Morgunblaðið - 17.06.1998, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 17.06.1998, Blaðsíða 58
58 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ <öðkoupsveislur—úlisamkomur—skemmtanir—tónletkar—sýningar— kynningar og I. og fl. og fl. I Risatjðld = wiSiiwffiiáoo j ~°g ýmsir fylgihlutir CSP ' skÍDU «>« 0 rlöld Ekki treysta á veðrið þegar T skipuleggja á eftirminnilegan viðburð - Tryggið ykkur staðinn -' Tjöld af öllum stœrðum frá 20 - 700m2. Einnig: Borð, stólar, tjaldgólf og tjaldhitarar. aleiga sDsátta ..með skátum á heimavelli simi 5621390 • flax 552 6377 Kíktu á míg, stundum kem SlSLWg. Vettvangur fólks í fasteignaleit f* sss 1 ^ HH Rúmgóðar geymsluhirslur • Rúmgóðir skápar • Tveggja hellna gaseldavél • 50 mm kúlutengi • Svefnpláss fyrir 6+ • 12 volta rafkerfi • Varadekk, festing og varadekkshlíf • LjósabúnaÖur skv. EES staðli • Skrúfaóir undirstöðufætur • LokaÓur lyftubúnaöur • Ryóvarinn undirvagn • og margt fleira <r. 447.000 staögreitt Hafðu samband - ýmsir lánamöguleikar TITAN Sportbúð - Títan • Seljavegi 2 SÍMI 551 6080 • Fax 562 6488 í DAG VEL.VAKANPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Léleg dagskrá VELVAKANDA barst eft- irfarandi: „Ég vil kvarta yflr hversu léleg dagskrá Stöðvar 1 var sl. laugar- dagskvöld. Það var ekkert varið í kvikmyndirnar sem boðið var uppá, bæði gaml- ar og leiðinlegar. Fólk borgar afnotagjöld og á rétt á því að fá eitthvað al- mennilegt að horfa á. Þetta var ekki fólki bjóð- andi. Einnig finnst mér of mikið sýnt af fótbolta frá HM finnst að það ætti að sýna þetta á sér rás. Á.H. Frábær sýning ÉG VIL benda á stórkost- lega sýningu á vegum sjó- mannadagsráðs sem nú stendur yfir í Sjómanna- skólanum. Þetta er sýning sem enginn sjómaður ætti að láta framhjá sér fara og vekur hún upp gamlar endurminningar. Sýningin er á þremur hæðum og ótrúlegt hvemig hægt var að safna þessu öllu saman. Þetta er stórkostlegt fram- tak. Landsbyggðarfólk og fólk í nágrannabyggðum Reykjavíkur ætti að safn- ast saman í hópa og mæta á sýninguna, en sýningin er endurgjaldslaus. Sýn- ingunni lýkur nk. sunnu- dag, 21. júní. Vil ég senda þakklæti til sjómanna- dagsráðs fyrir framtakið. Gamll sjómaður. Opið svæði á Laugavegi VELVAKANDA barst eft- irfarandi: „VEGNA nýbyggingar sem fyrirhugað er að reisa á Laugavegi 53 hefur verið nokkur óánægja með að byggja eigi eitt verslunar- húsið enn á Laugavegi. Ég hef heyrt þá ágætu hug- mynd að nýta ætti lóðina undir opið svæði með gróðri og bekkjum þar sem fólk gæti sest niður þegar það á leið um Laugaveginn. Gaman væri að heyra frá öðrum um þessa hugmynd." Ein áhugasöm. Tapað/fundið Gullarmband týndist KONAN sem fann gull- armband fyrir utan íþróttahöllina á Akureyri laugardagskvöldið 23. maí er vinsamlegast beðin að hringja í Auði í síma 462 2854. Svört hliðartaska týndist SVÖRT hliðartaska, stór eins og skólataska, týndist í miðbænum sl. fostudag. Skilvís ftnnandi hafi sam- band í síma 581 4681. Taska týndist á Kaffi Reykjavík SVÖRT glansandi hliðar- taska týndist á Kaffi Reykjavík sl. laugardags- kvöld. I töskunni voru m.a. lyklar og skilríki. Skilvis finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 564 1022. Næla týndist í eða við Hótel Sögu NÆLA týndist síðdegis 10. júní sl. í Súlnasal á Hótel Sögu, við Tæknigarð eða á bílastæði fyrir fram- an. Nælan er ofin úr silfúr- og koparþráðum. Skilvís finnandi hringi í síma 551 2922. Fundariaun. Dýrahald Kettlingar fást gefins FIMM kettlingar fást gef- ins, kassavanir. Upplýs- ingar í síma 554 0898. Kettlingar óska eftir heimili KÁTIR og kassavanir kettlingar óska eftir góðu og menningarlegu heimili. Upplýsingar í síma 552 0834. Morgunblaðið/Golli ÞAÐ er kominn 17 júní Víkverji skrifar... SEGJA má að Reykvíkingar séu hættir að botna nokkuð í veðurblíðunni, svo mikil hefur hún verið að undanförnu. Ekki hefur það verið svo að mjög hátt hita- stig hafi hrjáð borgarbúa, heldur hefur verið sólríkt og til þess að gera stillt veður. Meiri kröfur gera Reykvíkingar ekki til lofthit- ans en svo, að mælirinn skríði eitthvað yfir tíundu gráðuna yfir hásumarið og þegar hitastigið fer yfir 15 gráður má segja að eins- konar sólarlandastemmning myndist á götum borgarinnar, eins og augljóslega gerðist um síðustu helgi. xxx ÞEGAR greint er frá viðburðum úti í hinum stóra heimi í ís- lenskum fjölmiðlum er það lenska að segja að þeir hafi gerst klukkan þetta eða hitt að íslenskum tíma en staðartími sjaldnast nefndur. Sér- staklega er þetta áberandi í frétta- tímum Ríkisútvarps. Þama er að mati Víkverja gengið of langt í að „íslenska" hlutina því oft skiptir meginmáli til að fá heildarmynd af atburðinum að vita hvenær sólar- hrings hann varð þar sem hann gerðist. Þetta á ekki síst við um fjarlæg lönd, t.d. í Asíu, Eyjaálfu eða Suður-Ameríku þvi áheyrandi eða lesandi hefur það ekki alltaf á hraðbergi hvort þeir eru nokkrum klukkutímum á undan okkur eða eftir. Þetta á við um hvers konar atburði, fund þjóðarleiðtoga, óeirð- ir, mótmæli, slys, hamfarir eða sjónvarpsávarp bandaríkjaforseta, sem oftast er sagt um að hafi verið flutt síðastliðna nótt? Er alltaf eitt- hvert næturbrölt á þeim þar? Aðal- atriðið er hvenær atburðurinn gerðist: Var dagur og allir í vinnu, kvöld og margir heima eða nótt og flestir sofandi? Það getur síðan fylgt með hvað klukkan var á Is- landi - en það er aukaatriði í mál- inu. NEFNA má annað nöldursefni fyrst lagt hefur verið inn á þá braut. Það er læsileiki eða stærð á merkingum og skýringartextum á sýningum. Það á við um númer á verkum á myndlistarsýningum, skýringartexta á ljósmyndasýn- ingum og þar fram eftir götunum. Það er eins og safnstjórar geri ráð fyrir að annað hvort hafi menn arnaraugu og geti lesið þetta af margra metra færi eða að þeim finnist sjálfsagt að menn ryðjist hver um annan þveran ofan í verk- in til að geta greint nauðsynlegar skýringar. Þetta er hreinn óþarfi og getur ekki verið að stærðin á þessum textum skyggi á eða eyði- leggi áhrif viðkomandi sýningar- grips. Víkverji dagsins telur sig bara sjá nokkuð þokkalega og not- ar ekki gleraugu við akstur eða Iestur. Álítur hann að þama sé fremur vanhugsun á ferðinni en varfærni við að „trufla" áhrif af verkunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.