Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBBR 1998 11 FRÉTTIR LÓÐSBÁTURINN úr Eyjum með prammann á Skerjafirði. Prammi undir Keikó settur í farbann Grágæs hefur fækkað hér á landi síðastliðin fímm ár Æskilegt talið að minnka veiðiþunga Morgunblaðið/Kristján GRÁGÆS við Laxá í Aðaldal. PRAMMINN sem flytja á hvalinn Keikó frá höfninni í Eyjum út í sjó- kvína í Klettsvík var settur í far- bann í Hafnarfirði síðdegis í gær þar sem hann hefur ekki haffærnis- skírteini. Ráðgert hafði verið að hafnsögubátur úr Vestmannaeyjum legði af stað með prammann frá Hafnarfirði til Vestmannaeyja í gærkvöldi og var áætlað að ferðin tæki um sólarhring, að sögn Ágústs Bergssonar skipstjóra. Pramminn hefur ekki haft haf- færnisskírteini í nokkurn tíma, en um hann gilda sömu reglur og skip, þó hann sé ekki með vél, að sögn Hálfdanar Henryssonar deildar- stjóra eftirlitsdeildar Siglingastofn- unar Islands. Fulltrúar Siglingastofnunar tóku eftir því í gærmorgun að verið var að draga prammann út Skerjafjörð- inn, þar sem hann hafði legið um tíma, og þvi var sett á hann farbann samkvæmt lögum um eftirlit með skipum, þegar hann kom til Hafnar- fjarðar, segir Hálfdan. Hallur Hallsson, talsmaður Free Willy-Keiko Foundation, hafði ekki frétt af málinu er Morgunblaðið hafði samband við hann og gat hann því ekki tjáð sig um hvaða áhrif þetta hefði á áætlanir um flutning hvalsins. GRÁGÆS hefur fækkað hér á landi samkvæmt vetrartalningum allt frá 1993 og ekki er útlit fyrir að henni hafi fjölgað á síðasta ári samkvæmt bráðabirgðatalningu. Þetta kemur fram í grein Arnórs Þóris Sigfús- sonar, fuglafræðings hjá Náttúru- fræðistofnun Islands, í nýjasta tölu- blaði Skotvíss, fagrits um skotveið- ar og útivist. Arnór segir í grein sinni að marg- ir telji veiðiþunga á grágæs of mik- inn og æskilegt væri að minnka hann. Hann hefur beint því til skot- veiðimanna að þeir dragi úr sókn í grágæs og beini sjónum meira að heiðagæs sem ætti að geta þolað meira veiðiálag. Sala bönnuð á villtum gæsum Amór bendir á að á Bret- landseyjum var farin sú leið til að minnka veiðiálag á villigæsir að banna sölu á villtum gæsum, en bannið hafði í fór með sér að at- vinnuveiðar á gæs lögðust af. Hann telur að sú leið sé líklegust til ár- angurs hér á landi og hafi minnst áhrif á veiðimenn. Við athugun á veiðiskýrslum komi í ljós að frá 1995 hafi 3.201 veiðimaður veitt grágæsir. Mikil dreifing sé á veiði, eða allt frá einni upp í 325 gæsir á mann. Einungis 424 veiðimenn hafi veitt meira en 20 gæsir, eða um 13% veiðimanna. Þessi 13% veiddu þó meira en helming grágæsanna 1995 eða rúmlega 19.000 gæsir. Hin 87% veiddu einungis 16.000 gæsir. Fjallað um fslenska veiðikortakerfið í Bretlandi Síðastliðin 10-15 ár hefur fjöldi grágæsa sem hefur veturstöðvar í Bretlandi ekki aukist. I tímaritinu Shooting Times & Country Mag- azine segir að frá 1994 hafi öllum skotveiðimönnum á Islandi verið gert skylt að kaupa veiðikort og skila veiðiskýrslum. Með þessu móti hafi Islendingar fengið vitneskju um hve margar gæsir þeir skjóta. Slíkt eftirlitskerfi sé ekki í Bret- landi og segir tímaritið að enginn viti með sanni hve margar gæsir séu veiddar þar. Tímaritið segir að svo virðist sem íslenska kerfið sé skilvirkt. Veiðileyfi séu seld í apríl ár hvert og andvirði þeirra fari til að reka kerfið og standa straum af rannsóknum. I desember ár hvert séu send út eyðublöð til veiðikorta- hafa ásamt umsóknareyðublöðum íyrir ný veiðileyfi. Skili veiðikorta- hafi ekki veiðiskýrslu fái hann ekki veiðileyfi sitt endurnýjað í apríl. Tímaritið óttast þó að náttúru- verndarsinnar muni beita kerfinu fyrir sig, t.d. á þann hátt að skipu- lagðir hópar kaupi veiðileyfi og skili inn fölsuðum skýrslum, um t.a.m. veiði á friðuðum tegundum, til að þjóna sínum hagsmunum. „Fáum meira næst“ Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson ENGLENDINGURINN Graham Ferguson landar vænum urriða úr Laxá í Mvvatnssveit á dögunum. „VEIÐIN hefur gengið vel í sumar, að vísu hefur verið tregt undir það síðasta, en við erum að vona að áin skríði í 1.000 laxa. Það ætti að vera raunhæfur möguleiki, það eru komnh' 965 laxar á land og það er veitt til 15. september. Þetta er allt í áttina og á góðri uppleið, en það hefur verið svoleiðis mok í sumum ánum í kringum okkur að eðlilega hefur Víðidalsá verið aðeins í skugganum,“ sagði Ragnar Gunn- laugsson á Bakka í Víðidal, en hann er formaður veiðifélags árinnar. Ragnar bætti við, að svo stórt hlutfall laxa í Víðidalsá kæmi í ána að afloknum tveimur árum í sjó, að menn reiknuðu með því að sjá meiri bata næsta sumar, þ.e.a.s. ef ekki kæmi upp eitthvað óvænt í hafinu. „Hann hringdi í mig hann Magnús á Sveinsstöðum og við vor- um að tala um þetta, mokið í Mið- fjarðará og að Böðvar á Barði væri brosandi út í bæði þessa dagana. Hann á það alveg inni, en ég hugg- aði Magnús með því að við mynd- um fá meira næsta sumar,“ bætti Ragnar við. Hann sagði og að sjóbleikjuveið- in hefði verið afar góð í allt sumar, um 1.000 fiskar væru komnir á land, allt að 6 punda fiskar og mikið af bleikju hefði einnig veiðst saman við laxinn ofar í ánni. 26 laxar hafa einnig veiðst á silungasvæðinu sem er með því mesta sem gerist. Einn 24 punda veiddist fyrir skömmu og er stærstur í sumar, einnig hafa þrír 22 punda veiðst. Svæði SVFK öll að koma til Gunnlaugur Óskarsson, formað- ur Stangaveiðifélags Keflavíkur, sagði í samtali í gærdag að öll þeirra svæði væru að gefa veiði þessa dagana. „Þetta fór seint í gang á sjóbirtingsslóðunum fyrir austan, en er nú loksins komið í gang. Það eru menn í Geirlandsá núna sem voru komnir með sjö 4 til 7 punda bh-tinga eftir einn dag. Áin er að koma til aftur eftir mikil flóð og þessir menn urðu varh- við birt- ing um alla á. Á sama tíma komu skot neðar á vatnasvæðinu, niðri í Skaftá. Það hefur líka verið reyt- ingur í Fossálunum og eitthvað er farið að hreyfast í Hörgsá fyrir of- an brú,“ sagði Gunnlaugur. Af öðrum svæðum félagsins sagði hann menn mjög ánægða með Reykjadalsá í Borgarfirði, öll holl hefðu verið að slíta upp fisk, frá einum upp í sjö laxa og þeir stærstu 1 sumar væru um 16 pund. í Hrollleifsdalsá á Skaga eru komnar á fimmta hundrað sjó- bleikjur og hollin hafa verið að fá frá 15 og upp í 55 bleikjur og gjarn- an einn eða tvo laxa með í bónus. Síðasta holl vai- með 37 bleikjur og einn lax. „Við ætluðum að hafa Hrolluna opna til 20. september, en það hefur ekki selst nógu vel í hana og það gæti því farið svo að við lok- um henni fyrr en til stóð,“ sagði Ragnar. Fréttir héðan og þaðan Milli 90 og 100 laxar eru konmir úr Sæmundará í Skagafirði og er að sögn talsvert af laxi víða um ána. Holl sem var fyrir skömmu fékk 9 laxa, mest 6-7 punda. Stærsti lax- inn var 17 pund. Mikil sjóbleikju- veiði hefur ki-yddað veiðiskapinn. Miðá í Dölum er einnig komin með um 100 laxa og eru ár og dag- ur siðan hún hefur losað þriggja stafa tölu. Mikil bleikjuveiði hefur einnig verið í ánni, en sjóbleikjan fór reyndar í fýlu í nokkra daga eft- ir flóðin, tvístraðist um allt og tók illa. En það hefur ræst aftur úr. Malarnáma í landi Glerár ofan Akureyrar Hauskúpa og brot úr lærlegg fundust Akureyri. Mtirgunblaðið. HAUSKÚPA og brot úr lærlegg fannst í gærkvöld í malarnámu sem fyrirtækið Möl og sandur á Akureyri hefur í landi Glerár skammt ofan við bæinn. Á hauskúpuna vantar neðri hlutann, en auk hennar og lærleggs- brotsins voru nokkur fleiri brot á svæðinu. Starfsmenn voru að ljúka vinnu þegar beinin fundust, gröfumaður rak augun í hauskúpuna þegar hann sté út úr vél sinni og við eftir- grennslan sá hann fleiri bein. Malarhaugur var á þeim stað sem beinin fundust á og var ýtt ofan af honum I fyirahaust. Síðasta vetur hefur sennilega veðrast ofan af haugnum og því komu beinin í ljós nú. Höfðu starfsmenn Malar og sands heyrt af því sögu að fyrir nokkur hundruð árum hefði kirkju- garður verið nokkru ofar í landi Glerár, en ekki var nákvæmlega vit- að hvar hann var fyrr en fyrir um tveimur árum þegar komið var niður á bein á þessum slóðum. Morgunblaðið/Þorkell Skáksveit Melaskólans í öðru sæti SVEIT Melaskóla hreppti annað sætið á Norðurlandamóti barna- skólasveita í skák sem haldið var í Finnlandi síðustu daga ágúst- mánaðar. Hlaut sveitin 11,5 vinninga í tuttugu skákum en sigurvegari varð danska sveitin sem hlaut 14,5 vinninga. Taldir frá vinstri Ellert Berndsen, Viðar Berndsen, Davíð Berndsen, Aron Sigurðs- son, Þorvaldur Sigurðsson, Arn- grímur Þór Gunnhallsson og Dagur Arngrímsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.