Morgunblaðið - 17.06.1998, Síða 62

Morgunblaðið - 17.06.1998, Síða 62
62 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1988 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Carrey heldur efsta sætinu KVIKMYNDIN „Truman Show“, sem hefur fengið nánast einróma Iof gagnrýnenda, hélt stöðu sinni í efsta sæti yfir að- sóknarmestu kvikmyndir vest- anhafs. Jim Carrey þykir hvergi slá feilnótu í dramatísku hlutverki og hefur þegar verið orðaður við Oskarsverðlaunin. Eyðieyjurómantíkin í mynd- inni Sex dagar, sjö nætur með Harrison Ford og Anne Heche hafnaði í öðru sæti með rúman milljarð króna. Kvikmynda- spekúlantar höfðu mikið velt vöngum yfír því hvort áhorf- endum þætti ástarsamband Fords og Heche sannfærandi þar sem Heche er yfírlýst lesbía og er sambýliskona Ellen DeGeneres. Ef tekið er mið af aðsókninni má draga þá ályktun að áhorfendur hafí ekk- ert séð athugavert við sam- bandið. Síðasto vika fliis 1.(1.) The Truman Show 1.440 m.kr. 20,0 m.$ 64,5 m.$ 2. (-.) Six Days, Seven Nights 1.187 m.kr. 16,5 m.$ 16,5 m.$ 3. (2.) A Perfect Murder 812m.kr. 11,3 m.$ 34,4 m.$ 4. (-.) Can‘t Hardly Wait 578m.kr. 8,0 m.$ 8,0 m.$ 5. (3.) Godzilla 447 m.kr. 6,2 m.$ 123,7 m.$ 6. (4.) Hope Floats 381 m.kr. 5,3 m.$ 38,2 m.$ 7. (5.) Deep Impact 317 m.kr. 4,4 m.$ 128,7 m.$ 8. (6.) The Horse Whisperer 284 m.kr. 3,9 m.$ 58,4 m.$ 9. (-.) Dirty Work 262 m.kr. 3,6 m.$ 3,6 m.$ 10. (7.) Titanic 87 m.kr. 1,2 m.$ 583,9 m.$ ígi ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sóiðiö ki. 20.00: FRÚ EMILÍA - LEIKHÚS RHODYMENIA PALMATA — Kammerópera eftir Hjálmar H. Ragnars- son við Ijóðabálk Halldórs K. Laxness Fös. 19/6 kl. 20. Aðeins ein sýning. Stj/nt i Loftkastaianum kt. 21: LISTAVERKIÐ - Yasmina Reza Lau. 20/6. Síðasta sýning. Miðasalan eropin mánud—þriðjud. kl. 13—18, miðvikud—sunnud. 13—20. Símapantanirfrá kl. 10 virka daga. LISTAVERKIÐ lau. 20. júní kl. 21. Allra síðasta sýning. Á SAMA TÍMA AÐ ÁRl fos. 19. júni kl. 21 aukasýning. Loftkastalinn, Seljavegi 2. Miðasala s. 552 3000, fax 562 6775, opin frá 10-18 og fram að sýn. sýn.daga. Ekki er hleypt inn i sal eftir að sýn. er hafin. Annað fólk lau 20/6 kl. 21.00 laus sæti Ath. þetta eru síðustu sýningar nú í sumar. Matseðill sumartónleika Sjávarréttafantasía úr róðri dagsins. Hunangshjúpaðir ávextir & ís Grand Marnier. ^ Grænmetisréttir einnig í boði. ^ Miðasalan opin alla virka daga kl. 15-18. Miðap. allan sólarhringinn í s. 551 9055. Netfang: kaffileik@isholf.is Forsalan er hafin. Frimsýning föstud. 3. júlí. Lau. 4/7, sun. 5/7, fim. 9/7. Miðasalan er opin daglega frá kl. 13—18 og fram að sýningu sýningardaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Sími 568 8000 fax 568 0383. fimmtudag 18. júnf uppselt laugardag 20. júni uppselt lau. 27. júní kl. 23 föstudag 19. júní uppselt fimmtud. 25. júní uppselt laus sæti aukasýn. fös. 19. júní kl. 23 föstudag 26. júnf uppselt sunnudag 28. júnf kl. 20. örfá sæti laus lau. 27. júní kl. 20 uppselt Sýningar hefjast kl. 20.00. Ósóttar pantanir seldar daglega. Miðasala sími 551 1475. Opin alla daga kl. 15-19. Símapantonir frá kl. 10 virka daga og frá kl. 13 um helgar. Rokk - salsa - popp söngleikur Bizet/Trotter/McLeod EÍSlÉnSKA ÓPEIIAN =fnl Miðasala 551 1475 SEX dagar, sjö nætur með Harrison Ford og Anne Heche er í öðru sæti yfir aðsóknar- mestu myndir vestanhafs. EVA Herzigova hefur í nógu að snúast sem fyrir- sæta þótt hún þurfi ekki að púkka upp á eiginmann líka. Herzigova og Torres skilin FYRIRSÆTAN Eva Herzi- gova og trommuleikarinn Tico Torres sem spilar með Bon Jovi hafa gefið út þá yfirlýs- ingu að hjónabandi þeirra sé lokið. Annríki þeirra vegna vinnu hefur haldið þeim aðskildum of lengi í þau tvö ár sem þau hafa verið gift, segir í yfirlýsingu frá þeim. „Þau verða áfram nánir vinir og bera gagn- kvæma virðingu og ást hvort til annars. Engu að síður hafa þau ákveðið að skilja vegna sívax- andi vinnuálags." Morgunblaðið/Jim Smart HLJÓMSVEITINA Uzz skipa Björn Sigurðsson bassaleikari, Björn Þórisson hljómborðsleikari og söngvari, Trausti Jónsson trommuleikari og Ævar Sveinsson gítarleikari. Uzz í Grasagarðinum ►UZZ heitir hljómsveitin sem á lagið „Allt sem ég vil“ sem nú er að klifra upp íslenska vinsælda- listann. Um daginn spiluðu þeir í Grasagarðinum á Café Flóru, og voru að fylgja því eftir að of- annefnt lag er að koina út á safndisknum „Bandalög". Uzz spilar tónlist eftir söngv- ara og hljómborðsleikara sveit- arinnar, Björn Þórisson, og vill hann flokka hana sem melódi'skt popp. Meðlimir hljómsveitarinnar hafa allir spilað tónlist frá ung- lingsaldri og þá aðallega á sveitaböllum. „Okkur hefur lengi dreymt um að koma fram með einungis fi’uinsamda tón- list, því lögin hafa verið að hrannast upp hjá okkur,“ segir Björn. „Við spilum hér í Grasa- garðinum í fyrsta skipti, en verðum svo um kl. 15.30 við Kópavogssundlaug á þjóðhátíð- ardaginn." MÖRGUM fannst gaman að hlusta á notalega tónlist í fallegu umhverfinu. MYNDBÖND Svartur húmor Átta hausar í íþróttatösku (8 Hciids in a Duffel Bag) Gamanmy nil ★★ Framleiðsla: Brad Krevoy, Steve Sta- bler og John Bertolli. Leikstjórn: Tom Schulman. Handrit: Tom Schulman. Kvikmyndataka: Adam Holender. Tónlist: Andrew Gross. Aðalhlutverk: Joe Pesci, David Spade og Kristy Swanson. 95 mín. Banda- rísk. Bergvík, júní 1998. Bönnuð börnum innan 12 ára. CHARLIE (Spade) er á leið til Mexíkó að hitta kærustuna (Swan- son) en lendir við hliðina á Tommy (Pesci) í flugvélinni. Þeim verður ekkert sérlega vel til vina, því Tommy er ruddalegur mafíósi sem lætur allt vaða, en Charlie ófram- færið en málglatt nörd. Svo illa vill til að töskur þeirra félaga víxl- ast á flugvellinum og Charlie fer að hitta kærustuna og tengdó til- vonandi með átta mannshöfuð í töskunni sinni, en ekki svo mikið sem nærföt til skiptanna. Mikið lengra er ekki hægt að rekja sögu- þráð þessarar myndar í stuttu máli, því hann flækist hratt og mikið eins og vera ber í farsa af þessari gerð. Myndin alger vitleysa og má vera það. En handritið er allt of sundurlaust og hefði þurft mikillar lagfæringar við auk þess sem leikararnir virtust allir keyra í lága drifinu. Pesci er stjarnan og er í kunnuglegu hlutverki sem kjaftfor og ósvífinn bófi af ítölsk- um ættum. Hann getur ekki hafa haft mikið fyrir túlkun sinni því hún er einfaldlega endurtekning á hlutverkum hans í ,Goodfellas“ og ,Casino“, nema í skoplegu sam- hengi. Eitt er það þó sem heidur grey- inu á floti, því myndin er þrælfynd- in á köflum. Þetta er frekar mikil- vægt þegar um gamanmyndir er að ræða og því hoppar myndin upp um einn flokk eða svo. Guðmundur Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.