Morgunblaðið - 17.06.1998, Page 20

Morgunblaðið - 17.06.1998, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ / Urtakskönnun Ríkisskattstjóra á fjármagnstekjum og skatti Bankar upplýsa ráðherra um neitun sína FULLTRÚAR samtaka viðskipta- banka og sparisjóða gengu í gær á fund Geirs H. Haarde fjármálaráð- herra til að greina honum frá þeim sjónarmiðum sem liggja að baki neitun þeirra að veita Ríkisskatt- stjóra upplýsingar um innstæður, vexti og aftekinn fjármagnstekju- skatt 1.347 einstaklinga. Fjármagnstekjuskatturinn er nú lagður á í íyrsta skipti. Af því tilefni efndi Ríkisskattstjóri til eftir- litsátaks þar sem óskað var upplýs- inga um 1.347 einstaklinga sem valdir voru handahófskennt. Bank- amir hafa neitað að láta þessar upp- lýsingar í té og mun Ríkisskatt- stjóri láta reyna á málið fyrir dómi. Akveðið af Alþingi Finnm’ Sveinbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra viðskiptabanka, segir að þegar ákveðið var að leggja á fjár- magnstekjuskatt hafi Alþingi valið tOtekið íyrirkomulag skattheimt- unnar. Bönkum og sparisjóðum hafi verið falið að halda eftir 10% fjár- magnstekjuskatti og skila án þess að sundurliða eftir einstaklingum. Alþingi hafi beinlínis hafnað því að fara þá leið sem sums staðar þekk- ist, að gera þeim að skila sjálfkrafa sundurliðuðum upplýsingum til yfir- valda. Finnur vekur jafnframt á því athygli að við umræður í Alþingi hafi komið fram það sjónarmið hjá ráðamönnum að með álagningu fjármagnstekjuskatts væri ekki ætlunin að gera allsherjar eigna- könnun í landinu og að bankaleynd ætti að vera með sama hætti og áð- ur. Tekur Finnur fram að bankar og sparisjóðir afhendi yfirvöldum upp- lýsingar um viðskipti einstaklinga þegar eftir þeim er leitað vegna rannsókna á tilteknum einstakling- um eða einstaka fyrirtækjum. Sú könnun sem Ríkisskattstjóri stæði fyrir nú félli ekki þar undir og væri ekki í samræmi við það sem ætlast var til við upptöku fjármagnstekju- skatts. Forsvarsmenn samtaka banka og sparisjóða óskuðu eftir fundi með fjármálaráðherra til þess að gera honum grein fyrir neitun sinni. Gengu þeir Halldór J. Krist- jánsson formaður og Finnur Svein- björnsson framkvæmdastjóri Sam- bands íslenskra viðskiptabanka og Þór Gunnarsson formaður og Sig- urður Hafstein framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sparisjóða á fund Geirs H. Haarde í gær. Finn- ur sagði eftir fundinn að ráðherr- ann hefði ekki komið að þessu máli fyrr en sagst ætla að setja sig inn í það. Spurning 5 Hverjir leika Danny í söngleiknum og myndinni? Svaraftu á netinu efta á FM 957 og fylgstu meft. CITY WALKER Smiðjum GM lokað vegna Detroit. Morgunblaðið. VERKFALL í tveimur verksmiðj- um bandaríska bílaframleiðandans General Motors hefur nú valdið vinnustöðvun í 17 öðrum verkmiðj- um GM vítt og breitt um Bandarík- in. Þessar tvær verksmiðjur, sem staðsettar eru 1 bænum Flint í Michigan-ríki, framleiða meðal ann- ars stuðara, kveikikerti og hraða- mæla í flestar gerðir GM-bifreiða þannig að samsetningarverksmiðjur fyrirtækisins hafa verið að loka ein af öðrum undanfarna daga. Nú hafa rúmlega 70 þúsund verkamenn ver- ið sendir heim vegna verkefna- skorts. Semjist eklri fyrir vikulok, má búast við að öll framleiðsla General Motors í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó muni stöðvast þar til samningar nást. Ástæður verk- fallanna eru deilur verkalýðsfélag- anna og General Motors um fjölda starfa í verksmiðjunum. Samtök verkamanna í bílaiðnaðinum (United Auto Workers) halda því einnig fram að GM hafi ekki staðið við lof- orð um að fjárfesta í verksmiðjunum í Flint, og að ætlun fyrirtækisms sé að flytja fjölda starfa til Mexíkó, þar sem vinnuafl er mun ódýrara. GM segir að breytingar á framleiðslu- háttum séu nauðsynlegar til að bæta reksturinn, enda hefur framleiðni fyrirtækisins dregist aftur .úr bæði Ford og Chrysler á undanfömum árum. Þessi barátta GM er hins veg- ar dýru verði keypt; talið er að fyrir- tækið tapi um 40 milljónum dollara á dag (2,4 milljörðum íkr.) á meðan á verkfóllunum stendur. Rætt um góðærið á morgunverðarfundi Verslunarráðs Þörf á auknu aðhaldi vinnudeilna GENGIÐ frá samningum um lántöku ísafjarðarbæjar, Brynjólfur Þór Brynjólfsson, svæðissfjóri Landsbanka Islands á Vestfjörðum, og Kristinn Jón Jónsson, fráfarandi bæjarstjóri á Isafirði. Með þeim á myndinni er Þórir Sveinsson, fjármálastjóri Isafjarðarbæjar. 100 millj. kr. lánsfjár- mögnun Isafjarðarbæjar ÍSAFJARÐARBÆR gekk ný- lega til samninga við Lands- banka íslands hf. um 100 millj. kr. lánsfjármögnun, en Við- skiptastofa Landsbankans átti hagstæðasta tilboð í fjármögn- unina. Leitað var tilboða í útgáfu verðtryggðra skuldabréfa til 20 ára, svo og í fjölmyntalán. Ákveðið var að skipta lántök- unni með þeim hætti að 70 millj. kr. var aflað með útgáfu verðtryggðra skuldabréfa, en 30 millj. kr. með því að taka lán í 6 erlendum myntum, í samsetningu sem líkir nokkurn veginn eftir íslensku myntkörf- unni. Með því lágmarkar Isafjarð- arbær áhættu sína af innbyrðis sveiflum milli erlendra gjald- miðla, segir í fréttatilkynningu frá Landsbankanum. Með því að taka hluta lánanna í erlend- um myntum stefnir bærinn hins vegar að því að lækka fjármagnskostnað sinn. VERSLUNARRÁÐ íslands hélt morgunverðarfund í Sunnusal Hótels Sögu í gær. Ræðumenn voru Geir H. Haarde fjármálaráðherra, sem var framsögumaður, Víglundur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri hjá BM Vallá hf., Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri hjá íslands- banka, og Jón Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Vinnumálasambands- ins. í máli Geirs H. Haarde kom fram að flestir hagfræðilegir mælikvarð- ar renni stoðum undir þá kenningu að hér ríki góðæri í efnahagsmálum. „Ástandið hefur gerbreyst á undan- förnum árum. í stað óðaverðbólgu, jafnvægisleysis og óstöðugleika rík- ir nú stöðugleiki í efnahagslífinu." Hann sagði að upp á síðkastið hefðu komið fram nokkrar vísbend- ingar um að hagsveiflan hér á landi væri komin á það stig að aukins að- halds væri þörf til að halda aftur af miklum vexti þjóðarútgjalda og hamla gegn aukinni verðbólgu. Þar nefndi hann að innflutningur neysluvöru hefði aukist mikið að undanfömu. „Þótt hér sé að ein- hverju leyti árstíðabundin sveifla á ferðinni er aukningin svo mikil að hún veldur áhyggjum. í kjölfarið hefur vöruskiptajöfnuður orðið óhagstæðari," sagði hann. Góðærið ekki farið úr böndunum Geir sagðist svara þeirri spurn- ingu afdráttarlaust neitandi, hvort góðærið væri að fara úr böndunum og Islendingar væru að lenda á gamalkunnum slóðum vaxandi verð- bólgu og óstöðugs efnahagslífs. „Ég tel að með þeim breytingum sem orðið hafa á skipulagi og umgjörð efnahagslífsins á síðustu árum, svo sem með opnun fjármagnsmarkað- arins gagnvart útlöndum og upp- byggingu verð- og hlutabréfamark- aðar, hafi verið búinn til svo traust- ur rammi að ekki verði snúið aftur til fyrri verðbólgutíma. Þessar breytingar gera vissulega kröfur til opinberra aðila, en ekki síður til stjórnenda fyrirtækja, um að auka hagræðingu í rekstri og treysta þannig samkeppnisstöðu sína. Að sögn Geirs er mikilvægt að beita ýtrasta aðhaldi í opinberum rekstri, m.a. með því að halda áfram að bjóða út ýmis verkefni á vegum ríkisins. Einnig muni áframhald- andi sala á eignum ríkisins til einka- aðila verða til þess að styrkja af- komu ríkisins og hamla gegn þenslu. „Hér vil ég sérstaklega leggja áherslu á mikilvægi þess að sem fyrst verði hafist slripulega handa um að selja stóran hlut ríkis- ins í bankakerfinu." Hefur ekki trú á skattaívilnunum Geir sagðist ekki hafa trú á því að sérstakar skattaívilnanir af hálfu ríkisins stuðli að auknum sparnaði við núverandi aðstæður. „Niður- stöður rannsókna sýna almennt að áhrif slíkra aðgerða á sparnað eru takmörkuð, auk þess sem þær rýra afkomu ríkissjóðs og draga úr sparnaði hins opinbera." Hann sagðist hafa meiri trú á að auka mætti frjálsan og samningsbundinn lífeyrissparnað almennings. Víglundur Þorsteinsson sagði að góðærið væri ekki komið úr bönd- unum, en mjög heitt væri orðið í kolunum. „Ef við lítum til fortíðar sjáum við að nú blikka öll þau við- vörunarljós sem við höfum séð áður. Þau hafa, vegna aðgerðaleysis fyrr á árum, leitt til aukinnar verð- bólgu.“ Víglundur sagði að sú gengis- hækkun sem orðið hefur á íslensku krónunni að undanförnu kallaði á skammtímaaðgerðir Seðlabanka ef ekkert yrði að gert. „Ef ekkert kemur til þarf enginn að láta koma sér á óvart þótt verðbólgan fari upp í 5-10%,“ sagði Víglundur. Víglundur sagði það blekkingu að halda fram að þær breytingar á gengi krónunnar sem orðið hafa upp á síðkastið leiði ekki til útflutn- ingssamdráttar. Jöfnuður í utanrík- isviðskiptum væri það grundvallar- markmið sem bæri að stefna að. Draga bæri saman í ríkisútgjöldum, hraða einkavæðingu og hækka skatta. Tryggvi Pálsson sagðist svara spurningunni um hvort góðærið væri að fara úr böndunum neitandi. „Við njótum góðæris vegna hag- stæðra ytri skilyrða, en ekki síður vegna skynsamlegrar hagstjórnar. Góðærið er ekki farið úr böndunum og þarf ekki að gera það ef rétt er brugðist við vísbendingum um of- þenslu." Tryggvi sagðist vera sammóla fjármálaráðherra um nauðsyn að- halds í ríkisfjármálum. „Þessi greining á vandanum og ákjósan- legum úrræðum er samhljóða áliti innlendra og erlendra hagfræðinga sem fylgjast með efnahagsmálum hér.“ Að lokum tók Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vinnumálasam- bandsins, til máls. Hann sagðist einna helst óttast of hraða þróun og ójafnvægi milli mikilvægra þátta. „Hér hafa orðið talsvert meiri al- mennar launahækkanir en í við- skiptalöndum undanfarin misseri og kaupmáttur aukist um 20% á tveim- ur til þremur árum. Væntanlega eykst hann um 4-5% um næstu ára- mót og er þá ekki tekið tillit til hugsanlegs launaskriðs, einungis þess sem liggur fyrir samkvæmt kjarasamningum og skattabreyting- um. Á sama tíma hefur orðið ákaf- lega mikil breyting á atvinnustig- inu, atvinnuleysi minnkað úr 4,5% í 3,5%. Ástæða er til að óttast að ójafnvægið geti sett þensluskrúfuna af stað.“ Jón sagði að mörg fyrirtæki hefðu ekki nægan hagnað til að keppa um fjármagn og sparifé. „Þetta er talsvert áhyggjuefni og ekki er víst að afleiðingar þessa komi strax fram.“ Eins og aðrir ræðumenn lagði Jón áherslu á að aðhald væri sýnt í ríkisfjármálum og sagði að fjárlög næsta árs myndu ráða úrslitum í baráttu gegn mögulegri ofþenslu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.