Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNB LAÐIÐ Jafnrétti kynjanna í kirkjunni ÞAÐ var óneitanlega hvasst síð- degis mánudaginn 11. maí, svo að þau sem svöruðu kalli biskupsstofu að koma saman í Neskirkju til um- ræðu, fuku niður stigann og inn um dymar. Tilefnið var fyrsta málþing þjóðkirkjunnar um jafnrétti kynj- anna í kirkjunni. Stólum var raðað í stóran hring, sem stækkaði óðum því að fleiri komu en skráðir voru. I miðjunni var hringlaga borð með hringlaga kúlukertum á, hringinn í kringum baldursbrár. I bæn og ávarpi hóps frá kvennakirkjunni vorum við beðin að íhuga hringinn, þar sem enginn situr ofar öðrum, enginn á horni og enginn við háborð. Til frelsis frelsaði Kristur oss Ur sæti sínu í hringnum ávarpaði biskup íslands, herra Karl Sigur- bjömsson viðstadda. Hann kvað kristna kirkju síst hafa orðið til að kúga konur eða viðhalda misrétti, heldur byggjum við að því að Krist- ur fer ekki í manngreinarálit. Þannig færði kirkjan fólki á öllum öldum þau boð að við værum öll eitt í Jesú Kristi og öll jafnrétthá. Annað væri afbökun. Hann sagði að allt tal um kvenfyrirlitningu kristinnar trú- ar og jafnvel kvenhatur, væri mælt af lágum sjónarhóli og þröngum, eða vitnað til reynslu sem væri í and- stöðu við vilja Krists. Konur ekki í valdastöðu Hann kvað hróplegt ósamræmi vera á milli framlags kvenna til kirkjustarfs, og valda þeirra og áhrifa við ákvarðanir. Á kirkjuþingi í haust vill hann leggja fram eigin jafnréttisáætlun. Biskup er mótfall- inn hugmyndum um að ráðherra skipi jafnréttisnefnd, nú þegar kirkjan er óðum að taka yfir stjórn á eigin málum. Hann benti á að á með- an prestar væru kosnir leynilegri kosningu, væri fátt hægt að gera til að hafa í heiðri landslög, þ.e. jafn- réttislöggjöfina, og tilmæli lúth- erska heimssambandsins um að hvorugt kynið skuli skipa færri en 40% sæta í nefndum og ráðum kirkj- unnar. Því væri brýnt að endur- skoða íyrirkomulag um val á prest- um. Um málfar beggja kynja bað hann söfnuði kalla hvert annað systkin en ekki bræður. Hins veg- ar mætti kirkjan ekki sundrast í ósamkynja hópa sem ekki gætu sameinast í tilbeiðsl- unni. Menningarlegt stórslys myndi af hljót- ast ef konur teldu sig ekki eiga samleið með orðfæri kirkjunnar og tungutaki því að þær hefðu öðrum fremur miðlað arfi aldanna frá kynslóð til kynslóðar. Drög að jafnréttis- áætlun kirkjunnar Þá voru tekin fyrir drög að jafnréttisáætl- un kirkjunnar, sem lögð voru fyrir kirkjuþing í haust sem leið. Þau eru afrakstur vinnu nefndar sem herra Málþing þjóðkirkjunn- ar um jafnrétti kynj- anna í kirkjunni var haldið fyrir nokkru. Yrsa Þórðardóttir Ágúst Friðfinnsson, Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir, dósent, og Þórhallur Ólafsson, aðstoðarmaður kirkju- málaráðherra. Farið var í guðfræði- leg rök jafnréttis kynj- anna og einstaka liði jafnréttisáætlunarinn- ar, eins og jafnréttis- fræðslu og málfar, jöfn laun og aðstöðu starfs- fólks kirkjunnar, og jafna aðild kynjanna að nefndum og ráðum hennar, og jafna aðild kynjanna að yfirstjórn kirkjunnar. Yrsa Þórðardóttir fjallar hér um það sem fram fór á þinginu. Ólafur Skúlason biskup skipaði í aprfl 1997 til að móta stefnu kirkj- unnar í jafnréttismálum. Nefndina skipa prestarnir Solveig Lára Guð- mundsdóttir, sem er formaður, Auð- ur Eir Vilhjálmsdóttir og Kristinn ISLENSKT MAL UNDARLEGT orð tólg (tolg)= „feiti, bræddur (og aftur storknaður) mör“. Uppruni er ekki fullkomlega ljós, en sam- bærileg orð eru til í skyldum mál- um. Kannski má nefna gotnesku tulgus= fastur, stöðugur. En tólg er til í ýmsum breyti- legum myndum og kynjum. Tök- um fyrst kvenkynið, hún tólgin, ef til vill algengast, en kvenkynið er líka til með k-i, tólk. Þá er orð- myndin tólg til í hvorugkyni, það tólgið, og svo eru til karlkyns- myndirnar tólgur og tólkur. Við heima notuðum síðastnefndu myndina, rímuðum saman hólkur og tólkur. Það er ekki að undra, þótt Ásgeir Bl. Magnússon segi: „Erfitt er að skýra víxlandi kyn orðsins í ísl. og víxlan Ig og lk í orðstofninum ... „ Þegar ég var að lesa bækur Halldórs Kiljans Laxness, rakst ég á nokkrum stöðum á orðasam- bandið að vera „stúngin tólg“ og skildi það ekki fullkomlega. Smátt og smátt rann upp fyrir mér að það myndi merkja að vera nóg boðið eða eitthvað í þá áttina. I bókinni Mergur málsins eftir próf. Jón G. Friðjónsson segir: „nú þykir mér stungin tólg (sjaldg.)“ nú gengur fram af mér; nú er ekkert til sparað; nú þykir mér tíra (á tíkarskarinu), nú þykir mér kasta tólfunum, nú er ég öld- ungis hissa.“ Eiginleg merking orðtaksins, heldur Jón, að hafi verið: „nú þykir mér þykkt smurt= ýkt eða of mikið sagt (gert). Einnig mætti hugsa sér að líkingin væri frá því komin, þegar hnífsoddi var stungið í tólkar- skjöld og stórt stykki numið af skildinum. Þess konar athöfn hef- ur umsjónarmaður séð. Þetta kemur heim við þau dæmi úr Laxness sem O.H. hjálpaði mér að finna, svo og Blöndal. I Blöndal er þýtt á dönsku:,,nu har jeg nok af det“ og merkt Árnessýslu. Dæmi frá Halldóri Kiljan Lax- ness: 1) Um boðskap Þjóðreks bisk- ups: „þegar hér var komið sögu mátti heyra að ráðvöndum bænd- um í hópnum þótti nú heldur bet- Umsjónarmaður Gísli Jónsson 956. þáttur ur stúngin tólg.“ (Paradísar- heimt.) 2) Þegar Gúðmúnsen bauðst með bréfi til að kosta Álfgrím til söngs, segir Amma í Brekkukoti: „Nú þykir mér stúngin tólg“. (Brekkukotsannáll.) 3) Um kommúnisma og nas- isma í Skáldatíma: „Hins vegar finst mér heldur en ekki stúngin tólg í fyndni þegar nú er lýst yfir því austanúr Kína að aungvir skilji þýska heimspeki leingur nema Kínverjar!" ★ „Með samátaki þings og þjóðar, fólks og fjölmiðla, skóla og skrif- andi höfunda mun svo áfram verða. Öll áhrifaöfl samfélagsins þurfa að slá skjaldborg um þjóð- tunguna, homstein fullveldis okk- ar, sérstöðu og þjóðernis. Það eitt er viðunandi að íslenzkar reglur komi fyrir augu landsmanna á ís- lenzku. Af þeim sökum ber að fagna því sérstaklega að nýjum reglum um flugrekstur frá Flug- öryggissamtökum Evrópu skuli hafa verið snarað á íslenzka tungu þótt í styttri útgáfu sé en frum- textinn. Slíkt átak eitt fullnægir metnaði okkar.“ (Mbl., leiðari 8. maí 1998.) ★ Vilfríður vestan kvað: Þaó gengur allt skafið hjá Gauti, hann geiflar á tébeini af nauti og ruggar sér dún í og á Rosemary Cloony hlustar með hendur i skauti. ★ Baldvin, í gömlum sögum Bald- vini, er forngermanskt nafn og merkir „sterkur vinur“, sbr. Bald- ur, baldinn og ensku bold. Þetta nafn var sérlega vinsælt í Fland- em, enda mikill siður að skíra Belgíukonunga þessu nafni (Bau- doin). Baldvin var rímnahetja, og gerðu íslendingar það svo að skírnamafni á 18. öld. Langelstur var Baldvin Þorsteinsson frá Stærra-Árskógi, seinna prestur á Ufsum, fæddur 1780 eða 1781. í manntali 1801 voru aðeins þrír, en í manntali 1845 81 (fimm sem hétu Baldvin síðara nafni), og vom 20 þeirra í Eyjafjarðarsýslu og 18 í Skagafirði. Árið 1910 vora 144, þar af 51 fæddur í Eyf. Árin 1921-1950 fengu 129 svein- ar Baldvins-nafn. Nú munu um það bil 500 manna heita Baldvin, sjötti hluti þeirra að síðara nafni. Kvenmannsnafnið Baldvina er miklum mun sjaldgæfara. Það var íyrst í stað einbundið við Norður- land. Árið 1910 voru allar Baldvin- ur fæddar á þröngu svæði, 11 í Eyjafjarðarsýslu, þrjár í Skaga- firði og tvær á Akureyri. í þjóðskrá 1989 voru 26 Bald- vinur. ★ I limru Inghildar austan í síð- asta þætti slæddist ein smávilla, og er hún og aðrir beðnir velvirð- ingar á því. Limran átti að vera svona: Hún Karítas sáluga Kvíum í átti kesti af fiski meó víum í, og þegar þær kviknuðu, afkætiþærviknuðú, og Karítas söng við þær bíum-bí. Mitt verk er, þá ég fell og fer, eitt fræ, mitt land, í duft þitt grafið; mín söngvabrot, sem býð ég þér, eitt blað í Ijóðasveig þinn vafiö. En innsta hræring hugar míns, hún hverfa skal tilnpphafs síns, sem báran - endurheimt í hafið. (Einar Benediktsson: Steljahreimur.) Auk þess leggur Jón ísberg til að menn blandi ekki saman merk- ingu orðanna eignarnám og sala. Hann sendir klippu hér úr blaðinu 8. maí, þar sem segir af eignar- námi í landi Vatnsenda, og hafi samkomulag tekist og kaupverð tilgreint. Orðrétt: „Eg lit svo á, að um sölu hafi verið að ræða, þ.e. samkomulag um verð og afhend- ingu; því hafi ekki þurft eignar- nám.“ En Jón Baldvin Halldórsson og Björg Eva Erlendsdóttir fá stig fyrir útvarpsfréttir 26. maí. Hann fyrir meginland Evrópu, en hún fyrir tiltekinn fjölda manna, ekki einstaklinga. Kvenmannslaus í kulda og trekki kúrir saga vor Inga Huld Hákonardóttir sagn- fræðingur ávarpaði málþingið og vakti athygli á rýrum hlut kvenna í kirkjusögu Islands. Hún kvað hlut þeirra síst hafa vaxið við siðbót. Nú stendur yfir ritun kirkjusögu, þar sem henni hefur verið falið að skrifa 7 bls. af hverjum 300, um konur í kirkjusögunni. Prestarnir Kristinn Ágúst Frið- finnsson og Yrsa Þórðardóttir héldu tölur um ástand mála nú, viðhorf fólks til jafnréttis, kerfið sem heldur fólki föngnu, og hvatningu til að iðka jafnrétti í starfi og ást. Umræður sem á eftir komu leiddu af sér eftir- farandi þanka: Fólki kom saman um að fræðsla og umræður skiptu höfuðmáli. Til þess þyrfti kirkjuþing að móta skýra jafnréttisstefnu og biskupsembættið að íylgja henni fast eftir. Biblíuþýð- ingin nýja var oft nefnd, því að mál- far beggja kynja þarf að finnast í sálmabókum kirkjunnar, og helgi- siðabók. Tilsjónarmaður í prestskosningum Fyrirkomulag vals á prestum þykir ekki vænlegt til jafnréttis. Miklar undirtektir voru við hug- mynd um tilsjónarmann, sem bisk- upsstofa skyldi senda í starfsviðtöl, til að gæta þess að lög séu höfð í heiðri. Dæmi eru um spurningar sóknarnefndafólks til kvenna um það hvort þær hyggist eignast barn á næstunni. Eins er spurt um við- horf til kvennaguðfræði, en ekki fullvíst að jafnt karlar sem konur séu spurð að þessu. Aðallega skortir reglur og venjur, sem slíkur tilsjón- armaður gæti fylgst með. Nefnt var að létta mætti af herðum sóknar- nefnda þeirri ábyrgð að velja presta, enda liðu þær einnig íyrir þessar sömu sakir, að engar fastar venjur væra til, né leiðir til að tryggja jafn- rétti og þar með fylgja landslögum. Mirjam, Mirjam, farðu til Faraó Að lokum var haldin helgistund í kirkjunni. Sunginn var söngurinn gamalkunni Go down Moses, hermd- ur upp á systur Móse og Arons, hana Mirjam, sem safnaði konunum sam- an „að syngja og dansa. Við erum á leiðinni heim“, eins og Auður Eir Vil- hjálmsdóttir orti. Konur gengu inn kirkjugólfið með þunga hlekki, sem þær svo slepptu í gólfið. Bænir vora beðnar á máli beggja kynja fyrir jafnrétti og skilningi. Hringurinn, sem myndaður var í upphafi, opnað- ist og hver þinggestur fór með vanilluhring heim sem í miðjunni hafði ritningartexta á málfari beggja kynja. I nesti höfðum við einnig hugsanir og spurningar um heima- vinnu kirkjunnar í jafnréttismálum. Höfundur er prestur. Einstök börn FÉLAGIÐ Einstök börn er stuðningsfélag foreldra barna með sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma. Félagið var stofnað í mars 1997 af nokkrum foreldram al- varlegra veikra barna sem út af sérstöðu sinni áttu ekki heima í neinu aðildarfélagi. Fé- lagið er eitt af aðildar- félögum í Umhyggju. Á þessu eina ári sem félagið hefur starfað hefur mikið verið að- hafst. Reynt er eftir bestu getu að styðja við bakið á foreldram í Elsa Björk Knútsdóttir þessum erfiðleikum og má til dæmis geta þess að félagið hefur gengið til liðs við erlend félög sem hafa getað Með tilkomu bæklings- ins, segir Elsa Björk Knútsdóttir, viljum við auðvelda þeim, sem standa nú eða eiga eftir að standa í okkar sporum, næstu skref. veitt okkur dýrmætar upplýsingar um sjúkdóma barna okkar, því yfir- leitt eru upplýsingar ekki viðamikl- ar hér á landi vegna þess að oft eru einungis eitt eða tvö börn með sama sjúkdóminn. Mikil barátta hefst þegar foreldr- ar eignast langveikt bam, barátta fyrir að reyna og vona að barnið geti lifað. Flest okkar böm dvelja langdvölum inni á sjúkrastofnunum en ef ekki þá eru þau í stöðugu eft- irliti. Þess vegna hefur félagið sett á stofn nefnd sem mun vera í sam- starfi við lækna og hjúkrunarfólk til að samstarf geti verið sem allra best. Hér á landi era yfirleitt engir læknar með sérmenntun á því sviði sem börnin okkar þarfnast og ekki tíðkast að hjúkrunarfólk tileinki sér umönnun á sviði ein- hvers sérstaks sjúk- dóms eflaust vegna smæðar okkar. Enn sem komið er hefur þetta samstarf gengið vel þó lítil reynsla sé enn fyrir hendi. Það er okkar von að þetta samstarf eigi eftir að gefa góða raun á báða bóga því þegar ekki er nægileg þekking fyrir hendi er mikilvægt að allir hjálpist að við að finna lausn, hvort sem hún sé varanleg eður ei. Félag Einstakra barna hefur gefið út bækling sem liggur fyrir í allflestum apótekum, heilsugæslustöðvum og sjúkrastofn- unum á landinu. Með tilkomu bæk- lingsins viljum við auðvelda þeim sem standa nú eða eiga eftir að standa í okkar sporam næstu skref. Það er mjög notalegt í ónotalegheit- unum að vita að maður stendur ekki einn. Einnig viljum við fræða fólk og fá meiri skilning hjá almenningi og heilbrigðisyfirvöldum. Því þessar hetjur okkar eiga líf þótt þau séu með sjúkdóm sem enginn þekkir og það er í okkar valdi að auðvelda þeim lífið á þann mögulega hátt sem til er. Nú stendur yfir kynning á félag- inu og söfnun á vegum Kiwanisfé- lagsins Korpu í samstarfi við út- varpsstöðina Matthildi (fm 88,5). Það er okkar von að landsmenn allir muni sýna skilning, fræðast á þessari kynningu og styðja við bak- ið á félaginu sem enn er ungt en mun án efa eflast og gera góða hluti i komandi framtíð. I lokin vil ég fyrir hönd félags- manna þakka Kiwanisfélaginu Korpu sérstaklega fyrir gott fram- tak og góðan stuðning, útvarpsstöð- inni Matthildi fyrir góða og vandaða umfjöllun og okkar bestu þakkir fá þeir sem nú þegar hafa styrkt okk- ur. Höfundur er í stjórn Einstnkra barna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.