Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KRISTINN B. JÚLÍUSSON 3 Kristinn B. Júlí- I usson var fædd- ur á Eskifirði 22. mars 1914. Hann andaðist í Sjúkra- húsi Suðurlands 30. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Júlíus Guðmundsson, f. 30.6. 1876, d. 31.3. 1941, trésmiður á Eskifirði, og Kristín Björg Þórðardóttir, f. 9.11. 1879, d. 21.4. 1914, húsfreyja á Eskifirði. Fóstur- foreldrar voru þau Jóhann Þor- valdsson, f. 9.6. 1882, d. 27.7. 1961, útvegsbóndi og vélbáta- formaður á Eskifirði, og kona hans, Halldóra Helgadóttir, f. 30.12. 1884, d. 7.6. 1980, hús- freyja. Bræður Kristins voru Ásgeir, f. 6.4. 1906, d. 1983, giftur Hjördísi Helgadóttur, og Ingvar, f. 2.7. 1907, d. 1963, giftur Guðrúnu Ágústsdóttur. Kristinn kvæntist 1.1. 1944 Brynhildi Stefánsdóttur, f. 12.8. 1911, húsmóður. Foreldrar hennar voru Stefán Guðmunds- , * son, f. 30.5. 1883, d. 3.9. 1961, trésmiður í Reykjavík, og kona hans, Guðrún Jóhannsdóttir, f. 17.4. 1884, d. 15.7. 1958, hús- freyja. Börn Kristins og Bryn- hildar eru: Halldór, f. 28.8. 1945, sýslumaður á Húsavík, hans kona er Guðrún Hjördís Björnsdóttir, f. 24.5. 1945, kennari og ljósmóðir. Börn þeirra eru: Ingibjörg, Kristinn, Björn og Brynhildur. Dóttir Halldórs og Steinunnar Guð- mundsdóttur er Áslaug. Arndís, f. 14.3. 1947, kennari og nú bankafulltrúi í Reykjavík, henn- ar maður er Konráð Jónas Hjámarsson, f. 27.9. 1943, vél- fræðingur. Börn þeirra eru: Brynhildur, Kristín og Snæ- björn. Barnabarnabörnin eru nú fjögur. Kristinn stundaði barna- og unglingaskólanám á Eskifírði og varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akur- eyri 1934. Hann varð cand. juris frá Háskóla Islands 1941 og fékk rétt- indi sem héraðs- dómslögmaður sex árum síðar. Hann varð starfsmaður Landsbanka Islands á Eskifirði 1934, fyrst til sumar- afleysinga, bókari (skrifstofustjóri) bankans 1937-1957, að undan- skildu leyfi frá störfum frá október 1939 til mars 1941 til að ljúka lögfræðiprófí og 1943- 1947 til að gegna sýslumanns- og bæjarfógetaembættum. Hann stundaði almenn lög- fræðistörf samhliða aðalstarfí 1947-1958. Kristinn var útibús- stjóri Landsbanka Islands á Eskifirði 1958-1971 og síðan útibússtjóri sama banka á Sel- fossi 1971-1983 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hann var settur sýslumaður í Suður-Múlasýslu 1943-1946 og settur bæjarfógeti í Neskaup- stað í 6 mánuði 1947, hvort tveggja í fjarveru viðkomandi embættismanna. Kristinn gegndi báðum þessum embætt- um oftar um skemmri tíma. Kristinn var framkvæmdasljóri Bátaábyrgðarfélags Eskifjarð- ar og nágrennis 1947-1948. Hann var í yfírskattanefnd Suð- ur-MúIasýslu 1947-1962. Krist- inn var formaður stjórnar hér- aðsbókasafns Suður-Múlasýslu á Eskifirði 1956-1962. Hann var sáttasemjari í vinnudeilum á Austurlandi 1960-1972. Kristinn var sæmdur riddarakrossi hinn- ar íslensku fálkaorðu 1969. Útför Kristins verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég kynntist tengdafóður mínum á sólríkum sumardegi á Eskifirði í júní 1971. Ég var nýtrúlofaður og þekkti hann ekki þá. Frá sveitung- um mínum hafði ég heyrt af honum fjölmargar sögur hversu vel hann N hefði tekið ótrúlegustu mönnum með lánveitingar, borið traust til þeirra og þeir í engu brugðist þvi. Þess vegna var enginn beygur í brjósti mínu og mér vel fagnað af tilvonandi tengdaforeldrum. I des- ember sama ár fluttu þau til Sel- foss, þar sem hann tók við öðru úti- bússtjórastarfi. í fór með þeim var fóstunnóðir Kristins. Halldóra Helgadóttir þá 87 ára gömul og dvaldi hún á heimili þeirra í 6 ár. Hún var stórfróð kona, minnisgóð og ræðin. Hún sagði mér sögu tengdafóður míns, í eyðurnar fyllti hann sjálfur og aðrir ættingjar. Kristinn Björgvin Júlíusson var , fæddur á Eskifirði 22. mars 1914. Hann var þriðja barn foreldra sinna, eldri voru Stefán Ásgeir og Ingvar Guðmundur. Ljósmóðir kauptúnsins var upptekin við aðra fæðingu og fór svo að Kristín Björg fékk barnsfararsótt og lést mánuði síðar. Litli drengurinn var látinn heita eftir móður sinni, Kristinn Björgvin. Júlíus smiður stóð nú uppi með 3 unga drengi, en sem betur fer komu góðir grannar til hjálpar. Ingveldur í Melbæ bar Kristin litla í fang Halldóru Helga- dóttur og Jóhanns Þorvaldssonar. > Þau hjónin áttu þá 2 böm lifandi, Ingvar Ara og Þórlaugu, og eina fósturdóttur, Guðrúnu Guðjóns- dóttur, öll voru börnin á svipuðu reki, tæpra 10 ára. Halldóra og Jó- hann höfðu eignast fjölda barna sem létust við fæðingu. 7 árum síð- ar fæddist síðan Víkingur sonur þeirra, frá honum eru komnir einu afkomendur Halldóru og Jóhanns. A þessu góða menningarheimili ólst Kristinn upp við prýðilegt at- læti, lengi vel yngsta barn og taldi sjálfur að fósturmóðir hans, sem mat menntun meira en veraldar- gæði, hefði gert hann að því sem hann síðar átti eftir að verða. Gott samband var alla tíð við föður, bræður og Vilborgu ömmu, sem bjuggu að segja má í næsta húsi, Kirkjubæ. í Jóhannshúsi, sem á þess tíma mælikvarða þótti stórt hús, rak Richard Beck síðar doktor í Ameríku unglingaskóla, mundi Kristinn eftir sér undir borði að hlýða á kennslu Richards. Hvort þetta eða annað vakti námsþorsta Kristins var hann orðinn læs 4 ára og bætti á þekkinguna allt sitt líf. Það duldist hvorki fóstru hans né kennurum á Eskifirði að þarna var afburðanámsmaður, fór því svo að hann var sendur haustið eftir ferm- ingu til að þreyta inntökupróf í Menntaskólann á Akureyri, sem hann stóðst með mikilli prýði. Skóladvalarinnar í MA minntist Kristinn með mikilli ánægju. Hann var mjög góður námsmaður og lauk stúdentsprófi 1934 tvítugur að aldri. í skólanum gat hann jafn- framt iðkað sitt helsta áhugamál, skákina, ásamt harðsnúnu liði bekkjarfélaga sinna. Á sumrin vann hann hjá fóstra sínum við landbún- að og sjósókn. Að loknu stúdentsprófi gerðist Kristinn sumarstarfsmaður í Landsbanka Islands en hóf nám um haustið í Háskóla Islands, þetta var á kreppuárunum og litla atvinnu að hafa. Því fór svo haustið 1937 er Kristni bauðst bókarastarf í Lands- banka Islands á Eskifirði, sem var eitt af 4 útibúum bankans, hvarf hann um hríð frá lögfræðináminu en fékk síðar 18 mánaða leyfi frá Landsbankanum og lauk námi 1941. Meðan Kristinn var við nám í Háskólanum hélt hann góðu sam- bandi við fóðurfólk sitt sem ættað var úr Árnesþingi. Þetta var hans gæfa því í vinahópi þeirra var Brynhildur Stefánsdóttir, skrif- stofustúlka hjá Ellingsen. Kristinn og Brynhildur giftust 1. janúar 1944 og varð tveggja barna auðið. Hjónabandið var ákaflega farsælt. Kristinr. var að eðlisfari hlédrægur maður en Brynhildur opin, starfsöm og áræðin. Hvatti hún eiginmann sinn til að láta hæfi- leika sína njóta sín og stóð sem klettur við hlið hans, hvaða störf sem hann tók sér fyrir hendur og annaðist fósturmóður hans árum saman. Þetta launaði hann henni ríkulega þegar veikindi herjuðu á hana. Hann var í senn læknir, heimilishjálp og síðast en ekki síst skemmtikraftur og ástin þeirra á milli var einstök allt til hinstu stundar. Um Kristin má segja að hann var ekki einungis ástríkur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi. Hann var umfram allt góður maður, sem sá alltaf einhverja kosti hjá öllum og hvatti til dáða. Hann var líka einstaklega skemmtilegur, spaugsamur og fróður. Áttum við löng samtöl um mannkynssögu og ættfræði Austfirðinga. Á okkar kynni féll aldrei neinn skuggi. Kæra tengdamóðir, þinn missir er mestur, höfum hugfast orð þjóð- skáldsins: Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg; en anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. (Jónas Hallgrimsson.) Konráð Jónas Hjálmarsson. Ég tengi mínar bestu æskuminn- ingar afa og ömmu. Þau áttu heima í höll að mér fannst, Landsbanka- húsinu. Garðurinn var sá stærsti sem ég hafði séð. Við systkinin vor- um í pössun og þar fengum við kvöldkaffi. Veit ég að afi hefur að- stoðað við uppþvottinn eftir að við vorum farin að sofa, því oft sá ég hann þvo upp. Ekki get ég ímyndað mér marga karla fædda um svipað leyti og hann við slík störf. Á dag- inn röltum við í sundlaugina sem okkur fannst nokkurn spöl í burtu en er næstum því við hliðina á hús- inu. Það var ævintýri að vera í þessu húsi hjá afa og ömmu og mik- il upplifun þegar við fengum að fara í salinn á efstu hæðinni. Því mun ég aldrei gleyma. Ég hef alltaf litið mikið upp til afa og ömmu. Af hverju? Allt sem ég hef gert hafa bæði afi og amma sýnt mikinn áhuga. Þegar ég æfði knattspyrnu spurði afi hvernig hefði gengið. Þegar ég var að tefla á skólaskákmótum spurði hann líka út í skákirnar og hrósaði mér þegar vel gekk en hvatti áfram ef illa gekk. Bæði gaf hann mér skákbækur og skákklukku af bestu gerð þegar ég hafði unnið skákmót innan skólans. Bæði afi og amma hafa hvatt mig áfram við það sem ég hef haft fýrir stafni án þess þó að setja á mig nokkra pressu. Mér hefur alltaf liðið vel í návist þeirra beggja. Það var aldrei neinn asi á þeim og það er notalegt íyrir krakka og í raun alla því það veitir ákveðið öryggi. Nú í seinni tíð þegar ég þurfti að vita eitthvað, allt frá ljóðum til kappleikja af ýmsu tagi, var hægt að spyrja og svarið var ávallt á reiðum höndum. Afi var afar athugull og greindur og ætla ég að nefna eitt dæmi sem átti sér stað fyrir rúmu ári. Ég var þá nýbúinn að gera risa hönnunar- skýrslu í Tölvuháskólanum. Afi var að lesa yfir skýrsluna og sá þá skýi’ingarmynd. Eftir stutta stund' sá hann nokkuð sem enginn hafði tekið eftir, hvorki kennarar né hóp- urinn. „Er ekki búið að víxla mynd- unum,“ sagði hann og það kom á daginn, textarnir sem voru fyrir neðan myndirnar höfðu víxlast. Ekki var hann lengi að læra að nota tölvuna, því eftir fimm mín- útna sýnikennslu var hann farinn að tefla við Chess Master 2000. Svokölluð tölvuhræðsla átti ekki við hann. Það þarf náttúrulega ekki að taka það fram að hann vann skák- ina. Afi var yfirvegaður og rólegur en samt skemmtilegur. Mér er minnis- stætt þegar við systkinin vorum í bílnum hjá afa og ömmu að hann átti til að brýna raustina og syngja „Gjáin í Þjórsárdal". Þá tókum við systkinin undir og sungum af öllum lífsj og sálarkröftum. Ég mun alltaf hugsa til afa með söknuði og minnast samverustund- anna. Blessuð sé minning hans. Snæbjörn Konráðsson. Horfinn er af veraldarvelli holl- vinur minn og áður húsbóndi Krist- inn Júlíusson fyrrverandi útibús- stjóri Landsbanka Islands á Sel- fossi, með honum er genginn einn sá maður sem ég tel hvað mætastan af mörgum góðum samferðamönn- um sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Kristinn fluttist hingað að Selfossi með fjölskyldu sína 1971 og má því með sanni segja að hann hafi verið kominn að sínum fornu föðurtún- um, en afi hans Guðmundur í Mið- engi í Grímsnesi, mætur bóndi þar, og merkur, og jafnan við þann bæ kenndur, var fæddur á bænum Helli, hér rétt utan við ána. Guð- mundur í Miðengi var sonur Jóns Einarssonar, Þorleifssonar á Sel- fossi og Aldísar Vigfúsdóttur í Helli, en hún var systir Ofeigs ríka í Fjalli á Skeiðum. Kristinn stóð því á sterkum sunnlenskum rótum þó alltaf teldi hann sig fýrst og fremst Austfirðing þegar ættfræðin barst í tal. Enda fæddur og uppalin á Eskifirði, stofnaði þar sitt heimili og á Eskifirði bjó hann og starfaði meiri hluta æfi sinnar. Á Austfjörð- um gegndi Kristinn fjölda ábyrgð- ar- og trúnaðarstarfa, annarra en útibústjórstöðunni í Landsbankan- um og óhætt er mér að fullyrða að hann naut þar virðingar og trausts, og hafði almannahylli, og leyfi ég mér í því sambandi að vitna til um- mæla Aðalsteins Jónssonar útgerð- armanns á Eskifirði en um Kristin segir hann m.a. svo í bók sinni, Líf- ið er lotterí. Hann var stórkostleg- ur maður, Kristinn, bráðgreindur og velviljaður. Hann reyndist pláss- inu mikil lyftistöng og var einstak- lega jákvæður í öllu, sem staðnum mátti vera til framfara. Kristinn reyndist öllum Austfjörðum hinn besti maður, ómetanlegur þegar síldarbresturinn varð, því umdæmi hans var allt Austurland frá Vopna- fírði til Hornafjarðar. Til annarra þarf ekki að vitna um álit Austfírð- inga á Kristni, enda sáu þeir mikið eftir honum, það vissi ég fyrir víst, þegar hann fór hingað suður, og tók við Landsbankanum hér á Selfossi. Ég held þó ég vilji engan lasta, að með Kristni fengum við réttan mann á réttum tíma. I allri sinni framgöngu var hann fyrst og fremst hinn prúði og hógværi drengskaparmaður. Hann gaf sér góðan tíma til að ræða við menn sem til hans leituðu í bankann og kynnti sér vel aðstæður þeirra og uppruna. En eitt hafði Kristinn líka til að bera, sem oft kom sér vel og það var minnið, það var með ólík- indum hvað hann mundi eftir mönnum og málefnum, sem höfðu verið til umræðu jafnvel mörgum árum fyrr, hann hafði það sem ég heyrði stundum sagt um menn, svo kallað stálminni. Hann hafði sínar skoðanir á mál- um sem voru til umfjöllunar og kynnti sér vel alla málavexti, og lit- ist honum á málefnið og mennina sem héldu um taumana, þá var lið- sinni hans óskorað. Kiistinn var þaulreyndur bankamaður og á margan hátt vil ég segja, á undan sinni samtíð í þeim efnum. Hann gat átt það til eftir að hafa skoðað mál til hlítar, að benda mönnum á að þessi eða hinn framkvæmdaþátt- urinn væri hugsanlega vanreiknað- ur og meira fé þyrfti til að koma, ætti fullur árangur að nást, hér var algjörlega nýr siður í bankafyrir- gi-eiðslu á Suðurlandi. Oftast urðu menn að biðja um meira en þeir þurftu, því alsiða var að bankastjórar lánuðu aðeins helming þess sem um var beðið. En hann benti mönnum líka á hvað dýrt gæti verið að taka lán og skulda, og vissi ég þess dæmi að hann, með hyggjuviti sínu og fóður- legum ráðleggingum, bjargaði mönnum frá fyrirsjáanlegum vand- ræðum, með því að láta þá ekki hafa peninga, leita fyrst annarra leiða og vora þeir menn margir hverjir þakklátir honum fyrir síðar. Þessir siðir eru nú alþekktir í dag og verið teknir upp í öllum bönkum og þykja sjálfsagðir hjá bankastjór- um og hjá þjónustufulltrúum í Vörðum og Vildarklúbbum. En þó Kristinn nyti strax í upp- hafi ferils síns hér á Selfossi óskor- aðs trausts og virðingar viðskipta- manna Landsbankans, sem og yfir- stjórnenda bankans í Reykjavík, þá naut hann ekki síður virðingar og trausts sinna starfsmanna enda var hann með afbrigðum sanngjarn og góðviljaður og bar hag okkar fyrir brjósti. Öll hans daglega stjórn í bankanum einkenndist af nærgætni og æðraleysi, þar sem engum var mismunað á kostnað annars. Hann var dagfarsprúður, léttur og laun- fyndinn og hlátur hans var smit- andi af græskulausri glettni. Og í öllum málefnum leitaðist hann við að finna þá lausn að allir væru sátt- ir. Ég veit að ég mæli fyrir hönd allra starfsmanna hans nú við leið- arlok, að við elskuðum hann öll og virtum, og eigum í sjóði dýrmætar minningar um hann. En þó Krist- inn hafi megin hluta sinnar starfsæfi gegnt opinberum ábyrgð- ar- og trúnaðarstörfum, þá var hann ekki maður sviðsljósanna og vildi lýtt láta á sér bera, en kæmi það fyrir sem ekki gerðist oft að hann stæði upp á fundi eða í mann- fagnaði, þá var á hann hlustað, og hljóður salur meðan hann flutti mál sitt. Hann var hins vegar í eðli sinu sannur fræðimaður og grúskari. Ættfræðin var honum hugstæð og mikil og góð afþreying ekki síst hin síðari ár og mikill fróðleikur mun eftir hann liggja á því sviði. Einnig var hann mikill áhugamaður um safnamál og vann mikið björgunar- og þarfaverk við uppbyggingu Hér- aðsskajalasafns Ái’nesinga. Þá var hann mikill unnandi skáklistarinnar og gjörþekkti sögu þeiiTar íþróttar, sérstaklega um og fyi-ir miðja öld- ina. Hann hafði gaman af að tefla og var talinn snjall skákmaður og má í því sambandi nefna að hann og Vilhjálmur Þór Pálsson bankamað- ur og þekktur skáksnillingur náðu bestum árangri fh. Umf. Selfoss á Héraðsskákmóti Suðurlands á Sel- fossi 1973. Þó enn mætti miklu á bæta um einkenni og áhugamál Kristins þá var hann ekki síst mikill heimilisfaðir og ljúfur heim að sækja. Þegar þau Brynhildur flutt- ust úr bankanum 1983 keyptu þau sér einbýlishús að Vallholti 34 hér á Selfossi. Þar byggðu þau sér sann- kallaðan unaðsreit þar sem snyi’ti- mennskan, hagsýnin og einkar fal- legur smekkur þeirra hjóna, var einkennandi fyrir hvern hlut inni jafnt sem úti. Hann naut sín vel við hvers kyns ræktun og uppeldi í garðinum og lagði líknandi hönd að hverju smáu blómi. I fjórtán ham- ingjurík ár fengu þau að vera þar samvistum í þessu síðasta sameig- inlega skjóli hér á jörð og oft minntust þau á það hrærðum huga hversu þakklát þau voru fyrir hvern dag sem þeim var gefinn. Hjónaband þeirra Kristins og Brynhildar var eitthvert fegursta og einlægasta samband karls og konu sem ég hef kynnst, að heim- sækja þau og verða vitni að svo djúpri og fólskvalausri virðingu og umhyggju hjóna hvort fyrir öðru fyllir mann lotningu fyrir mann- legri tilfinningu. Og ég trúi því að slíka ást geti dauðinn ekki einu sinni sundur slit- ið. Ég nefndi Kristin í upphafi þess-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.