Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.06.1998, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stjórnarliðar vísa frá þingsályktunartillögu um skipun rannsóknarnefndar um málefni Landsbanka Islands hf. „Rannsóknarefnin þegar til meðferðar hjá ríkissaksóknara“ STJÓRNARLIÐAR á Alþingi lögðust í gær gegn þingsályktunar- tillögu stjórnarandstæðinga ura skipun rannsóknarnefndar til að fjalla um málefni Landsbanka Is- lands hf. og samskipti fram- kvæmdavalds og Alþingis. Sögðu stjómarliðar m.a. að einstök rann- sóknarefni í tillögu stjórnarand- stæðinga væru þegar til meðferðar hjá þar til bærum aðilum. Umræð- an um þingsályktunartillögu stjómarandstæðinga um rann- sóknamefnd stóð yfir í tvo tíma í upphafi þingfundai- í gærmorgun og að henni lokinni samþykktu stjórnarliðar í atkvæðagreiðslu að vísa tillögunni frá. Sighvatur Björgvinsson, þing- flokki jafnaðarmanna, hóf umræð- una í gær og mælti fyrir fyrr- greindri þingsályktunartillögu stjórnarandstæðinga. Sighvatur sagði m.a. að Alþingi hefði skyldui- í því máli sem tengdist Lands- bankamálinu svokallaða. Alþingi bæri að axla þær skyldur og að eina úrræðið sem það hefði í þeim efnum væri skipun rannsóknar- nefndar þeirrar sem þingsályktun- artillaga stjórnarandstöðuflokk- anna gerði ráð fyrir. Þá fjallaði Sighvatur um það í ræðu sinni að „málsvarar ríkis- stjórnarinnar", eins og hann orðaði það, hefðu gagnrýnt stjórnarand- stæðinga fyrir að hafa ekki borið upp tillögu um vantraust á við- skiptaráðherra. Þeir hefðu sagt að stjómarandstaðan þyrði það ekki. „Þorir ekki,“ sagði Sighvatur. „Hvað ættum við að óttast við slík- an tillöguflutning? Vantrauststil- laga beinist ekki að okkur. Tillaga um vantraust er sjálfstætt mál óháð þeirri tillögu sem hér er flutt. Tillaga um vantraust á tiltekinn ráðherra er sterkasta vopn stjóm- arandstöðu. En slík tillaga lokar líka málinu. Að fenginni afgreiðslu á slíkri tillögu getur Iöggjafarsam- koman lítið aðhafst og við viljum ekki loka málinu þótt stjómarsinn- ar óski þess helst að svo verði gert. Við viljum fyrst og fremst opna málið betur og upplýsa frekar,“ sagði hann m.a. og lagði að síðustu til að þingsályktunartillagan yrði afgreidd frá Alþingi síðar um dag- inn. Hafnar tillögunni Finnur Ingólfsson viðskiptaráð- herra ítrekaði í máli sínu þá skoðun að með umræddri þingsályktunar- tillögu væra stjómarandstæðingar að misskilja stöðu Alþingis og framkvæmdavaldsins. Hann fór yf- ir efni tillögunnar og sagði að hún fjallaði annars vegar um málefni bankastjóra Landsbanka Islands og fyrirtækisins Lindar hf. og hins vegar um samskipti sín við Alþingi vegna þeirra mála. Ráðherra hafnaði tillögunni og benti á að málefni Lindar hefðu þegar verið sett í tiltekinn farveg, þar sem bankaráð Landsbankans hefði beint málinu til ríkissaksókn- ara. í öðru lagi sagði hann að það lægi fyrir að Ríkisendurskoðun hefði haft málefni þau sem leiddu til afsagnar bankastjóranna þriggja til skoðunar og í þriðja lagi sagði hann að hann hefði sjálfur skýrt mál sitt og kynnt sameigin- legt álit tveggja hæstaréttarlög- manna. Þar hefði verið komist að þeirri niðurstöðu að samskipti sín við Alþingi hefðu verið eðlileg og lögum samkvæm. „Með hliðsjón af framansögðu er ljóst að málatil- búnaður flutningsmanna á sér ekki efnisleg rök og skipun rannsóknar- nefndar er óeðlileg með öllu. Því get ég ekki fallist á samþykkt þess- arar tillögu,“ sagði hann. Margrét Frímannsdóttir, þing- maður Alþýðubandalags og óháðra, sagði í upphafi máls síns að þingsá- lyktunartillöguna væri ekki hægt að afgreiða sem einhvern misskiln- ing. Varðandi þá gagnrýni við- skiptaráðherra að óþarfi væri að skipa þingkjörna rannsóknarnefnd þar sem ríkissaksóknara hefði m.a. verið falið að rannsaka Lindarmál- ið sagði Margrét að aðrir þættir í Lindarmálinu féllu ekki undir þá rannsókn. Atti hún þar við sam- skipti ríkisstjórnar og Alþingis og „hugsanleg pólitísk hagsmuna- tengsl", eins og hún orðaði það. Fullyrðingar um óeðlilega af- greiðslu verði rannsakaðar Margrét sagði undir lok ræðu sinnar að þingmenn hlytu að gera kröfu til þess að rannsóknarnefnd- in, yrði hún skipuð, standi fyrir ít- arlegri skoðun á rekstri Lands- bankans sem nái yfir lengri tíma og fleiri þætti en þegar hefðu verið skoðaðir, m.a. fúllyrðingar um óeðlilega afgreiðslu mála innan bankans vegna pólitískra tengsla og hagsmuna. Davíð Oddsson forsætisráðheiTa mælti í ræðu sinni gegn þingsá- lyktunartillögu stjómarandstæð- inga og gaf m.a. til kynna að um- rædd rannsóknarnefnd yrði ekki hlutlaus. „Margir þeii'ra sem nú kjósa að rannsaka málið hafa þegar kveðið upp dóma, mjög þunga dóma, stóryrta og þunga dóma og svo vilja þeir fara að snúa plötunni við og hefja rannsóknir, eftir að þeir hafa kveðið upp þunga og harðorða dóma. Það er ekki sann- færandi. Það vekur ekki tiltrú á Al- þingi." Forsætisráðhema fjallaði því næst um þá þætti sem rannsóknar- nefndinni bæri að rannsaka sam- kvæmt þingsályktunartillögu stjómarandstæðinga og gerði m.a. að umtalsefni þá tillögu að athuga þyrfti sérstaklega þátt forsætisráð- herra og ríkisstjómarinnar, þar sem upplýst hefði verið að forsæt- isráðherra hefði vitað um málefni Lindar hf. löngu áður en það hefði komið fyrst til umræðu á Alþingi. „Þennan dularfulla þátt ætla þeir að rannsaka sérstaklega," sagði ráðherra og hélt áfram. „Það kom reyndar fram í fyrirspurn háttvirts þingmanns Ástu R. Jóhannesdótt- ur að hún vissi líka um málið áður en það var rætt á þinginu. Þess vegna spurði hún. Þarf ekki að rannsaka þann dularfulla þátt sér- staklega? Að sjálfsögðu ekki. Hins vegar þyrfti að mínu mati að rann- saka alla þá þingmenn sem ekki höfðu heyrt um málið, því það hafði verið í fjölmiðlum. Bankastjóri Landsbankans hafði upplýst til að mynda að stórkostlegt tap, eins og það var orðað, væri af fyrirtækinu Lind. Og samt er gerð krafa um það hér að ég viti ekkert um málið. Hafi ekkert um það heyrt. Vænt- anlega vilja menn hafa ólæsan for- sætisráðherra," sagði hann og tók fram að auðvitað hefði hann heyrt um málið. Ráðherra með útúrsnúning Fleiri þingmenn tóku þátt í þess- ari umræðu. Þar á meðal Guðný Guðbjömsdóttir, þingmaður Kvennalista. Benti hún á að þrátt fyrir að stjórnarliðar héldu því fram að búið væri að beina þessum málum í ákveðinn farveg væru ým- is álitamál enn óleyst. Til dæmis væri það alvarlegt að enginn tæki á sig ábyrgð í Lindarmálinu heldur vísaði hver á annan. „Morgunblað- ið gerir því máli ágæt skil í dag í grein eftir Jakob F. Ásgeirsson, þar sem fjölmargir aðilar eru taldir fram, aðilar sem allir vísa hver á annan og allir segja ekki benda á mig, eins og Sigmund sýnir sjálfur reyndar líka ágætlega í Morgun- blaðinu í dag,“ sagði hún. I máli sínu gagnrýndi Jóhanna Sigurðardóttir, þingflokki jafnað- armanna, m.a. þá fullyrðingu við- skiptaráðherra að rannsóknar- nefndin væri óþörf og sagði að það eitt sýndi að ráðherra bæri lítið skynbragð á „þær alvarlegu ávirð- ingar, spillingu og jafnvel saknæm athæfi“ sem tengdust Landsbanka- málinu. „Það sýnir líka að hæst- virtur ráðhen-a gefur ekki mikið fyrir eftirlitshlutverk Alþingis, sem er enn alvariegra,“ sagði hún enn- fremur. Þegar hér var komið við sögu steig Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra í ræðustól. „Það hefur verið mikið gerningaveður í þjóðfé- laginu að undanfórnu út af þessu alvarlega máli sem tengist Lands- bankanum,“ sagði hann. „Ymsir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi borið mjög alvarlegar ásakanir á viðskiptaráðherra, sem ég tel að sé nánast rógburður." Utanríkis- ráðherra gagnrýndi því næst til- lögu stjórnarandstæðinga um rannsóknarnefnd og benti á að réttara væri að nota þær stofnanir sem þegar hefðu verið byggðar upp óháð dómsvaldinu. „Nú vilja háttvirtir stjómarandstæðingar grafa undan þessum stofnunum og setja upp sérstakan rannsóknar- rétt, rannsóknarnefnd, pólitíska rannsóknarnefnd, að hætti Maós, Stalíns og annama slíkra. Þetta er nú framtíðarsýnin sem þessir flokkar hafa um afskipti Alþingis af alvarlegum málum í stað þess að styrkja þær stofnanir sem eiga um þetta að fjalla," sagði hann meðal annars. Málinu vísað frá Stjómarandstæðingar héldu áfram að koma upp í pontu til að mæla með skipun rannsóknar- nefndar. Svavar Gestsson, þing- maður Alþýðubandalags og óháðra, gagnrýndi m.a. innlegg forsætis- ráðherra í umræðuna. „Satt að segja var ræða forsætisráðherra hér áðan alveg með ólíkindum. Fullkominn dónaskapur og lítils- virðing við Alþingi að mínu mati,“ sagði hann og sakaði forsætisráð- hema um að vera með útúrsnúning og snúa málinu upp í grín, m.a. með því að fjalla um ólæsi ráð- hema. Ásta R. Jóhannesdóttir, þing- flokki jafnaðarmanna, sagði að Al- þingi gæti ekki farið heim án þess að ákveða að skoða samskipti við- skiptaráðherra við Alþingi. „Þess vegna verður að samþykkja þá til- lögu sem hér er til umræðu,“ sagði hún m.a. Þegar umræðan um tillögu stjómarandstæðinga stóð sem hæst útbýtti forseti Alþingis nýrri tillögu frá Sigríði Önnu Þórðardótt- ur, þingflokksformanni Sjálfstæðis- flokksins og Valgerði Svemisdótt- ur, þingflokksformanni Framsókn- arflokksins, sem fól í sér að vísa til- lögu stjórnarandstæðinga frá og taka fyrir næsta mál á dagskrá, m.a. vegna þess að einstök rann- sóknarefni þingsályktunartillögu stjómarandstæðinga væra til með- ferðar hjá þar til bæram aðilum. Að lokinni umræðu fór fram at- kvæðagreiðsla um frávísunartil- lögu þingflokksformannanna og var hún samþykkt með 34 atkvæð- um gegn 21. Átta þingmenn vora fjarstaddir. Hattar á loft! TÓJVLIST Háskólabfó LISTAHÁTÍÐ Fauré: Pelléas & Mélisande; Berg: Fiðlukonsert; Ravel: Gæsamömmu- svíta; Hindemith: Sinfónískar mynd- breytingar. Viviane Hagner, fiðla; Sinfóníuhljómsveit íslands u. stj. Yans Pascals Torteliers. Háskóla- bíói, föstudaginn 5. júní kl. 20. HÉR komst Listahátíð í feitt! Franski hljómsveitarstjórinn Yan Paseal Tortelier, sonur sellósnill- ingsins látna Pauls Torteliers, kom nefnilega, sá og sigraði svo undir tók á sinfóníutónleikunum í gær, og er aðeins talandi tákn um ofur skiljanlega tortryggni al- mennings gagnvart linnulausu auglýsingaskrumi síðari ára að geta hermt (og harmað), að allt of margir misstu hér af mestu tón- listarapplifun þessarar Listahátíð- ar, því sætanýting kvikmynda- hússins virtist ekki nema um 60%. I engri góðri tónlist viðurkenn- ist blekking - nema þá ef vera skyldi sú að fá tónverkin til að hljóma jafnvel enn betri en þau era. Sá er galdur úrvalshljóm- sveitarstjóra, og hér fengum við að sjá og heyra óyggjandi dæmi um það. Hinn franski maestro sýndi þvílík snilldartök, að ár og dagur er síðan maður hefur heyrt annað eins. Breiddin í túlkun var ótrúleg; dýnamísk vídd á mörkum hins mögulega, spilamennska af fáguðustu sort, dýpt móti snerpu, kliðmýkt móti svellandi blóðhita - allt sem hugurinn girntist. Því þó að verkefnavalið hafi verið óvenju fjölbreytt, lék enginn vafi á því hvaðan punkturinn yfir i-ið kom. Gabriel Fauré átti eins og Beet- hoven og Smetana við heyrnar- leysi að stríða á efri árum. Hann var aðeins eitt af a.m.k. fjórum tónskáldum (Debussy, Sibelius, Schönberg) sem sóttu efnivið í leikrit Maeterlincks um Pelléas og Melísande frá 1893. Hljómsveitar- svítan var unnin úr balletttónlist Faurés frá 1908, en hin fræga Sicilienne er úr nokkuð eldra verki fyrir selló og píanó. Þó að hljómsveitaráhöfnin væri fremur lítil, skorti hvorki tilfinningahita né fágun, og jafnvægi milli radda var strax í upphafsatriðinu slíkt, að ókunnugir gætu freistazt til að halda að Háskólabíó væri fyrir- taks hljómleikasalur. Allt komst til skila. Fiðlukonsert Albans Bergs var saminn „til minningar um engil“ - hina gullfallegu dóttur Ölmu Ma- hler, Manon Gropius, sem lézt að- eins átján ára að aldri úr lömunar- veiki 1935, sama ár og höfundur sjálfur. Verkið er vafalítið hið frægasta sinnar greinar undir for- merkjum tylftarstefnu (dódekanófónisma), sem hinn þá fimmtugi nemandi Schönbergs hafði sérstakt lag á að fá til að hljóma í aðra rönd sem „venjuleg" tónlist úr holdi og blóði, enda tónaraðir hans oft settar saman á dúr/moll-tengdan hátt. 12-tóna röð fiðlukonsertsins, sem smíðuð er út frá lausu fiðlustrengjunum (GDAE), myndar þannig þrí- hljómasekvenzurnar g-moll, D- dúr, a-moll og E-dúr, en endar á fjórum heiltónabilum (gís-h-cís- dís-eís). I verkinu er þar að auki vitnað í austum'skt þjóðlag í Lándler-takti og Bach-sálminn úr samnefndri kantötu, „Es ist genug“, sem birtist undir lokin á sérlega áhrifamikinn hátt sem eins konar endurlausn úr ólgu- stríði lífsins. Hin unga Viviane Hagner átti ekki marga möguleika á að láta Ijós sitt skína, því fiðluparturinn er mjög innritaður í flókinn hljóm- sveitai-vefinn, svo að minnti að því leyti á nýfrumfluttan fiðlukonsert Páls Pampichlers. Á móti kemur tækifæri til að sýna samspilshæfi- leika, og kom þar fram aðlögunar- hæfni og þroski sem hæfði helm- ingi eldri hljómlistarmanni. Þó að Berg-konsertinn kvæði vera nýr á verkalista Hagners, var einleikar- inn engu að síður öryggið uppmál- að, og tónninn mjúkur sem silki. Snilldarorkestrun Bergs skilaði sér í glampandi leik hljómsveitar- innar með þeim hætti, að undirrit- aður (og e.t.v. fleiri forpokaðir úr- tölumenn) lét nú loks sannfærast um ágæti verksins. Gæsamömmusvíta Ravels, nem- anda Faurés, er eitt af mörgum dæmum fyrri tíma um endurnýt- ingu tónskálda á verkum fyrir þennan nú löngu horfna en eitt sinn blómlega nótnamarkað, fjór- hent píanó. E.t.v. væra samin fleiri hljómsveitarverk í dag sem næðu lýðhylli, væri slíkur mögu- leiki fyrir hendi til að kanna vin- sældir hvers efniviðar íýrir fram. Allt um það var píanóverkið frá 1908 fljótlega endurvirkjað bæði sem hljómsveitarverk og stuttu síðar sem ballett (1912). Þátta- nöfnin eru úr þjóðsagnasafni Perraults, Ævintýr Gæsamömmu frá lokum 17. aldar. Hér gerðist enn og aftur, að verk sem maður hafði kynnzt með miðlungsánægju af hljómplötum, lifnaði bókstaflega við - að maður segi ekki: varð forkunnugt. Því að kraumandi og kraflandi ævintýra- seiðurinn sem fram að þessu hafði legið í láginni með manni, varð nú sprellifandi og trúverðugur undan meistarasprota Torteliers. Hver skyldi tráa því að hinar Sinfónísku myndbreytingar Pauls Hindemith (1940-43) væra byggð- ar á stefjum eftir Weberí í fljótu bragði hljómar þetta glæsiverk ekki bara eins nútímalegt og ætl- ast má til fyrir sinn tíma, heldur líka að hluta jafnamerískt og ný- fægður kádiljáki. Það var engu lík- ara en að þýzki meistarinn hefði, líkt og Dvorák hálfri öld fyrr, öðl- azt nýjan og ferskan viðbót- arsjarma við förina vestur um haf. Það var erfitt að trompa úrvals- spilamennsku Sinfóníuhljómsveit- arinnar í verkunum á undan, en hér tókst það svo sannarlega. Hinn gamli, gi-úndugi Þjóðverji hóf sig til flugs í sópandi glæsileg- um flutningi, þar sem allir lögðust á eitt við að eyða á svipstundu öll- um hugsanlegum fordómum um að Hindemith væri aðeins jarð- bundinn brúkunarlistamaður. Mann langaði helzt til að henda hatti á loft, og var það eini blettur- inn á frábæru kvöldi að hafa eng- an slíkan meðferðis. Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.