Morgunblaðið - 17.06.1998, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 17.06.1998, Qupperneq 30
30 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „Stiklað á straumum“ GUÐMUNDUR Erró, Afnám kynjanna, 1959-63, lakk á léreft, 200x 300 sm. ALFREÐ Flóki, Boðun, 1986, túsk á pappír, 31x36 sm. MYMPLIST Kjarvalsstaðir ÚRVAL LISTAVERKA ÚR EIGU LISTASAFNS REYKJAVÍKUR Opið alla daga frá 10-18. Til 30. ágúst,. Aðgangur 300 krónur. Ókeypis mánudaga. FRAMLAG Kjarvalsstaða til Listahátíðar, „Stiklað á straumum", úrval listaverka úr eigu Listasafns Reykjavíkur, er síðbúið, en orsakir nokkuð ljósar. Hætt var við sýning- una „Sýnir Norðursins - björt nótt“, frá Borgarsafni núlista í París, sem skipuleggja átti í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur, Listasafn Björgvinjar, Listasafnið í Pori í Finnlandi og Listasafnið í Gauta- borg. Sýningarstjórarnir skyldu vera Laurence Bossé og Hans Ul- rich Obrist, sem eru kunnugleg nöfn, en sjálf verkin úrval af því sem hæst ber um þessar mundir meðal yngstu kynslóðar listamanna frá Norðurlöndum, eins og það hét. Um var að ræða hluta stærri sýn- ingarheildar í safninu á framsæk- inni norrænni list frá aldamótunum, með áherslu á yngri kynslóðir. Fyr- ir mér er það alveg spánnýtt að þeir í París séu inni í núlistum ungra á Norðurlöndum, ef nokkurra kyn- slóða frá þeim kalda heimshluta yf- irhöfuð, og kæmi því ekki á óvart að nöfn unga listafóiksins frá hinum Norðurlöndunum væru heima- mönnum í mörgum tilvikum gjör- samlega ókunn, sumir jafnvel enn við nám. Fylgja eðlilega kunnug- legri og markaðri forskrift sýning- arstjóra um útvíkkun myndlistar- hugtaksins til margra átta. Skiptir trúlega harla litlu máli þegar um er að ræða innanhússmál sýningar- stjóra, og þeirra hjarða i hverju landi nem dansa í kringum þá. Er þá naumast tiltökumál þótt fram- kvæmdirnar fari fram i nær tómum sölum, ef undan eru skildar sjálfar opnanirnar með tilheyrandi ræðu- höldum, hávaða og skrautsýningum, sem múgi fólks er stefnt á. Undan- tekning þegar þær eru byggðar upp sem eins konar Disneylönd eða Tívolí listarinnar, eins og erlendir listrýnar fundu upp á að nefna fyr- irbærin meðan næstsíðasta Dóku- menta í Kassel rann sitt skeið 1992, eða jafnvel fyrr. Allt skal þannig á brennidepli ef safna- og sýningarstjórar kasta boltanum á milli sín, og gildir einu hvaða meðul þeir nota eða hvort aðrir séu með á nótunum. Þeirra er valdið og vísum gikkjum kemur ekki par við hvað er að gerast utan þeirra sjálfsmíðaða radíuss. Það sem helst einkennir svo framkvæmdir sem slíkar er hinn óheyrilegi kostnaður er hleypur upp úr öllu valdi, með tilheyrandi tapi. Hermdu fréttir, sem nú hafa verið staðfestar, að hér standi hnífurinn í kúnni og sýningin strandað á pen- ingakröfum þein-a í Frans. Hefur þeim trúlega hugnast að láta nor- rænu þjóðimar þar með taka þátt í kostnaðinum, hugsanlega hallanum vegna sýningarinnar í París. Þeir féllu þó frá þeim kröfum á endanum eftir að öll norrænu söfnin höfðu gefíð hugmyndina upp á bátinn. Þá var það orðið of seint íyrir Listahá- tíð í Reykjavík, en af þessu má sitt- hvað læra ef viíl. Loks seinkaði það enn sýning- unni Stiklað á straumum að ráða- menn borgarinnar gripu tækifærið og breyttu Kjarvalsstöðum í kjör- stað í nýafstöðnum kosningum, sem lýsir blendinni virðingu fyrir Lista- hátíð, er þar fyrir utan gróf van- helgun á staðnum. Kannski hefur það einhvern tímann tíðkast í aust- antjaldslöndunum að breyta lista- söfnum í kjörklefa, eða bananalýð- veldum heimsins, en komi menn með dæmi um viðlíka lágkúru meðal menningarlanda vestursins. En af framanskráðu má væntanlega ráða að minnst er við stjóm Kjarvals- staða að sakast. Hins vegar bera menn þar á bæ fulla ábyrgð á því að nefna þetta samsafn aðfanga frá tíð fyrri for- stöðumanns og handbenda hans „úrval úr eign safnsins", að Kjar- valsmyndunum undanskildum, og eru stór orð að standa við. Lýsir takmarkaðri virðingu fulltrúa kyn- slóðarinnar sem fann upp djúpu diskana á íyrri innkaupum Reykja- víkurborgar, og er mjög í anda þess að afskrifa annað í samtímanum og eldri kynslóðir um leið. Þetta á svo að vera til sýnis yfir sumarmánuð- ina og telja innlendum sem erlend- um trú um að sé rjómi íslenskrar samtímalistar, ekkert minna en meginstraumar síðustu áratuga og gild sjónmenntasaga um leið. Enginn er hér að gera lítið úr framkvæmdinni einni og sér, tala gegn þessum verkum né þeirri list og boðskap sem þau frambera, heldur hinu misvísandi nafni sýn- ingarinnar, sem leiðir ókunna á nokkrar villigötur um íslenzka list- sköpun á tímabilinu. Hvergi kemur nefnileg? fram, að í höfuðatriðum sé um innkaup allra síðustu ára að ræða, og engir eru hér sérstaklega nefndir til ábyrgðar. Ekki geng ég svo langt að nefna þetta hneyksli eins og listunnandi nokkur í óspurð- um fréttum, en þetta er afar klaufa- leg gerð og var því ekki vikist und- an að vekja hér athygli á. Og að auk þarfnast það útskýringar að útlend- ingur á hér myndaröð, sem þótt myndefnið sé íslenzkt telst afar frumlegur og nýstárlegur gjörning- ur, þótt slíkur liðs- og blóðauki þekkist í útlimavirkt hvers konar. Ef nafn sýningarinnar væri Stikl- að á straumum, ný aðföng má vera alveg víst að menn nálguðust hana frá allt öðru og réttara sjónarhorni, en hið misvísandi heiti gefur aðrar væntingar, leiðir til allt annarra við- bragða. Nýstraumamir eru margir vel að merkja og Palli ekki einn í heiminum. Hér er að auk um að ræða sam- safn myndverka, ásamt innsetningu og hljóðverki, sem eiga það að meg- inhluta sameiginlegt að hafa verið sýnd í húsinu áður á undangengn- um árum. Gefur ástæðu til að vísa til og minna á, að verk fjölmargra íslenzkra samtímalistamanna í eigu safnsins sjást þar aldrei. Hver vill vera ábyrgur fyrir því, að þau taki mörg hver ekki einnig til meðferðar „kjama hlutanna, sem er listsköp- unin sjálf1? Loks eru myndir Kjar- vals að mestu gamlir kunningjar sem margoft hafa verið uppi, gam- alt og þreytt úrtak og honum tak- markaður sómi sýndm- með þeirri síbylju ófrumlegra endurtekninga, einkum í ljósi 5.000 verka meistar- ans sem munu í eigu safnsins. Listamennirnir völdu að stómm hluta sjálfir verkin á sýninguna og settu upp en hafa vart haft til þess nægilegan tíma, því útkoman er naumast nógu markviss, sum verk- anna hálf utangátta og umkomu- laus. Ekki verður séð hvaða hlut- verki verk Alfreðs Flóka, Errós og Jóns Gunnars gegna í þessari sam- antekt en verk þeirra fyrstnefndu, sem eru innst í vestri sal, njóta sín sýnu best. Hins vegar er taflmönn- um Jóns Gunnars frá 1981 raðað í skelfilegasta rými hússins, eftir endilöngum göngum tengirýmisins, og útkoman eftir því, að auk til muna afleitari er sól er hátt á lofti. Vel er við hæfi að hafa kol- og pennateikningar Alfreðs Flóka á endilöngum endaveggnum, sem víða í sambærilegum húsakjmnum telst heiðursveggur, sbr. konungs- vegginn á Charlottenborg í Kaup- mannahöfn. Listamaðurinn hefði nefnilega orðið sextugur á þessu ári, en ekki held ég þó að það sé endilega tilefnið. Flóki og Guð- mundur Erró teljast hver á sinn hátt fulltrúar hræringa sem hafa verið skilgreindar sem síðhjástefna eða postsúrrealismi, og hin stóra mynd Errós úr myndaröðinni „Abolition des races“, afnám kynj- anna, tileinkuð Ninu Thoren, 1959- 63, nýtur sín mjög vel. Maður kenn- ir áhrifa þeirra Wilfrido Lam og Roberto Matta, þótt útfærslan beri ótvíræð einkenni listamannsins, öll gild list er vel að merkja víxlverkun, að deila reynslu. Þetta tímabil og það sem fylgdi fram til 1975 tel ég hið áhrifaríkasta og mikilvægasta á öllum ferli hans. Naumast ástæða til að fara í saumana á fleiri verkum sem þegar hafa fengið umsagnir í blaðinu í til- efni sérsýninga á næstliðnum árum, en hverjum og einum frjálst að nálgast þau með sínu lagi. Bragi Ásgeirsson Leiðrétting í LISTDÓMI mínum, Óvita- og hjástefna / Dada og surrealismi, féll burt hluti tilvitnunar í skrif Comte de Lautréamonts. Rétt er hin nafn- kennda setning svohljóðandi: Hið tilviljunarkennda stefnumót sauma- vélarinnar og regnhlífarinnar á skurðarborðinu... Nýjar bækur Stærsti vef- stóll landsins TEKIÐ hefur gildi sumaropnun Byggðasafns Árnesinga í Húsinu og Sjóminjasafnsins á Eyrar- bakka. Húsið er opið kl. 10-18 en Sjóminjasafnið kl. 13-18 alla daga til 31. ágúst. Sami að- gangseyrir gildir að báðum söfnunum. Húsið er í hópi elstu bygginga landsins, byggt árið 1765 og var frá upphafí og til ársins 1926 heimili kaupmanna og annars starfsfólks Eyrarbakkaverslun- ar. Nú hýsir Húsið Byggðasafn Árnesinga. Þar gefur að líta safnmuni sem tengjast sögu Hússins, verslunar á Eyrar- bakka og einnig er þar ýmsir munir tengdir sögu héraðsins. f borðstofu Hússins hefur ver- ið settur upp vefstóll, tveggja metra langur og er af fróðum talinn stærsti vefstóll landsins. Hann var smíðaður haustið 1938 í Trésmiðju Eyrarbakka fyrir Heimilisiðnaðarfélag fslands sem rak um tveggja ára skeið rétt fyrir seinni heimsstyrjöld vefstofu í Húsinu á Eyrarbakka. Þá voru eigendur Hússins Ragn- hildur Pétursdóttir og Halldór Kr. Þorsteinsson sem kennd voru vð Háteig í Reykjavík. 1 sjóminjasafninu eru munir frá Eyrarbakka með áherslu á sjósókn, iðnað og félags- og menningarsögu síðustu 100 ára. Merkasti safngripurinn er ára- skipið Farsæll sem stendur þar inni með rá og reiða. • NY lækninga- og sjálfshjálpar- bók um höfuðverkjarsjúkdóminn mígreni er komin út. Hún ber og heitið „Ný lyf, náttúrulækningar og sjálfshjálp.“ í kynningu segir: „Þetta er yfir- gripsmikið rit, fjallar um allar hliðar þessa þjáningarfulla sjúk- dóms, sem veldur þjóðfélaginu miklu vinnutapi. Áætlað er að 7-10 þús. manns hér á landi eigi við verulegan mígrenvanda að stríða. Aðeins hluti þeirra leitar sér lækningar. Sá orðrómur liggur á, að læknar geti ekkert hjálpað. Fyrst í bókinni er lýsing sjúk- dómsins, orsakir hans og kveikja. Þá er fjallað um hefðbundnar lækningaaðferðir sem ekki hafa skilað fullum árangri. Þá verður þrautalendingin að leita óhefð- bundinna lækninga og um þá möguleika fjallar meginhluti bók- arinnar, um sjálfshjálp, mataræði, matarofnæmi, slökun, hugleiðslu og þá er komið að þeirri staðreynd að ýmsar náttúrulegar lækningar eins og kínversk nálarstunga, grasalækningar, hómópatía, sál- ræn heilun og svokölluð beinajöfn- un hafa reynst mjög árangursrík- ar við mígreni. Mígrenbókin er ensk að upp- runa, höfundurinn Eileen Herz- berg hefur í heimalandi sínu gerst forgöngumaður af hugsjón fyrir samhæfingu almennrar læknis- þjónustu og óhefðbundinna lækn- inga.“ í bókarlok eru heimildaskrár, nafnaskrár og leiðbeiningar Mígrensam takanna. Sjálfshjálparbók Vasa um mígreni er gefin út af Fjölva-Vasa. Mígrenbókin er 208 bls. og skiptist í 13 aðalkafla.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.