Morgunblaðið - 09.08.1998, Síða 10

Morgunblaðið - 09.08.1998, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLGUN bifreiða skapar meiri hávaðamengun og kallar á hávaðasamar framkvæmdir. Morgunblaðið/Þorkell Hávaðamengun er vandamál í Evrópu, þar sem menn kvarta undan hávaða frá hljóm- flutningstækjum, flugvélum og bifreiðum. Kristín Marja Baldursdóttir kannaði ----------------———------------7-------- hvort hávaðinn væri svipaður á Islandi, og kom í ljós að hann er síst minni en í öðrum löndum. SUMARIÐ er stutt á ís- landi. Flesta langar því til að njóta þess sem best og vera úti í góða veðrinu, ganga í guðsgrænni nátt> úrunni, fara upp i sumar- bústað, grilla í garðinum sínum eða spóka sig í bænum. En einmitt á þessum dýrmæta árstíma þegar allt er í blóma og menn ættu að njóta fegurðar og fuglasöngs fara Islendingar í gang og hefja há- vaðasamar framkvæmdir. Byggja hús, leggja vegi, rífa upp götur, grafa skurði, berja, bora, saga, steypa og hamast á loftpressum þar til allt kvikt í kringum þá hefur lagt á flótta. En þeir sem reyna að flýja til fjalla í von um að flnna þögn og frið verða oft fyrir vonbrigðum, því um hálendið þeysa fjallabflar búnir kraftmiklum vélum og yfir fljúga þotur með þrumugný. Hávaði í Evrópu Hávaði er fyrir löngu orðinn vandamál víða um 'heim. Fyrir nokkru var fjallað um hávaðameng- un í „Time“, og þar kemur fram að samkvæmt skýrslu Umhverfisstofn- unar Evrópu verða um 450 milljón Evrópubúa fyrir ónæði af völdum hávaða sem mælist yfir 55 desibel. Það hljóðstig getur valdið svefn- truflunum og árásargjamri hegðun. Áætlað er að um 113 milljónir Evrópubúa líði fyrir hávaða sem mælist yfir 65 desibel og veldur of háum blóðþrýstingi, og um 10 millj- ónir manna fyrir hávaða sem er yfir 75 desibel, og veldur mikilli streitu, auknum hjartslætti og hugsanlegu heyrnartapi. Fyrir utan þann hávaða sem fólk veldur með hátt stilltum hljómfiutn- ingstækjum og ýmsum skemmtun- um og framkvæmdum utanhúss, er mest kvartað yfir hávaða frá flug- vélum, lestum og bifreiðum. Hávaðasamasta þjóðin í Evrópu er Grikkir samkvæmt rannsókn sem OECD gerði árið 1996. í Aþenu líða 60% borgarbúa fyrir hávaða sem mælist yfir 75 desibel og er mengun af völdum hávaða að verða eitt mesta heilbrigðisvandamál þjóðarinnar. Um 70% þýsku þjóðarinnar verða fyrir ónæði af völdum umferðarhá- vaða, og í Hollandi er heilsu um milljón manna sem búa í grennd við Schiphol flugvöllinn stefnt í voða. Þeir sem unna kyrrðinni mega sín lítils. Þó eru nokkrir úr þeim hópi farnir að láta til sín heyra. Tæplega fimmtug bresk kona, Valerie Gibson, hóf baráttu og stofnaði samtök gegn hávaðameng- un árið 1991, þegar hún varð að flytja úr húsi sínu vegna nágranna- konu sem neitaði að lækka í hljóm- flutningstækjum sínum. I skoðana- könnun sem gerð var í Bretlandi kom í ljós að hávaðasöm tónlist var sú tegund hávaða sem flestir kvört- uðu undan. „En fólk sem kvartar mætir fordómum," segir Gibson. „Flestir kjósa að flytja heldur en að lenda í átökum við nágranna." Fyrir utan innanhússhávaða líða Evrópubúar mest fyrir hávaða frá bfla- og flugumferð. Inni í húsum sem standa við Morgunblaðið/Arnaldur SUMARIÐ er tími framkvæmda á Islandi og um alla borg er verið að bora og grafa. Morgunblaðið/Þorkell Á ÍSLENSKUM kaffihúsum er ekki ætlast til að menn spjalli saman eftir klukkan ellefu. Périphérique-hringtorgið í París mælist hávaðinn 90 desibel þrátt fyrir tvöfalt gler í gluggum og hljóð- múr meðfram vegum. Umferðarhá- vaði nálægt íbúðahúsum er hvar- vetna mikið vandamál og í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna hafa menn gert undirgöng fyrir bílaumferðina og breytt gömlum umferðargötum í garða og opin leiksvæði. Slíkar framkvæmdir eru mjög kostnaðar- samar og telja bandarískar um- hverfísstofnanir að til sé mun ódýr- í ari leið til að draga úr þeirri hávaða- í mengun sem bflaumferð veldui'. , Hún er sú að draga úr hraðanum. Ef hámarkshraði er lækkaður úr 65 km/klst niður í 48 km/klst., hefur það sömu áhrif og ef helmingur bif- reiða á umferðargötum væri fjar- lægður. Fólk sem býr nálægt stórum flugvöllum á ekki síður við hávaða að etja en íbúar við umferðargötur. Rannsóknir sem gerðar voru í ( Munehen í Þýskalandi sýndu að há- ( vaðinn frá flugvellinum þar hefði , áhrif á námsgetu barna sem bjuggu í nálægð hans. I ljós kom að hávaðinn hafði skert langtímaminni þeirra og tungumála- skilning. Flugvöllurinn var færður árið 1992 og tveimur árum síðar hafði námsgeta þessara bama batn- að. En að sama skapi versnaði náms- geta þeirra skólabarna sem voru svo óheppin að búa nálægt þeim stað sem flugvöllurinn var færður til. fslenskur hávaði ( Ætla mætti að umhverfishávaði hrjáði ekki íslensku þjóðina eins fá- menn og hún er. En þrátt fyrir fá- mennið heyrast hljóð úr horni. Umferðarhávaði er síst minni hér en annars staðar og mun varla minnka í framtíðinni því stöðugt stækkar bílafloti landsmanna. Um 151 þúsund bifreiðar era á skrá í landinu, þar af um 137 þús- ( und fólksbflar. Heimilin í landinu | era um 90 þúsund og munu því mörg heimili hafa minnst tvo bíla til umráða. Stöðug aukning hefur verið í bifreiðainnflutningi landsmanna frá árinu 1994 og voru nýskráningar bifreiða til dæmis fjórðungi fleiri nú en í fyrra. Fjölgun bifreiða skapar meiri há- vaðamengun og kallar jafnframt á . meiri framkvæmdir í gatnagerð. Við umferðarhávaðann bætist því há- ( vaðinn frá gatnagerðinni sem er | ekki svo lítill þegar malbika þarf götur og breikka með viðeigandi : vélum og loftpressum. Vélahávaðinn er ekki eingöngu bundinn við gatnagerð. I Reykjavík til dæmis, má finna margar hávaða- samar verksmiðjur, nánast inni í miðjum íbúðahverfum. Sumar eru starfræktar með hávaða og látum , jafnt að nóttu sem að degi. Kvartanir vegna umhverfishá- vaða í Reykjavík berast til Heil- j brigðiseftirlits Reykjavíkur. Gunnar Svavarsson, umhverfis- verkfræðingur, segir að þó nokkuð hafi verið kvartað vegna umferðar- hávaða, einkum vegna umferðar- þungans við Miklubraut og Hring- braut, eins og oft hefur komið fram í fréttum. „Umferðarhávaðinn við Hringbraut hefur mælst um það bil , 70 desibel og þar er umferð stöðug allan sólarhringinn. Hins vegar hafa fáar kvartanir borist vegna hávaða ( frá Reykjavíkurflugvelli. Það er helst að íbúar húsa sem standa næst flugvellinum kvarti þegar menn era að læra á litlar vélar og æfa snertilendingarflug.“ En umhverfishávaðann er alls staðar að finna. Árið 1996 bárust 62 kvartanir til Heilbrigðiseftirlitsins. Þær voru > meðal annars vegna hávaða frá bíla- umferð, veitingastöðum, vegna ým- iss konar atvinnustarfsemi, snjó- ( moksturs, loftræstiútblásturs, bak- arís, tívolís, loftpressu, kirkju- klukkna, bflskúrsstarfsemi, útihá- talara, kvikmyndasýninga, skips í höfn, kælis, ruslagámalosunar, skó- verkstæðis, tónleika, flugs, tré- smíðaverkstæðis, vatnsdælu, frystikistu, þungs dyns, og lágtíðni- hljóðs. í 30 tilvikum þótti ástæða til < að gera mælingar. Mesti hávaði sem Gunnar hefur mælt reyndist vera 130 desibel og ( kom frá riffli. „Hávaði á skemmti- stöðum getur einnig orðið mikill. Hann hefur mælst 90 desibel og getur farið yfir 100 desibel. Frá loftpressu er hávaðinn svipaður, og jafnvel frá sláttuvélum getur hávað- inn mælst 80 til 90 desibel. En það er hávaði sem menn vita að tekur enda og geta því fremur þolað en ■ hávaða frá stöðugri umferð sem veldur streitu og þreytu. Annars er • ! það mjög einstaklingsbundið hvað ( menn túlka sem hávaða. Það sem

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.