Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 55 ^ i BRÉF TIL BLAÐSINS N or ðausturkj ördæmið Frá Valdimar Kristinssyni: ÚR ÞVÍ að menn fást ekki til að stíga skrefið til fulls í kjördæma- málum og gera landið að einu kjör- dæmi er það rétt stefna að stækka þau sem mest og draga um leið úr hreppapólitík. I þessu sambandi er rætt um að gera Norður- og Aust- urland að einu kjördæmi. Fari svo er nauðsynlegt að bæta samgöngur þannig að allt svæðið tengist sem best. Skiptir þá meginmáli vegurinn milli landshlutanna þar sem Möðru- dalsfjallgarður er mestur farartálmi á vetrum. Nú er að hefjast vegagerð um svonefnda Hárekstraleið eftir langa baráttu við sparðatíning úrtölu- manna, þótt almennt hafí verið við- urkennt að þar verði öruggasta leið- in fyrir vegfarendur. Sérstök teng- ing verður við núverandi Vopna- fjarðarveg á meðan ekki eru efni til að fara niður Hofsárdalinn. Að þessum framkvæmdum loknum árið 2000 verður væntanlega komið bundið slitlag nær alla leið milli Akureyrar og Egilsstaða. Til að tryggja enn greiðari og öruggari samgöngur yrði sú tenging kórónuð með göngum undir Vaðlaheiði gegnt Akureyri, en þau verða að bíða betri tíma. Annað er nærtækara, svo sem tenging Siglufjarðar og Ólafsfjarðar fyrir norðan og Reyðarfjarðar við nálæga fírði fyrir austan. Hið síðar- nefnda hlýtur að byggja mjög á efl- ingu atvinnulífsins. Verði úr stór- felldri iðnaðaruppbyggingu við Reyðai-fjörð þyrfti að stækka at- vinnusvæðið og mætti þá búast við að grafin yrðu veggöng í aðeins 100 - 200 m hæð vestan Eskifjarðar yfir í Norðfjörð og frá Reyðarfirði til Fáskrúðsfjarðar. Þessi iðnaðaruppbygging á ekki að koma í staðinn fyrir neitt annað heldur á hún að stuðla að straum- hvörfum er leiði til alhliða eflingar atvinnulífs á Asturlandi. Ekki mun Viðtalstímar Ástu R. Jóhannes- dóttur Frá Ástu R. Jóhannesdóttur: í MORGUNBLAÐINU í gær var vikið að bréfi, sem ég sendi félögum mínum í Alþýðuflokknum í Reykja- vík. Bréfið var fyrst og fremst skrif- að til að minna á viðtalstíma á skrif- stofu minni á Alþingi í vetur. Eins og þeir ótal mörgu sem hafa komið í viðtalstíma mína undanfarin ár vita eru þeir að sjálfsögðu ekki bundnh- við Alþýðuflokksfólk. Öllum er vel- komið að panta tíma í síma Alþingis 563 0500 og er ljúft að fá tækifæri til að árétta það hér. ÁSTA R. JÓHANNESDÓTTIR, alþingismaður. af veita þar sem íbúum Austurlands fækkar enn og eru nú aðeins um 12 þúsund. Fjölgun ferðamanna Nú er farið að tala um Kára- hnúkavirkjun, en þar yrði hæsta stífla Evrópu. Ekki þarf að óttast að mannvirkið dragi úr ferðamanna- straumi heldur mun hann þvert á móti aukast, líklega stóraukast. Margir munu vilja sjá þetta tröllaukna listaverk í hrikalegu Jök- ulsárgljúfrinu eystra, enda kæmust þá margir á staðinn sem áttu þess engan kost áður. Þarna styi’kist at- vinnulífið á óvæntan hátt. En á sama máta og reynt var að spilla fyrir bestu leiðinni íyrir veg- farendur á fjöllum uppi þá hamast sumir á móti eðlilegri nýtingu vatnsorkunnar og höggva þá stund- um þeir sem hlífa skyldu. Fyrr á árum hefðu sumir látið segja sér það tvisvar, að áður en öldin yrði öll kynnu einhverjir þing- menn úr Framsóknarflokki að bregða fæti fyrir meiriháttar at- vinnuuppbyggingu á Austurlandi, og það á sama tíma sem „borgarrík- ið“ virðist endanlega vera að festa sig í sessi við sunnanverðan Faxa- flóa! Gæti sú orðið raunin? VALDIMAR KRISTINSSON, Reynimel 65, Reykjavík. Skolvaskar Intra skolvaskamir eru framleiddir á vegg eða innfelldir í borð. Stærðir: 48 x 38 x 19 cm 54 x 45 x 23 cm «») Heildsöludreifing: TEflGlehf. Smiðjuvegi 11. Kópavugi Sími 564 1088.fax 564 1089 Fæst í byggingavöruverslunum um land allt. Flörída, Flórída © SÓC - SóC - SÓC - SÓC - SÓC Langar ykkur að eignast húsnæði í sólinni? OPIÐ HÚS á Hótel Loftleiðum, þingsal 9, í dag, milli kl. 14 og 20 og á morgun milli kl. 10 og 18. KOMIÐ OG AFLIÐ UPPLÝSINGA UM VERÐ, igÖR OG STAÐSETNINGAR. Einnig upplýsingar um útleigu eigna, umsjón og viðhald. Sigríður Guðmundsdóttir, fasteignasali á Flórída, símar 895 0025 og 557 8650+fax.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.