Morgunblaðið - 06.06.1998, Page 67

Morgunblaðið - 06.06.1998, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1998 67 FÓLK í FRÉTTUM LAUGARDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA Stöð2^13.40 Enn stingur hún upp kollinum, fjölskyldumyndin Litlu grallararnir (Little Rascals, ‘94), og fær sínar ★★Vt að venju. Stöð 2 ► 15.00 Ævintýri Munchausens Adventures of Bar- on Munchausen, ‘89), er eina gaman- myndin frá Terry Gilliam sem á ekk- ert sérstaklega uppá pallborðið hér á bæ og mönnum ráðlagt í gamni og alvöru að lesa frekar bráðfyndin æv- intýri lygamarðarins mikla. Við AI segjum í Myndbandahandbókinni að grínið sé hálfkæft í augljósu pen- ingabruðli sem skili sér ekki annar- staðar en í góðum sviðsmyndum og búningum. Sé upplífgandi aðra stundina, niðurdrepandi hina. ★★'/4 Sýn ► 21.00 Miklagljúfur (Grand Canyon, ‘91). Sjá umsögn annars staðar á síðunni. Sjónvarpið ► 21.10 Górillur í mistrinu (Goi-illas in the Mist, ‘88), ★★★, er byggð á sannri sögu nátt- úrufræðingsins Dian Fossey (Sigo- umey Weaver), sem rannsakaði og vingaðist við fjallagórillur í útrým- ingarhættu í svörtustu Afríku. Barð- ist við veiðiþjófa og fannst að lokum myrt. Við AJ teljum hana óvenjulega og spennandi mynd, sen spanni tvo áratugi náttúrufræðingsins i Kongó þar sem myndin var frábærlega tek- in af sjálfum John Seale. Sem fær fyrstu einkunn, ásamt öpunum, leik- stjóranum Michael Apted, og Wea- ver. Stöð 2 ► 21.05 Gamanmyndin Kvennaklúbburinn (The First Wi- ves Club, ‘96). ★★1/z segir af þrem eiginkonum, leiknum af sannfæring- arki-afti af Goldie Hawn, Bette Midler og Diane Keaton, sem karl- arnfr hafa skipt út fyrir lambaket. Þær taka því ekki þegjandi og hljóðalaust. A sín augnablik, hefndin er sæt og allt það, en verður einlit og full væmið Öskubuskuævintýri undir lokin. Með Dan Hedeya, Philip Bosco, og fleiri góðum skapgerðar- leikurum. Leikstjóri Hugh Wilson. Stöð 2 ► 22.50 Staðgengillinn (Body Double, ‘84), er frá þeim tíma sem leikstjórinn Brian De Palma var með Hitchcock á heilanum, og bláleit í bland. Craig Wesson (hvað skyldi vera orðið af honum?) leikur at- vinnulausan leikara sem verður of- antekinn af blondínunni (Melanie Griffith) í næsta húsi og flækist óð- fluga í morðsamsæri. Blóðidrifinn, ruglingslegur og lítt spennandi þrill- er, þó ekki auðgleymdur. ★★ Sýn ► 23.10 Mömmudrengur (Only the Lonely, ‘91), er gerð af Chris Col- umbus , sem er víðs fjarri Mrs. Dou- btfíre og Home Alone, sínum bestu myndum. Ekki sem verst grínmynd um roskinn mömmudreng (John Candy) í lögreglunni, en fullmjúk og varfæmisleg, útkoman í rösku meðal- lagi. Aukaleikaramir em góðir, með Maureen O’Sullivan í fararbroddi í sínu fyrsta hlutberki í tvo áratugi. ★★VL Sjónvarpið ► 24.00 Árás indí- ánánna (Ulzana’s Raid, ‘72), ★★★, er grimm og óþægileg, enda karl- remban uppmáluð, Robert Aldrich, undir stýri. Segir af skæruhemaði indíánahöfðingja sem er miskunnar- laust barinn niður. Með Burt Lancaster í myljandi fínu fomú sem roskinn indíánabani, Bmce Davison og Richard Jaeckel. Kvikmyndatakan er stórkoastleg (Bmce Surtees). Fyr- ir vestraaðdáendur. Stöð 2 ► 0.40 Þá er komið að enn einni endursýningu Leppsins (The Front, ‘76) ★★★VIi Stendur jafhan fyrir sínu. Stöð 2 ► 2.15 Brúðkaupsveislan (The Wedding Banquet, ‘93), ★★★/2, er fyndnasta og afslappaðast mynd sem gerð hefur verið um vandamál samkynhneigðra. Aðalpersónan er tævanskur hommi sem býr í Banda- ríkjunum og veit ekki hvað snýr aftur eða fram þegar þverir foreldrai' hans koma í heimsókn til að líta á konuefni einkasonarins! Einnig hent gaman að menningarlegum árekstmm austurs og vesturs, kynslóðabilinu, allt á skemmtilegum og mannlegum nót- um. Gerð af snillingnum Ang Lee. Sæbjörn Valdimarsson Mannlífs- fléttur í Engla- borg Sýn ► 21.00 Mikiagljúfur (Grand Canyon), ★★★‘/2, er gerð á meðan Laurence Kasd- an var tæpast farinn að slá vindhögg og var enn einn af efnilegri leikstjórum Banda- . ríkjanna. I Miklagljúfrí rýnir hann skemmtilega í mannlífs- flóruna í Los Angeles. Við fylgjumst með sundurleitum hópi íbúanna; lögfræðingum, vörubílstjórum, húsmæðrum, sem tvinnast saman af ein- skæm tilviljun í laglega flétt- aðri framvindu, og mynda vin- áttubönd. Þrátt fyrir mismun- andi hörundslit, efni og að- stæður. Óvenju hlý og notaleg mynd, frábærlega vel skrifuð af þeim Kasdan hjónum, sem sjá ekki aðeins skoplegu hlið- ina á daglegu amstri í stór- borginni, heldur vekja spurn- ingar og draga athyglina að því sem betur mætti fara, ekki síst í samskiptum kynþátt- anna. Leikhópurinn er stór- kostlegur, með Kevin Kline, Danny Glover og Steve Mart- in, í þeirra venjulega, trausta formi. Leikkonurnar, Mary McDonnell, Mai-y Louise Par- ker og Alfred Woodard, eru engir eftfrbátar þein-a. BILSKURSHURÐIR IffllHil'lli1 □OÖO □□□□ □öOo ÍSVA\L-íiOr<GA\ Erlr. HOFOABAKKA 9 1 12 RE VKJAVtK SIMI &87 8750 F ax 567 8751 Afmælisdagar Bjóðum frábær afmælistilboð á vinsælum vörum RENND HETTUPEYSA High cotton H07 Litir: Dökkblátt, svart, grátt, grænt Stærðir: S-XXL Algengt verð í nágrannalöndunum ca. 9.000,- n QQH _ Okkarverft 4.Ö3Ui V-BOLUR Litir: Hvítt, Ijosgrátt, svart, dökkblátt, vínrautt, dökkgrænt. Stærðir. S-XXL vð 1.790,- verð áður kr. 2.200,- STUTTBUXUR Litir: Kalkhvitt. Ijosbrunt, ólivuqrænt dökkblátt. Stærðir: 4-18 Verð kr. a aaa verð aður kr. 3.790,- TVodfullar búðir af nýjum vörum Komið og gerið góð kaup - tilboðin gilda frá 6-16 júní Prestige-Wjodftré) *Fo*%. SportskórUGolfkyllur Vólðlvesll 30% Tæknileqir Bakpokar -20% Sundboiir 1.990- VerðáðurknZ990,- MonteVercle - OmniTech Vatns- og vindheldar m/ öndun -20% Opið ■ í dag, laugardag kl. 10-17 sunnudag M. 15-17 2.990.- hreysti Verðáðurkr4.990,- • /O — spottvöauh sportvöKunus Fosshálsi 1 - S. 577-5858 Skeifunni 19 - S. 568-1717

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.