Morgunblaðið - 09.08.1998, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 09.08.1998, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1998 VIKAN 2/8 -8/8 ► TVEIR menn Iétust í um- ferðarslysum um verslunar- mannahelgina. í báðum til- vikum var um bflveltur að ræða og var hvorugur mann- anna í bflbeltum. Önnur bfl- veltan varð á Skarðsströnd í Dölum, en hin í Landsveit. Þá slösuðust kona og ungt barn þegar bfll þeirra fór út af veginum á Holtavörðu- heiði. ►LEIFTUR á Ólafsfirði og ÍBVkeppa til úrslita í bikark eppni karla í knatt- spymu. Leift- ur sigraði Grindavík 2-0 og ÍBV vann Breiðablik með sömu markatölu. ► VERÐ hlutabréfa í sjávar- útvegsfyrirtækjum hækk- aði umtalsvert í kjölfar milli- uppgjörs í nokkrum fyrir- tækjum. Afkoman er almenn tbetri en reiknað varmeð. Ha gnaður Hraðfrystihúss Eskifj arðar var 275 milljónir á fyrstu 6 mánuðunum og hækkaði gengi hlutabréfa fyrirtækisins um 11,7% við fréttirnar. ►REKSTRARVANDI11 af 1 7 sjúkrahúsum á landsbyggð- inni hefur verið leystur með fjárveitingu sem Alþingi ákvað f vetur að veija óskiptri til sjúkrahúsa. Stóru sjúkrahúsin í Reykjavfk fengu 266 milljónir, en heil- brigðisráðherra segir að von sé á tillögum um hvemig vandi þeirra verði leystur og verði tillögurnar lagðar fyr- ir rfkisstjórnina í haust. ►ERLENDIR ferðamenn hafaaldrei verið fleiri en f ár. Á fyrstu 7 mánuðum ársins sóttu 17.000 fleiri ferð amennlandið en á sama tfma- bili f fyrra, en það er 14% au knig. Ferðamálasljóri met- ur aukninguna á 1,7 miljjarð í auknar gjaldeyristekjur. Krani eyðilagði hús í Njarðvík Hús, sem var í byggingu, eyðilagðist í Njarðvík þegar kranabóma féll á það. Litlu munaði að slys yrðu á fólki, en þrír menn voru við vinnu á þakinu þeg- ar kraninn tók að hallast fram fyrir sig og bóman féll á þakið og í gegnum hús- ið. Kraninn var að lyfta bárujámi upp á þakið. Óljóst er hvers vegna kraninn sporðreistist en talið er hugsanlegt að vindur hafi átt þátt í óhappinu. Rætt við sparisjóðina um sölu á FBA Stjómvöld hafa ákveðið að taka upp við- ræður við Samband íslenskra spari- sjóða um sölu á hlut ríkisins í Fjárfest- ingabanka atvinnulífsins. Sparisjóðirnir vilja kaupa allan bankann en hugsa sér að selja 45-48% hlut áfram til annarra aðila. Sparisjóðirnir hafa sett fram hug- myndir um að sameina FBA og Kaup- þing, sem er í eigu sparisjóðanna. Erlendar skuldir ríkisins lækka Erlendar skuldir ríkissjóðs lækkuðu á síðasta ári um 6,5 milljarða og hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs lækkaði milli ára um 14,8 milljarða. Þetta kom fram í rík- isreikningi fyrir árið 1997. Samkvæmt niðurstöðutölu reikningsins var um 700 milljóna afgangur á rekstri ríkissjóðs, en þetta er í fyrsta skipti frá árinu 1984 sem rfldssjóður er rekinn haUalaus. Af- koma ríkissjóðs batnaði um 9,4 millj- arða milli ára. Irakar slíta samstarfi um vopnaeftirlit ÍRÖSK stjómvöld tilkynntu á miðviku- dag að þau myndu hætta öllu samstarfi við vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóð- anna í kjölfar þess að slitnaði upp úr viðræðum Richards Butlers, yfirmanns vopnaeftirlitsnefndar SÞ (UNSCOM), við íraksstjóm í byrjun vikunnar. Öryggisráð SÞ lýsti á fimmtudag því yf- ir að samstarfsslit íraksstjórnar væm „algjörlega óviðunandi". Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, telur íraks- stjóm hafa brotið samkomulag um fullt samstarf við vopnaeftirlitsnefhdina, sem hann sjálfur gekk frá við Saddam Hussein í febrúar sl. Bandaríkjastjóm lýsti því yfir að hún myndi beita íraks- stjóm þrýstingi svo að hún færi eftir gerðu samkomulagi um vopnaeftirlit í landinu, en stjómin í Bagdad hefur far- ið fram á að vopnaeftirlitsnefndin verði endurskipulögð þannig að beinna bandarískra áhrifa gætti ekki í henni. Sprengjutilræði í Kenýa og Tansaníu AÐ MINNSTA kosti 100 létu lífið og um tvö þúsund særðust er bflsprengjur spmngu fyrir utan sendiráð Bandaríkj- anna í Austur-Afríkuríkjunum Kenýa og Tansaníu með nokkurra mínútna milli- bili að morgni fóstudags. Var mannfallið mest í Nairóbí, þar sem yfir 70 létust og um 1.200 særðust. Bill Clinton Banda- ríkjaforseti fordæmdi tilræðin harðlega í sjónvarpsávarpi og sagði þau „ómann- eskjulegt hryðjuverk". Sagði hann að Bandarfldn myndu beita öllum sínum mætti tfl að finna þá er stæðu að baki ódæðisverkunum og draga þá fyrir dóm. ► MONICA Lewinsky, fyrr- verandi starfsstúlka í Hvíta húsinu, bar á fimmtudag vitni fyrir rannsóknarkvið- dómi í Washington um meint ástarsamband hennar við Bill Clinton Bandaríkjaforseta. Stóðu yfirheyrslurnar í níu tíma, en ekkert hefur verið gefið upp opinberlega hvað hún sagði. Clinton mun sjálf- ur bera vitni 17. ágúst nk. ► MESTU vatnavextir sem um getur síðustu áratugi valda nú hundruðum milljóna manna í Kína, Kóreu, Bangladesh og fleiri A-Asíu- rikjum miklum búsifjum. Yfir 2.000 manns hafa látið lífið af völdum fióðanna i Kína frá því í júní. ► HANAN Ashrawi, sem verið hefur einna mest áber- andi af palestfnskum stjórn- málamönnum á alþjóðavett- vangi, sagði af sér ráðherra- embætti í heimastjórn Palest- fnumanna á fimmtudag. Er afsögn hennar talin pólitfskt áfall fyrir Yasser Arafat, for- seta heimastjórnarinnar. ► LAURENT Kabila, for- seti Lýðveldisins Kongó (áð- ur Zaire), sakaði á fimmtu- dag sljórnvöld í grannrfk- inu Rúanda um að vera í stríði við Lýðveldið Kongó og hvatti þegna sína til að veija fullveldi landsins. Bizima Karaha, sem var utanríkis- ráðherra í stjóm Kabilas, gekk til liðs við uppreisnar- menn f vikunni. ► MESTA verðfall á hluta- bréfum sem orðið hefur í ár á einum degi f kauphöllinni á Wall Street varð á þriðjudag, en þá lækkaði Dow Jones- vfsitalan um 3,4%, eða 299,43 stig. MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Sigurgeir VANDAMAL vegna kaupskyldu sveitarfélaga á félagslegum íbúðum eru víða og eru engir landshlutar und- anskildir. í Vestmannaeyjum hefur bærinn leyst til sín 43 íbúðir, sem allar standa auðar. Félagslega íbúðakerfíð þungur baggi á sveitarfélögum víða um land Fortíðarvandi til framtíðar? Kaupskylda sveitarfélaga á íbúðum í fé- lagslega kerfínu er víða orðið vandamál á landsbyggðinni. Dæmi eru um að 90% þessara íbúða séu komnar í eigu þeirra sjálfra og víða standa þær auðar. Hugi Hreiðarsson ræddi við fulltrúa nokkurra sveitarfélaga. í LÖGUM um kaupskyldu sveitar- félaga í félagslega íbúðakerfinu er kveðið á um að 10 ára kaupskylda sé á þeim íbúðum sem byggðar voru eftir árið 1990 en til þess tíma hafði hún verið 15 ár frá árinu 1984 þegar reglur um slíkt voru fyrst settar í lög. Víða um land eru þessar kvaðir farnar að hafa áhrif á rekstur sveit- arfélaga en við innlausn íbúðanna þurfa þau að fjármagna 10% hlut seljanda auk þess sem þau taka við afborgunum af áhvflandi lánum. I framhaldi af innlausn þurfa þau að leita leiða til að selja þær aftur eða fá leigjendur í þær. Misjafnar ástæður innlausna í samtölum við fulltrúa sex sveit- arfélaga kom í ljós að oftast gengur illa að selja íbúðimar aftur og einnig er mjög misjafnt hversu stór hluti þeirra fer aftur í leigu. Sem dæmi má nefna að á Sauðárkróki voru allar íbúðir í leigu en í Vest- mannaeyjum var því þveröfugt far- ið. Ástæður innlausna eru einnig misjafnar eins og flutningur fólks til höfuðborgarsvæðisins, stækkun á húsnæði og einnig er nokkuð um að eigendur skili inn íbúðum áður en kaupskylduákvæði sveitarfélagsins renna út. Fulltrúamir vom í öllum lands- fjórðungum, og var vandamálið víð- ast hvar svipað og skuldbindingar þeirra frá því að vera um 20% af. heildarskuldum upp í 60%. Þær töl- ur em álíkar þeim sem komu fram í skýrslu sem Haraldur L. Haralds- son vann fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga á síðasta ári. Þar reyndust heildarskuldir allra sveit- arfélaga á landinu vegna félagslega íbúðakerfisins, þar með talið höfuð- borgarsvæðisins, vera 9,5 milljarðar króna sem þá samsvaraði til 16% af heildarlangtímaskuldum þeirra. í vor vann Haraldur að samskonar skýrslu sem eingöngu tók til ísa- fjarðarbæjar. I henni kemur fram að skuldir bæjarfélagsins vegna fé- lagslegra íbúða séu tæpar 700 millj- ónir króna og í niðurstöðum má lesa að þessar skuldbindingar séu farnar að hafa nokkur áhrif á rekstur bæj- arins. Þetta staðfesti Halldór Hall- dórsson bæjarstjóri. Hann segir þó að unnið sé að því að koma þessum málum í betra horf og er stefnt að því að endanleg úttekt á vandanum liggi fyrir þegar samstarfsnefnd sveitarfélaga hittist í lok þessa mán- aðar. Helmingur skulda í Bolungarvík er ástand mála jafnvel enn alvarlegra og segir Ólaf- ur Kristjánsson bæjarstjóri það ekki fara batnandi. „Þetta er orðið mikið vandamál hjá okkur og við höfum verið að innleysa til okkar íbúðir sem eru á allt að 90% hærra verði en gengur á hinum almenna markaði. I dag eigum við 60 af þeim 79 sem eru í kerfinu og standa 12 þeirra auðar en við höfum ekki náð að selja neina á þessu ári. Fjár- skuldbindingar vegna þessara íbúða nema um helmingi af heildarskuld- um á samstæðureikningi bæjarfé- lagsins og ljóst að eitthvað róttækt þarf að fara gerast og vonum við að það gerist með tilkomu nýrra laga um félagslega íbúðakerfið, sem taka gildi um næstu áramót,“ sagði Ólaf- ur. Allar íbúðir í leigu Hjá Snorra Birni Sigurðssyni, sveitai’stjóra á Sauðárkróki, fengust þær upplýsingar að allar íbúðir, sem bærinn hefur leyst til sín, hafi komist í útleigu. Alls eru félagsleg- ar íbúðir þar 121 talsins og hefur bærinn leyst til sín 46 þeirra að andvirði 317 milljónir króna. Hann segir þó að leigutekjur séu ekki til að byggja á og á skömmum tíma geti þær hrunið niður. „Við höfum miklar áhyggur af þessu en það virðist vera, að fólk sé frekar tilbúið til að leigja en kaupa nema í undan- tekningartilfellum. Ástæðan er að verðið er of hátt miðað við almennt markaðsverð og má nefna sem dæmi, að verð á þriggja herbergja ibúð á almennum markaði er um 4,5-4,8 milljónir króna á meðan hún kostar um 6 milljónir í félagslega íbúðakerfinu." Fjölgun innlausna Hjá Húsavíkurbæ fengust þær upplýsingar hjá Gauki Hjartarsyni húsnæðisfulltrúa, að mikil fjölgun innlausna hefði átt sér stað frá ára- mótum. Á þessu ári hefur bærinn þegar leyst til sín 10 íbúðir og aðrar sjö eru á leiðinni. Segir hann mjög tvísýnt hvort takist að leigja þær á næstu mánuðum en nú þegar séu 10 íbúðir auðar. „íbúðaverð í þessu fé- lagslega kerfi er talsvert yfir því sem gengur á almennum markaði. Við eru t.d. með íbúðir sem við höf- um reynt að selja í tvö ár en þær eru um 40-50% yfir venjulegu markaðsverði," sagði Gaukur og bætti við að þó hefðu stærri fast- eignir verið að seljast á góðu verði í sumar á Húsavík. Erfítt að leigja Líkt og í Bolungarvík nema heild- arskuldir Búðahrepps í Fáskrúðs- firði um helmingi af öllum langtíma- skuldum hans. Steinþór Pétursson sveitarstjóri segir að á síðasta ári hafi sigið á ógæfuhliðina og að í dag sitji bærinn uppi með 10 auðar íbúð- ir. „Það er 31 félagsleg íbúð í Búða- hreppi og við höfum leyst til okkar 22 af þeim. I fyrstu gekk ágætlega að leigja þessar íbúðir en frá byrjun árs 1997 hefur staðan versnað. Það er ljóst að íbúðaverð hér er lægra en í Reykjavík en félagslegar íbúðir fylgja ekki markaðsverði og eru á hliðstæðu verði og í höfuðborginni. Hér eru til dæmi þar sem félagsleg- ar íbúðir eru til sölu á 9 milljónir á sama tíma og hægt er að fá einbýlis- hús á 5 til 6 milljónir," sagði Stein- þór. Hann segist þó vona að þær breytingar sem verði um áramótin muni koma til hjálpar þó svo að ým- islegt sé enn óljóst í þeim efnum. 43 íbúðir tómar Vestmannaeyjar skera sig nokk- uð úr hvað varðar fjölda auðra íbúða. Á þessu ári hefur bærinn inn- leyst til sín 16 íbúðir og eru þær því orðnar 43 af þeim 73 sem eru í fé- lagslega kerfinu í bænum. Að sögn Ingu Hjálmarsdóttur húsnæðisfull- trúa eru þessar íbúðir allar auðar og óljóst hvenær breyting verðm- þar á. Hún segir kerfið vera búið að ganga sér til húðar og að verð á fé- lagslegum íbúðum sé komið úr öllu samhengi við það sem sé að gerast á markaðnum. Auk þess þurfi að gera lagfæringar á nokkrum íbúðum og að það muni auka enn á þau útgjöld sem bærinn hafi af þessum íbúðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.