Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 6. JUNI1998 VIKI m H MORGUNBLAÐIÐ j FYRIR skömmu hóf göngu sína nýr mat- reiðsluklúbbur á vegum Vöku-Helga- fells, sem ber nafnið „Af bestu lyst“. Umsjónarmenn klúbbsins eru þau Björg Sig- urðardóttir, sem er ritstjóri uppskrifta, Hörð- ur Héðinsson matreiðslumeistari og Margrét Þóra Þorláksdóttir klúbbstjóri. Þá starfar Bryndís Eva Þorláksdóttir næringarfræðingur með klúbbnum, aðstoðar við samsetningu upp- skrifta og veitir klúbbfélögum ráðgjöf. Björg segir að það sé algengur misskilningur þegar fólk heyri minnst á klúbbinn að í honum sé boðið upp á uppskriftir að grænmetisfæði eingöngu. Það sé misskilningur. Hugmjmda- fræðin byggi miklu frekar á því að taka „hefð- bundna“ rétti og afflta þá. „Það eru miklir for- dómar í gangi gagnvart hollri fæðu. Alltof margir halda að hollustufæði sé grænmeti og búið,“ segir Björg um leið og hún ber fram fyrsta réttinn, reykt urriðapaté og með því ástralskt hvítvín, Lindem- ans Padthaway Chai-donnay, valið með það í huga að ná jafnvægi við reyktan fískin og mýkt patésins. En hvernig er réttur affitaður? „Dýrafitan er til dæmis skorin í burtu og í stað þess að nota rjóma í upp- skriftirnar er yfirleitt notaður sýrður rjómi. Þá er dregið úr saltnotkun, til dæmis með notkun á natríumskertu salti þess í stað.“ Þetta á til dæmis við um urriða- patéið, þar sem sýrður rjómi með 10% fituinnihaldi kemur í stað rjóma án þess að það komi að sök. Hún segir að í sumum tilvikum sé erfitt eða ómögulegt að sleppa sumum hráefnum án þess að það bitni á bragð- gæðum. Þá sé hægt að minnka skammta og einnig beri að passa upp á steikinguna þegar sú eldunaraðferð er notuð. Hörður bendir á að ef notuð sé nýleg teflon-steikingarpanna, sé yf- irleitt hægt að komast af með dropa af ólívuol- íu þegar steikt er. Bryndís bætir því við að næringarfræðin sé í raun skammtafræði. Það sé í sjálfu sér hægt að borða rjómasósu upp á hvern dag ef menn sætti sig við eina til tvær matskeiðar í stað des- ilíters. „Það er ekkert sem er alveg bannað að nota þótt markmiðið sé að passa upp á hollust- una. Um leið og rjómi eða smjör er komið inn í uppskriftina eru menn hins vegar fljótir að ná efri mörkum varðandi hitaeiningafjölda og fitu- magn.“ Segjast þau Björg, Hörður og Bryndís bera saman bækur sínar allt frá upphafi til að sam- ræma réttina. Til að auðveldara sé að átta sig á Lystug hollusta Hollur matur þarf ekki að vera óspennandi og hann getur auðveldlega verið ljúffengur. Raunar er nauðsynlegt að hann sé bragðgóður segja aðstandendur nýs matreiðsluklúbbs í samtali við Steingrím Sigurgeirsson yfír hollri veislumáltíð því annars er hætta á að fólk endist ekki lengi í hollustunni. Morgunblaðið/Þorkell HORÐUR setur lambaréttinn á pönnu... og gengur frá léttum marengsnum. MARGRÉT Þóra, Björg og Hörður segja að hollustufæði þurfl ekki að vera ein- hæft og éspennandi. uppskriftunum og innihaldi þeirra eru notuð fimm tákn á öllum spjöldum til skýringar á kostum þeirra. Eitt tákn er fyrir rétti er inni- halda fáar hitaeiningar, annað fyrir rétti með lítilli fitu, hið þriðja fyrir rétti með lágu kól- esterólmagni, hið fjórða fyrir trefjaríka rétti og hið fimmta táknar saltsnauða rétti. A borðið koma nú lambalundir og segir Hörður að í réttinum sé gert ráð fyrir 100 grömmum af kjöti á mann. „Ef ætlunin er að fara út í aðra línu í matargerð þá er auðvitað grundvallaratriði að draga úr vægi kjöts,“ seg- ir hann og Margrét Þóra bætir við að mark- hópur klúbbsins sé einmitt fólk er vilji breyta um lífsstíl en gerir kröfur um að maturinn sé góður jafnframt því að vera hollur. Þau eru öll sammála um að það séu mörg ólík trúarbrögð og kreddur í gangi varðandi hollustufæði. Hið mikilvæga sé hins vegar að maturinn sé rétt samsettur og skynsamlega næringarfræðilega séð. Þannig séu til dæmis flestir réttir í ind- verskri, ítalskri og mexíkóskri matarhefð mjög heppilegir. Lambalundfrnar bragðast einstaklega vel og ekki spillir mjúkt og bragðmikið rauðvínið, Montes Alpha Cabernet Sauvignon, frá Chile fyrir. Öflugt og djúpt vín í Bordeaux-stíl sem á einstaklega vel við lamb. Linsusalatið og vor- laukurinn mynda þægilega umgjörð um kjötið, sem verður í raun að hálfgerðu aukaatriði. Það truflar ekkert þótt kjötmagnið sé af skornum skammti. Balsamedikssósan gerir þyngri sósu alfarið óþarfa. Talið snýst aftur að kreddum varðandi holl- ustufæði og segir Bryndís að mjög algengt sé að fólk spyrji hvort að brauð og pasta sé ekki fitandi. Það sem hins vegar geri pastarétti fit- andi sé yfirleitt feit rjómasósa og mikill ostur. Að sama skapi er það yfirleitt smjör og álegg sem gera mikla brauðneyslu fitandi. „Það er skynsamlegast að vera með engar öfgar,“ segir Bryndís. „Það skilar mestum árangri. Fólk verður að lifa góðu lífi og borða góðan mat. Sé maturinn jafnframt hollur getur það lifað leng- ur og borðað meira. Það er lykilatriði að fólk líki maturinn, þá er lítið mál að venja sig á holl- an lífsstíl. Aðaláherslan á heldur ekki að vera á það að léttast heldur hollustu fæðunnar." Þau benda á að það að „láta sig hafa það“ í þágu heilsunnar sé ekki líklegt til ái'angurs til lengri tíma litið. Þá geti það verið varasamt að setja samansemmerki á mOli grænmetis og léttmetis. Grænmetisréttir geti verið löðrandi í olíu og þai’ með fitu. Grænmetisfæði einvörð- ungu sé sömuleiðis ekki endilega hollt. Eftirrétturinn er svo sannarlega ekkert grænmetisfæði. Ljúffengur marengs eða „pavlova“ með ferskum jarðaberj- um og kiwi. Sannkallaður sælkerarétt- ur en kannski ekkert heilsufæði við fyrstu sín. Björg og Hörður segja „galdurinn“ á bak við réttinn vera að halda sykurmagni í marengsinum í lág- marki, enda sé algjör óþarfi að hafa of mikið af honum, þótt ákveðið magn sé nauðsynlegt til að ná stífleika. I stað þess að nota hreinan rjóma er jafn- framt notuð blanda af rjóma og súr- mjólk, sem síuð hefur verið í gegnum kaffisíu til að ná mysunni úr. Björg og Hörður segja þetta sniðuga aðferð til að fá ódýra mjólkurafurð er nota megi í bland við rjóma eða í staðinn fyrir jógúrt í öðrum uppskriftum, t.d. ind- verskum. Með þessu freyðandi hálfsætt (démi- sec) kampavín, Mumm Cordon Vert. Kampa- vín eru einmitt með hitaeiningasnauðustu vín- um sem fáanleg eni og léttleiki þess leikur við ferskan ávöxtin. Maður er vel mettur og ánægður eftir þessa máltíð en þrátt fyrir það segir Bryndís að hita- einingafjöldinn í máltíðinni hafi einungis verið rúmlega þúsund hitaeiningar og um þrettán hundruð ef vínin eru tekin með í dæmið. „Hefð- bundin" veislumáltíð sprengdi hins vegar auð- veldlega 2000 hitaeiningamörkin og það án vína. Meðaltalseinstaklingurinn þarf 2.400 hitaeiningar á dag að sögn Bryndísar, en sú tala liggur á milli meðaltals karla og kvenna, en að jafnaði er orkuþörf karla nokkuð meiri. Þá höfum við ekki snætt meira en um 30 grömm af fitu hvort fyrir sig en venjuleg veisla getur auðveldlega skilið eftir sig 250 grömm af fitu. Draumar lesenda DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Mynd/Kristján Kristjánsson HANN vakir yfir draumum þínum. DRAUMSTÖFUM berast mörg bréf, svo mörg að lesendur mega bíða tvo til þrjá mánuði eftir birt- ingu drauma sinna og ráðningu þeirra. En pistlinum er ætlað tak- markað rúm í blaðinu og setur það skorður við fjölda þeirra bréfa sem birtast, sem er einnig háð lengd bréfanna og lengd ráðninganna. Hvert bréf sem berst fer í sína draumaröð því hvert bréf er merki- legt þó draumarnir séu ólíkir og öllum er svarað að því tilskildu að fullt nafn, fæðingardagur og ár ásamt heimilisfangi og dulnefni fylgi. Bréfin sem berast koma víða að af landinu og sum þarf að stytta en kjarninn heldur sér. Þá koma bréf frá Norðurlöndunum og enskumælandi löndum, frumtexta þeirra bréfa er ekki hægt að birta svo þýðing verður að nægja. Draumar lesenda spegla flestir þeirra eigin hag og umsýslu en einnig koma draumar sem höfða til heildarinnar, líkt og draumur „Blóma“ sem birtist 22. nóvember 1997. Ég var staddur á Austurvelli í Reykjavík, á gangstéttinni við Al- þingishúsið. Allur völlurinn var þakinn grænlitu vatni, það djúpu að hvergi sást í grasið né stétt. Yfirborðið var vel gárað og stund- um hvítfyssandi öldufall. Svo var ég kominn inn í Alþingishúsið, á jarðhæðinni var einn minni forsal- ur og tveir stórir. Það var fundur í salnum sem snýr að Landakoti. Sætin í salnum voru hvít. Ég og aðrir sem voru þar, vorum beðnir að færa okkur í fremri salinn svo við trufluðum ekki fundinn. Við gerðum það án mótþróa. Svo var ég kominn á efri hæðina sem snýr að Austurvelli. Þar voru þrír lög- reglumenn í bláum skyrtum, án höfuðfats og með vélrituð blöð í höndunum. Einn þeirra spurði mig hvort ég hefði farið út í bæ. Ég játti því og sagðist hafa farið gang- andi upp Þingholtin. Hann sagði þá að það væri bannað nema með leyfi. Það kom mér á óvart, var ekki búinn að frétta um þetta bann. Lögreglumaðurinn heldur áfram að skoða blöðin, fer að hlæja og segir „nei, heyrðu nú, það er sagt hér að þú sért ofstækisfullur og hættulegur“. Ráðning Draumurinn talar um grósku í pólitík (grænlita vatnið) og samflot þriggja flokka/afla (salirnir þrír) sem bjóða munu fram eða íhuga framboð, þessu framboði sem virð- ist óþekkt í dag (sætin voru hvít) fylgja létt innri átök (færðuð ykkur án mótþróa) og vissar ytri væring- ar (vatnið var gárótt og stundum hvítfyssandi), þar sem reynt verð- ur að gera menn tortryggilega (lögreglumaðurinn segir „nei, heyrðu nú, hér er sagt að þú sért ofstækisfullur og hættulegur“). En öllum breytingum fylgja átök (lög- reglan), sérstaklega þegar vegið er að gömlum gildum (bannað að ganga um Þingholtin) líkt og þessi draumur lýsir. Draumar „JSG“ I. Mér fannst ég og maðurinn minn vera við stórt vatn. Við vatnið var timburhús sem við bjuggum í, frá húsinu lá pallur eða bryggja út á vatnið. Við vorum að rækta end- ur og gæsir og þurftum að kafa í vatnið til að ná í æti fyrir þær. Við fórum í vatnið án köfunartækja og köfuðum niður á botn þar sem við tíndum upp eitthvað brúnt og hvítt sem mér fannst vera æti. Allt í einu finnst mér ég verða að komast upp á yfirborðið, gef manni mínum bendingu og held upp, í því opna ég munninn og byrja að anda en veit að það má ég alls ekki gera og gríp fyrir munninn. Þá gengur mér bet- ur og ég segi við sjálfa mig að slappa af og láta mig fljóta upp svo ég drukkni ekki, ég segi við mig að þetta geti virst sem heil eilífð en taki bara augnablik og í því skýst ég upp á yfirborið mér til léttis. Ég sest á pallinn og horfi á sólina og allt í kring og dáist að því hvað allt sé friðsælt og fallegt, vatnið tært og slétt en finn um leið kvíðaverk vegna mannsins míns sem enn er niðri. II. Mér fannst ég vera stödd í tveggja hæða timburhúsi ásamt manninum mínum og yngsta syni. Efri hæðin var fullbúin með viðar- gólfum en á neðri hæðinni var moldargólf í þvottahúsi og plast í hurðum. Það var rok úti og gustaði inn um hurðaropin því plastið var laust frá gættinni að neðan öðrum megin en hinum megin vantaði stykki, þó fannst mér hlýtt inni. Úti á miðju gólfi stendur gamall stóll sem mér finnst ég hafa séð þegar ég var barn, hann var blágrár með brúnum fótum og bakið var lengra en setan. Ég hugsa hvað þetta sé fallegt af Ástu og Ásgeiri að skilja stólinn eftir handa okkur. Ég tek stólinn og fer með hann að hurðar- opinu og ætla að setja hann fyrir opið en finnst þá sem ég sökkvi upp að hnjám í moldardrullu, en stóllinn passaði fyrir gatið. Hinum megin setti ég spýtu og var ánægð með þessar lausnir. Ég sný mér að manninum mínum og segi: „En hvað allt hefur ræst hjá miðlinum sem hann sagði þér, þetta var það eina sem var eftir að við værum flutt í annað hús áður en barnið hennar dóttur okkar fæðist". Ráðning I. Draumurinn snýst um áhuga þinn (og ykkar) á andlegum málum (ræktuðuð endur og gæsir) og sál- arrannsóknum (húsið/vatnið/köfun- in). Þessi áhugi er kominn á það stig að þú ert að snerta kjarna til- veru þinnar (tínduð upp eitthvað brúnt og hvítt af botninum) og þar með opna ný vitundarsvið og skiln- ing (fara upp á yfirborðið) sem færir þér „sannanir" fyrir þeim spumingum sem þú hefur spurt um tilveruna, sálina og Guð. Þess- ari opnun fylgir mikil spenna og löngun til að sanna öðrum það ósannanlega (opnaðir munninn á leiðinni upp) og er draumurinn að benda þér á að fara hægt í sakirnar og velja hliðarveginn að sannleik- anum sem mun opnast (þú sast á pallinum og horfðir). II. Seinni draumurinn talar um ósamræmi milli anda og efnis (efri og neðri hæð hússins), að þú (þið) spinnið ekki nógu vel saman and- legum og veraldlegum málum, en treystið á lukku og vini (stóllinn frá Ástu og Ásgeiri) í jarðefnum, nokk- uð sem gustar um á næstunni þeg- ar kaldur veruleikinn knýr á dyr. # Þeir lesemhw sem vilja fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dul- nefni til birtingar til: Draumstafir Morgunblaði Kringlunni 1 103 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.