Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ * * Hvítar lygar og svartar Eiga frammámenn að segja sannleik- ann um veikindi sín efþeir eiga við geðræna kvilla að stríða? Eiga þeir að gangast oþinberlega við því að þeir séu haldnir þunglyndi eða áfengissýki eða skrökva? Við lendum öll í því að þurfa að grípa til hvítrar lygi eða segja aðeins hálfan sannleikann. Ég get sagt litlu barni að jólasveinninn sé til og færi því í skóinn. Ég get líka sagt því sögur af álfum og tröllum án þess að vera með samviskubit, þetta er ekkert annað en fyrstu kynni barnsins af ímyndunarafli og ævintýrum. Því sem gefur lífínu gildi. Við látum satt kyrrt liggja eða fegrum sannleikann. En siðferð- isgildin sem við reynum að virða veita okkur VIÐHORF ekki lei'íl ti] að — skrökva blygð- Eftir Kristján unarlaust Jónsson hvenær sem er. Sumir kom- ast þó upp með furðu mikið í þeim efnum en innst inni vitum við flest að óhófleg notkun á sveigjanlegum sannleika og lyg- um á það til að koma illilega í bakið á okkur. Við ákveðum oft sjálf hvort við segjum samferðafólkinu frá yfirsjónum og syndum. Stund- um eru vitni og þá getum við reynt að þræta en einnig getum við játað og vonað að aðrir hafi minni áhuga á okkur en við sjálf, gleymi jafnt því sem við gerum vel og illa. Oftast reynist það svo. Hvað eigum við hins vegar að gera þegar skaparinn ákveður að við tökum á okkur byrði eins og geðræna kvilla? Norski for- sætisráðherrann greip til sama ráðs og þunglyndur frammá- maður í íslensku athafnalífi fyrir nokkrum árum, sömu ráða og Díana heitin prinsessa, sem þjáðist af átröskun, sömu ráða og Winston Churchill sem oft var ekki vinnufær vegna þung- lyndis. Kjell Magne Bondevik sagði sannleikann, lét senda út fréttatilkynningu um að hann væri haldinn þunglyndi og yrði að hvíla sig heima við um skeið. Nú er Bondevik sagður krist- inn maður og vel getur verið að gildi eins og heiðarleiki og sann- sögli skipti hann þess vegna meira máli en gengur og gerist um stjórnmálamenn. Um það treysti ég mér ekki til að dæma en annað er íhugunarvert. Pað er einkunnin sem hann gefur löndum sínum. Hann á í vök að veijast, stýrir minnihlutastjórn, norsku krón- unni hefur hrakað. Fylgið hefur snarminnkað í könnunum. Margir hefðu talið að mestu skipti núna að leiðtoginn sýndi að hann væri sterkur og léti engan bilbug á sér finna. Skútu þjóðarinnar yrði áfram stýrt af einurð og festu svo að hefð- bundnar klisjur séu notaðar. Bondevik lét ekki segja að hann væri með kvef heldur tók hann áhættu. Hann gerir ráð fyrir að Norðmenn séu ekki verr haldnir af fáfræði og fordómum um geðsjúkdóma en svo að þeir skilji að tímabundið þunglyndi geri fólk ekki óhæft til að gegna ábyrgðarstörfum, ekki frekar en psoriasis eða gigt. Kannanir í Noregi benda reyndar til þess að hann hafi rétt fyrir sér. Þorri þjóðarinnar lýsir yfir skilningi og samúð með ráðherranum og krefst þess alls ekki að hann dragi sig í hlé. Oft tölum við heldur laklega um stjómmálamenn, segjum að sami rassinn sé undir þeim öll- um. Þeir séu á kafi í eiginhags- munapoti og spillingu, annað- hvort séu þeir frekjuhundar eða vindhanar. Líklega er það þess vegna sem Bondevik er skyndi- lega orðinn mjög áhugaverður, hann er búinn að sýna að hann getur nokkuð sem við hin getum alls ekki alltaf. Hann velur ekki auðveldustu leiðina heldur áhættusama lausn sem ímyndar- fræðingar hans hafa varla verið hrifnir af. Tvennt hræðumst við öll mik- ið, að deyja eða missa vitið. Óhugurinn sem geðrænir sjúk- dómar vekja hjá mörgum valda því að við sökkvum okkar frekar ofan í smáatriði um hjartakveisu og blöðruhálskirtilskrabba en þunglyndi og geðklofa. Við vit- um ekki hvað veldur geðsýki, aðeins að hún breytir atferli okkar. Misskilningurinn, dulúðin og óttinn sem tengjast geðsjúk- dómum auðvelda ekki að tekist sé á við þá. Þeir eru auk þess tengdir tilfinningalífinu sem við viljum nú oft fela eins og Eva óhreinu börnin. Bondevik er vafalaust ekki jafn traustvekjandi leiðtogi í augum einhverra eftir að hafa sýnt almenningi þennan trúnað, leyft öllum að dæma og ákveða á bestu mögulegu forsendum hvort hann sé hæfur til að stjórna þrátt fyrir vandann. Hvernig yrðu viðbrögð okkar Is- lendinga ef ráðherra ætti við svipaðan vanda að stríða og gengist við honum opinberlega? Við vitum að margir myndu segja að ráðherra ætti ekki að bera einkamál sín á torg með þessum hætti eins og hvert ann- að poppgoð eða fílmstjarna í leit að umtali. En þá er það spurn- ingin hvort um sé að ræða einkamál þegar við höfum falið viðkomandi stjórnmálamanni meiri völd en mér eða þér. Þunglyndi Jeltsíns og áfengis- sýki er ekki einkamál hans þeg- ar afleiðingin er ringulreið í Rússlandi svo að tekið sé erlent dæmi. Ef við teljum að stjórnmála- leiðtogi eigi íyrst og fremst að vera varðhundur stöðugleika og hefða, varfæmi og klókinda, er Bondevik ekki endilega í fremstu röð. En ef okkur finnst að leiðtoginn eigi að leiða frem- ur en elta, sýna með góðu for- dæmi að hann þori að takast á við fordóma, þori að sýna veik- leika, þori að treysta öðru fólki - þá er hann býsna fær. Þá er hann ekki eins og annar og þekktari leiðtogi sem skrökvaði stanslaust í sjö mánuði að þjóð sinni og sínum nánustu um hjú- skaparbrot áður en það rann upp fyrir honum að nóg væri komið. Blóðskilun á Islandi 30 ára HINN 15. ágúst árið 1968 var gerð fyi’sta blóðskilun á íslandi og fór hún ft-am á Land- spítalanum. Blóðskilun (gervinýrameðferð, hæmodialysis) er sú tækni er hreinsar blóð sjúklinga með nýma- bilun og heldur þeim a lífi. Með þessu var lagður grannur að blóðskilunardeild Landspítalans. Deildin annast einkum skilun sjúklinga með varan- lega nýrnabilun. Er Páll þar völ tveggja skilun- Ásmundsson arforma: blóðskilunar í gervinýra og kviðskilunar sem fólk framkvæmir sjálft heima en hentar ekki öllum. A deildinni era einnig meðhöndlaðir þeir sem hafa tíma- bundna nýrnabilun. Loks fara þar fram svokölluð blóðvatnsskipti (plasmapheresis) en það er sérhæfð meðferð sem beitt er við ákveðna sjúkdóma. Allt er þetta lífgefandi meðferð þar sem langflestra þessara sjúk- linga bíður dauðinn ef hún ekki er veitt. Þeir sjúklingar sem era í langvarandi skilunarmeðferð eiga þess svo oft kost að fá ígrætt nýra úr látnum gjafa eða lifandi. Læknar blóðskilunardeildar undirbúa sjúk- linga iyrir ígræðslu og annast þá eftir ígræðslu. Stórvaxandi starfsemi Saga blóðskilunardeildar er í raun saga nýmalækninga sem und- irgreinar lyflækninga á Islandi. Við upphaf skilunamneðferðar komu fyrstu sérlærðu nýmalæknamir til landsins og hafa læknar deildarinn- ar æ síðan sinnt hvers kyns nýrna- vandamálum. Starfsemi blóðskilunardeildar fer sívaxandi. Þau 30 ár sem deildin hefur starfað hefur á 3. hundrað sjúklinga byrjað í langvarandi nýmabilunarmeðferð, þar af 115 síðasta áratuginn. Þegar þetta er ritað era 100 sjúklingar á lífi og af þeim eru 62 með ígrætt nýra. Nú eru 38 í skilunarmeðferð og hafa aldrei verið fleiri. Eins og sjá má af meðfylgjandi mynd lætur nærri að fjöldi nýrra sjúklinga í langtíma- meðferð hafi tvöfaldast með hverj- um nýjum áratug starfseminnar. Þessi þróun er svipuð hér og í ná- grannalöndum okkar og er fjölgun mest í eldri aldurshópum. BlóðskilunardeOd Landspítalans er hin eina sinnar tegundar hér á landi og þjónar því öllum lands- mönnum. Svo fámenn þjóð getur vart rekið nema eina slíka stofnun. Margir hafa flust til Reykjavíkur til að njóta þjónustu hennar. I vaxandi mæM er þó komið til móts við þarfir sjúklinga með því að þeir annist sjálfir skilunina heima og er þá einkum um að ræða kviðskilun en í stöku tilfelli blóðskilun. Slík tilhög- un krefst þó náins sambands og eft- irlits blóðskilunardeildar. Þá hefur þátttaka Tryggingastofnunar ríkis- ins í ferðakostnaði gert sjúklingum sums staðar á landsbyggðinni kleift að sækja meðferð til Reykjavíkur. Arið 1970 var fyrst grætt nýra í íslenskan sjúkling og fór sú aðgerð fram í London. Síðan hafa 98 sjúk- lingar fengið ígrætt nýra og era 62 þeirra starfandi. Hin síðari ár hefur hér æ stærri hluti ígræddra nýma komið frá lifandi vandamönnum sjúklinganna. Síðustu 10 árin hefur hlutfall lifandi gjafa verið 66% sem er miklu hæira en gerist í ná- grannalöndum okkar og ber vott um samhygð Islendinga. Allar ígræðslur í Islendinga fara fram erlendis, um þessar mundir fyrst og fremst í Kaupmannahöfn. Svo fáir þarfnast hér ígræðslu á ári hverju að ekki hefur þótt hagkvæmt að stunda hana hérlendis. Hækkandi hlutfall lif- andi gjafa hefur vakið umræðu um hvort hér ætti að taka upp ígræðslu nýrna úr hf- andi gjöfum. Ef af því verður krefst það rækilegs undirbúnings því að ígræðsla og meðferð sjúklingsins fyrst á eftir er vanda- verk sem krefst náins samstarfs margra sér- fræðinga. Arangur af meðferð nýtnabilunar á loka- stigi jafnast hér á við það sem ger- ist í nágrannalöndum okkar hvað varðar lifun sjúklinga og endingu ígræddrá nýrna. Mörgum að þakka Á þessum tímamótum er við hæfi að bera fram þakkir. Fyrir hönd starfsfólks á blóðskilunar- deild þakka ég öllum þeim sem Barnið vex en brókin ---------------------------- ekki, segir Páll As- mundsson um starf- semi blóðskilunardeild- ar, en flatur sparnaður stjórnvalda þrengir að lífsnauðsynlegri þjón- ustu deildarinnar. tengjast deildinni og hafa unnið henni vel. Ég vil nefna tæknimenn, félagsráðgjafa, næringarráðgjafa, sjúkraþjálfara, lækna annarra sér- greina og ekki síst starfsfólk 14-G á lyflækningadeild. Án samstarfs- september verður opið hús á blóð- skilunardeild þar sem fólki er boðið að kynna sér starfsemi hennar. Gömul og ný vandamál Starfsfólk blóðskilunardeildar getur litið yfir farinn veg með nokkiu stolti. Starfsemin á þó við ýmis vandamál að etja sem flest má rekja til þess að vaxandi þörfum hefur ekki verið sinnt á fullnægj- andi hátt. Við deildina starfa nú 3 nýma- læknar, þó ekki allir í fullu starfi. Hinn fjórði bætist væntanlega við innan tíðar. Ekki veitir af þar eð vinnuálag fer sívaxandi. Auk ofan- greindrar starfsemi sinna nýrna- læknar hvers kyns nýmasjúkdóm- um á spítalanum og era raunar til ráðgjafar fyrir gjörvallt landið. Þeir halda uppi vöktum til að sinna bráð- um nýmavandamálum og er álag vegna þein-a veralegt. Loks sinna þeir mikið kennslu og er til vansa að enn hefur ekki verið stofnuð form- leg kennslustaða í nýmalækningum við læknadeild Háskóla Islands. Á 25 ára afmæli blóðskilunar- deildar ritaði ég ámóta grein og lýsti því mikla álagi sem var á hjúkranarliði deildarinnar. Þá vora setnar 6,4 stöður hjúkranarfræð- inga en talin þörf á að tvöfalda þann fjölda til þess að sjúklingum væri sinnt sem skyldi. Nú, fimm ár- um síðar, eru heimilaðar stöður hjúkranarfræðinga 7.5 en ættu að vera 15 til að hjúkranarþjónusta sé jafnfætis slíkum deildum í ná- grannalöndum. Ekki einasta hefur sjúklingum fjölgað heldur verður æ stærri sá hluti þeirra sem þarfnast mikillar hjúkranar. Hjúkranarstarf á blóðskilunardeild er mjög sér- hæft og krefst langrar þjálfunar en mikið vantar á að sú sérhæfing sé metin að verðleikum. Fyrfr 5 áram var mjög aðkallandi að stækka það húsnæði sem blóðskilunardeild hafði yfir að ráða. Skemmst er frá að segja að deildin býr enn við sama húsakost og engin lausn í sjónmáli. Þessi aðstaða er gersam- lega óviðunandi og iangt frá því að deildin geti gegný sínu hlutverki eins og vera ætti. Óhóflegt vinnuá- lag á starfsfólk er enn þungbærara við þessar aðstæður að ekki sé tal- að um þau áhrif sem þrengslin hafa FJÖLDI nýrra sjúklinga með lokastig nýrnabilunar - þrír áratugir. ins við allt þetta fólk væri blóðskil- unardeild lítill bógur. Þakka ber starfsfólki þeirra fyr- irtækja sem blóðskilunardeild hef- ur bein samskipti við fyrir lipra samvinnu. Þá vil ég þakka Félagi nýrna- sjúki-a dýrmætan stuðning þess við blóðskilunardeild. I félaginu starfa nýmasjúkir og velunnarar þeirra og berjast fyrir þeim málum er til bóta horfa fyrir nýmasjúka. Af takmörkuðum fjárhag hefur félagið fært deildinni rausnarlegar og nyt- samar gjafir. Afmælishátíð Afmælis blóðskilunardeildar verður minnst með ýmsum hætti. Nokkrar blaðagreinar verða birtar um nýrnasjúkdóma og meðferð þeirra. Dagana 18. og 19. septem- ber verða haldin málþing þar sem innlendir og erlendir fyrirlesarar munu fjalla um nýmasjúkdóma og skyld efni. Síðar mun koma út sér- stakt þemahefti Læknablaðsins um nýmalækningar. Laugardaginn 19. á líðan sjúklinga í 6141014 meðferð. Endurnýjun og stækkun véla- kosts deildarinnar er sá þáttur í starfrækslu deildarinnar sem hvað síst er yfir að kvarta þótt hraðar mætti ganga. Það svelti sem starf- semi blóðskilunardeildar býr við er ljóst dæmi þess hvernig flatur sparnaður stjórnvalda kemur niður á þjónustu sem er lífsnauðsynleg og hlýtur, eðli sínu samkvæmt, að fara vaxandi. Áskorun Ég skora á fjárveitingavald og yfirstjórn ríkisspítala að sjá nú sóma sinn í myndarlegu átaki til eflingar þjónustu blóðskilunar- deildar með því að bæta hið fyrsta úr sárum húsnæðisskorti hennar og fjölga í starfsliði svo viðunandi sé. Það væri verðug afmælisgjöf og viðurkenning á starfi sem skilað hefur góðum árangi’i við erfiðar að- stæður. Höfundur er yfirlæknir á blóðskil- unardeild Landspítala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.