Morgunblaðið - 09.08.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.08.1998, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Drög lögð að evrópskri ofurdeild Stórliðin þvýsta á um fleiri leiki HUGMYNDIR um nýja deild í evrópskri knattspyrnu, deild sem ef til vill mætti kalla ofurdeild, eru ekki nýjar af nálinni. Málin virð- ast þó hafa tekið skýrari stefnu að undanförnu og forráðamenn stórra félaga í Evrópu hafa rætt málin og sumir miklar líkur á að keppni í slíkri deild geti hafist innan tveggja ára. Talsmenn spænska stórliðsins Real Madrid viðurkenndu í vik- unni að þeir hefðu komið að viðræð- um um stofnun nýrrar ofurdeildar í evrópskri knattspyrnu. Lorenzo Sanz, forseti félagsins, sagði að hann hefði rætt möguleikann á slíkri úrvalsdeild við háttsetta stjórnarmenn frá ítalska liðinu AC Milan, franska liðinu Olympique Marseille og þýska liðinu Bayem Miinchen. Hann sagði að slík deild gæti orðið að veruleika eftir tvö ár, en viðurkenndi að ekkert hefði verið ákveðið í þeim efnum, né heldur um fjölda liða í deildinni. „Öll þessi lið verða að hafa augun opin fyrir nýjum og spennandi möguleikum í heimi knattspymunn- ar,“ sagði Sanz. „Þetta er allt á um- ræðustigi enn sem komið er, en við emm opnir fýrir öllu. Þetta er spuming um að fínna réttu blönd- una af liðum og rétta fyrirkomulag- ið, þannig að nýja ofurdeildin standi undir nafni.“ Fjölmörg stórlið í Evrópu hafa á undanfömum ámm viðrað með sér hugmyndir um n.k. ofurdeild í Evr- ópu. Nú virðist hins vegar meiri al- vara vera komin í viðræðurnar og drög að slíkri deild nánast tilbúin á teikniborðinu. I slíkri deild væm stórleikir ná- lega alltaf á dagskrá og gæfu þannig ómælt fé í kassann. Knattspymu- samband Evrópu, UEFA, hefur alla tíð skellt skolleymm við slíku tali og hótað öllu illu þeim liðum sem hafa verið viðriðin undirbúning hennar, en í vikunni gerðist það, að fomáða- menn sambandsins viðurkenndu að þeir væra sjálfir með í undirbúningi nýtt fyrirkomulag á keppni þeirra bestu í evrópskri knattspymu og er talið að UEFA vilji þannig koma til móts við aukna peningaþörf stærstu knattspymufélaganna og um leið veikja undirstöður hinnar nýju deildar. Meistaradeildin skref í rétta átt Talsmenn Real Madrid hafa bent á, að breytingamar, sem UEFA hyggst gera á Meistaradeild Evr- ópu fyrir tímabilið 1999-2000, hafi verið verið skref í rétta átt en betur megi ef duga skal. Þá er hugmyndin að liðum fjölgi í 24 og leikið verði í sex riðlum. Það ætti að þýða að fleiri stórleikir verði á dagskrá lið- anna í miðri viku. „Það verða fleiri leikir með því fyrirkomulagi, en við viljum enn fleiri toppleiki. Sjón- varpið krefst þess og auglýsendur sem og styrktaraðilar sömuleiðis," er haft eftir stjómarmanni í Bayem Munchen. Stórlið á borð við Manchester United, Arsenal, Ajax og Real Ma- drid hafa öll viðurkennt þátttöku í A__ Reuters SPÁNVERJINN Fernando Hierro, fyrirliði spænska stórliðsins Real Madrid, fagnar hér eftir að Real sigraði í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í vor. Framtíð meistaradeildarinnar kann að vera í hættu, verði hugmyndir um nýja ofurdeild að veruleika. undirbúningsviðræðum að undan- fómu. Forsvarsmenn þeirra hafa þó tekið skýrt fram að ekkert hafi ver- ið ákveðið í þessum efnum og aðeins sé verið að kanna þá viðskipta- möguleika, sem í boði era. Vitað er að virt lögfræðifirma í Lundúnum hefur rekið málið und- anfarið og er talið að það sé á veg- um fjárfestingarbankans JP Morg- an, sem hyggist stofna deildina um aldámótin. Kaup og kjör bestu leikmanna heims hafa rokið upp úr öllu valdi á undanfömum árum og nú er svo komið að mörg liðanna era að slig- ast undan launakröfum og greiðsl- um vegna kaupa á rándýrum leik- mönnum. Á sama tíma aukast sífellt kröfur um árangur, svo selja megi fleiri leiki í sjónvarpi og því virðist ekkert lát verða á eftirspurn eftir sparkvissum snillingum. Flest stórliða ráða yfir fjölmenn- um hópi leikmanna og segja ekkert því til fyrirstöðu að fjölga leikjum yfir tímabilið. Það er kannski ekki að undra; fregnir herma að hvert félag gæti haft yfir tvo milljarða á ári upp úr krafsinu fyrir að taka þátt eða sem samsvarar tvöfaldri þeirri upphæð, sem sigurlið í Evr- ópukeppni ber úr býtum nú um stundir. ÞJÁLFARINN Aime Jaquet hætti á dögunum með franska landsliðið eftir að hafa gert það að heimsmeisturum í síðasta mánuði. Eftir- maður hans, Roger Lemerre, er lítt þekktur og kom ráðning hans verulega á óvart. Hans fyrsta alvöru verkefni með heimsmeistarana er að sækja íslendinga heim í næsta mán- uði. Roger Lemerre hefur verið ráðinn nýr landsliðs- þjálfari Frakka í knattspyrnu. Lemerre tekur við starfinu af Aime Jacquet, sem gerði liðið að heimsmeisturum fyrir í sumar. Fyrsta prófraun nýja þjálfarans verður gegn Islendingum á Laug- ardalsvellinum 5. september nk. Tilkynnt var um ráðninguna á blaðamannafundi fyrir skömmu og er óhætt að segja, að hún hafi komið veralega á óvart. Þótt Lemerre hafi verið að- stoðarmaður Jacquets í heimsmeistarakeppninni hefur hann ekki mikla reynslu af þjálfun og síðast stjómaði hann knattspymuliði franska hersins, gerði þá raunar að heimsmeisturum herliða fyrir tveimur árum. Samningur Lememes er til tveggja ára og er litið svo á, að árangur franska liðsins í Evrópukeppninni árið 2000 muni skera úr um framhaldið. „Þetta er mikið ábyrgðarstarf og sú staðreynd, að við eram heimsmeistarar, eykur kröfurnar á mig og liðið allt,“ sagði hinn nýi þjálfari á fundinum. „Nú munu andstæðingar okkar ekki taka á okkur neinum vettlingatökum og það er ávallt erfiðara að halda sér á toppnum en að koma sér á hann.“ Margir telja að með ráðningu Lemerres sé franska knattspymusambandið að tryggja sér sömu línu og aðferðir og Jacquet hefur beitt með svo frá- Reuters ROGER Lemerre svarar spurningum franskra fjölmiðla eftir að tilkynnt var um ráðningu hans í stöðu lands- liðsþjálfara heimsmeistara Frakka. bærum árangri. Lemerre er fremur dulur maður, en harðduglegur og vinsæll meðal leikmanna. Hann hefur sagt, að hann tilheyri hinni frönsku knattspyrnuakademíu og sé stoltur af því. Margir kaliaðir Fjölmargir kunnir þjálfarar hafa verið bendlað- ir við landsliðsþjálfarastöðuna síðan Jacquet til- kynnti að hann hygðist draga sig í hlé. Jean Tig- ana, þjálfari Mónakó, þótti líklegastur lengi vel og sömuleiðis renndu Guy Roux, fyrrverandi stjóri Auxerre, og Jean-Claude Suaudeau hjá Nantes hýra auga til starfans. Tigana virtist hins vegar ekki tilbúinn til að láta Mónakó ganga sér úr greipum og hinir tveir þóttu hafa full byltingar- kenndar tillögur fram að færa. Því varð hinn hæverski Lemerre fyrir valinu. Hann á að baki stuttan en glæsilegan þjálfaraferil og var vel liðtækur knattspyrnumaður á sinni tíð, með liðum eins og Nantes, Nancy og Lens. Eins og oft hefur komið fram mun franska landsliðið hefja undankeppni fyrir Evrópukeppn- ina árið 2000 með landsleik gegn íslendingum í haust. Liðið mun leika einn æfingaleik fýrir Is- landsförina, í Austurríki í lok þessa mánaðar, og þá mun ef til vill koma í ljós hvort leikaðferð liðs- ins hefur breyst í einhverjum aðalatriðum. Sjálfur segir Lemerre að allir franskir knattspymumenn komi til greina í liðið. „Þótt 22 leikmenn hafi orðið heimsmeistarar er ljóst að mun fleiri gera tilkall til sætis í liðinu. Margir þeirra eru yngri en 23 ára og framtíðin er björt,“ sagði hann ennfremur. Auk íslands eru Rússland, Úkraína, Armenía og Andorra með Frökkum í undankeppni Evrópu- móts landsliða, sem haldið verður bæði í Hollandi og Belgíu árið 2000. Miðasala stóreykst í Frakklandi SIGUR Frakka á heimsmeist- aramótinu í knattspyrnu hefur gert það að verkum að áhugi á knattspyrnu hefur aukist stór- lega þar í landi og miðasala á leiki í efstu deild frönsku deildarinnar hefur aukist mik- ið. Nú hafa 30% fleiri ársmiðar selst hjá félögunum en á sama tíina í fyrra, eða alls 140.000 miðar. Keppni í frönsku deild- inni liefst um helgina. Sem dæini má nefna að Marseille hefur selt 36.000 ársmiða en völlur þeirra tekur um 60.000 áhorfendur. Þetta er í fyrsta skipti sem félag þar f landi sel- ur meira en 30.000 ársmiða, en í fyrra seldi félagið rétt rúm- lega 17.000 miða. Sömu sögu er að segja af meistaraliðinu Lens. Hjá þvf hafa 20.000 ársmiðar selst á móti 9.200 í fyrra og Metz hefur seit tvöfalt fleiri en þá 8.220 miða sem fé- lagið kom f lóg á sfðustu leik- tíð. Eitt félag sker sig þó úr þessum liópi, það er Paris St. Germain, eina félagið sem selt hefur færri ársmiða en í fyrra, aðeins 19.000, 2.500 færri en fyrir sfðustu leiktfð. Valaá batavegi VALA Flosadóttir, stangar- stökkvari er óðum að jafna sig í bakinu eftir að hafa fengið þursabit fyrir viku. Hefur hún verið í meðferð vegna þess alla vikuna og í gær var hún orðin það góð að hún gat æft af full- um krafti, að sögn Vésteins Hafsteinssonar, verkefnis- stjóra Frjálsíþróttasambands- ins. „Hún er hin hressasta og ég vonast til þess að meiðslin séu úr sögunni," sagði Vé- steinn. Hann sagðist reikna með að hún keppti á einu móti í Svíþjóð áður en hún heldur ásamt öðrum keppendum ís- lands á EM í Búdapest aunan sunnudag. Hún afþakkaði liins- vegar boð á mót í Póllandi. Lemeire tekur við heimsmeisturunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.