Morgunblaðið - 17.06.1998, Page 48

Morgunblaðið - 17.06.1998, Page 48
MORGUNBLAÐIÐ 418 MIÐVTKUDAGUR 17. JÚNÍ 1998 ' MINNINGAR Hjördís Guð- mundsdóttir fæddist á Steinsnesi við Arnarfjörð 5. júní 1907. Hún lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 24. maí síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Ilafnarfjarðar- kirkju 29. mai. í bjarma æsku >jninnar sé ég háa og spengilega konu, ljósa yfirlitum og kvika á fæti. Þetta var hún Dísa, fullu nafni Hjördís Dagbjört, tíguleg kona sem bar tignarlegt nafn. Ekki veit ég vel hvaðan hún Dísa kom og ekki heldur með vissu hvert hún er farin núna, en eitt veit ég að þegar ég var bam var hún svo undurgóð við mig. Dísa var listakona. Hún málaði myndir af blómum og andhtsmyndir af Steinu dóttur sinni og öðru fólki og í andliti hennar sá maður bregða fyrir þessum sérstaka viðkvæma svip sem einkennir margt Ustrænt fólk. Dísa var menntuð á þess tíma mæUkvarða en hún hafði stundað nám í Flensborgar- skóla og gat því lesið dönsku blöðin og þótti mér það mjög merkilegt að hún gæti lesið erlend tungumál. Dísa var mikil blómakona og garðurinn hennar var í raun eini garðurinn í Keflavík á þeim tíma sem eitthvað kvað að, en hann var margverð- launaður. Við krakkamir á Smára- túninu umgengumst garðinn með mikilU virðingu og vorum ákaflega stolt yfir gi-ágrýtinu með silfur- skildinum sem í var grafið „Feg- ursti garður Keflavíkur" og þótti okkur mikill heiður að því að feg- ursti garðurinn skyldi vera í okkar götu. Þegar ég útbjó minn fyrsta garð þá ók ég bílíörmum af gróðri úr garðinum hennar Dísu og plant- aði í minn garð. Dísa gaf mér ýmis heilræði hvað varðaði blómarækt og sagði m.a. við mig að ég skyldi aldrei henda neinu tré því einn daginn gæti kræklaðsta tréð mitt orðið fegursta tréð í garðinum og hún hafði rétt fyrir sér. Smáratúnið í Keflavík sjötta ára: tugarins var fullt af börnum. í þessu nýbyggða einbýUshúsa- hverfi, sem af gámngum var stundum nefnt „millahverfi Black- bræðranna“, bjuggu ung hjón með böm sín. Smáratún 3 var eina heimilið sem var bamlaust en þar bjuggu þau hjón Dísa og Magnús bakari Sigurbergsson. Dag einn kallaði mamma á mig og systur mína og sagði okkur að nú væri Dísa búin að eignast barn og við ættum að hlaupa yfir og leika við nýju stúlkuna sem væri á aldri við okkur. Mamma sagði einnig að Magnús sem væri frændi stúlkunn- ar ætti núna að verða pabbi hennar og ég man að okkur systmm þótti það merkilegt hvernig frændi hennar gæti líka verið pabbi henn- ar. Eg gleymi aldrei þeirri sjón er ég leit þær Dísu og Steinu saman í fyrsta sinn. Augun hennar Dísu vom fuU af hlýju og kærleika sem samt var eins og hún væri feimin og óömgg en í horninu í litla her- berginu stóð lítil hrædd stúlka með þykkt hárið fléttað í tvær fléttur og hélt dauðahaldi í tuskubrúðu. Þessi stelpa vildi ekkert tala og mér fannst hún hálfskrýtin. En tíminn læknar sárin og Stein- unn Bima og nýju foreldramir vöndust nýjum og betri aðstæðum. Bitur lífsreynsla Steinu í æsku var minn fyrsti skilningur á því að það dansa ekki allir á rósum. Áður en Steina kom til Dísu og Magnúsar hafði hún verið á Silungapollien blóðforeldrar hennar, þau Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir og Anton Guðjónsson, höfðu fengið berkla og vom á „Hælinu“ eins og þá var sagt. Seinna man ég eftir að Hlyn- ur bróðir Steinu kom til Keflavíkur og dvaldi lengri og skemmri tíma á heimili Dísu og Magnúsar. Eg hef orðið þeirrar gæfu að- njótandi að hafa lært eitthvað af öllu því fólki sem ég hef haft sam- skipti við á lífsleiðinni og þá ekki hvað síst af fjölskyldunni á Smára- túni 3. Þetta venjulega fólk sem sinnti sínu daglega sýsli var í raun stórmerkilegt fólk, sem átti til svo mikinn kærleika þegar á reyndi að það breytti sínu þægilega lífi og „leyfði bömunum að koma til sín“. Dísa sinnti því hlutverki sem hún kom til jarðarinnar til að sinna. Eflaust hefur hún sem ung kona ætlað sér annað hlutverk í líf- inu en að ala upp annarra manna börn, en svo urðu hennar dagar og hennar mesta hamingja. Á efsta degi gat hún því litið stolt um öxl vitandi að hún hafði gert það með sóma sem henni bar í þessu lífshlaupi. Fjölskyldan á Smáratúni 4 vott- ar Steinu Bimu og fjölskyldu hennar samúð. Auður Guðjónsdóttir. DAGBJÖRT HJÖRDÍS G UÐMUNDSDÓTTIR + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÚLFAR GUÐJÓNSSON, Bláhömrum 19, lést á heimili sínu mánudaginn 15. júní. Jónína Jóhannsdóttir, Jóhann Úlfarsson, Halldóra Viðarsdóttir, Logi Úlfarsson, Brynja Vermundsdóttir, Ingibjörg Úlfarsdóttir og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GUÐMANN A. AÐALSTEINSSON, lést á heimili sínu mánudaginn 15. júní sl. Útför auglýst síðar. Ingveldur Steindórsdóttir, Kristín H. Guðmannsdóttir, Aðalsteinn Guðmannsson, Svava Guðmannsdóttir, Ragnar Guðmannsson, tengdabörn og barnabörn. + Eiginkona mín, GUÐLAUG KRISTINSOÓTTIR, Hraunbæ 134, lést á Landspítalanum 15. júní. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Rósant Hjörleifsson. + Bróðir okkar, SIGURÐUR EYVALD frá Litlu-Völlum, lést í Skjaldarvík 8. júní. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Systkinin. + Ástkær eiginkona mín, INGUNN BALDURSDÓTTIR, Beykilundi 13, Akureyri, lést af slysförum þann 15. júní. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Gunnlaugur Matthías Jónsson. TOBIAS JÓHANNESSON og dætrum vottum við okkar dýpstu hluttekningu. F.h. gamalla Geysisfélaga, Vigfús Björnsson. + Tobias Jóhann- esson fæddist á Egg í Hegranesi 25. mars 1914. Hann lést á heimili sínu 5. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrar- kirlg'u 12. júní. Skagfirðingurinn í karlakórnum Geysi hefur kvatt (að vísu hafa þeir fleiri Skag- firðingarir prýtt raðir kórsins). TotDías Jó- hannesson fluttist úr sinni heima- byggð Skagafirðinum til Akureyrar árið 1943 og að nokkrum dögum liðnum tók Hjörtur Gíslason, hag- yrðingur og barnabókahöfundur, hann með sér á Geysisæfingu. Frá þeim degi hefur hann sungið annan bassa í Geysi - eða fimm ár yfir hálfa öld. Tobías var afar lagvís og smekkvís söngmaður. Oft var leitað til hans innan annars bassa til að fullvissa sig um rétta tóninn. Tobías var ekki einvörðungu músíkalskur heldur einnig frábær félagi og söng- bróðir - góður maður og vel gefinn. Hann var léttur í lund og jafnlynd- ur, svo sem sonnum Skagfirðingi sæmdi. Nærvera hans yljaði mönnum um hjarta- rætur. Já í hartnær 55 ár hefur þessi öðlingur staðið í fremri röð ann- ars bassa Geysis, mætt á æfingar manna best og tekið þátt í söng- sigrum kórsins innan- lands sem erlendis - og má þar sérstaklega til nefna hina frægu Nor- egsför árið 1952. Seinni árin hefur hann til- heyrt sveit gamalla Geysisfélaga. Það er hópur manna sem er ungur í anda og samheldinn og hefur einnig fengið orð fyrir að hafa kraft og sönggleði í besta lagi. Þar var Tobías síungur í sinni, glað- ur í lund og með söngmetnað fram á vordaga 1998. Þá fór hann á sjúkra- hús og lá á stofu með söngbróður okkar, undirleikara og söngstjóra, Ama Ingimundarsyni. Þeir eru núna báðir fluttir á æðra svið. Við kveðjum þig, Tobbi minn, og þökkum innilega fyrir samveruna allan þennan tíma. Hún er og var mikils virði. Haltu áfram að syngja þér og öðrum til yndis. Konu þinni Nú er hann afi minn farinn yfir móðuna miklu og syngur nú í öðrum kór, sennilega hefur vantað góðan bassa. Hans fallega bassarödd og meðfætt glaðlyndi lífgaði hvarvetna upp á félagsskapinn hérna megin, nú hefur tekið við annað tilverustig og annar félagsskapur. Við afi áttum margar ánægjuleg- ar samverustundir, hann tók mig með sér í bíltúra og ég fékk líka að dunda mér hjá honum á verkstæð- inu. Margt var þá skemmtilegt brallað og oft var ég látinn lofa að „segja ömmu alls ekki frá þessu“. Við vorum alltaf góðir vinir og gott var að leita til hans ef eitthvað bját- aði á. Eg er þakklátur fyrir að hafa notið leiðsagnar og hlýju afa míns, hvort tveggja hefur reynst mér gott veganesti. Hveiju sem ár og ókomnir dagar að mér víkja, er ekkert betra eneigavini, sem aldrei svíkja. (Davið Stefánsson.) Elsku amma, megi góður guð veita þér styrk til að takast á við þinn mikla missi. Þorkell. GRÍMUR AÐALBJÖRN GRÍMSSON + Grímur Aðal- björn Grímsson fæddist á Svarfhóli í A-Barðastrandar- sýslu 27. júlí 1951. Hann lést í Reykja- vík 31. maí síðast- liðinn og fór útfor hans fram frá Ás- kirkju ll.júní. Fallinn er frá dreng- ur góður, Grímsi, eins og hann var alltaf kall- aður, langt um aldur fram, aðeins 48 ára gamall. Það er ekki svo langt síðan ég hitti hann og var hann þá jafn hress og kátur eins og hann hafði alltaf verið frá því við kynntumst íyrir hátt í 30 árum og áttum oft góðar stundir saman, og á erfiðum stundum þá reyndum við að hughreysta hvor annan. Grímur var drengur góður, þó hörð væri skelin og má kannski segja að ekki hafi veitt af í þeim ólgu sjó sem Grímsi þurfti oft að ganga í gegn um og hressilega blés á móti, en hann stóð það af sér eins og klettur á sjó úti. Þó skelin hafi verið hörð og ekki fyrir alla að brjótast í gegn um hana þá var ég þó einn af þeim sem það gerði og kom þá í ljós öll sú manngæska, hjálpsemi og margt fleira er hann bjó yfir, en eins og áð- ur sagði fengu ekki margir að kynnast þeirri hlið á honum, enda var og oft mikið talað um grímsa og oft- ar en ekki af fávisku vegna þess að hann var fastur fyrir og leyfði mönnum að heyra það ef honum mislíkaði eitthvað það er verið var að tala um og hann vissi að ekki var rétt. Oft ræddum við hin og þessi mál og stóð hann fastur á sínu og fékk ég ósjaldan að heyra það ef við vorum ekki sammála um hlutina, en það breytti ekki vinskap okkar og gerðum við ósjaldan góðlátlegt grín að öllu saman eftir á. Grímur var stóan hluta sinnar stuttu ævi sjálfs sín herra og þá alltaf í sambandi við akstur bif- reiða. Lengst af var hann leigubif- reiðarstjóri, en einnig vann hann við akstur hópferðabifreiða og fór víða. Nú síðast vann hann við akst- ur strætisvagna, og barst það einmitt í tal er ég hitti hann síðast, og gantaðist hann með það (ein- hvers staðar verða erfiðir að vera). Það var alltaf stutt í kímnina hjá honum enda þótt hlutimir væru kannski ekki alltaf eins og hann hefði viljað hafa þá. Grímur giftist skólasystur minni Sigrúnu Guðjónsdóttur og varð þeim þriggja barna auðið og þriggja barnabama og þótti honum ofur vænt um þau öll. Ræddum við það oft, og ef ekki var allt með felldu þá leyndi hann því ekkert fyrir mér og féllu þá oft tár á vanga hans, en hann vissi að ég skildi hann og þá opnaðist skelin sem oftar. Sama var með fóður hans er honum þótti mjög vænt um, en hann lést íyrir um 14 ámm. Engu að síður varð honum tíðrætt um hann, og fær hann nú að hitta hann aftur. Að lokum vil ég votta þér, Sigrún mín, og bömum ykkar sem og barnabörnum mína dýpstu samúð og bið góðan guð að veita ykkur styrk á þessum sorgarstundum. Tíminn deyfir sárin og sorgina hægt og rólega, þar veist þú að ég tala af eigin reynslu. Minningin um góðan dreng mun lifa með þér. Pálmi Smári Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.