Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Sérréttindi íslenskra aðalverktaka hf. til verktöku á Keflavíkurflugvelli Búist við að sett verði skil- yrði um dreifða eignaraðild STJÓRNENDUR íslenskra aðal- verktaka hf. reikna með að við stað- festingu á sérréttindum félagsins til verktöku á Keflavíkurflugvelli muni verða sett skilyrði um dreifingu hlutafjár í félaginu. Nefnir stjórnar- formaður félagsins 7% hámarkseign í því sambandi. Boðað verður til hluthafafundar í félaginu á næst- unni til að afgreiða tillögu um að skerða efnahag félagsins með því að lækka hlutafé félagsins um 800 milljónir og greiða féð út til hlut- , hafa. Fyrsti aðalfundur Islenskra aðal- verktaka hf. (ÍAV) var haldinn í gær en félagið tók við starfsemi sameignarfélags með sama nafni á nýliðnu ári. Kom fram að stefnt er að skráningu félagsins á Verðbréfa- þingi en þó er búist við að það takist ekki fyrr en í haust. Selja 25-32% hlutafjár Fram kom í ræðu Jóns Sveins- sonar stjórnarformanns að gert væri ráð fyrir því að hluti af eign ríkisins og Landsbanka Islands, 25 til 32% af heildarhlutafé Aðalverk- taka, kæmi til sölu í haust, í íyrsta áfanga. Gert er ráð fyrir því að starfsmönnum gefist kostur á að kaupa hlut og að annar hluti verði boðinn almenningi til kaups í dreifðri sölu og með tilboðsfyrir- komulagi. Stjórnendur félagsins hafa ákveð- ið að leggja til við hluthafafund á næstunni að eigið fé Islenskra aðal- verktaka verði skert um 800 millj- ónir kr. með útgreiðslu til hluthafa. Á fundinum í gær var ákveðið að greiða 154 milljónir kr. í arð og nema heildargreiðslur til hluthafa því 954 milljónum kr. íslenskir aðalverktakar hf. hafa sérréttindi til verktöku fyrir varn- arliðið og er gert ráð fyrir að þau haldist til 2003. Fram kom hjá Jóni að von væri á formlegri staðfestingu utanríkisráðherra og taldi hann lík- legt að réttindin yrðu skilyrt. Pannig kunni tilnefningin að vera skilyrt eignadreifingu, til dæmis að einn hluthafi mætti ekki eiga meira en 7% hlut í félaginu á þessu tíma- bili. Að öðrum kosti gæti rétturinn fallið niður. ■ Efnahagur skertur/22 * Ovenju mikið af fíflum MEIRA ber á túnfiflum á Suð- vesturhluta landsins nú en undanfarin ár og eru þeir jafn- framt stærri og bústnari en í meðalári. Björn Gunnlaugsson garð- yrkjukandidat segist telja að mikil úrkoma í maí hafi haft þessi örvandi áhrif á vöxt fífla í ár. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Islands var meðal- hiti í Reykjavík 6,6 gráður í maí, sem er örlítið hærra en í meðalári. Sólin var ekki jafn örlát á geisla sína og mældust tæplega 178 sólskinsstundir f maí, en í fyrra voru þær 213,5. Úrkoma í Reykjavík mældist nær 67 millimetrar í maí síð- astliðnum, en á sama tíma í fyrra var úrkoman rúmlega 14 millimetrar. Miðað við veður- farstölur áranna 1961-1990 var úrkoma í maí á þessu ári um helmingi meiri en í meðal- ári. ■ Illgresið má/D17 Morgunblaðið/Ásdís SIGURÐUR Kiernan verkfræðingur og Þorsteinn Sæmundsson jarðfræðingur skoða aðstæður í Hamrinum fyrir ofan Hveragerði. Nefnd um auðlindagjald Almannavarnir af- létta viðbragðsstöðu Jarðskjálftahrinan í rénun ALMANNAVARNIR ríkisins afléttu síðdegis í gær viðbragðsstöðu af hálfu nefndarinnai' sem sett var á í framhaldi jarðskjálftanna á síðari hluta fimmtudags. Var það gert eftir að skjálftavirkni minnkaði með eðli- legum hætti á Hengilssvæðinu og er ekki búist lengur við stórum skjálfta. Pó telur nefndin að sýna beri fyllstu ... varkárni á Reykjanesskaga og Suð- urlandsundirlendi og hvetur hún al- mannavarnamenn til að íylgjast vel með þróun og horfum á næstu dög- um og vikum. Skriður eftir jarðskjálftahrinu I Hamrinum yfir Hveragerði hafa orðið þó nokkrar breytingar í JJþskjálftahrinunni, sem staðið hefur yfir frá því á miðvikudag. Talsvert hefur hrunið úr fjöllum og klettum á Suðvesturlandi í skjálftunum. Eftir stóra skjálftann á fimmtudagskvöld- ið, sem mældist 5,3 á Richters- kvarða, mátti sjá að hrunið hafði úr talsvert gömlu sári í Hamrinum og þegar Morgunblaðið bar að síðdegis í gær voru þar staddir þeir Sigurður Kiernan verkfræðingur og Þorsteinn Sæmundsson jarðfræðingur frá snjóflóðadeild Veðurstofu íslands. Voru þeir að kanna afleiðingar skjálftanna síðustu daga. Höfðu þeir komið frá Grensdalsá við Reykjadal en þar hafði hrunið á sjö stöðum úr klettunum. ■ Hrinunni ekki/6 ALÞINGI kaus í gær níu manna nefnd sem hefur það hlutverk að fjalla um auðlindir sem eru eða kunna að verða þjóðareign. Nefnd- inni er ætlað að skilgreina þessar auðlindir á skýran hátt og hvernig skuli með þær farið. Nefndinni er einnig ætlað að skilgreina hvernig staðið skuli að gjaldtöku fyrir afnot af auðlindum í sameign þjóðarinnar með hliðsjón af þeim gjöldum sem fyrir eru. Davíð Oddsson forsætis- ráðherra kveðst vænta mikils af starfi nefndarinnar. Gert er ráð fyrir því af hálfu stjómarflokkanna að Jó- hannes Nordal, fyrrverandi seðla- bankastjóri, verði formaður nefndar- innar. Auðlindir þær sem hér um ræðir eru m.a. öll verðmæti í sjó og á hafs- botni innan efnahagslögsögu svo og í almenningum, afréttum og öðrum óbyggðum löndum utan heimalanda, námur í jörð, orka í rennandi vatni og jarðhita. Nefndin á að kanna mögu- leika á að nota auðlindagjald til að tryggja að afrakstur sameiginlegra auðlinda skili sér á réttmætan hátt til þeirra sem hagsmuna hafa að gæta. Níu manna nefnd Sæti í nefndinni eiga Jóhannes Nordal, fyrrverandi Seðlabanka- stjóri, Styrmir Gunnarsson ritstjóri, Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri, Ari Edwald, aðstoðarmaður dómsmála- ráðherra, Svanfríður Jónasdóttir al- þingismaðui-, Lúðvík Bergvinsson al- þingismaður, Eiríkur Tómasson hæstaréttarlögmaður, Ragnar Árna- son prófessor og Margrét Frímanns- dóttir alþingismaður. „Ég tel að stjórnarflokkarnir hafi sýnt að þeir ætli þessari nefnd tölu- vert hlutverk með þeim hætti sem þeir skipuðu til hennar," sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra „Það fer enginn þingmaður í nefndina af okk- ar hálfu heldur aðilar utan þings sem eiga að leiða saman sjónarmið. Meg- inhugsunin hjá okkur er að ná saman niðurstöðu sem góð sátt gæti orðið um milli stjórnarflokkanna og von- andi sem víðtækust í þjóðfélaginu. Við teljum nefndina mjög mikilvæga og valið í hana undirstrikar það. Fram kom tillaga á þingi um að setja tímamörk á störf nefndaiánnar en því var hafnað. „Nefndin, sem hef- ur víðtækt verkefni, eins og tillagan ber með sér, mun sjálf leggja drög að því. Það hefur ekki af hálfu stjórnar- flokkanna verið rætt við þá nefndar- menn sem tilnefndir voru af stjórnar- flokkunum um það hvernig þeir vinni sitt verk,“ sagði Davíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.