Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1998 43 Athugasemd við grein Hallgríms Guðjónssonar FIMMTUDAGINN 28. maí sl. birtist grein eftir Hallgrím Guðjóns- son, fyrrverandi bónda og hreppstjóra í Hvammi, undir heitinu Saga úr sveitinni, á bls. 46 í Morgunblaðinu. Af tveimur ástæðum tel ég mér skylt að gera athugasemd við skrif | Hallgríms. Annars veg- ar eys hann fólk, sem ég hef mætt og kynnst einungis af góðu í sam- i starfi innan SKB og Umhyggju, miklum óhróðri. Þar finnst mér rétt að lóð komi á vog- arskálina hinum megin. Hins vegar fjallar hann um sjálfs- eignarstofnunina Fjóluhvamm og þá hugmynd sem að baki liggur af vanþekkingu og óréttmætri nei- kvæðni að mínu mati. Rétt þykir mér því að upplýsa þá sem sjá og heyra vilja um aðdraganda og stöðu sjálfseignarstofnunarinnar Fjólu- hvamms. Hjónin Þuríður Guðmundsdóttir og Gunnar Astvaldsson misstu dótt- ur sína úr krabbameini fyrir all- mörgum árum. Þegar þau fóru að rétta úr kútnum eftir áfallið sem dótturmissirinn olli vaknaði áhugi Rétt þykir mér því að ( upplýsa þá sem sjá og heyra vilja, segir Þor- ------------------------------ steinn Olafsson, um að- draganda og stöðu sj álfseignarstofnunar- innar Fjóluhvamms. fyrir að greiða götu þeirra sem á (eftir komu. M.a. tóku þau drjúgan þátt í starfí Samhjálpar foreldra krabbameinssjúkra bai-na og eru virkir þátttakendur í Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna (SKB) sem var stofnað á grunni hins fyrr- nefnda en SKB er og eitt af aðildar- félögum Umhyggju. Þau voru frum- kvöðlar að sumarhátíð SKB sem nú | er orðinn árlegur viðburður og vin- sæl útihátíð á bökkum Vatnsdalsár fyrir neðan Hvamm í Vatnsdal. Þar !eru þarfir barna, sem berjast eða barist hafa við krabbamein, og systkina þeirra höfð í hávegum. Þuríður og Gunnar eru ekki einung- is brautryðjendur í þessu sambandi heldur einnig stjórnendur og ferst þeim það vel úr hendi. Snemma tóku þau hjón, Þuríður og Gunnar, að bjóða til sín að i Hvammi börnum sem áttu undir högg að sækja í daglegu lífi. Að Hvammi II myndaðist því smám Ssaman vísir að athvarfi fyrir lang- veik börn. í því sambandi má geta þess að íslensk stjórnvöld hafa ekki enn séð sóma sinn í að mæta þörf- um fjölskyldna langveikra barna svo viðunandi sé og má sem dæmi nefna að ekkert ráð er gert íýrir at- hvarfi eins og hér um ræðir. Ekki er heldur til neinn framkvæmda- i sjóður sjúkra sem hægt er að sækja jj fé í til byggingar umrædds athvarfs né sambærilegra bygginga og það- ( an af síður á vísan að róa hvað rekstur varðar þegar stjórnvöld eru annars vegar. Þetta er t.d. í hróp- legu ósamræmi við að bæði fatlaðir og aldraðir hafa aðgang að opinber- um byggingarsjóðum til að mæta þörfum þeirra, sem ég vil síður en svo mótmæla svo orð mín verði ekki misskilin. ð Þegar Þuríði og Gunnari varð á starfi sínu ljós hin mikla þörf fjöl- skyldna langveikra barna á athvarfi ( þar sem hægt væri að bjóða upp á alhliða líkamlega og andlega endur- hæfingu fæddist hug- mynd um að reisa myndarlegt athvarf að Hvammi í Vatnsdal. Þau höfðu þá fallið fyr- ir kúluhúsi Gísla á Hofi og létu sig því dreyma um að athvarfið gæti orðið kúluhús í líkingu við það - en stærra. Hugmynd sína viðruðu þau m.a. við forsvars- menn SKB sem tóku þá ákvörðun að vísa henni áfram til Um- hyggju, félags til stuðnings langveikum börnum, þar sem ljóst var að hún myndi ekki einungis nýtast fjöl- skyldum barna með krabbamein heldur fjölskyldum langveikra barna almennt. Stjórn Umhyggju tók í kjölfarið ákvörðun um að ger- ast stofnandi sjálfseignarstofnunar um hugmyndina ásamt þeim hjón- um. Varð hún að veruleika 27. des- ember 1996 og hlaut nafnið Fjólu- hvammur í höfuð dótturinnar sem lést en hún fæddist þennan dag árið 1972. Því miður hefur fátt markvert gerst í málefnum Fjóluhvamms eft- ir myndun sjálfseignarstofnunar- innar utan hvað reynt hefur verið að afla upplýsinga m.a. til að gera kostnaðaráætlun varðandi bygging- una annars vegar og rekstur at- hvarfsins hins vegar. Einnig hafa menn velt staðsetningu þess og húsagerð fyrir sér í þeim tilgangi að finna það sem heppilegast myndi verða. Fyrirhugað er að stofna full- tiúaráð sem hefur það hlutverk, alla vega til að byrja með, að afla nánari gagna og meta endanlega hvort raunhæft sé að ráðast í fram- kvæmdir og þá hvers konar fram- kvæmdir og hvar. Ef framkvæmdir verða uppi á teningnum er alveg ljóst að fram verður að fara fjár- söfnun á landsvísu og að öllum lík- indum fleiri en ein til að endar nái saman. Samhliða þeim verður að herða róðurinn verulega gagnvart stjórnvöldum því það verður ekki liðið að þau sitji hjá eina ferðina enn og láti sem þeim komi málið ekki við. Til að svara spurningu Hall- gi'íms varðandi reksturinn skal upp- lýst að allir aðstandendur málsins eru sammála um að ekki verði hafist handa við neinar framkvæmdir fyrr en reksturinn verði tryggður. Að endingu vil ég ítreka að ég þekki sómahjónin Gunnar og Þuríði að Hvammi II í Vatnsdal einungis af trygglyndi og heiðarleika. Meðal þess sem Hallgiámur ásakar þau um í grein sinni er athyglissýki vegna, að hans mati, tíðrar umfjöll- unar um þau og hugðarefni þeirra í fjölmiðlum. Þeir sem komið hafa ná- lægt líknar- og góðgerðarstörfum vita að greiðasta og öflugasta leiðin til að ná eynim þjóðarinnar er í gegnum fjölmiðla enda er þeirra meginhlutverk að upplýsa - ekki satt? Ég veit fyrir víst að eini til- gangurinn með framkomu Þuríðar og Gunnars í fjölmiðlum hefur verið að láta gott af sér leiða. Það má hins vegar spyrja hver tilgangui-inn með skrifum Hallgríms sé. Hann segir að vísu aftarlega í grein sinni að ein af ástæðum skrifanna sé að stöðugt er verið að spyrja hann um hug- myndina að baki Fjóluhvamms. Eg vil hér með mælast til að hinir fróð- leiksfúsu í þessu sambandi leiti upp- lýsinga þar sem þær er að finna óbrenglaðar, t.d. hjá Umhyggju. Þar með er jafnframt grundvallar- atriði Hallgríms, sem hann rekur í upphafi greinar sinnar, að menn séu sannorðir og heiðarlegir bæði við sjálfa sig og aðra, fullnægt. Höfundur cr framkvæmdastjóri SKB. Þorsteinn Ólafsson Hefur heilbrigðisþjón- ustan ekki þörf fyrir hjúkrunarfræðinga? NÚ ER svo komið að ég hef sagt starfi mínu lausu frá og með 1. júlí nk. ásamt mikl- um meirihluta hjúkr- unarfræðinga á stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík. Astæða uppsagnar minnar er óánægja með launa- kjör. Langlundargeð mitt er þrotið þar sem eftir margra mánaða viðræður um launa- kjör hefur hjúkrunar- fræðingum ekki tekist að fá annað tilboð en það, að obbanum af þeim skuli raðað í A- launaramma kjarasamninganna, en í skilgreiningu rammans felst að störf eru „unnin undir stjórn og á ábyrgð annarra". Þessu vilja hjúkrunarfræðingar alls ekki kyngja enda er þessi lýsing á störf- um þeirra víðs fjarri raunveruleik- anum og brýtur lög um sjálfstæði og ábyrgð hjúkrunarfræðinga. Að auki hafa hjúkrunarfræðingar dregist mjög aftur úr öðrum sam- bærilegum stéttum launalega og þó fullyrði ég að fáar stéttir búa við jafnmikið vinnuálag og axla jafn- mikla ábyrgð og hjúkrunarfræð- ingar, þar sem sjúklingar eiga heilsu sína og líf m.a. undir ái’vekni og umönnun þeirra. Ég starfa sem hjúkrunardeildar- stjóri á 27 rúma skurðlækninga- deild og ber því ábyrgð á hjúkrun- arþjónustunni þar 24 klst. á sólar- hring 365 daga ársins. Undirmenn mínir eni um 40 talsins og er rekstarkostnaður deildarinnar yfir 100 milljónir króna á ári. Ljóst má vera að ábyrgð og umfang starfs míns er geysimikið. Þar sem ég ber ábyrgð á að á deildinni sé mönnun miðuð við hjúkrunará- lag og þarfir sjúkling- anna hverju sinni segir sig sjálft, að ég get í raun aldrei verið viss um að eiga frí þótt svo sé ætlunin. Staðreynd- in er sú að geti ég ekki útvegað mannskap verð ég einfaldlega að vinna sjálf. Ég er þó nú orðið tiltölulega vel sett, því mönnun er viðunandi á deildinni og með mér vinnur af- ar fært og duglegt starfsfólk. Ég þekki þó aðra tíma, þá gat ég aldrei verið viss um að eiga frí eina einustu helgi og fékk margoft hringingar heim því álagið var alltof mikið á deildinni og ekki fleiri hjúknmarfræðinga að fá. Þá mátti ekkert út af bera og hafði ég iðulega áhyggjur af sjúklingum og starfsfólki deildarinnar þegar ég átti að heita í fríi. Ég veit um marga deildarstjóra sem eru nú í þeim sporum sem ég er að lýsa, vinna óheyrilega yfiiTÍnnu og svo sannarlega ekki vegna þess að þeir óski eftir því sjálfir. Ég hef fjögurra ára háskólanám að baki auk talsverðrar endur- menntunai- og hef starfað við hjúkrun í 15 ár. Grunnlaun mín í dag eru kr. 131.294 á mánuði. Ég veit að í þjóðfélaginu er nánast einsdæmi að fólk sem ber jafn- mikla ábyrgð og við hjúkrunar- deildarstjórar fái svona skammar- lega lág laun. Mér finnst sorglegt til þess að vita að heilbrigðiskerfið er orðið láglaunasvæði og það sé nú þegar orðinn atgervisflótti það- an, því það eru hagsmunir allra landsmanna að þar starfi okkar best menntaða og hæfasta fólk. Ég Ég hef áhyggjur af því hvernig málum verði háttað eftir 1. júli, segir Herdfs Herbertsdóttir, hafí ekki tekist að semja við hjúkrunar- fræðinga. veit að sjúkrahúsin hafa ekki bol- magn til þess að leiðrétta launakjör hjúkrunarfræðinga af sínu naumt skammtaða rekstrarfé, því lengra verður vart komist í sparnaði og hagræðingu, a.m.k. ekki á hjúkrun- arsviði. Þetta þekki ég og er full- kunnugt um þann drjúga þátt sem við hjúkrunarfræðingar eigum í þeim árangri. Viðbótarfjármagn frá ríkisvaldinu verður að koma til. Ég hef miklar áhyggjur af því hvernig málum verður háttað í heilbrigðisþjónustunni eftir 1. júlí hafi ekki tekist að semja við hjúkr- unarfræðinga um hærri laun þannig að þeir dragi uppsagnir sín- ar til baka. Það liggur ljóst fyrir að mín deild verður nánast óstarfhæf og er svo með flestar deildir sjúkrahússins. Abyrgðin er stjórn- valda og vonast ég til að þau beri gæfu til að leiðrétta launakjör hjúkninarfræðinga og afstýra þannig neyðarástandi. Höfundur er lijókrunardeildarstjóri B-6, Sjúkraliúsi Reykjavíkur. www.mbl.is Herdís Herbertsdóttir Itilkynning um útboð og skráningu hlutabréfaI SIF HE 1 HLUTABRÉFAÚTBOÐ Heildarnafnverö nýs hlutafjár: Kr. 150.000.000.- Sölugengi í forkaupsrétti: Fast gengl 4,55 Forkaupsréttartímabil: 10. - 23. júní 1998 Sölugengi í almennri sölu: Fast gengi 4,70 Almennt söiutímabil: 24. - 26. júní 1998 Greiösluskilmálar: Kaupendur hlutabréfa skv. forkaupsréttf fá sendan greiösluseðil eftir að úrvinnslu áskriftargagna lýkur. Greiðsla skal fara fram eigi siðar en 7. júlí 1998. Bréf sem seljast á almennu sölutímabili skulu staðgreidd. Umsjón meö útboði: Landsbanki íslands hf. - Viðskiptastofa Skráning: Þegar útgefin hlutabréf í félaginu eru skráð á Veröbréfaþingi íslands. Verðbréfaþing íslands hefur samþykkt að taka hin nýju hlutabréf á skrá og er þess vænst þegar útboði lýkur. Niöurstööur útboðs verða tilkynntar í viðskiptakerfi VÞÍ ásamt endanlegum skráningardegi. Skráningarlýsing og önnur gögn vegna ofangreindra hlutabréfa 1 liggja frammi hjá Landsbanka íslands hf., Laugavegi 77, Reykjavík og á skrifstofu SÍF hf., Fjarðargötu 13 -15, Hafnarfirði. 9JF viðs ki ptasto fa Laugavegi 77,155 ReyKJavík, sími 560 3100, bréfsími 560 3199, www.iais.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.