblaðið/Ásdís Nýr ilmur ÞRJÁR nýjar ilmtegundir af Ajax hreingerningarlegi eni komnar á markað. í fréttatilkynningu frá Ó. Johnson & Kaaber hf. kemur fram að bleikur lögur frá Ajax angi eins og blómavöndur, sá gi'ætii ilmi eins og vorblóm og sá appelsínuguli sem sólblóm. ------------- Sumarsvali SÓL-Viking hf. er að setja á markað nýja teg- und af Svala sem heitir Sumar- svali. Umræddur di-ykkur verður einungis á mark- aðnum í sumar en Sumarsvali er appelsínudrykkur með léttu apríkósubragði. ------------- Islenskur fatnaður HEILDVERSLUNIN Sportís hef- ur hafið samstarf við franska fata- hönnuðinn Marion Muslin en hann hefur m.a. unnið fyrir tískuhús Kenzo og Karl Lager- feld. í fréttatil- kynningu frá Sportís segir að sportfatnaður- inn sem um er að ræða verði seldur undir merk- inu Iceblue en það er skrásett ís- lenskt vörumerki. Iceblue-fatnaðurinn fæst í versl- unum víða um land. Selja frosnar matvörur Frönsku brauðin eru vinsælust KJÖTLAUSIR réttir segja þau að verði æ vinsælli og nýlega hófu þau innflutning á ýmsum vörum sem framleiddar eru að stórum hluta úr „Myco próteinum". í GLÆSIBÆ er verslun sem heitir La Baguette og selur frosnar matvörur frá Frakklandi og Bretlandi. Það eru Beatrice Guido og John Sewell sem reka verslunina en þar er til dæmis hægt að fá ekta franskt bakkelsi og brauð, breskar kjötbökur og ýmsa grænmetisrétti. „Við byrjuðum fyrir nokki-um árum að ílytja inn til landsins brauð, kökur og eftirrétti frá Frakklandi sem ég þekkti vel,“ segir Beatrice en hún er frönsk og hefur búið hér á landi á annan áratug. „Islendingar tóku mjög vel við þessari nýjung og við höfum síð- an verið að auka úrvalið af frystum vörum smám saman. John er frá Bretlandi og hann þekkir kjötbökur mjög vel og við kaupum þær aðal- lega frá fyrirtækinu Butcher and Baker. Þá erum við líka með vörur frá fyrirtæki sem heitir Iceland og sérhæfir sig í frystivörum. Frá því fyi'irtæki höfum við verið að flytja inn frosið gi-ænmeti, tilbúna rétti og kökur. Við erum t.d. með kjúklingabök- ur, svína- og nautakjötsbökur bæði í einstaklingsskömmtum og síðan fyrir nokkra. Þá hafa kartöflu- króketturnar og gi'atíneruðu kart- öflurnar verið vinsælar svo og fisk- ur og franskar að breskum hætti.“ Kjötlausar bökur Nýlega hófu Beatrice og John innflutning á vörum frá breska fyr- irtækinu Quorn sem framleiðir kjöt- lausar matvörur eins og bökur, hamborgara og pylsur. Fram til þessa hafa þau selt kjötlausar bökur frá fyrirtæki Lindu McCartney. Þessar nýju vörur frá Quorn eru aðallega framleiddar úr svokölluð- BEATRICE Guido og John Sewell sem reka verslunina La Baguette í Glæsibæ. um „Myco“ próteinum sem eru sveppaprótein og Beatrice segir að séu trefjarík og með lítið fituinni- hald. - En hvernig er verðið? „Við seljum t.d. einstaklingsbök- urnar á 65-200 krónur, 400 gramma ostakaka kostar 435 krónur og fisk og franskar fyrir tvo seljum við á 390 krónur." Morgunblaðið/Golli Rot-, safn- og hreinsi- hvati FRIGG hf. hefur hafið fram- leiðslu á rot-, safn- og hreinsi- hvötum. í fréttatilkynningu frá Frigg hf. kemur fram að hreinsihvatinn sé umhverfis- vænt efni sem brjóti niður líf- rænan úrgang og eyði ólykt. Hreinsihvatinn hentar því fyrir ferða- og útisalerni og er sótt- hreinsandi. Rothvatinn er aftur á móti blanda af örverum og lífhvöt- um og hentar í rotþrær. Einnig er rothvatinn notaður til að losa stíflur í niðurfóllum og fitugildrum. Safnhvatinn er einnig blanda af örverum og lífhvötum sem eiga að geta brotið niður líf- rænan úrgang og hjálpað til við að breyta honum í mold. Safn- hvati eyðir einnig ólykt í safn- kössum. 20% afsiáttur af KðluoKawdsaki titanium umgjörbum dagana 4. til 7. júni sérstök kynning ó it’s titanium' Smáratorgi • Hamraborg 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.