Morgunblaðið - 04.09.1998, Page 41

Morgunblaðið - 04.09.1998, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 4K HESTAR HESTAMENN á Norðurlöndum eru farnir að sýna áhuga á heykaup- um frá fslandi, en heyskapur hefur gengið mjög illa þar og í Bretlandi í sumar. Eftirspurn eftir heyi frá Islandi HEYSKAPUR hefur gengið mjög illa á stói-um svæðum á Norður- löndunum og á Bretlandi í sumar. Hestamenn í þessum löndum eru farnir að leita til Islands og hafa fjöhnargar fyrirspurnir borist Vilhjálmi Þórarinssyni í Litlu- Tungu um heykaup, en hann hef- ur verið með umfangsmikla heysölu til hestamanna á undan- förnum árum. Vilhjálmur segir að fyrirspurn- ir hafi borist frá Danmörku, Finn- landi, Noregi og Svíþjóð en engar pantanir hafi þó enn verið stað- festar. Ef af heysölu verður til Svíþjóðar má búast við að þangað verði seld 70-80 tonn af heyi sem flutt verður út í svokölluðum stór- böggum. Vilhjálmur sagði að ef af þessari sölu verði gangi fljótt á heybirgðirnar hjá honum. Olafur Dýrmundsson ráðunaut- ur hjá Bændasamtökum Islands telur að íslendingar séu varla af- Iögufærir með hey í vetur. Hey- fengur er með minna móti á Suð- ur- og Vesturlandi, þrátt fyrir að hey séu góð. Á Norður- og Aust- urlandi er heyfengur bæði lítill og í mörgum tilfellum lélegur þó úr hafi ræst á mörgum stöðum síð- sumars. Hann segir hrossastofninn aldrei hafa verið stærri á Islandi. Hann sé 80.000-81.000 hross sam- kvæmt opinberum skýrslum en væri líklega eitthvað stærri. Sauð- fé hafi heldur fjölgaö og fjöldi nautgripa er svipaður og verið hefur. Aðalástæður fyrir fjölgun hrossanna eru að útflutningur er óvenju lítill í ár vegna hitasóttar- innar og auk þess er óvenjufáum hrossum slátrað vegna þess að helsti markaður fyrir hrossakjöt frá Islandi, Japan, er enn lokaður. Olafur segir mikið velta á því hvernig viðrar í haust og hversu snemma þarf að byrja að gefa hrossum. Hann bendir á að á und- anförnum árum hefur tvívegis orðið nánast heylaust að vori til í landinu. Ný reglugerð um aðbúnað hrossa Var viðæ deyia Ragna Loa Stefánsdóttir knattspyrnukona Lýtalækníngar "Táknræn" i / Linda Evangelista - Eínkaviðtal Nýs lífs Tiska leit inn á við Andleg leiðsögn Sri Cinmoy TILLÖGUR um reglur um aðbúnað hrossa og heilbrigði liggja nú fyrir í landbúnaðarráðuneytinu og er gert ráð fyrir að þær taki gildi í.haust. Brynjólfur Sandholt fyrrverandi yfirdýralæknir hefur unnið að samn- ingu reglugerðarinnar. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að talið hafi verið rétt að taka út úr reglu- gerð um dýrahald í atvinnuskyni og lögum um búfé þætti sem snerta hross og gera úr þeim eina sam- fellda reglugerð. En víða hagar því þannig til, til dæmis í sveitum, að bæði er stunduð hrossarækt, sem heyrir undir búfjárlög, og tamning- ar, sem heyra undir dýrahald í at- vinnuskyni. Brynjólfur sagði að í tillögunum væri m.a. að finna ákvæði sem lúta að aðbúnaði hrossa svo sem í hest- húsum og gerðum og að hrossum skuli hleypt út daglega ef þau eru höfð á húsi, svo eitthvað sé nefnt. l°Tró-sumar Við ke / P / / • airaiii a iivfiiiii W V Með lO raða lottóseðli og Jóker getur þú unnið glæsilegan TOYOTA Avensis. í þágu öryrkja, ungmenna og íþrótta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.