Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Sjónþing í Gerðubergi Laumufarþegi og lykilmaður Sjónþing í Gerðubergi eru orðin fastur lið- ur í menningarlífí Reykjavíkur. Pað er að þessu sinni helgað Kristni G. Harðarsyni myndlistarmanni. Geir Svansson heyrði of- an í stjórnanda og spyrla um viðfang þingsins og væntanleg þingstörf. Morgunblaðið/Þorkell KRISTINN G. Harðarson myndlistarmaður, Ingólfur Arnarsson myndlistarmaður, Hildur Helga Sigurðardóttir blaðamaður og Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur. HANN er eOíft að setja mann í bobba og ekki nokkur leið að festast í einhverju einu fari þegar maður er að skoða myndirnar hans. Maður verður alltaf að vera tilbúinn að skipta um skoðun og sjá nýja vinkla. Það heldur manni svolítið við, svona krítískt séð, að hafa siíkan listamann í samfélaginu." Þannig kemst Aðalsteinn Ingólfsson list- fræðingur að orði aðspurður um myndlistarmanninn Kristin Guð- brand Harðarson en honum er helg- að Sjónþing, það 11. í röðinni, sem sett verður á morgun, laugardaginn 5. september, ld. 14 í Menningarmið- stöðinni Gerðubergi. Jafnframt sjónþinginu, sem stend- ur til kl. 17, verða opnaðar sýningar á verkum Rristins. I Gerðubergi er yfirlitssýning á eldri verkum sem stendur til 25. október en í Galleríi Sævars Karls í Bankastræti verður opnuð sýning á nýjum verkum kl. 17 og stendur til 30. september. Ai- menningi gefst þar með, líkt og Að- alsteini, tækifæri til að komast úr skorðum, við að kynnast lífshlaupi og -verki Kristins en hann hefur verið í framvarðasveit listrænna hræringa undanfarna áratugi. Sjónþingin í Gerðubergi er nánast óþarft að kynna en það fyrsta var sett árið 1996 með umfjöllun um Braga Asgeirsson myndlistarmann. Þingin eru hugarfóstur Hannesar Sigurðssonar listfræðings. Hann er umsjónarmaður þinganna sem eru samstai'fsverkefni Islensku menn- ingarsamsteypunnar art.is og Gerðubergs. Tilgangur sjónþinga er að „veita persónulega innsýn í feril þekktra íslenskra samtímalista- manna,“ eins og segir í tilkynningu Menningai'miðstöðvai'innar. Fram til þessa hefur Hannes stjórnað þingum en nú er gesta- stjórnandi í hans stað, Hildur Helga Sigurðardóttir blaðamaður. Spyrlai', auk hennar, verða Aðalsteinn Ing- ólfsson listfræðingur og Ingólfur Arnarsson myndlistarmaður. Þeirra hlutverk er að spyrja Kristin út úr og koma fram með athugasemdir um líf hans og list, inn á milli þess sem myndlistarmaðurinn fer í gegnum feril sinn á skyggnum. Áhorfendum er einnig ft-jálst að tjá sig. Fjölhæfur listamaður Kristinn G. Harðarson er fæddur árið 1955 og er einn af þekktari myndlistarmönnum sinnar kynslóðar á íslandi. Þeim sem fjalla um list hans verður tíðrætt um fjölhæfni Kristins og fjölbreytni í vali á efni og vinnsluaðferðum í verkum. Hann hefur verið kenndur við „uppákom- ur“, „nýja málverkið" og „innsetn- ingar“ og útsaum svo eitthvað sé nefnd. Hann hefur ætíð „stefnt í margar áttir“ eins og hann hefur sjálfur sagt. Kristinn varð á sínum tíma fyrir áhrifum af hugmyndum Fluxus-hópsins alþjóðlega sem vildi upphefja hið hversdagslega, tilvilj- unarkennda og „ólistræna" og þaðan kemur ef til vill sú vinnuaðferð að fást við margs konar hugmyndir samtímis. Aðalsteinn Ingólfsson segist hafa fylgst með Kristni frá upphafú „Bæði skeptískur og sem aðdáandi. I upphafi voru viðbrögð mín mjög var- færin og jafnvel neikvæð. Ég skildi ekki alveg hvað hann og hans kyn- slóð voru að fara með verkum sínum. Þessum hráu óvönduðu verkum; vondar ljósmyndir, klastursteikning- ar, þetta allt saman. En smám sam- an fór ég að skynja og skilja hvað hékk á spýtunni. Það sem kannski á endanum snerti mig í verkum Kidda var samspil mynda og orða, þessi persónulegi frásagnarlegi þráður í myndlist hans. Kiddi er svo óhræddur við að gera mistök, vera væminn, ófyndinn, klaufskur - að vera mannlegur. Og það er í honum mjög sterk skáldleg æð, hvaðan sem hún kemur. Það er reyndar einkenni á hans kynslóð hvað hún tjáir sig mikið í orði og myndum. Kiddi, Helgi Þorgils, Þor- valdur Þorsteinsson, Hallgrímur Helgason ... Ég held jafnvel að menn eins og Kristinn og Helgi séu svolitl- ir guðfeður þessarar orðsæknu, mál- vísu myndlistarkynslóðar.“ Raunverulegur skilningur Ingólfur Ai'narsson myndlistar- maður er vinur Ki'istins og sam- ferðamaður. „Ég hef þekkt Kidda alveg frá því við vorum í listaskóla. Við höfum oft rætt myndlist í gegn- um áratugina og þekkjumst vel. Hann vinnur reyndar allt öðru vísi en ég geri en mér fínnst ég samt hafa ákveðinn skilning á því sem hann er að gera. Vegna kynna okk- ar og líka vegna áhuga á myndlist almennt.“ Ingólfur telur sjónþingin mikilvæg ekki síst út frá sjónarhóli myndlist- armanna. „Þó fagmenn fjalli um verk viðkomandi listamanns þá fæst raun- verulegur skilningur með því að tala við listamanninn sjálfan. Því hlýtur þetta að teljast nauðsynleg viðbót að heyra beint frá listamanninum hvað hann er að pæla; það er einnig áhugavert að hans eigin viðmiðanii' komist á prent.“ Ingólfur mun að líkindum nálgast Ki'istin á annan hátt en hin. „Ég hef á tilfinningunni að Aðalsteinn setji þetta í meira listsögulegt samhengi. Sem listamaður ætla ég að reyna að koma því að í umræðunni hvernig maður skilur svona myndir út frá al- mennum myndlistarlegum forsend- um, útfrá hugmyndum um kompósi- sjón (uppbyggingu), lit og línu og því um líkt. Ekki út frá merkingarlegum forsendum eða út frá því hvað er verið að segja. Hugmynd um kompósisjón kemur upp í hugann þegar maður horfir á svona myndlist eins og Kiddi gerir. í eldri merkingu þess orðs var oft tal- að um uppbyggingu verks sem ákveðið samræmi lita og forma. Þetta styðst Kristinn við en inn í hef- ur bæst að hann kompónerar líka með texta. Hann notar texta og stíl- brigði úr listasögunni og huglægar og tilfinningalegar merkingar hluta og hann kompónerai' með þetta allt saman. Tilfinningaleg nálgun við lit á myndfletinum getur breyst vegna nálægðai' einhvers orðs. Kompóner- ingin er því í víðari merkingu heldur en áður.“ Vopn sem duga Stjórnandi þingsins, Hildur Helga Sigurðardóttir, hefur ákveðnar hugmyndir um sitt hlut- verk. „Vonandi tekst að draga það fram í dagsljósið að listamannsferill Kristins er áhugverður bæði frá mannlegu og listrænu sjónarmiði. Það ætti engum að leiðast á þessu sjónþingi. Þarna eru góðir menn í hlutverki spyi'la. Kannski verður mitt hlutverk svolítið að draga um- ræðuna niður á jörðina ef hún sýnir einhver merki um það að verða eins og stjórnlausi kanadíski loftbelgur- inn sem ógnaði flugvélum í ís- lenskri flughelgi nýverið. Það gekk nú eitthvað illa að skjóta hann nið- ur en vonandi verða fyrir hendi vopn sem duga,“ segir Hildur Helga brosandi. Sjónarhorn Hildar er án efa mikil- vægt í umræðunni. Hún hefur fylgst með ferli Kristins um langt árabil. „Rristinn er aðeins eldri en ég en vegna þess að við erum af sömu kyn- slóð þá þekki ég aðeins til hans og þessarar kynslóðar af listamönnum. Maður kom á Suðurgötu 7 og í Nýlistasaínið þegar „uppákomur" og „gjörningar" voru upp á sit hress- asta. Þetta var mjög frjór tími. Þar var auðvitað misjafn sauður í mörgu fé. Sjónþingin eru skemmtileg fyrir- bæri og mér finnst það áhugaverð nýbreytni hjá Hannesi að víkka þetta út með þvi að fá gestastjórn- anda. Umfjöllun um listir vill festast í þröngum hópi og getur virkað frá- hrindandi á suma. Það er mikilsum- vert að opna hugarheim viðkomandi listamanns fyrir almenningi, ekki bai-a einhverjum hópi sem stendur honum næst. Það er mjög gaman að fara með listamanni í gegnum feril- inn á þennan hátt.“ Beint og umbúðalaust Aðalsteinn er einnig á því að sjón- þingin færi almenning nær lista- manninum. „Þó við séum ekki stór þá virðist vera komin einhvers konai- fjarlægð milli myndlistarmanna og almennings sem var ekki héma í gamla daga. Þá þótti sjálfsagt að banka upp á hjá myndlistarmönnum ef menn vantaði verk eða vildu „diskútera“. Þessu þora menn ekki í dag. Þessai' sýningar og sjónþingin gera fólki kleift að nálgast lista- manninn beint og umbúðalaust. Að vissu leyti koma þingin í stað yfirlits- sýninga sem segja má að liststofnan- ir hafi lengi forsómað og ekki sinnt sem skyldi. Ég er á því að Rristinn sé lykil- maður í íslenskri myndlist frá því upp úr 1980, en jafnframt nokkurs konar laumufarþegi líka. Hann er svo hæglátur sjálfur og lítið fyrir að trana sér fram. Hann er að gera hluti sem eru stórmerkilegir þegar maður kemst að þeim og finnur þá. En það er ekki verið að reka þá upp í nefið á manni. Þessi margræðni sem kemur fram í verkum hans, hvað hann getur haft mai'ga hluti í takinu og gjörólíka í einu er mögnuð. Það er örugglega hægt að reisa á þessum verkum mjög lærðar kenningar í anda póst- módernisma, ef menn vilja. Mig snei'ta verkin áfturámóti persónu- lega án þess að maður þurfi að smíða mikið í kringum þau.“ Alvöru blómálfar Tvær kynslóðir íslenskra listamanna sýna saman á Kjarvalsstöðum KVIKMYIVPIR Rpgnboginn FAIRYTALE Leikstjóri: Charles Sturridge. Hand- ritshöfundur: Ernie Contreras. Aðal- hlutverk: Florence Hoat.h, Elizabeth Earl, Harvey Keitel, Peter O’Toole. Icon Films. 1997. „BÖRN búast ekki við neinu en sjá allt,“ segir sjónhverfmgamaðurinn frægi Houdini í þessari sannsögu- legu mynd um tvær skoskar stúlkur sem tekst að ná ljósmyndum af blómálfum. Þessir litlu heimspek- ingar hafa engar íyrirfram hug- myndir eins og fullorðnir um hvað sé til og hvað ekki. Börnin trúa því sem þau sjá, en líka stundum því sem þau ímynda sér. Það varð því uppi fotur og fit hvarvetna í heimin- um í upphafi nítjándu aldar þegar tvær litlar skjátur stálust í ljós- myndavél og mynduðu blómálfana vini sína. Mikið var deilt um hvort myndirnar væru raunverulegar, og sá sem stóð mest með stúlkunum var rithöfundurinn Sir Arthur Con- an Doyle sem auðvitað rannsakaði málið eins og sjálfur Sherlock Holmes væri á ferðinni. Þetta er yndisleg saga og það gefur henni mikið gildi að hún er sannsöguleg. Handritið er skrifað út frá stúlkunum sem umgangast blómálfana daglega í fallegu skóg- arrjóðri. Þannig ræður fallegt barnshjartað ferðinni og það gefur myndinni hugljúfan blæ. Litlu áhorfendurnir fá líka tækifæri til að skreppa inn í fallegan ævintýra- heim, þar sem ævintýrin eru sönn. En börn búa í heimi þar sem full- orðnir ráða og hafa rétt fyrir sér. Þar liggur fallegasti punktur myndarinnar; bilið á milli veröld barnanna sem trúa með hjartanu og þeirra fullorðnu sem trúa með heilanum. Og þennan mun hefði mátt sýna sterkar fram á í mynd- inni. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að það er einmitt fullorðið fólk sem gerir myndina, og það gefur raunsæisruglinu í stóra fólkinu of stóran sess og þannig efast ég um að börnin skilji alltaf framvindu mála. Annaðhvort gerir maður mynd fyrir fullorðna eða börn. Myndin er vel leikin; stúlkurnar eru heillandi og það er gaman að sjá Harvey Keitel sem Houdini, og ekki síður hann Peter O’Toole í hlutverki Sir Arthurs. Tæknibrellur og aðrar tilfæringar eru vel unnar, en herslumuninn vantar á að myndin grípi börnin, sem áttu að hafa mest gaman af. Hildur Loftsdóttir í KVÖLD kl. 20 verður opnuð sýn- ing á Kjarvalsstöðum sem ber yfir- skiiftina - 30/60+. A sýningunni eru leiddar saman tvær kynslóðir ís- lenskra listamanna, annars vegar listamenn sem komnir eru yfir sex- tugt og hins vegar ungt fólk, þrítugt og yngra. í fyn'nefnda hópnum eru þekktir listamenn sem enn vinna af fullum krafti við frjóa listsköpun: Ásgerður Búadóttir, Erró, Guð- munda Andrésdóttir, Jóhann Ey- fells, Kristján Davíðsson og Magnús Pálsson. í hinum hópnum eru ungir og efnilegir listamenn sem mikils er vænst af: Ari Alexander Ergis Magnússon, Ásmundur Ásmunds- son, Egill Snæbjörnsson, Erling Þ.V. Klingenberg, Gabríela K. Frið- riksdóttir, Hekla Dögg Jónsdóttir, Helgi Hjaltalín Eyjólfsson, Hlín Gylfadóttir, Hlynur Hallsson, Hrafnhildur Arnardóttir, Hreinn Stephensen, Margrét Blöndal, Nína Magnúsdóttir, Særún Stefánsdóttir, Valgerður Guðlaugsdóttir, Þorbjörg Þorvaldsdóttir, Þóroddur Bjarna- son og Gjörningaklúbburinn (Dóra ísleifsdóttir, Elrún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hrólfs- dóttir). Sýningin vekur spurningar um tengsl milli þessara kynslóða, hvort aldur skipti máli, hvort og hversu samfelldan þráð listasagan myndi. Sýningin verður opin al- menningi frá og með laugardegi 5. september en lýkur 25. október. Opið er á Kjarvalsstöðum alla daga frá kl. 10-18, á sunnudögum kl. 16 er leiðsögn um sýningar safnsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.