Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1998 67 FÓLK í FRÉTTUM LAUGARDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA Stöð2^13.40 Enn stingur hún upp kollinum, fjölskyldumyndin Litlu grallararnir (Little Rascals, ‘94), og fær sínar ★★Vt að venju. Stöð 2 ► 15.00 Ævintýri Munchausens Adventures of Bar- on Munchausen, ‘89), er eina gaman- myndin frá Terry Gilliam sem á ekk- ert sérstaklega uppá pallborðið hér á bæ og mönnum ráðlagt í gamni og alvöru að lesa frekar bráðfyndin æv- intýri lygamarðarins mikla. Við AI segjum í Myndbandahandbókinni að grínið sé hálfkæft í augljósu pen- ingabruðli sem skili sér ekki annar- staðar en í góðum sviðsmyndum og búningum. Sé upplífgandi aðra stundina, niðurdrepandi hina. ★★'/4 Sýn ► 21.00 Miklagljúfur (Grand Canyon, ‘91). Sjá umsögn annars staðar á síðunni. Sjónvarpið ► 21.10 Górillur í mistrinu (Goi-illas in the Mist, ‘88), ★★★, er byggð á sannri sögu nátt- úrufræðingsins Dian Fossey (Sigo- umey Weaver), sem rannsakaði og vingaðist við fjallagórillur í útrým- ingarhættu í svörtustu Afríku. Barð- ist við veiðiþjófa og fannst að lokum myrt. Við AJ teljum hana óvenjulega og spennandi mynd, sen spanni tvo áratugi náttúrufræðingsins i Kongó þar sem myndin var frábærlega tek- in af sjálfum John Seale. Sem fær fyrstu einkunn, ásamt öpunum, leik- stjóranum Michael Apted, og Wea- ver. Stöð 2 ► 21.05 Gamanmyndin Kvennaklúbburinn (The First Wi- ves Club, ‘96). ★★1/z segir af þrem eiginkonum, leiknum af sannfæring- arki-afti af Goldie Hawn, Bette Midler og Diane Keaton, sem karl- arnfr hafa skipt út fyrir lambaket. Þær taka því ekki þegjandi og hljóðalaust. A sín augnablik, hefndin er sæt og allt það, en verður einlit og full væmið Öskubuskuævintýri undir lokin. Með Dan Hedeya, Philip Bosco, og fleiri góðum skapgerðar- leikurum. Leikstjóri Hugh Wilson. Stöð 2 ► 22.50 Staðgengillinn (Body Double, ‘84), er frá þeim tíma sem leikstjórinn Brian De Palma var með Hitchcock á heilanum, og bláleit í bland. Craig Wesson (hvað skyldi vera orðið af honum?) leikur at- vinnulausan leikara sem verður of- antekinn af blondínunni (Melanie Griffith) í næsta húsi og flækist óð- fluga í morðsamsæri. Blóðidrifinn, ruglingslegur og lítt spennandi þrill- er, þó ekki auðgleymdur. ★★ Sýn ► 23.10 Mömmudrengur (Only the Lonely, ‘91), er gerð af Chris Col- umbus , sem er víðs fjarri Mrs. Dou- btfíre og Home Alone, sínum bestu myndum. Ekki sem verst grínmynd um roskinn mömmudreng (John Candy) í lögreglunni, en fullmjúk og varfæmisleg, útkoman í rösku meðal- lagi. Aukaleikaramir em góðir, með Maureen O’Sullivan í fararbroddi í sínu fyrsta hlutberki í tvo áratugi. ★★VL Sjónvarpið ► 24.00 Árás indí- ánánna (Ulzana’s Raid, ‘72), ★★★, er grimm og óþægileg, enda karl- remban uppmáluð, Robert Aldrich, undir stýri. Segir af skæruhemaði indíánahöfðingja sem er miskunnar- laust barinn niður. Með Burt Lancaster í myljandi fínu fomú sem roskinn indíánabani, Bmce Davison og Richard Jaeckel. Kvikmyndatakan er stórkoastleg (Bmce Surtees). Fyr- ir vestraaðdáendur. Stöð 2 ► 0.40 Þá er komið að enn einni endursýningu Leppsins (The Front, ‘76) ★★★VIi Stendur jafhan fyrir sínu. Stöð 2 ► 2.15 Brúðkaupsveislan (The Wedding Banquet, ‘93), ★★★/2, er fyndnasta og afslappaðast mynd sem gerð hefur verið um vandamál samkynhneigðra. Aðalpersónan er tævanskur hommi sem býr í Banda- ríkjunum og veit ekki hvað snýr aftur eða fram þegar þverir foreldrai' hans koma í heimsókn til að líta á konuefni einkasonarins! Einnig hent gaman að menningarlegum árekstmm austurs og vesturs, kynslóðabilinu, allt á skemmtilegum og mannlegum nót- um. Gerð af snillingnum Ang Lee. Sæbjörn Valdimarsson Mannlífs- fléttur í Engla- borg Sýn ► 21.00 Mikiagljúfur (Grand Canyon), ★★★‘/2, er gerð á meðan Laurence Kasd- an var tæpast farinn að slá vindhögg og var enn einn af efnilegri leikstjórum Banda- . ríkjanna. I Miklagljúfrí rýnir hann skemmtilega í mannlífs- flóruna í Los Angeles. Við fylgjumst með sundurleitum hópi íbúanna; lögfræðingum, vörubílstjórum, húsmæðrum, sem tvinnast saman af ein- skæm tilviljun í laglega flétt- aðri framvindu, og mynda vin- áttubönd. Þrátt fyrir mismun- andi hörundslit, efni og að- stæður. Óvenju hlý og notaleg mynd, frábærlega vel skrifuð af þeim Kasdan hjónum, sem sjá ekki aðeins skoplegu hlið- ina á daglegu amstri í stór- borginni, heldur vekja spurn- ingar og draga athyglina að því sem betur mætti fara, ekki síst í samskiptum kynþátt- anna. Leikhópurinn er stór- kostlegur, með Kevin Kline, Danny Glover og Steve Mart- in, í þeirra venjulega, trausta formi. Leikkonurnar, Mary McDonnell, Mai-y Louise Par- ker og Alfred Woodard, eru engir eftfrbátar þein-a. BILSKURSHURÐIR IffllHil'lli1 □OÖO □□□□ □öOo ÍSVA\L-íiOr<GA\ Erlr. HOFOABAKKA 9 1 12 RE VKJAVtK SIMI &87 8750 F ax 567 8751 Afmælisdagar Bjóðum frábær afmælistilboð á vinsælum vörum RENND HETTUPEYSA High cotton H07 Litir: Dökkblátt, svart, grátt, grænt Stærðir: S-XXL Algengt verð í nágrannalöndunum ca. 9.000,- n QQH _ Okkarverft 4.Ö3Ui V-BOLUR Litir: Hvítt, Ijosgrátt, svart, dökkblátt, vínrautt, dökkgrænt. Stærðir. S-XXL vð 1.790,- verð áður kr. 2.200,- STUTTBUXUR Litir: Kalkhvitt. Ijosbrunt, ólivuqrænt dökkblátt. Stærðir: 4-18 Verð kr. a aaa verð aður kr. 3.790,- TVodfullar búðir af nýjum vörum Komið og gerið góð kaup - tilboðin gilda frá 6-16 júní Prestige-Wjodftré) *Fo*%. SportskórUGolfkyllur Vólðlvesll 30% Tæknileqir Bakpokar -20% Sundboiir 1.990- VerðáðurknZ990,- MonteVercle - OmniTech Vatns- og vindheldar m/ öndun -20% Opið ■ í dag, laugardag kl. 10-17 sunnudag M. 15-17 2.990.- hreysti Verðáðurkr4.990,- • /O — spottvöauh sportvöKunus Fosshálsi 1 - S. 577-5858 Skeifunni 19 - S. 568-1717
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.