Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1998 61 INGIBJÖRG Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra, tók við fyrsta eintaki bókarinnar, sem inniheldur m.a. um 90 óhefðbundnar lækningaaðferð- ir og yfír 200 lýsingar á sjúkdómseinkennum. Hér má sjá f.v. Sigríði Harðardóttur, ritstjóra íslensku útgáfunnar, Ingibjörgu Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra og Pétur Má Ólafsson, markaðsstjóra Vöku- Helgafells. Heilsubók fjölskyldunnar er komin í bókabúðir. Alfræðibók um óhefð- bundnar lækningar Göngudagur um Laugardal 1 Minningar- athöfn á Akranesi MINNINGARATHÖFN um áhöfn Kveldúlfs MB 27 frá Akra- nesi verður sjómannadaginn 7. I júní en Kveldúlfur fórst í aftaka- | veðri 20. janúar 1933. Með Kveldúlfi fórust 6 menn: ’ Skafti Jónsson, formaður, f. 21.7. 1895, Einar Jónsson, formaður, f. 20.7. 1901, Guðmundur Jónsson, mágur þeirra, f. 28.9. 1906, Indriði Jónsson, vélstjóri, f. 2.2. 1899, Helgi Ebenesarson f. 24.7.1891 og Þorbergur Guðmundsson, f. 27.6. 1912. Einnig verður minnst Jó- hannesar Asgrímssonar sem tók ' út af Val MB 18 frá Akranesi 26.1. ( 1942. | Athöfnin verður haldin kl. 10 í Akraneskirkjugarði. Steinn til minningar um þá sem hafa týnst og ekki fundist var settur upp á sjómannasunnuadginn 5. júlí 1994 að tilstuðlan sr. Björns Jónssonar og sóknamefndar Akraness. Minningarsteinninn var hannað- ur af Steinsmiðju Sigurðar Helga- | sonar hf. Á honum er krossmark I og ritningarorðin: Orð Jesú; Eg lifi og þér munuð lifa. í kringum aðal- ( steininn eru lítlir steinar sem bera nöfn þeira sem farist hafa ásamt fæðingar- og dánardægri. Skips- hafnir hafa sameiginlegan stein en þeir sem hafa farist einir eru á sér steini. Sjómannamessa er síðan kl. 11 í Akraneskirkju. ( j Fyrirlestur um bókmenntaarf- leifð íslendinga vestanhafs ÍTARLEG alfræðiorðabók um óhefðbundnar lækningar og nátt- úrulegar leiðir til betra lífs er komin út á íslensku hjá Vöku- Helgafelli. Bókin heitir Heilsubók fjöl- skyldunnar en í henni er að finna Iýsingar á yfir 200 sjúkdómsein- kennum og öllum helstu óhefð- bundnu lækningaaðferðunum, ásamt með um 500 skýringar- myndum. Auk þess er skýrt tekið fram hvað beri að varast og hvenær leita skuli til læknis. Bókin er ætluð öllum þeim sem vilja fræðast um heilbrigðar og hættulausar leiðir til betra lífs, segir í fréttatilkynningu. I Heilsubók fjölskyldunnar er m.a. að finna lista yfír algeng sjúkdómseinkenni, áhrifaríkar leiðir til lækninga og upplýsing- ar um yfir 90 lækningaaðferðir frá öllum heimshornum. Vitnað er í islensk og erlend rit um þessi efni. Einnig er að finna ítarlega skrá um lækningajurtir sem fyrir margt löngu hafa sannað lækn- ingamátt sinn. Bókin er unnin í samvinnu ís- lenskra og erlendra sérfræðinga á sviði læknisfræði og óhefð- bundinna lækninga. Ritstjóri ís- lensku útgáfunnar er Sigríður Harðardóttir, annar ritstjóri Is- lensku alfræðiorðabókarinnar. FÉLAG áhugafólks um íþróttir aldraðra efnir til léttrar skemmti- og heilsubótargöngu um garðana í Laugardal þriðjudaginn 9. júní. Gangan hefst við Skautahöllina kl. 14. Þaðan verður gengið um Gra- sagarðinn í gróðurskála, þar sem sjá má suðrænan gróður, og Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinn. Staldr- Esju- og Kjalar- nesfagnaður á sunnudag í TILEFNI af sameiningu Kjalar- ness og Reykjavíkur verður efnt til fjölbreyttrar dagskrár á Kjalarnesi sunnudaginn 7. júní frá kl. 11-19. Dagurinn hefst með því að kl. 11 mun borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, af- hjúpa leiðarvísi sem SPRON hefur gefið um gönguleiðir á Esjuna. Guð- mundur Hauksson, sparisjóðsstjóri, og Haukur Jóhannesson, forseti Ferðafélags íslands, flytja ávarp. Öllum viðstöddum verða boðnar léttar veitingar og lúðrasveit leikur nokkur lög. Að þessu loknu munu reyndir leiðsögumenn fylgja fólki um þrjár mismunandi gönguleiðir upp á Ésjuna. Öpið hús er allan daginn hjá ferðaþjónustunni á Arvöllum og ókeypis aðgangur verður að sund- lauginni við íþróttamiðstöðina á Kjalarnesi kl. 10-17. Kl. 17 verður opið hús í félags- heimilinu Fólkvangi. Þar fer fram táknræn athöfn vegna sameiningar Reykjavíkur og Kjalarness. Lúðra- sveit Reykjavíkur og Tríó Árna Scheving leika létta tónlist. Kynn- ing verður á atvinnustarfsemi á Kjalarnesi og nýrri bók um Kjal- nesinga. Pétur Ériðriksson, fráfar- að verður við á þessum stöðum og notð leiðsagnar og fræðslu göngu- stjóra og starfsfólk garðanna. Á þessum tíma skartar náttúran sínu fegursta og því tækifæri til að njóta sumarkomunnar í hinum fagra og skjólsæla Laugardal, segir í fréttatilkynningu. Allir velkomnir. andi oddviti, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, flytja ávarp. I boðið verður kaffi og með- læti. Sýning í Snorrastofu SÝNING á myndverkum eftn- norska listamanninn Jarle Rosseland verður opnuð í safnasal Reykholtskirkju á morgun, laugar- dag. Sýningin er myndröð með 19 myndum, sem höfundur nefnir „Snorre-Suiten". Myndefnið hefur skírskotun til ævi og verka Snorra Sturlusonar og tjáir skáldlega sýn á einkenni hins íslenska landslags. Norska olíufélagið Saga Petroleum gaf Snorrastofu þessi myndverk á síðastliðnu ári. Listamaðurinn kem- ur frá Noregi til að opna sýninguna. Athöfnin hefst með samkomu í Reykholtskirkju kl. 14. Þar lesa Jónína Eiríksdóttir og Ármann Bjarnason úr verkum Snorra St- urlusonar og Dagný Sigurðardóttir sjngur við undirleik Steinunnar Árnadóttur. Jarle Rosseland er afkastamikill og virkur listamaður. Hann hefur haldið meira en 200 sýningar víða um heim. Hann er fjölhæfur í list sinni og. beitir margvíslegri tækni. Eftir hann liggja myndraðir og grafísk verk með stefjum úr nor- rænni sögu, náttúru og menningu. SKÁLDIÐ, rithöfundurinn, tón- listarmaðurinn og skemmtikraft- | ui-inn Bill Holm flytur opinberan fyrirlestur í boði Heimspekideildar Háskóla íslands í dag laugardag ( kl. 14. Fyrirlesturinn er í sam- vinnu við Islandsdeild Norræna fé- lagsins um kanadísk fræði (The Nordic Association for 'Canadian Studies). Fyrirlesturinn nefnist „The Sur- vival of the Icelandic Craze for Literature in the West“ og fjallar um bókmenntaarfleifð Islendinga ( vestanhafs, en jafnframt les Bill ( Holm úr eigin verkum. | Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku, í stofu 101, í Lögbergi, og er öllum opinn. Sumarjass á Jómfrúnni | SUMARJASS á vegum veitinga- hússins Jómfrúarinnar við Lækjar- ’ götu hefur nú göngu sína þriðja ár- ( ið í röð. Leikið verður alla laugar- daga í júní, júlí og ágúst frá kl. 16-18. Tónleikarnir fara fram á Jómfrúartorginu milli Lækjargötu, Pósthússtrætis og Austurstrætis ef veður leyfir, en annars inni á Jóm- frúnni. Laugardaginn 6. júní leika Sig- urður Flosason saxafónleikari, ( Ljörn Thoroddsen gítarleikari og , Gunnar Hrafnsson bassaleikari létta jazztónlist fyrir gesti og gang- I andi. ( ( ( LEIÐRÉTT I blaðauka Morgunblaðsins um brúðkaup sem kom út síðasta laug- ardag var nafn Heklu Guðmunds- dóttur hjá MAKE UP FOR EVER á Skólavörðustíg 2 misritað sem Helga Guðmundsdóttir. Beðist er velvirðingar á mistökun- um. Frönsk hljómsveit leikur sjó- mannalög ALLIANCE Frangaise hefur í samvinnu við Sjómannadag- skráð fengið til landsins 5 manna hljómsveit sem kallar sig „Les souillés de fond de calle“ sem útleggja má sem Lestarstrákarnir á íslensku (full þýðing Hinir saltstorknu í lestinni) frá Plouezec á Bretan- íuskaga. Þessi franska hljóm- sveit syngur hressileg sjó- mannalög og vinnusöngva eins og sjómenn sungu hér áður fyrr til að létta sér erfiði vinn- unnar og samhæfa átökin á seglskipum, segir í fréttatil- kynningu. Meðlimir sveitarinnar heita Claude Alessandrini, gítarleik- ari, Jean Claude Morvan, sem leikur á „dato“ harmoniku og gítar, Philippe Noirel sem leik- ur á munnhörpu og flautu, Gildas Chasseboeuf sem leikur á fiðlu og Gille Pagny sem leik- ur á ásláttarhljóðfæri og skeið- ar auk þess að syngja eins og þeir gera allir. Hljómsveitin kemur fram við ýmis tækifæri á vegum Sjó- mannadagsráðs sem minnist 60 ára afmæli sjómannadagsins um þessar mundir. Þeir leika á sjómannadansleik á Broadway laugardaginn kemur og svo á sérstakri útisamkomu á hafn- arbakkanum á sjómannadag- inn. LESTARSTRÁKARNIR leika m.a. á sjómannadansleik á Broadway laugardagskvöld. Vígður til Utskálapresta- kalls PRESTVÍGSLA fer fram í Dóm- kirkjunni í Reykjavík næstkomandi sunnudag. Mun Biskup íslands vígja Björn Svein Bjömsson guðfræðing til Útskálaprestakalls í Kjalarness- prófastsdæmi. Vígsluvottar verða sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson, sr. Hjörtur Magni Jóhannsson, sr. Ön- undui- Björnsson og dr. Gunnar Kristjánsson, prófastur, sem lýsir vígslu. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn syng- ur undir stjórn dómorganistans Mai-teins H. Friðrikssonar. Athöfnin hefst kl. 16 og er að sjálfsögðu öllum opin. Rccbok stórútsala á bakvið Bónus, Faxafeni Allt að 70% afsláttur Skór — töskur — fatnaður o.fl. Interval Spitfire Slice Canvas Odyssey Prophet áðurJJKXT áðurJ5.09Ö' áðurjL49(r áðurJZtOiXf áður_&99lT nú 4.990 nú 3.990 nú 2.990 nú 4.990 nú 4.990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.