Morgunblaðið - 17.06.1998, Side 47

Morgunblaðið - 17.06.1998, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1998 47* AÐSENDAR GREINAR KIRKJUSTARF sjöunda mesta úrkomuár frá 1960 með 1820 mm úrkomu og desem- ber síðastliðinn sá úrkomusamasti frá 1960 með 321 mm úrkomu. Og það er kannski svolítið á skjön að dragámar með Síðunni skuÚ allar renna en lindáin Grenlækur skuli vera þurr. „... Skaftá leitast við að renna til suðurs yfír Eldhraunið sem smátt og smátt mun fyllast af framburði og að mati sumra sérfræðinga gætu Tungulækur og Grenlækur orðið að stórum hluta jökulvatn eftir 10-15 ár með ófyrirsjáanleg- um afleiðingum fyi-ir lífríki þeiiTa ... “ Úr bréfi frá umhverfis- ráðuneytinu 28. maí 1998. Árfar- vegimir em á þessum tíma orðnir þurrir þannig að þegar hefur verið séð fyrir lífríld þeirra og það í nafni landgræðslu og náttúruvemdar. Snoni Zóphaníasson hjá Orku- stofnun og Helgi Jóhannesson hjá Vegagerðinni segja í fyrrnefndri Morgunblaðsgrein að lokunin við Brest komi Grenlæk til góða. Eg get ekki séð hvemig þeir 12-15 rúmmetrar sem lokað var fyrir 1992 og hafa síðan árlega mnnið framhjá Klaustri hafa komið Gren- læk til góða. Ekki veit ég hvar það vatn kemur í Grenlæk, enda er hann þurr. Þeir nefna einnig að úrkomu hafi skort í vetur. Á Klaustri var úr- koma síðustu 6 mánaða (des.-maí) 797 mm. Og síðan 1960 hafa nítján ár verið með minni úrkomu á sama tímabili. Vissulega er hægt að taka út mánuðina mars og apríl og sjá að aðeins 2 ár frá árinu 1960 hafa minni úrkomu en yfirstandandi ár þessa mánuði. Og þá spyr ég hvaða tilgangi þjóna þær tillögur um að veita vatni fram á Eldhraunið til 20. júní ef það vatn er allt runnið til sjávar fyrir miðjan ágúst. „Það er athyglisvert að stærsta vatnsfallið, Eldvatn í Meðallandi, hefur rýmað hlutfallslega mest. Vatnið þar byggist mest á heildar- stöðu grunnvatns og mér virðist sem grunnvatnsrennslið undir öllu vatnasviði Skaftár, sem ræðst af langtíma meðaltali úrkomu á svæðinu, hafi minnkað,“ segir Snorri einnig í Morgunblaðinu. Meðaltalsúrkoma á Klaustri var á árunum 1960-1990: 1644 mm og á tímabilinu 1992-1997: 1720 mm, þannig að síðustu árin hefur úr- koma verið vel yfir meðaltali. Ef ekki má heldur hér leita orsaka til stíflugerðarinnar 1992 þá spyr ég hvar vænta megi að það vatn hefði komið fram. Trausti Baldursson segir í Morgunblaðinu að burtséð frá öðru þá sé þama til dæmis í húfi hvort varðveita á Eldhraunið sem er stærsta hraun sem mnnið hefur á sögulegum tíma í heiminum og vaxið mjög sérstökum og fallegum mosa eða hvort fara á fyrir því hrauni eins og eldri hraunum sem fyllst hafa af sandi og framburði og síðan gróið yfir. Þetta er í raun kjami þessa máls. Landgræðslustjóri hefur fengið í lið með sér stóran hóp náttúruvemdarsinna og sagt að bændur væra með veitum að eyði- leggja mosann í Eldhrauni. Þetta era ósannindi. En bændur vilja að það vatn sem í aldir hefur runnið hér fram sveitimar geri það áfram. Hagsmunir okkar sem höfum tekj- ur af veiði era augljósir og fara saman með hagsmunum þeirra sem vemda vilja hið auðuga og óvenjulega lífríki sem hér er, sem og búsetu á svæðinu. Sigurður heitinn Þórarinsson benti eitt sinn á hvemig allir bæir í Landbroti væru byggðir í jaðri Landbrots- hraunsins þar sem vatnið kæmi undan því og gróður myndaðist fyrst. Og um þetta hraun segir Freysteinn Sigurðsson í skýrslu sinni um Lindir í Landbroti og Meðallandi: „- víða gróin og jafn- vel nokkur jarðvegsmyndun á þeim. Þó er sandfoks- og uppblást- ursgeiri milli Arnardrangs í Land- broti og Steinsmýrar í Meðallandi og vestur um Hraunsmela, allt vestur í Eldhraunið. Þama koma sáralitlar lindir undan hrauninu og er gróðurinn eftir því rýr, en sand- urinn hefur að sama skapi greiðan aðgang. Eins er á vesturtungu hraunanna, austan við Leiðvöll, en þar koma einnig litlar lindir undan hrauninu, og þar var einnig orðinn veralegur uppblástur.“ Er það stefnan að þurrka allt þetta svæði vegna mosans sem sést af hring- veginum í Eldhrauni. Þá þarf ekki aðeins að stroka Grenlæk út af náttúraminjaskrá heldur einnig Steinsmýrai’flóðin í Meðallandi. En svo virðist að þessum náttúraminj- um sé fómandi fyrir mosann á ákveðnum hluta Eldhraunsins. Legg ég til að þeir náttúraverndar- sinnar sem þessu fá framgengt beiti sér fyrir árlegri hreinsun gróðurs af náttúraminjunum Rauðhólunum í Reykjavík til að þeir varðveitist sem næst sinni uppranalegu mynd. Það er áhyggjuefni fyrir vísindin ef niðurstöður rannsókna era túlk- aðar að ósk kostunaraðila rann- sóknanna eins og hér virðist vera um að ræða, a.m.k. ef rétt er eftir mönnum haft í títtnefndri blaða- grein. Annað sem undrar mig er hvern- ig embættismannakerfið valtar yfir bændur. Embættis- og manndýrk- un í þessu samfélagi er engu lík. Eg biðst afsökunar á að hafa trúað því að Landgræðsla og Vegagerð hefðu vilja til að gera eitthvað raunhæft. Lífríkið hefur skaðast og við höfum ekki staðið okkur í verndun þess. Seglbúðum, 12. júm' 1998 Höfundur er bóndi og líffræðingur. Safnaðarstarf Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund fimmtudag kl. 12. Orgelleikur. Léttur málsverður á eftir. Háteigskirkja. Kvöldsöngur með Taizé-tónlist fimmtudag kl. 21. Kyrrð, íhugun, endumæring. Allir hjartanlega velkomnir. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnað- arheimilinu á eftir. Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Seljakirkja: Fyrirbænir og íhugun í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni. Sími 567 0110. Mömmumorgnar kl. 10-12. Digraneskirkja. Bæna- og kyrrð- arstund fimmtudag kl. 18. Bænar- efnum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar, einnig má setja bænarefni í bænakassa í anddyri kirkjunnar. Kópavogskirkja. Kyrrðar- og bænastund fimmtudag kl. 18. Fyr- irbænaefnum má koma til prests eða kirkjuvarðar. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 20.30 KFUM & K-húsið opið unglingum. Brandtex fatnaöur Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður Nybýlavegi 12. simi 554 4433 Hjálpræðisherinn. Kaffisala kl. 14- 18. Dagskrá um kvöldið frá kl. 21. Allir velkomnir á meðan að húsrúm leyfir. Akraneskirkja. Fyrirbænastundir^_. á fimmtudögum falla niður í sumar. ~ Sóknarprestur. Messur Þjóðhátíðarguðsþjónusta kl. 13. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjóm Guðmundar Sigurðssonar. Einnig syngur kammerkór Kópa- vogs undir stjórn Gunnsteins Olafssonar. Þeir kirkjugestir sem eiga þess kost eru hvattir til að koma til kirkju á íslenskum bún- ingi eða hátíðarbúningi. Ægir Fr.'* Sigurgeirsson. Þakrennur og rör úr Piastisol- vörðu stáii Heildarlausn á þakrennuvörum í mörgum litum BLIKKAS hf Símar 557 2000 og 557 7100 Skemmuvegi 36 Bleik gata KÓPAVOGI Sparneytinn og hlaðinn búnaði Aukabúnaður é mynd: Álfelgur Twingo er lipur, nettur og ótrúlega sparneytinn bílt sem eyðir aðeins 5,9 l á hundraði.* Twingo er ríkulega búinn; með útvarpi og kassettutæki, rafmagn í rúðum og speglum, fjarstýrðar samlæsingar, stafrænn hraðamætir og mælaborð o.fl. Twingo er stór að innan, aftursætið er á stiltanlegum sleða og það má fetla saman. Óvenju stór framrúða gefur mjög gott útsýni. •meðateyðsla á 100 km Verð frá: 978.000 kr. RENAULT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.