Morgunblaðið - 17.06.1998, Side 40

Morgunblaðið - 17.06.1998, Side 40
40 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ ► Kaffi í Bonn „Evrópski leikritatvíæringurinn er í rauninni stofnaður til höfuðs þeirri einsleitu menningarlegu hugsun sem hugmyndafræðin að baki Evrópska efnahagssvæðinu felur í sér. “ Evrópska leikritahá- tíðin í Bonn hefst á morgun hinn 18. júní og stendur í 10 daga. Þetta er í fjórða sinn sem hátíðin er haldin en fyrst var efnt til hennar 1992 og síðan á tveggja ára fresti upp frá því. Islenskt leikhús hefur tekið þátt í hátíðinni frá 1994 og er því með í þriðja sinn í ár; leik- ritið Kaffí eftir Bjarna Jónsson í uppfærslu Þjóðleikhússins varð fyrir valinu að þessu sinni, áður hafa verið sýnd á hátíðinni Hafíið eftir Olaf Hauk Símonarson í uppfærslu VIÐHORF Eftir Hávar Sigurjónsson Þjóðleikhússins 1994 og Himnaríki eftir Arna Ibsen í uppfærslu Hafnarfjarðarleikhússins 1996. Leikritatvíæringurinn í Bonn skipar ákveðna sérstöðu í Evr- ópsku leiklistariífi. Yfirlýstur til- gangur hátíðarinnar er að halda fram því nýjasta í evrópskri leikritun og þangað er eingöngu boðið leikhúsum og leikhópum með sýningar á innan við tveggja ára gömlum leikritum. Aherslan er lögð á höfundinn, leikritið er í fyrirrúmi, uppfærsl- an skipar annað sæti við val á verki inn á hátíðina, þó vissulega sé ekki skaði að því að hún sé einnig fyrsta flokks. Eðli máls- ins samkvæmt fer þetta tvennt þó oftast saman, góður efnivið- ur, gott leikrit, kallar fram það besta hjá listamönnunum sem leggja hönd á verkið, útkoman verður nær alltaf góð sýning á góðu leikriti. Tvíæringurinn i Bonn hefur á þeim örfáum árum sem liðin eru frá tilurð hans náð þeirri stöðu að verða stærsta og merkasta samtímaleikritahátíð Evrópu og hugsunin að baki er einnig góð; að sýna hversu fjölbreytt við- fangsefni höfundar velja sér og hversu margbreytileg menning- arleg hugsun þrífst á því svæði sem í dag nefnist einu nafni Evrópska efnahagssvæðið. Evr- ópski leikritatvíæringurinn er í rauninni stofnaður til höfuðs þeirri einsleitu menningarlegu hugsun sem hugmyndafræðin að baki Evrópska efnahagssvæðinu felur í sér; með tvíæringnum er hinum fjölmörgu tungumálum sem töluð eru á svæðinu haldið fram og í ár gefur að líta 24 leik- rit frá 22 Evrópulöndum. Ekki þarf að hafa mörg orð um hlut- verk eigin tungumáls í menning- arlífi einnar þjóðar, mikilvægi þess er augljóst og um leið og haldið er fram kostum eins opin- bers tungumáls fyrir alla, stend- ur menningararfur hverrar þjóðar og fellur með varðveislu og endumýjun eigin tungumáls. Um þetta er tekist á á mörgum vígstöðvum í dag, en leikhúsið og leikritaskáldin eru það vígi sem stendur hvað traustast í þeirri baráttu, án eigin tungu- máls er skáldið vopnlaust. Líta má á leikritahátíðina í Bonn næstu tíu daga sem sameigin- lega brýningu vopna þar sem stefnt er saman tuttugu og fjór- um leikhópum sem flytja nýj- ustu leikrit evrópskra samtíma- leikskálda á vel á annan tug tungumála. Þetta skyldi haft í huga þegar horft er í kostnað við þátttöku lítillar þjóðar í al- þjóðlegu samstarfi á borð við Leiklistartvíæringinn í Bonn. Þegar spurt er um ávinning má auðvitað einnig benda á þá miklu athygli sem tvíæringur- inn í Bonn nýtur, sérstaklega í hinum þýskumælandi heimi. Fjölmiðlar í Þýskalandi hafa sinnt hátíðinni af fagmennsku og alvöru og stjórnendur leik- húsa vítt og breitt um Evrópu láta sig ekki vanta til að kynna sér það nýjasta sem leikskáld álfunnar eru að fást við. Is- lensku leikritin tvö sem sýnd hafa verið í Bonn á fyrri hátíð- um hafa notið góðs af; Hafíð hefur verið til skoðunar hjá leik- húsum víða um Evrópu þó höf- undurinn Olafur Haukur sé fyrstur til að benda á að vegna fjölda persóna í verkinu sé það tæpast á færi nema stærri leik- húsa að koma því á fjalirnar. En athyglin sem verkin njóta verð- ur til þess að vekja forvitni um höfundinn og í þessu tilfelli hef- ur annað leikrit Olafs Hauks, Bílaverkstæði Badda, fengið byr undir báða vængi og birst á fjölunum víða í kjölfar sýningar Hafsins í Bonn 1994. Himnaríki eftir Arna Ibsen hefur farið sig- urför um Skandinavíu frá því það var frumsýnt í Hafnarfirð- inum haustið 1995. Það hefur víða verið sett upp og allmörg leikhús eru með það til skoðun- ar. Verkið naut óskiptrar at- hygli í Bonn fyrir tveimur árum og sýningin varð ein sú vin- sælasta á hátíðinni. Það er um 20 manna hópur frá Þjóðleikhúsinu sem leggur upp með Kaffí, nýjasta leikrit eins af okkar yngri leikritahöf- undum, til Bonn á næstu dögum. Sýnt verður þann 23. júní á Werkstadtsbuhne í Bonner Schauspielhaus, sem mun vera heimkynni borgaróperunnar í Bonn. Kaffí er þriðja leikrit Bjai-na Jónssonar en áður hefur hann skrifað Mark sem sýnt var af Skagaleikflokknum 1995 og þar áður Korkmann sem flutt var í leiklestri í Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum árum. Kaffi er verðugur fulltrúi íslenskrar samtímaleikritunar, því þar er lýst íslensku nútímafólki sem á í baráttu við fortíð sína og fram- tíð, hvar á þetta fólk að stað- setja sig í nútímanum, spyr höf- undurinn án þess þó að nokkurs staðar örli á spurningarmerki í verkinu; áhorfandinn fær óáreittur að spyrja spuming- anna sjálfur á meðan höfundur- inn dregur upp hverja myndina af annarri. Vafalaust spyrja margir Evrópubúar sig hins sama í dag, erum við það sem við vorum og verðum við það sem við viljum verða, og vitum við þá nokkuð hvað við viljum eða nægir okkur einfaldlega að vera bara í boltanum. Hvar eru stórsigrar félagshyggjuaflanna? í KJÖLFAR nýaf- staðinna sveitarstjórn- arkosninga reyna vinstrimenn allt hvað þeir geta til að telja sjálfum, sér og öðrum trú um að þeir hafi unnið stórsigur. Sú plata hljómaði strax á kjördag í ljósvakamiðl- unum og hefur haldið áfram í blöðunum að undanförnu. Stað- reyndin er hins vegar sú að sameiginleg framboð Kvennalista, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks unnu nánast hvergi á ef fylgi þeirra nú er borið saman við fylgi sömu flokka í síðustu kosningum. Litið framhjá kosningasigrum sjálfstæðismanna Ofstæki vinstrimanna er svo mikið að þeir kjósa að líta framhjá kosningasigrum sjálfstæðismanna. Hreinn meirihluti á Seltjarnarnesi, Garðabæ, Stykkishólmi, Seyðis- firði, Snæfellsbæ, Bolungarvík, Bessastaðahreppi, Vestmannaeyj- um og Þorlákshöfn. I Reykjanesbæ og Hafnarfirði voru líka unnir kosningasigrar sem og víðar. Kosn- ingarnar endurspegluðu traust kjósenda á þvi hæfa fólki sem að listunum stóð ekki síður en trú á árangri núverandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks. Samstarf þessara flokka hefur víða skilað sér í mikilli og far- sælli uppbyggingu, sbr. Reykjanes- bæ og Kópavog. Kópavogur vinstri- manna var hornreka í samfélagi sveitarfélaga en er nú orðinn að blómlegri fyiinnynd. Sölutorg stjórnmálanna I anda vinstrimanna gæti ég með útúrsnúningum haldið því fram að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið sigurvegari kosninganna í Reykja- vík. Ótrúverðugleiki slíkra raka eins og raka vinstri- manna skini þó í gegn. Svo ég sæld lýsingar á sigri R-listans í Reykjavík til fræðanna þá má segja að um hafi verið að ræða sigur „persónustjórnmála yfir flokksræði“, sigur Ingibjargar Sólrúnar. Ingibjörg Sólrún sýndi hugrekki með því að verja einstaklinga sem skv. almennum skil- greiningum teljast fjárglæframenn. Ref- skákin tókst samt með ágætum, peðinu fórnað að Ioknum kosningum og komið í veg fyrir drottningar- fórn. Öllu sorglegra er að skamm- tímahagsmunir hafi verið teknir Vinstrimenn beita blekkingum segir Andrés Andrésson til að þagga niður efasemdaraddir um sameiningu. fram yfir langtímahagsmuni heild- arinnar. Lífróður vinstrimanna Sigur R-listans verður með engu móti skilgreindur sem sigur jafnað- armanna og félagshyggju frekar en víðast annars staðar á landinu. Ekki má gleyma þátttöku fram- sóknarmanna i framboði R-listans. Það hlýtur að vera talsverð niðm-- læging fyidr frjálslynda miðjumenn að þurfa að draga vagn félags- hyggjunnar í Reykjavík án þess að njóta sannmælis. Þegar til lengri tíma er litið var þetta Pyrrhosar- sigur framsóknarmanna nema þeir séu að róa að því öllum árum að leggja sig niður eins og Alþýðu- flokkurinn er á góðri leið með að gera. Greinarskrif og margháttaðar yf- irlýsingar jafnaðarmanna og fé- lagshyggjufólks um sigur eru jafn skiljanlegar og þær eru ósannfær- andi. Sannfærandi sigur í afstöðn- um kosningum átti augljóslega að þagga niður raddir efasemdar- manna um gildi sameiningar. Sigui- eflir baráttuandann og ekki veitti vinstrimönnum af. Fundarherferð sameiningarsinna um landið á sín- um tíma varð að fjölmiðlaathlægi þar sem víða þurfti að aflýsa fund- um vegna áhugaleysis. Ekki er hægt að ætlast til þess að slagorða- flaumurinn einn kyndi undir póli- tískum trúarhita. Eg er sannfærður um að félag- hyggjufólk og jafnaðarmenn muni einhverntíma renna saman í einn flokk en sá tími er ekki á næstu grösum. Eitt að sameinast í sveitar- félögum þar sem samstaða er um mörg mál. Á landsvisu þarf að taka afstöðu í málum sem kljúfa heilu flokkana eins og upptaka auðlinda- gjalds, stóriðja eða aðild að ESB. I kjördæmunum ríða þingmenn líka um eins og hetjur um héruð og neita að lúta í duftið fyrh' andstæð- ingum sínum. Líklegt er að samein- ing kalli á klofning þar sem róttæk- ir vinstrimenn stofna til sérfram- boða og frjálslyndir kratar finna hag sínum betur borgið í Sjálfstæð- isflokknum. Reyndar er flóttinn þegar brostinn á í þunnskipuðum liðssveitum Alþýðuflokksins eins og yfirlýsingar fyiTum varaborgarfull- trúa R-listans sanna. Allan sannfæringarkraft vantar í sjálfshól vinstrimanna eftir kosn- ingar. Eg hef heldur enga trú á því að félagshyggjumenn trúi eigin blekkingarsmíðum og því alvar- legra að þeir telji þær boðlegar al- menningi. Höfundur stundar nám ístjórnmála- fræði rið HÍ. Andrés Andrésson „Kristilegii kærleiks- blómin spretta“ Forsætisráðherra hefur klagað Ríkisút- varpið fyrir hlutdrægni í kosningabaráttunni. Eftirfarandi af því til- efni: I stað þess að taka frambjóðendum fagnandi, reyndu fjöl- miðlar að útiloka þá. T.d. var reynt með valdi að þagga niður í undirrituðum. Voru þar að verki útvarps- stöðvar, sjónvarps- stöðvar og blöð. Morg- unblaðið reyndist eini frjálsi fjölmiðillinn á landinu. Það má öllum vera ljóst að mismunun frambjóðenda er aðför að lýðræð- inu. Allir frambjóðendur eru jafnir þar til búið er að kjósa og það eru kjósendurnir sem kjósa en ekki fjölmiðlar. Er lýðræðið ekki i allra þágu, líka fjölmiðla? Græða fjöl- miðlar ekki á því að vera frjálsir og lifandi? Það kom í ljós að Valdið í þjóðfé- laginu; flokkar, fjármagn og fjöl- miðlar höfðu ákveðið fyrir löngu að sleppa allri kosningabaráttu og sviðsetja í staðinn hænsnaslag milli Ingibjargar Sólrúnar og Árna Sig- fússonar. Það kom á daginn að frú Sólrún var líka frambjóðandi Sjálf- stæðismanna sem unnu gegn Árna. Allt sem truflaði þetta mynstur var illa liðið. Það er dæmigert að helstu umræðuefnin voru vasapeningar Sverris Hermannsson- ar og bókhaldsmappa Hrannars Arnarsonar. Sú ábyrga fjármála- stjórn sem R-listinn gumaði af (og er eina afrek hans í húsnæðis- málum) og fólst í því að láta borgina kaupa leiguíbúðirnar af sjálfri sér, var ekki nefnd. Stendur þó eftir tveggja milljarða kr. skuld í bankanum fyrir ekkert!!! Svo kemur skattur af sérstökum húsaleigubótum og rekstrarútgjöld Fé- lagsbústaða h/f, en allt þetta áttur leigjendurnir að borga. „Húsaleiga ráðist af kostnaði borg- arinnar við rekstur" segir borgar- stjóri í Mbl. 1.10.1997 og hafði þa- ráður talað um happdrættisvinn- inga. Eftir að hafa étið ofan í sig hvern happdrættisvinninginn eftir annan varð borgarstjóri að draga í land og eftir stendur skuldin og óleyst vandamál. Fyrir þetta fé gat borgin eignast 300 íbúðir til viðbót- ar og trúlega leyst mesta húsnæðis- vanda fátæks fólks í borginni. Þetta mátti ekki heyrast og ástæðan kom í ljós í útvarpsumræðum frá Al- þingi eftir kosningar. Þar lofsungu talsmenn ríkisstjórnar ný húsnæð- islög og nefndu frumkvæði R-list- ans í Reykjavík sem fyrirmynd. Það er rétt, stefna borgar og ríkis er sú sama, að losa sveitarfélögin undan ábyrgð á húsnæðismálum og styrkja séreignastefnuna, helsta píningartæki alþýðunnar. Stjórnar- andstaðan á þinginu var ekki trú- verðug er hún lofsöng sigur „fé- lagshyggjunnar" í borginni í öðru orði, en bannsöng húsnæðislög rík- isstjórnar í hinu. Mér er sagt að hlutafélagshyggja R-listans í húsnæðismálum hefði varla verið samþykkt í flokkunum sem að listanum stóðu, hefði hún Forsætisráðherra og útvarpsstjóri eiga frumkvæði að könnun á atferli fjölmiðla í kosn- ingabaráttunni. Jón Kjartansson fagnar því. verið rædd þar. Borgarstjóraklíkan sá við því með því að þurrka út flokkana og lét R-listann bjóða sig fram sjálfan. Eg fagna frumkvæði forsætis- ráðherra og útvarpsstjóra að könn- un á atferli fjölmiðla í kosningabar- áttunni. Könnunin þarf að ná til allra fjölmiðla, því þeir sem kalla sig frjálsa voru engu betri. Þeir virtust ekkert síður hagsmuna- tengdir. Kosningabarátta á að vera opin og frjáls svo bæði frambjóð- endur og kjósendur geti tjáð sig. Annars er ekkert lýðræði nema í orði. Höfundur er formaður Leigjenda- samtakanna og 3. maður á H-listan- um í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.