Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 70
70 LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1998 MORGUNB LAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Pipar- kökukarlinn Kenneth Nýjasta mynd Roberts Altmans Piparkökukarl- inn er glæpatryllir í hefðbundnum stíl, gerður eftir handriti John Grishams. Dagur Gunnarsson talaði við aðalleikarann Kenneth Branagh um piparkökur og sitthvað fleira. EF TIL vill kemur það á óvart að Robert Altman leikstýri Kenneth Branagh í hefðbundinni spennumynd gerðri eftir handriti John Grishams, en hann sagðist hafa slegið til því hann hefði aldrei gert spennumynd og allir vilji vinna með Altman, svo einfalt er það. Piparkökukallinn er myrkur glæpatryllir sem gerist eins og flestallar sögur Grishams í Suður- ríkjum Bandaríkjanna. Branagh leikur lögfræðinginn sem verður ástfanginn af fallegri þjónustu- stúlku (Embeth Davidtz) og flækist fljótt inn í hennar flókna og hættu- lega einkalíf. Faðir stúlkunnar er bókstafsti-ú- armaður (Robert Duvall) sem of- sækir dóttur sína og lögfræðingur- inn lætur setja hann á bak við lás og slá. Duvall er ekki lengi að sleppa þaðan, ræna börnum lög- fræðingsins og hefst þá eltingaleik- ur fram og aftur um stræti og frumskóga í nágrenni Savannah í Georgíufylki. Það er fellibylur á leiðinni og nálgast hann jafnt og þétt í réttu hlutfalli við spennu myndarinnar. Kenneth Branagh á að baki af- kastamikinn feril sem leikari, leik- stjóri, handritshöfundur og fram- leiðandi. I siðustu mynd sinni, Hamlet, gegndi hann öllum þess- um hlutverkum í einu. Skyldi hann sakna þess að hafa ekki haft fleiri skyldum að gegna í Pipar- kökukarlinum en leiklistinni? „Nei, þetta er næstum því eins og frí miðað við að koma Hamlet saman, það var svo mikil vinna á svo mörgum vígstöðvum, frá því að sannfæra fólk um að leggja peninga í þá mynd, að koma henni á fram- færi eftirá og allt þar á milli. Þó að ég sé mjög stoltur af Hamlet þá var það svo mikið álag í svo langan tíma að það var eiginlega léttir að losna undan allri þeim ábyrgð sem því fylgdi. Það er líka gaman að vinna með leikstjóra sem hefur svo ákveðna sýn á kvikmyndagerð sem sögu- form og sjá hvernig hann skapaði spennuþrungið andrúmsloft með litum, lýsingu og fleira. Hann hvatti okkur líka mikið til að spinna, þannig að maður þurfti að vera með á nótunum og vinna mikið með hon- um að sköpun myndarinnar, ég þurfti líka að vanda mig við að halda þessum bandaríska hreim sem hlutverkið krafðist, þannig að það var nóg að gera.“ Það er sagt að Altman sé mjög afslappaður leikstjóri. „Hann er eiginlega hálfgerður galdramaður, ég furðaði mig oft á því á tökustað hvernig í ósköpunum þetta myndi allt verða að einni heild, því hann virðist vinna í skipu- lagslausri en jákvæðri ringulreið. Það er viljandi gert held ég til að koma í veg fyrir tilgerðarlegan leik, viðbrögðin hjá manni verða ósjálf- ráð af því að það er ekki búið að æfa neitt. Ég fann ekkert fyrir því að hann væri stjórna manni, meira eins og hann vildi grípa þau augna- blik sem spruttu fram fyrir framan myndavélina. Sjálfur sat hann fyrir aftan vélina geislandi af áhuga eins og tólf ára strákur, hann hefur þann hæfíleika að fylla mann af orku og áhuga og skapa rétt and- rúmsloft." Lærðirðu eitthvað sem þú gætir notfært þér í eigin Ieikstjórn? „Já, t.d. tók ég eftir því bæði hjá Altman og Woody Allen sem ég var líka að vinna með nýlega (í mynd sem líklegast mun heita Celebrity) Hvorugur er hrif- inn af æfingum og báðir eru þeir sparneytnir á til- sagnir eða leið- beíningar til leik- aranna, ég skipa alltof mikið fyrir þegar ég leikstýri að báðir nota aðdráttarlinsuna mik- ið. í staðinn fyrir hefðbundnar nærmyndir nota þeir báðir langar tökur og ná nærmyndunum með aðdráttarlinsunni frekar en að klippa atriðin niður eftir hefð- bundnum formúlum. Hvorugur er hrifmn af æfingum og báðir eru þeir sparneytnir á tilsagnir eða leiðbeiningar til leikaranna, ég skipa alltof mikið fyrir þegar ég leikstýri. Þetta er fyrst og fremst spurning um að bera traust til leikaranna og þó að ég sé ekki meðvitað með lista yfir hluti sem ég ætla að breyta í eigin vinnubrögðum, þá held ég að ég hafi lært margt á því að fylgjast með hvernig þeir báðir komu fram við leikarana og fengu sínu fram- gengt án þess að haga sér eins og lævísir einræðisherrar." Nú er þitt nafn líklegast nánar tengt leikritum Shakespeares frekar en sögum John Grishams. Hvernig kom þetta til? „Já, það er líklegast alveg rétt hjá þér, mér bauðst þetta hlutverk og ég sagði að það færi alfarið eftir því hverjir aðrir væru með í þessu verkefni. Þetta þurfti auðsjáanlega sterkan leikstjóra sem gæti magn- að þessa sögu upp, og þegar Robert Altmann tók þetta að sér hugsaði ég mig ekki tvisvar um. Þetta hand- rit er ekki bók sem er búið að breyta í kvikmyndahandrit heldur er þetta upphaflega hugsað sem kvikmynd, en var skrifað af ungum Grisham áður en hann skrifaði skáldsögurnar sem hann er frægur fyrir. Handritið var búið að vera á þvælingi milli framleiðenda, John sagði sjálfur að það þyrfti að laga það töluvert til áður en tökur gætu hafist.“ Hvernig fannst þér sem bresk- um leikara að vinna í Bandaríkjun- um? „Það var allt svo undarlega kunnuglegt, ég er alinn upp á bandarískum bíómyndum eins við flest erum nú til dags og þess vegna fannst mér eins og ég hefði komið þangað áður. Ég kann vel við þessa tilfinningu, þetta er eins og að gera ímyndaðan heim að veru- leika og að fá að leika hlutverk sem maður hefur séð í mörgum kvik- myndunum gegnum árin er gaman, ég hef líka sérstaklega gaman af tryllum og spennumyndum." Nú er mikið í tísku hjá kvik- myndastjörnum að leika á fjölun- um hér í London, ætlar þú að rifja upp kynnin við leikhúsin á næst- unni? „Ég er ekki með neinar áætlanir í þá veruna, ég nýt þess að vinna við kvikmyndir, leikhúsvinnan pirr- ar mig dálítið vegna þess að hún er svo dýr og hlutfallslega fáir áhorf- endur komast að, ég er að vinna að kvikmyndahandriti sem ég vonast til að geta leikstýrt einhvern tíma.“ Enginn Shakespeare í uppsigl- ingu? „Ekki á næstunni, ég er enn að jafna mig eftir Hamlet, en þegar að því kemur þá verður það söngleik- ur, það er ennþá meiri vinna, ég er aðeins farinn að kanna það en legg ekki í að fara að veiða stjörnur og útskýra fyrir peningamönnunum að þetta verði frábær söngleikur eftir fjögurhundruð ára gömlu leikriti. Reyndar er Shakespeare í tísku þessa dagana, eftir Rómeó og Júlíu o.fl. myndir, þannig að kannski það geri róðurinn léttari. En ég hef heldur ekki áhuga á að verða eins manns Shakespearestofnun." DekaIopp FYRIR BYGGINGARIÐNAÐ • Epoxy inndælingarefni • Epoxy rakagrunnur • Epoxy steypulím r - m • Steypuþekja GOllla2Tlir IÐNAÐARGÓLF Smiðjuvegi P Smiðjuvegur 72, 200 Kópavogur Sími: 564 1740, Fax: 554 1769 “PP9HP júnítilboð GARY FISHER reiðhjólahjálmar 2.490 Verð áður: 2.990 kr. Gary Fisher reiðhjólahjálmar fyrir börn og fulloröna. Mónu Buffalo / Mónu Krembrauö Lion Bar. 125kr. Verð áður: 129 kr. Frón kremkex / Súkkulaði Marie. Verð áður: 50 kr. Verö áður: 50 kr. Bouchée, hvítt / Bouchée, rautt Mozartkúlur. Verð áður: 200 kr. Sóma samlokur / HI*C eplasafi 0,25 Itr. Hl-C appelsínusafi 0,25 Itr. Uppgrip eru á eftirtöldum stöðum: Sæbraut við Kleppsveg © Mjódd í Breiðholti Gullinbrú í Grafarvogi Hamraborg í Kópavogi - Alfheimum við Suðurlandsbraut Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ Háaleitisbraut við Lágmúla Vesturgötu í Hafnarfirði • Ánanaustum Langatanga í Mosfellsbæ ■ Klöpp við Skúlagötu Tryggvabraut á Akureyri olis léttir þér lífíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.