Morgunblaðið - 17.06.1998, Side 51

Morgunblaðið - 17.06.1998, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ ' laginu í Reykjavík. Um hríð sat j hann í stjórn þess. Jónas Þór var þá þegar þjóðþekktur fyrir afdráttar- lausar skoðanir á landbúnaðarmál- um og menn lögðu eyru við þegar hann fjallaði um þau mál. Hann átti verulegan þátt í að laga afstöðu Al- þýðuflokksins að breyttum tímum í þeim efnum. Jónas Þór var ótrúlega öflugur í félagsmálum. Á síðasta áratug áttu margir um sárt að binda þegar rangar ákvarðanir stjórnvalda leiddu til misgengis milli vísitalna sem varð til að skuldir manna juk- ust langt umfram launahækkanir. Misgengishópurinn svokallaði varð illa úti. Fjölmargir úr röðum hans urðu gjaldþrota. Þá voru stofnuð samtök gjaldþrota einstaklinga, G- samtökin. Réttlætiskennd Jónasar leiddi til þess að hann tók þau upp á sína arma í orðsins fyllstu merk- ingu. Hann varð sannkallaður burðarás í baráttu þeirra. Samtökin ■ náðu að koma sjónarmiðum sínum I rækilega á framfæri, og það var ekki síst að þakka elju Jónasar sem notaði hvert tækifæri til að tala máli þeirra. Hann var líka veiðimaður af lífí og sál. Hann var hvatamaður að því að endurreisa félagsskap sjóstanga- veiðimanna í höfuðborginni og kvaðst ekki skilja að maður eins og ég, sem hlypi um allt land til að elta urriðasporða, svalaði ekki veiði- I eðlinu með því að veiða þorsk á ' stöng. Eitt kvöld á miðju sumri kom hann og sagðist ekki nenna að eiga þingmann sem þættist vera veiði- maður og gamall sjómaður en færi ekki á sjóstöng. Á þeirri nóttu gekk sólin ekki til viðar nema stutta stund, og innan um hnísur og höfr- unga og að minnsta kosti einn frænda Keikós langt úti á Faxaflóa veiddu kvótalausir menn rígaþorsk fram á morgun. Jónas Þór var öðrum þræði lista- ' maður. Það birtist gleggst í ótrúlegu hugmyndaflugi þegar vinnsla og verkun kjöts var annars vegar. Fyr- ir það var hann þekktur langt út fyr- ir landsteinana. Hann var sjálf- menntaður á því sviði en þekking hans á íslensku kjöti og meðferð hans á því var slík, að þegar erlendir , þjóðhöfðingjar og fyrirmenn sóttu Island heim var þurrkað, reykt og grafið kjöt frá Jónasi fastur liður í i veislum sem þeim voru haldnar. Hann var frumkvöðull sem breytti bæði viðhorfum og matarvenjum þjóðarinnar. Þjóð sem var haldin þeirri firru að rækta fram magurt og bragðlaust kjöt, helst af erlend- um fomgi-ipum af Galloway-kyni sannfærðist að lokum um að Jónas Þór hafði rétt fyrir sér þegar hann hélt því fram án afláts að menn voru á rangri leið. Hann sýndi mönnum fram á að feitt kjöt er bragðbest og þarmeð dýrmætast. Þegar upp var staðið voru allir orðnir honum sam- mála um að innflutta Galloway-kyn- ið stæði hinum hægvaxnari íslensku nautum langt að baki. Hann gjör- breytti með þessu matargerð á veit- ingahúsum á íslandi einsog allir við- urkenna í dag. Næstum því ár hvert kom hann til mín á Þorláksmessu eða um há- degisbilið á aðfangadag og færði okkur hrauk af ótrúlega vel verk- uðu hráu kjöti sem enginn gat búið til nema hann. Þegar ég hitti hann síðast, í fimmtugsafmæli sínu, leiddi hann mig að nýjustu framleiðslunni sem reyndist enn eitt dæmið um fá- gÁta hæfileika hans á þessu sviði. Jónas Þór var einstakur baráttu- jaxl. Það birtist gleggst í fádæma erfiðum veikindum, sem drógu hann að síðustu til dauða langt fyrir aldur fram. En hann gafst aldrei upp og sýndi fádæma seiglu. Hann var gæddur ríkri réttlætiskennd sem leiddi til þess að hann tók sér jafnan stað við hlið þeirra sem áttu í erfið- leikum eða voru minni máttar. Hann hafði það hins vegar umfram flesta samferðamennina að láta sér ekki nægja að sýna samúðina í orð- um, heldur með dáðum líka. í flestu því sem laut að stjómmálum áttum við samleið og í ýmsum veigamikl- um atriðum urðu skoðanir hans loks að mínum. Stundum kallaði hann á mig inn í kjötvinnsluna á Grensás- vegi, henti gríðarlegri steik á pönn- una og meðan ég tókst á við hana skýrði hann út fyrir mér það sem honum fannst betur mega fara í við- horfum mínum og félaga okkar á Alþingi. Þær veislur eru búnar í bili. Eftir lifir minning um góðan dreng sem aldrei lá á liði sínu þegar þörfin var mest. Orðstír hans deyr ekki. Ég sendi fjölskyldu hans mínar dýpstu samúðarkveðjur um leið og ég kveð góðan félaga. Ossur Skarphéðinsson. Við hjónin kynntumst Jónasi í gegnum veitingahúsai-ekstur okkar íyrir átta árum síðan. Frá þeim tíma hefur verið brallað margt sam- an. Allt frá því að flytja fyrsta naut- ið út til Vestmannaeyja eftir gos, til New York þar sem íslenska nauta- kjötið keppti við þarlent kjöt og sjálfsögðu sigraði íslenska kjötið. Margt kemur upp í hugann þegar Jónas á í hlut enda er hann sá litrík- asti maður sem við höfum kynnst. Við félagarnir sátum langtímum saman eftir vaktina á Argentínu yf- ir kaffibolla og ræddum um mat og matargerð, en oftast endaði umræð- an um hvert ætti að halda næst á vit ævintýra í matargerð. Við Jónas höfum borðað saman í helstu stór- borgum heims. I síðasta matartúr fórum við til Parísar en þá borg höfðum við geymt lengi, enda ástæða fyrir því. Eftir eina átta rétta máltíð sátum við svo saddir að svitinn lak af okkur en í þannig ástandi leið okkur best saman, við vorum t'ullir af mat og áttum bágt með að koma okkur á hótelið. Við Jónas smökkuðum ekki vín og nut- um í þeim mun ríkara mæli matar- ins. Svona var ástandið í okkar ógleymanlegu utanlandsferðum. Uppáhaldsréttur Jónasar var steikt fersk gæsalifur sem ekki er hægt að fá hér á landi. Við fundum kjötbúð í París sem bauð upp á eld- aða lifur og í staðinn fyrir að fara á kaffihús í París fórum við þangað alla daga um fjögurleytið og fengum okkur vænan skammt. Talandi um mat og Jónas sem er í rauninni eitt og það sama gleymi ég ekki svipn- um á Jónasi þegar hann fékk að smakka Kobenautakjöt í fyrsta sinn. Kobegripirnir eru aldir upp á bjór og nuddi daglega. Við vorum staddir í Tokyo ásamt Magnúsi E. Kristjánssyni. Ástæðan fyrir þeirri ferð var mikið hugðarefni Jónasar um að selja íslenskt lambakjöt á hæn'a verði en hafði verið gert. Lengi væri hægt að telja upp skemmtileg atvik sem komu upp er- lendis sem og hér innanlands. Hér innanlands heimsóttum við meðal annars Bolungarvík og Vopnafjörð að ógleymdum bændunum sem framleiddu yfirburða gott nautakjöt bæði á Norðurlandi og hér á Suður- landi. Á ferð okkar hér sunnanlands var iðulega komið við hjá Torfa í sláturhúsinu á Hellu og drukkið kaffi. Ekki get ég sleppt að minnast á þann tíma sem Jónas Þór reyndist mér mikill og traustur vinur, en það var tíminn eftir að ég kom úr áfeng- ismeðferð, þá var hann mín stoð og stytta á nóttu sem degi. Ekki má heldur gleyma að minn- ast á allan þann tíma sem Jónas vann fyi-ir íslenskan landbúnað og hversu mikla virðingu hann bar fyr- ir þeim afurðum. Ekki leið sá dagur að hann væri ekki að velta því upp hvað mætti betur fara hjá slátur- húsunum, kjötvinnslunni eða versl- uninni sjálfri. Jónas Þór setti mikinn svip á matseðil Steikhúss Ai'gentínu eins og hann kallaði það og í upphafi meðan verið var að þróa seðilinn mætti hann á starfsmannafundi og hélt tölu yfir það kjöt sem var á seðlinum, starfsfólk Ai'gentínu leit á hann sem ómetanlegan hlekk í keðj- unni. Til marks um þá virðingu sem starfsfólk Argentínu bar fyrir Jónasi Þór er að útbúinn var sér- stakur kaffibaukur merktur honum, en fyrir þá sem þekkja til hafði Jónas Þór mjög sérstakar kaffiþarf- ir. Að lokum viljum við hjónin þakka Jónasi fyi-ir allar þær heimsóknir til okkar á sunnudagsmorgnum þegar hann ræsti okkur og heimtaði kaffí MINNINGAR og vildi fara yfir liðna viku. Við þökkum fyrir samfylgdina og, elsku Kata og Hreinn, þið eruð búin að vera svo sterk að engin orð fá því lýst. Guð veri með ykkur öllum. Óskar Finnsson, María Hjaltadóttir. Það var um vorið 1980 sem ég fyrst hitti Jónas, ég var þá að vinna á Hótel Sögu og hann var aðstoðar- kokkur á Hrafmstu en kynni okkar hófust á því að við sáum um veislu í sjálfboðavinnu fyrir útskrifaða Dale Camegie nemendur en báðir höfð- um við farið á slíkt námskeið og vorum einlægir aðdáendur Konráðs Adolphssonar. Svo var það í byrjun ársins 1981 þegar verið var að und- irbúa opnun fyrsta Tomma ham- borgara staðarins á Grensásvegi 7 að leiðir okkar lágu saman á ný. Þannig var að á þessum tíma var eftirlit með gæðum nautakjöts ekki eins strangt og nú til dags svo og að það var ekki borin eins mikil virðing fyrir hamborgurum og síðan hefur orðið, svo ég vildi ekki taka neina áhættu varðandi gæði nautakjöts- ins, og auglýsti eftir aðila til að úr- beina fyrir okkur nauta-framparta í aukavinnu, en við gerðum ráð fyrir að selja 200-300 hamborgara á dag áður en við opnuðum staðinn. Það sóttu nokkrir um en mér leist best á Jónas og Kötu og sé ekki eftir því. Vinnupláss var þröngt fyrstu mán- uðina og aðstæður mjög ófullkomn- ar. Ég man að þegar við opnuðum 14. mars 1981 þá héldum við að við værum með kjötbirgðir sem mundu endast fram yfir helgi, en það kláraðist allt fyrsta daginn þannig að það þurfti að kalla þau hjón út strax daginn eftir og svona gekk það fyrstu vikurnar og eftir fimm vikur vorum við farin að selja að meðaltali yfir 1000 hamborgara á dag sem var algjört brjálæði þá, en aldrei klikkuðu Jónas og Kata. Þau stóðu sig ótrúlega. Um mitt sumar þetta ár settum við upp kjötvinnslu hinum megin við götuna í bakhúsi á Grensásvegi 12. Jónas hætti á Hrafnistu og kom í fulla vinnu til Tomma hamborgara. Þrátt fyrir það að Jónas væri svo til ómenntað- ur í faginu þá hafði hann gífurlegan metnað og stolt til að gera vel sem ég hef ekki oft séð annars staðar. Kjötvinnslan stækkaði og eftir árið vorum við að framleiða 50-70.000 hamborgara á mánuði og í byrjun ársins 1983 vorum við búin að selja 1.000.000 hamborgara. Einn sunnudagsmorgun 1982 hringdi Jónas í mig eldsnemma og spurði mig hvort ég væri ekki kom- inn á fætur sem ég að sjálfsögðu var ekki en hann bara rak mig framúr og bauð mér í kaffi út á Granda í Kaffivagninn. Eftir það hittumst við alltaf á sunnudagsmorgnum í tæp tvö ár og enn þann dag í dag sakna ég þessara stunda með Nasa eins og ég kallaði hann þegar vel lá á okkur og fáir heyrðu til. Það var á þessum sunnudagsmorgnuym sem hug- myndin að Kjötvinnslu Jónasar kviknaði og sælkerakjötborði fyrir almenning. Jónas átti hugmyndina að nýjum hamborgara á matseðlin- um. Sá hét ;,Tommi Trítill“ og var 50 gi'ömm. I tvö ár fékk Jónas sér alltaf tvo hamborgara í hádegismat. Svo kom hann oft á kvöldin og um helgar og fékk sér viðbót. Jónas var engum líkur. Ég man að Kata sagði einu sinni við mig eft- ir að þau höfðu keypt sér nýjan Su- baru Station: „Jónas er alltaf að bjóða mér í bíltúr en það er svo skrýtið að alltaf skulu bíltúrarnir enda uppi í Kjötvinnslu." Það sagði einu sinn við mig maður: „Það er enginn skilningur eins slæmur og misskilningur." Og því miður var það vegna misskilnings að við urð- um viðskila, þangað til fyrir tveimur árum að við settumst niður uppi í Kjötvinnslu hjá Jónasi og ræddum málin út. Ég heimsótti þau hjónin nokkrum sinnum í nóvember og desember í fyn-a. Hvílíkur friður og kærleikur var á þeirra heimili. Megi Jónas vinur minn hvíla í friði. Guð blessi þig, Kata mín, og þín böm. Kær vinarkveðja. Tómas A. Tómasson. MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1998 51 t + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GRÍMS AÐALBJÖRNS GRÍMSSONAR, Laufengi 8. Sigrún Guðjónsdóttir, Addbjörg Erna Grímsdóttir, Hermann Þór Erlingsson, Róbert Grímur Grímsson, Elín Sólveig Grímsdóttir og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTINS B. JÚLIUSSONAR lögfræðings, fyrrverandi bankaútibússtjóra á Eskifirði og Selfossi, Vallholti 34, Selfossi. Brynhildur Stefánsdóttir, Halldór Kristinsson, Guðrún H. Björnsdóttir, Arndís Kristinsdóttir, Konráð J. Hjálmarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, GYLFA MÁS GUÐBERGSSONAR landfræðings, Hávallagötu 29. Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameins- deildar Landspítalans. Vigdís Sigurðardóttir, Ágúst Gunnar Gylfason, Bergljót Sigurðardóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og út- för eiginkonu minnar, móður, dóttur og systur, GUÐRÍÐAR INGIBJARGAR PÁLSDÓTTUR, Reykjum, Skeiðum. Rúnar Þór Bjarnason, Vaka Rúnarsdóttir, Halla Rúnarsdóttir, Bjarni Rúnarsson og aðrir vandamenn. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubii og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar gi-ein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-ski'áa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.